Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 Ljósm. Kristján. Ráðunautafundur stendur nú yfir í Bændahöllinni í Reykjavík og verður í dag og á morgun rætt einkum um búfjárrækt, þ.e. tilraunir og sjúkdóma. Að sögn Agnars Guðnasonar urðu nokkuð heitar umræður í gær um laxinn þegar rætt var um veiðimál. Ráðunautafundinum lýkur á föstudag. Adalskodun bíla hef st í Reykjavík á mánudag Flugslysiö á Sri Lanka: Blindflugskerfi óvirkt - aðflugs- kerfi óreynt lengi Flugvélin flaug inn í mikið úrkomu- svæði 14 sek. fyrir brotlendingu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá Flugleiðum vegna rannsóknar á flugslysinu á Sri Lanka 15. nóv. s.l. er DC-8 þota Loftleiða fórst þar í lendingu. í fréttatilkynningunni segir að niðurstöður á hugsanlegum orsökum fyrir flugslysinu liggi ekki fyrir ennþá, en boðuð er ráðstefna um rannsókn slyssins í febrúarmánuði á Sri Lanka. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hafa flugmálayfirvöld á Sri Lanka tilkynnt frestun á þessum rannsóknarfundi um óákveðinn tíma. Fréttatilkynning Flugleiða fer hér á eftir: Samkvæmt alþjóðareglum um framan grelnir, hófst sú athugun — Við reynum að dreifa bifreiðaskoðuninni nokkuð yfir árið og í ár var ákveðið að byrja í Hafnar- firði, en við höfum oftast nær hyrjað í Kópavogi af þessum nágrannabæjum Reykjavíkur, sagði Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Sagði hann ástæðu þess að nú var byrjað í Hafnarfirði vera þá að ekki hefði verið hægt að fá inni í Kópavogi strax, en bærinn hefur lánað viðgerðaraðstöðu sína til bifreiðaskoðunar. Aðalskoðun hefst í Reykjavík á mánudaginn, en nú vinna við bifreiðaskoðun á vegum Bifreiðaeftirlitsins um land allt um 60 starfsmenn. Guðni Karlsson sagði að tillögur um að færa aðalskoðun bíla inn á hin ýmsu verkstæði hefðu lítillega komið til tals í Bifreiðaeftirlitinu, en afstaða hefði ekki verið tekin til þeirra og væri verið að kanna slíkar tillögur um þessar mundir. Ræða um böm og byggingar í TILEFNI barnaárs Sam- einuðu þjóðanna hafa Arki- tektafélag íslands, Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta og Félag ísl. Garðabær fær hlut- deild í Hrafnistu Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn Garðabæjar að hefja við- ra'ður við Sjómannadagsráð um hlutdeild bæjarins í hjúkrunar- heimilinu að Hrafnistu f Hafnarfirði. Garðar Sigurgeirsson bæjar- stjóri í Garðabæ tjáði Mbl. að áhugi væri á því að Garðabær fengi inni á hjúkrunarheimilinu fyrir nokkra vistmenn og myndi standa straum af kostnaði við það. Myndu hefjast viðræður á næst- unni við fulltrúa Sjómannadags- ráðs um hvernig greiðslufyrir- komulag yrði. landslagsarkitekta ákveðið að standa saman að ýmsum aðgerðum og er m.a. fyrir- hugað að kanna hvernig búið hafi verið aö börnum hér á landi bæði í bygging- um svo og utan þeirra og setja fram tillögur til úrbóta. I frétt frá ofangreindum félög- um segir að ráðgert sé að efna til ráðstefnu í þessu sambandi'Og verði ein haldin í marzmánuði n.k. en önnur síðar á árinu. Ráðgert er einnig að félög þessi standi saman að útgáfu bæklings þar sem helztu niðurstöður þessarar vinnu verða dregnar saman. Er þeim sem vilja koma með ábendingar bent á að setja sig í samband við félögin. flugmál er opinber rannsókn á flugslysinu í Sri Lanka 15. nóvem- ber s.l. á vegum ríkisstjórnar Sri Lanka. Auk embættismanna Sri Lanka hafa frá upphafi unnið að rannsókninni sérfræðingar frá bandarísku, indónesísku og