Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1979 19 aðflugi, er radar-flugumferðar- stjórinn tilkynnti að æskileg flughæð væri 650 fet. Flughraði var eðlilegur, þ.e. 150 hnútar. Um það bil 15 sekúndum síðar heyrist í hljóðrita vélarinnar að hún flýgur inn í mjög mikla úrkomu og brotlendir ' 14 sekúndum eftir að flogið var inn í úrkomu svæðið. Vitað er að eldingar voru í nágrenni slys- staðarins. 6. Að gefnu tilefni skal staðfest, að fréttir þess efnis að flug- stjórinn hafi fengið aðvörun frá flugumferðarstjórn að flugvélin væri of lágt, eru ekki á rökum reistar. Flugvélin var í sambandi við radar-aðflugsstjórn á VHF-tíðninni 119, 1 MHz, og fékk þaðan aðflugsupplýsingar og lendingarheimild. Fjar- skiptatíðni flugturnsins var 119,7 MHz og var flugvélinni ekki ætlað að hafa samband á þeirri tíðni fyrr en eftir lend- ingu. Umræddur radar-flugumferð- arstjóri gaf enga aðvörun þess efnis, að vélin væri of lágt, enda radarinn ekki þeirrar gerðar, er veitt geti upplýsingar um flug- hæð. Þegar flugumferðarstjóri flug- turnsins sá lendingarljós flug- vélarinnar kallaði hann aðvör- un, en það var í fjarskiptatæki flugturns á 119,7 MHz, og heyrðist því ekki í fjarskipta- tæki flugvélarinnar, sem stillt var á 119,1 MHz. Framangreint er staðfest bæði í segulbandsupptöku radar-að- flugsstjórnar og flugturns, svo og í upptöku hljóðrita vélarinn- ar. Það fjarskiptatæki flugvél- arinnar, sem notað var, og fannst eftir slysið, var stillt á tíðni radar-aðflugsstjórnar, eins og til hafði verið ætlast. Hæðarmælar flugvélarinnar fundust einnig, og staðfest er að þeir voru báðir stilltir á þann loftþrýsting er aðflugsstjórn hafði tilkynnt fyrir aðflugið (1014 mb). 7. Fram hefur komið að heimild var veitt til ILS-aðflugs að flugvellinum. Blindlendingar- kerfið (ILS) hafði á undanförnu ári verið af og til tilkynnt ónothæft, en með opinberri tilkynningu flugmálasjórnar Sri Lanka 10. nóv. var það tilkynnt í lagi. Þetta var jafn- framt staðfest af radar-aðflugs- stjórninni er flugmaðurinn spurðist fyrir um ástand kerfis- ins í upphafi aðflugsins. Þrem dögum eftir slysið er ILS blindlendingarkerfið tilkynnt ónothæft með opinberri til- kynningu flugmálastjórnar Sri Lanka. Eftir að rannsókn slyss- ins hófst kom í ljós að kerfið hefur ekki verið flugprófað síð- an árið 1977, en samkvæmt alþjóðareglum ber að flugprófa slík aðflugskerfi á 2—4 mánaða fresti. Föst venja er eftir flugslys að hlutaðeigandi aðflugskerfi eru þegar í stað flugprófuð til að ganga úr skugga um ástand þeirra. Ekki er kunnugt um að slík flugprófun hafi enn farið fram. Unnið er áfram að rannsókn á hugsanlegum orsökum slyssins. í Mjóíkursamsöluhúsínti vtð Laugaveg Loksins eignumst við alvöru mjólkurbúð sem stendur undir nafni. Nýstárleg verslun með fjölbreyttasta úrvali mjólkurafurða, brauða og brauðmetis. Vettvangur kynningar á nýjungum mjólkur- framleiðslunnar. Mjólk / MS. búðinni fcest mjólk og allar mjólkurafurðir eins og þcer leggja sig. Bakarí Ilmandi brauð og kökur daglega, af ýmsum gerðum og grófleikum, beint úr okkar eigin bakarí. Ostar Islenska ostaframboðið samanstendur af 35-40 tegundum osta, hver með sínu sérkenni. Við bjóðum allar ostategundimar sem eru á markaðnum hverju sinni. it ísúrvalið er stórgott. Emmess rjómaísinn rómaði, frómasið og að ógleymdum ístertunum. Allt lostceti við öll tcekifceri. Kyiming Kynningahomið í MS. búðinni mun að jafnaði standa fyrir kynningum á nýjungum í framleiðslu Mjólkursamsölunnar með leiðbeiningum um notkun og notagildi mjólkurafurðanna til daglegrar neyslu. Sannarlega tímabcer neytendaþjónusta. NÆSTU KYNNINGAR VERÐA SEM HÉR SEGIR: MIÐVIKUDAG FRÁ KL. 2-5 EH., SKINKU- OG SKYRSALAT. FIMMTUDAG FRÁ KL. 2-5 EJH., RÚSSNESK KJÖTSÓSA. UMSJÓN: GUDRÍDUR HALLDÓRSDÓTTIR, HÚSMÆDRAKENNARI. Kennaraháskólinn: Baldur endurkjör- inn rektor Baldur Jónsson rektor Kennara- háskóla íslands var endurkjörinn rektor til næstu fjögurra ára frá 1. ág. n.k. í rektorskjöri sem fram fór í Kennaraháskólanum um mánaðamótin. Atkvæðisrétt hafði 31 kennari og 8 stúdentar. Hlaut Baldur 22 atkvæði, en Loftur Guttormsson hlaut 14 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og einn mætti ekki til kjörs. Opíð frá kí. 8,30-6 vlrka daga og k1.9-12 laugardaga og sunnudaga mjólkurbúð sem stendur undír nafni!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.