Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 22 Lilja Siguröardótt- ir—Minningarorð SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er kvekari og friðarsinni. Eg trúi því, sem Biblían kennir. Ég skil ekki, hvers vegna fólk trúir ekki á sama hátt og ég, því að eg lít svo á, að kristin trú banni ofbeldi í sérhverri mynd. Hvað segið þér um þetta? Ég hef svarað þessari spurningu áður. En við fáum spurningar sem þessar á hverjum degi. Þær snerta einmitt hernað. Margir velta fyrir sér í alvöru, hvað kristindómurinn segir um þessi mál, og sízt vildi eg verða til þess að auka á glundroðann. Ég verð þó að segja, að mér virðist það ekki fara í bága við kristnar meginreglur að vernda saklausa. Þannig segir t.d. í ritningunni: „Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra. Látið hinn volaða og fátæka ná í rétti sínum. Bjargið bágstöddum og snauðum, frelsið þá af hendi óguðlegra" (Sálm. 82, 3—4). Drottinn sjálfur velti borðum víxlaranna í musterinu og notaði við það svipu. Auðvitað varð hann engum að bana. Þegar við hugsum um kostnaðinn og allt blóðið, sem flýtur í styrjöldum, hljótum við að spyrja: Borgar sig nokkurn tíma og undir nokkrum kringumstæðum að taka þátt í stríði? Þó voru það guðhræddir, biðjandi menn, sem börðust fyrir sjálfstæði okkar. Þeir mátu frelsi og réttlæti meira en lífið sjálft. Þeir börðust fyrir því frelsi, sem við njótum. Guð sagði í Gamla testamentinu: „Þú skalt ekki mann deyða". Samt sendi hann Israelsmenn út í bardaga. Svo virðist sem munur sé á því að „deyða" menn í eiginhagsmunaskyni og að granda þeim, sem traðka á sakleysingjum. En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta spurning, sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Svar hans mótast af samvizku hans og því umhverfi, sem hann er sprottinn úr. Minning: Agnar Júlíusson frá Bursthúsum 15. desember s.l. var frú Lilja Sigurðardóttir til moldar borin. Hún lést á Landspítalanum 7. desember s.l. Lengst af æfinni átti Lilja því láni að fagna að vera vel heilbrigð, en seinni árin hrakaði heilsu hennar og þótt hún leysti störf sín af höndum af sömu umhyggju og vandvirkni og hún hafði alltaf gert, gekk hún éngan veginn heil til skógar síðustu 3—4 árin. En hún ræddi lítt um sitt heilsufar og það var henni víðs fjarri skapi að kvarta eða kveinka sér, þótt á móti blési. Lilja var fædd 30. marz 1905, dóttir Sigurðar Jónssonar verka- manns og Margrétar Guðmunds- dóttur konu hans. Þegar Lilja var 7 ára gömul missti hún föður sinn og stóð þá móðir hennar ein uppi með þrjú börn og varð að sjá þeim farborða. Fáir af yngri kynslóð okkar tíma gera sér grein fyrir hvern dugnað, sparsemi og nægju- semi þurfti á þeim tíma til að einstæð móðir gæti hjálparlaust framfleytt heilli fjölskyldu. En Margrét, móðir Lilju, lét sér erfið- leikana hvorki í augum vaxa né vænti sér hjálpar til að sigrast á þeim. Ein skyldi hún mæta þeim án þess að þiggja neitt af neinum. Sjálfsagt er það rétt að „kjörin setja á manninn mark“ og engan skyldi undra þótt einstæðar mæð- ur þeirra tíma bæru nokkurt svip- mót af því striti, sem þær urðu á sig að leggja til að sjá sér og sínum farborða og láta þau laun ein sem þær gátu unnið inn hrökkva fyrir öllum