ís- lensku flugmálastjórnunum, bandarísku slysarannsóknastofn- uninni (NTSB), framleiðendum flugvélarinnar og hreyflanna, svo og Flugleiðum hf., auk Cargolux og Seaboard World Airlines, sem önnuðust viðhald vélarinnar. Flugmálastjórn Sri Lanka hafði fyrir jól tilkynnt að formlegir fundir og vitnaleiðslur í sambandi við flugslysið myndu hefjast í lok janúar. Nú hefur borist tilkynn- ing, að umræddum fundum sé frestað fram í febrúar. Með hlið- sjón af framangreindu þykir rétt að veita eftirfarandi upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar. Dagana 11. til 15. desember fór frám frumrannsókn flugrita og hljóðrita DC-8 flugvélarinnar TF-FLA, sem fórst í Sri Lanka 15. nóv. s.l. Athugun þessi var fram- kvæmd hjá slysarannsóknadeild áströlsku flugmálastjórnarinnar að viðstöddum fulltrúum frá Sri Lanka og Islandi. I upphafi rannsóknar slyssins Iögðu bandarísku, íslensku og indónesísku fulltrúarnir sérstaka áherslu á, að flugriti og hljóðriti vélarinnar yrðu þegar í stað sendir til tæknilegrar úrvinnslu hjá viðurkenndri stofnun. Eins og að Nýjustu skráningar á bensíni og gasolíu í Rotterdam: Nær 100% hækkun frá með- al innkaupsverði í fyrra EKKERT lát er á verðhækkun- um á olíuvörum í Rottcrdam, en innkaupsverð á olíu frá Sovétríkjunum ræðst af skráðu verði á Rotterdammarkaðnum þegar lestun fer fram. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar í gær hjá Erni Guð- mundssyni. skrifstofustjóra Oliuverzlunar íslands hf.. að skráð verð (fob) á bensíni væri nú 282,50 dollarar hvert tonn í Rotterdam, gasolíuverð væri 237,50 dollarar hvert tonn og svartolíuverð væri 91,50 dollar- ar hvert tonn. Miðað er við skráningu, sem gilti s.l. föstu- dag 2. febrúar, en það eru nýjustu upplýsingar, sem fyrir liggja. Til marks um þær stórkost- legu hækkanir, sem orðið hafa á olíuvörum á siðustu mánuðum má nefna að vegið meðalinn- kaupsverð (fob) þeirrar olíu, sem seld var hér á landi í fyrra var sem hér segir: Bensín 145,61 dollarar pr. tonn, gasolía 122,62 dollarar pr. tonn og svartolía 78,53 dollarar pr. tonn. Skráð bensínverð í dag er sámkvæmt þessu 94,01% hærra en inn- kaupsverð þess bensíns, sem selt var í fyrra, skráð gasolíuverð er 93,69% hærra og skráð svart- olíuverð í dag er 16,52% hærra. 48% hækkun gasolíu frá í haust Síðasta verðhækkun á olíu var 13. desember s.l. Um miðjan janúar s.l. sendu olíufélögin verðlagsyfirvöldum beiðni um hækkanir á olíu og bensíni til samræmis við meðalfobverð þeirra birgða, sem þá voru í sölu, en þær olíuvörur voru fluttar inri í nóvember og desember s.l. Meðalinnflutn- ingsverð (fob) á þeim birgðum var 195,27 dollarar pr. tonn af bensíni, 160,62 dollarar pr. tonn af gasolíu og 83,45 dollarar pr. tonn af svartolíu. Þessi beiðni olíufélaganna hefur enn-ekki verið afgreidd. Hækkunin frá því verði sem gilti, þegar þessir farmar voru keyptir s.l. haust til dagsins í dag eru 44,67% á bensíninu, 37,86% á gasolíunni og 9,65% á svartolíunni. Olía næst lestuð í lok febrúar Örn Guðmundsson sagði að í lok febrúar yrði olía næst lestuð í Sovétríkjunum, sem fara ætti hingað til lands. Allt útlit væri fyrir að við Islendingar yrðum að kaupa þá olíu á því geysiháa verði, sem nú væri á olíu í Rotterdam. Reyndar væri örð- ugt að spá nákvæmlega um verðþróunina á markaðnum en litlar líkur væru á lækkandi verði alveg í bráð vegna ástandsins í Iran, sem hefur verið annað stærsta olíufram- leiðsluríki heims og frosthörk- unnar í