Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 17
Á \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 17 NEMENDUR og kennar- ar Kennaraháskóla íslands héldu ígær blaða- mannafund þar sem þeir gerðu grein fyrir kröfum sínum og mótmælum en eins og kunnugt er gengu þeir á fund menntamála- og fjármálaráðherra í fyrradag og báru fram harðorð mótmæli. Hinn 11. desember sl. sendi samstarfsnefnd nemenda og kennara KHÍ frá sér bréf til Frá hlaðamannafundinum í gær. Fulltrúar kennara og nemenda skýrðu þar afstöðu sína, kröfur þær og mótmæli sem þeir báru upp við menntamála- og fjármálaráðuneytin í fyrradag. Baldur Jónsson rektor KHÍ er lengst til vinstri. Myndír Kristján. „Æðstu embœttismenn vilja Kennaraháskólonn feigan ” — segja nemendur og kennarar KHÍ Ragnars Arnalds menntamála- ráðherra þar sem gerð var grein fyrir hinum ytri þrengingum sem skólinn býr við, húsnæðis- skorti, skorti á vinnuaðstöðu, vinnutækjum og starfsliði. Lýst var fjárhagsvandræðum skólans en yfirleitt hefur aðeins hluti umbeðins fjár til skólans verið samþykkt í fjárlögum eins og raun varð á einnig í ár. Þess má geta að bréfið umtalaða var sent menntamálaráðherra áður en fjárlagafrumvarpið var endan- lega samþykkt. Einnig minnast nemendur og kennarar á það í bréfi sínu að húsnæði æfingaskólans kreppi nú mjög að og mikið vanti á að húsnæðið fullnægi þeim kröfum sem menntamálaráðuneytið setti 1969. Rými raungreina- stofa er t.d. ekki nema helm- ingur á við það sem tilskilið er. Að lokum er bent á nauðsyn- legar úrbætur og hvað sé til bóta. Nemendafélag KHI og kennarafélag KHI sendu aftur frá sér bréf til menntamálaráð- herra 14. janúar sl. þar sem kynntar eru álitsgerðir sem urðu niðurstöður umræðna inn- an KHÍ. Fyrri álitsgerðin er um stöðu og hlutverk kennara í grunnskóla. Þar er m.a. bent á að efla þurfi KHÍ sem þunga- miðju almennrar kennara- menntunar í lundinu og endur- menntunar kennara, að gera þurfi kennarastarf í grunnskóla svo eftirsóknarvert að fólk með kennaramenntun beri sig eftir lausum stöðum, að samræma þurfi kröfur um menntun kennara og að gera þurfi skipu- lega áætlun um menntun réttindalausra kennara sem fengist hafa við kennslustörf. í annarri álitsgerðinni er rætt um starfsaðstöðu við KHÍ og sögðu nemendur á blaðamannafundin- um að þrátt fyrir þessi bréf hefðu aðstæður við skólann ekkert batnað frekar versnað þar sem annar tveggja bóka- varða við bókasafn KHI var tekinn af launaskrá um áramót- in og safnið þar af leiðandi ekki opið nema frá 8—1, þegar nemendur eru bundnir í kennslustundum. Á blaðamannafundinum í gær kom það fram að miklar skipu- lagslegar breytingar hefðu átt sér stað á námsfyrirkomulaginu í kjölfar nýju grunnskólalag- anna. Tekið hefur verið upp svonefnt þemakerfi. Það kerfi hefur í för með sér að hin hefðbundna skipting milli námsgreina fellur niður en þess í stað sett upp eitt meginþema, eitt skipulagt heildarverkefni, sem unnið er að tiltekinn tíma. Segja nemendur að þetta nýja fyrirkomulag kalli enn frekar á stærra húsnæði og hafi húsnæðisskortur skólans og lé- leg vinnuaðstaða staðið þessu nýja kerfi mjög fyrir þrifum. Páll Guðmundsson varafor- maður sambands grunnskóla- kennara kom á blaðamanna- fundinn til þess að sýna sam- stöðu kennarasamtakanna með þessum aðgerðum, að sögn hans sjálfs. Hann sagði að í lögum væri gert ráð fyrir að kennari við grunnskóla hefði ákveðna menntun en frá 1974 hefur fjöldi kennara án tilskilinnar menntunar aukist. „Ef það á að fara að klípa meira af mati kennara- menntunar, þá getum við ekki setið lengur aðgerðarlaus,“ sagði hann. Um kröfugöngu sína í gær og undirtektir menntamálaráð- herra og ráðuneytisstjóra í fjár- Handmenntadeild KHÍ er í húsi gamla kennaraskólans við Laufúsveg. Það húsnæði er að mati nemenda algjörlega ófullnægjandi á allan hátt og tækin einnig. Því hefur KHI fengið inni með þessa deild að hluta í húsnæði Ármúlaskólans. Vilja nemendur nýtt og betra húsnæðj undir þessa deild eða að skólinn geri til langframa samning við Ármúlaskólann þar sem þeir telja að betri aðstöðu sé ekki hægt að fá. málaráðuneytinu sögðu nemendur og kennarar KHI: „Það er greinilegt að það er ekki eingöngu hart í ári hjá