nauðþurftum. En það er nú svo að hlýjasta hugarþelið leynist oft í brjóstum þeirra, sem við óblíðustu kjörin búa. Þótt Margrét hefði ekki úr miklu að spila, varð það þó einu sinni einasta úrræði ráðamanna bæjarfélagsins að vista hjá henni og börnum hennar blindan, gamlan mann, sem einnig var geðveikur og enginn treysti sér til að hafa í húsum sínum. Hjá Margréti var hann alltaf rólegur, treysti henni til alls góðs og vildi hvergi annarsstaðar vera. Það hugarþel og hjartahlýja, sem Mar- grét sýndi þessum gamla blinda manni fékk Lilja dóttir hennar ríkulega í arf. Lilja varð strax og hún hafði þrek og þroska til að leggja móður sinni það lið sem hún mátti í baráttunni fyrir daglegu brauði, og þegar hún hafði aldur til réðst hún í vist og var lánsöm með þau heimili, sem hún vann á. Þegar fyrsta barnaheimilið í Reykjavík var stofnað vann Lilja þar og seinna í Heyrnleysingja- skólanum. Um störf Lilju luku allir upp einum munni. Þau voru alltaf unnin af einstakri trú- mennsku og vandvirkni. Það kom fljótt í ljós, hvar sem Lilja vann, að börn hændust sérstaklega að henni, en sá eiginleiki ber skap- gerð og innræti hverrar mann- eskju jafnan sérstakt vitni. I október 1936 réðist Lilja ráðs- kona til Eiríks Þorsteinssonar trésmíðameistara, en hann missti fyrri konu sína í janúar það sama ár frá þremur börnum 4ra, 8 og 9 ára gömlum. Þau Eiríkur og Lilja gengu í hjónaband 1938. Það er erfitt að gera sér Ijósa grein fyrir hver vandi þeirri konu er á höndum, sem ætlar að ganga ungum börnum í móðurstað, ekki síst ef þau eru komin svo til þroska að þau muni móður sína. Það er vart öðrum hent en þeim, sem eru þeim hæfileikum og skapgerð gæddir að eiga auðvelt með að laða börn að sér, auðsýna þeim móður- lega hlýju og veita þeim öryggi, en eins og áður segir hændust börn alltaf sérstaklega að Lilju. Henni tókst líka strax afburðavel að laða stjúpbörn sín að sér — öll þrjú. Það er oft um það talað að stjúpmæður séu oftast ekki færar um að ganga börnum í móðurstað og hætti jafnan við að setja þau skör lægra en eigin börn. Það er talað um stjúpmóðursneiðar, en það eru þunnar brauðsneiðar, sem stjúpur gáfu stjúpbörnum sínum, en eigin börnum gæfu þær þykkari sneiðar. En það voru sannarlega engar stjúpmóðursneiðar af ást og umhyggju, sem Lilja gaf stjúp- börnum sínum, enda áttu þau öll öruggt móðurathvarf hjá henni. Þau Lilja og Eiríkur eignuðust tvö börn, en hún sýndi stjúpbörnum sínum engu minni ástúð þó hún eignaðist sjálf börn. Hún gaf þeim aldrei stjúpmóðursneiðar í neinum skilningi. Það hefir einhverntíma verið sagt að maðurinn eigi ekki það líf, sem af honum kviknar heldur eigi hið nýja líf hann. Þetta mun sannmæli hvað Lilju snertir. Hún tók þeirri órofatryggð bæði við stjúpbörn sín og sín eigin að hún gaf þeim sitt eigið líf. Hún fylgdist alltaf af áhuga með öllum þeirra áhugamálum, gleði og raun- um og var jafnan reiðubúin að veita þeim allt það liðsinni, sem hún mátti þegar á móti blés. Þegar barnabörnin litu dagsins ljós nutu þau alls hins sama og foreldrar þeirra, og engu síðri umönnun og ástúð hlutu barnabörnin. Það er nú liðinn meira en hálfur fjórði áratugur síðan ég kynntist þeim hjónum, Lilju og Eiríki. Heimili þeirra var þá á Hverfis- götu 