Evrópu. Aukin eftir- spurn og minna framboð sprengdi verðið upp og verð- hækkana gætti alls staðar en Örn sagði að í öðrum Evrópu- löndum væri hækkuninni hleypt út í verðlagið en hér væri öðru vísi að farið og það myndi innan skamms skapa algjört öngþveiti í olíumálum hér innanlands. Hefur meiri áhrif á gasolíuverðið Hækkunar á heimsmarkaðs- verði gætir mun meira i gasolíu- verðinu hér innanlands en bensínverðinu. Innkaupsverð á bensíni (cif-verð) er 27,5% af bensínverðinu hér innanlands en innkaupsverð á gasolíu er 72,44% af gasolíuverðinu hér innanlands, þ.e. verði án sölu- skatts. Af því gasolíumagni, sem flutt var til landsins í fyrra fór 44,95% til íslenzkra fiskiskipa, 30,95% til húshitunar, 8,31% til bifreiða en afgangurinn var önnur sala. Hækkun heims- markaðsverðs vegur því miklu þyngra í gasolíuverðinu en bensínverðinu eins og að framan var rakið. fyrst 26 dögum eftir slysið. Rannsókn slyssins er haldið áfram, og niðurstöður um hugsan- legar orsakir þess liggja enn ekki fyrir. Búast má við, að rannsóknin taki nokkra mánuði til viðbótar, en á þessu stigi liggja eftirfarandi staðreyndir fyrir. 1. Brottflug flugvélarinnar frá Jeddah var kl. 12.10 GMT og áætlaður komutimi til Colombo kl. 18.10 GMT. Veðurspá fyrir Colombo var góð, en spáð vax- andi úrkomu. Um borð voru 262 manns, þar af 249 farþegar, 8 manna áhöfn og 5 aðrir starfs- menn Flugleiða. Flugvélin brot- lenti kl. 18.00 GMT, þ.e. kl. 23.30 eftir staðartíma. Samtals létu 183 lífið, þar af 175 farþegar og 8 starfsmenn Flugleiða, en 79 komust af. 2. Flugstjórinn var með 12.300 klst. flugreynslu, þar af 4.400 klst. á DC-8. Aðstoðarflug- maðurinn hafði 7.800 klst. flug- reynslu, og flugvélstjórinn 17.200 klst. Reglubundið hæfnispróf stóðust þessir flug- liðar á dögunum 4.—6. október, en auk þess luku flugmennirnir dagana 30. og 31. okt. sérstökum aðflugsæfingum fyrir þá flug- velli, sem nota átti í pílagríma- fluginu, og fóru þær æfingar fram í þjálfunarstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Flug- mennirnir höfðu, auk langrar reynslu í áætlunarflugi, flogið í ýmis konar leiguflugi í Austur- löndum og Afríku, og flugstjór- inn hafði áður komið til Colombo. Skírteini og öll flug- réttindi þessara flugliða voru í fullkomnu gildi. 3. Lofthæfisskírteini flugvélar- innar var í gildi til. 1. júlí 1979 og allar tilskyldar skoðanir höfðu verið gerðar. Ekkert hef- ur komið fram við rannsókn slyssins, sem bendir til bilunar flugvélar, hreyfla eða annars búnaðar hennar. 4. Fyrsta samband var haft við flugstjórnarmiðstöð Colombo-svæðisins kl. 17.30 GMT, og var veðurlýsing þá 6 km skyggni, skýjahæð 1500 fet, þrumuveður og 25 stiga hiti. Samband var haft við aðflugs- radar flugvallarins kl. 17.40 GMT og fengin heimild til blindaðflugs. Flugmaðurinn spyr nokkru síðar hvort blind- lendingarkerfið (ILS) sé núna í lagi. Staðfestir radar-flugum- ferðarstjórinn að svo sé, gefur leiðbeiningar fyrir frumaðflug inn á aðflugsgeisla flugbrautar- innar og veitir síðan upplýsing- ar um æskilegar flughæðir miðaðar við radar-fjarlægðir. Þess skal getið, að með um- ræddan radar er ekki hægt að sjá raunverulega flughæð vélar- innar. Síðustu slíkar upplýsing- ar radar-flugumferðarstjórans eru að flugvélin sé 2 sjómílur frá flugbrautinni, æskileg flug- hæð sé 650 fet og lending sé heimil. 5. Samkvæmt skráningu flugrit- ans var flugvélin í eðlilegu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.