íslenska ríkinu. Vanþekking og fordómar gagnvart gildi kennaramenntunar fyrir íslenska þjóð eru slík að ekki verður annað skilið en æðstu embættismenn ríkisins vilji Kennaraháskóla íslands feigan. Um þetta vitna m.a. hinar nýkomnu tillögur menntamála- ráðherra um bréfaskóla. Þar er algerlega gengið framhjá til- lögum nefndar sem skipuð var af fyrrverandi menntamálaráð- herra. í þeirri nefnd sátu rektor Kennaraháskóla Islands, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og fulltrúar allra stéttarfélaga." ins og sjá má er hver krókur húsna'ðis KHI notaður og þröngt um nemendur. Mbl. sneri sér til Baldurs Jónssonar rektors Kennara- háskólans og spurði hann álits á þessum aðgerðum nema og kennara við KHI. „Þessar aðgerðir eru algerlega á vegum nemenda og kennara. Þær eru ekki stjórnunarlega séð á vegum skólans sjálfs. Við höfum verið mjög illa sett hér fjárhagslega um langan tíma og því eiga þessar aðgerðir sér ianga rót. Síðan þegar bóka- vörðurinn hætti skapaði það okkur mikinn vanda og varð það kveikjan að aðgerðunum. Ríkisstjórn íslands: Viðurkennir ekki norska efnahagslög- sögu við Jan Mayen Norskir og íslenzkir fiskifræðingar þinga um loðnuna BENEDIKT Gröndal utanríkis- ráðherra lýsti því yfir í Samein- uðu þingi í gær, í umræðum um gagnkvæma veiðisamninga ís- lendinga og Færeyinga, sem Jan Mayenmál blönduðust mjög inn í, að það væri stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og þeirrar fyrrverandi, að áskilja Islending- um allan rétt gagnvart Jan Mayen, bæði varðandi land- grunnsrétt utan 200 mflna lög- sögu okkar sem og 200 mflna viðmiðun fiskveiðilögsögunnar. Viðurkenning á norskri auðlinda- lögsögu við Jan Mayen væri ekki á dagskrá. Ráðherrann var hins vcgar efins um, að Norðmenn myndu fallast á formlegar við- raéður um þessi mál við íslcnd- inga, en sjálfsagt væri að halda áfram óformlegum viðræðum, með hliðsjón af framangreindu, með samkomulag á sanngirnis- grundvelli að leiðarljósi. Þá gat ráðherrann þess að unnið væri að því að koma upp sérstakri deild við Orkustofnun, er annaðist jarðfræðilegar rannsóknir og upp- lýsingasöfnun varðandi land- grunnið, en slíkar rannsóknir og viðræður við Norðmenn og Færey- inga um ýmis sameiginleg hags- munaatriði voru meðal efnisatriða í tillögum til þingsályktunar, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks fluttu á sl. hausti, og ýmist voru sam- þykktar eða vísað til ríkisstjórnar- innar. Þessa yfirlýsingu gaf Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, eftir ítrekuð tilmæli frá Eyjólfi Kon- ráði Jónssyni (S), þess efnis að ráðherrann tæki af öll tvímæli um stefnu ríkisstjórnarinnar í máli þessu, m.a. með hliðsjón af um- mælum hans í norska sjónvarpinu í fyrri viku varðandi norska efna- hagslögsögu við Jan Mayen. Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra upplýsti, að ráðgerð- ur væri fundur norskra og ís- lenzkra fiskifræðinga í endaðan marzmánuð nk., þar sem fjallað yrði um nýtingarmöguleika loðnu- stofnsins og samstarf þjóðanna i rannsóknum á því sviði. Miklar umræður urðu um efnis- atriði Færeyjasamningsins sem og málsmeðferð á samningsstigi. Er dagfundi lauk, rétt fyrir kl. 7 síðdegis, voru 6 þingmenn enn á mælendaskrá, en kvöldfundur var ákveðinn kl. 9. Með samningnum höfðu mælt: Einar Ágústsson (F), Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra, Eyjólfur Konráð Jóns- son (S), sem einnig fjallaði alhliða um íslenzka hagsmunaþætti á sviði hafréttarmála, Ragnhildur Helgadóttir (S), sem ítrekaði m.a að utanríkisráðherra kæmi fram leiðréttingu á túlkun ummæla hans í norska sjónvarpinu á þeim hinum sama vettvangi, Friðjón Þórðarson (S) og Gils Guðmunds- son (Abl), er flutti langt og fróð- legt mál um samskipti Islendinga og Færeyinga. Gegn samningun- um mælti Garðar Sigurðsson (Abl). Dregur úr sölum ytra VÉLBÁTURINN Boði frá Keflavík seldi 48 tonn í Hull í gær og fékk um 15 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð 313 krónur. Að sögn Ágústs Einarssonar hjá LIU er ekki ýkja mikið um sölur erlendis á næstunni og virðist sem landanir íslenzkra fiskiskipa ytra séu að færast í eðlilegt horf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.