104 A. Seinna byggði Eiríkur lítið timburhús við Kársnesbraut í Kópavogi og nokkrum árum seinna steinhús með þremur íbúð- um fast við timburhúsið. Ibúð í þessum húsakosti létu þau hjón börnum sínum oft í té þegar þau byrjuðu búskap og var það þeim jafnan mikil hjálp meðan þau voru að stofna eigið heimili. Síðastliðin 25 ár höfum við Eiríkur átt mikið saman að sælda og ég hefi verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Það er kannske ekki fyrr en nú, þegar annar aðili, sem skapaði heimilið er fallinn frá, að manni verður raunverulega ljóst hver missirinn er. Það sannast hér sem oftar að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það fór ekki framhjá neinum, sem kom á heimili Eiríks og Lilju að þar lýsti snyrtimennska hjón- anna sér í hverjum hlut. Eiríkur er hagleiksmaður, sem allir klaufar hafa fyllstu ástæðu til að öfunda og öll umgengni og þrifnaður innanhúss bar húsfreyjunni mjög gott vitni. Ég veit að það segir ekki það, sem ég gjarnan vildi lýsa, þótt ég segi að á heimili þeirra hafi verið gott að koma. Þar gat hver gestur verið eins og heima hjá sér og það varð hverjum gesti strax ljóst að húsráðendum var það mest ánægja að hann nyti þess, sem þeir höfðu best að bjóða. Frá heimili þeirra hefir vart nokkur gestur farið án þess að hugsa með þakklæti til húsráðenda. Til Lilju og manns hennar munu reyndar allir, sem kynntust þeim, hugsa með hlýju og þakklæti. Ég vil svo enda þessar línur með því að votta eftirlifandi eigin- manni Lilju, börnum hennar, stjúpbörnum og barnabörnum mína innilegustu samúð einnig Önnu systur Lilju, sem er nú ein lifandi af börnum þeirra Margrét- ar Guðmundsdóttur og Sigurðar Jónssonar. Að endingu bið ég Lilju allrar blessunar nú þegar þær dyr hafa lokast að baki henni, sem við sjáum ekki í gegnum en verður einhverntíma síðar lokið upp fyrir okkur öllum. Reykjavík 26. janúar 1979, Brandur Jónsson Nýtt ár hefur heilsað. Hækkandi sól boðar komandi vor, sigur lífs- ins í ríki náttúrunnar. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Ég vil gera þau dýrðlegu fyrirheit að yfirskrift örfárra minningarorða um mág minn og kæran vin, Agnar Júlíusson, sem lést á Landspítalanum 19. jan. síðast liðinn. Minningarnar frá meira en þrjátíu ára kynnum leita nú á hugann, og allar eru þær bjartar og hlýjar. Agnar Júlíusson var fæddur 10. des. 1903. Foreldrar hans voru hjónin Agnes Ingimundardóttir og Júlíus Helgason, sem lengu bjuggu í Bursthúsum á Miðnesi. Agnar ólst upp í stórum systkinahópi. Á þeim árum voru lífskjör íslenskrar alþýðu erfið og fast varð að sækja á sjó og á landi, til þess að afla lífsbjargar. Reyndi því snemma á þor og manndóm uppvaxandi kyn- slóðar og mun Agnar ekki hafa látið sitt eftir liggja á þeim vettvangi. Hann byrjaði ungur að sækja sjó á opnum róðrarskipum með föður sínum og bræðrum. Agnar dvaldi löngum á heimili foreldra sinna, og reyndist þeim ávallt hjálpfús og traustur sonur. Eink- um móður sinni, er sjúkleiki sótti hana heim á efri árum. Og lýsir það betur en nokkuð annað hugar- fari þessa mæta manns. Árið 1945 kvæntist Agnar Kristínu Sigurð- ardóttur, mikilhæfri ágætis konu, og byrjuðu þau búskap í Bursthús- um. Þau eignuðust 5 dætur og einnig gekk Agnar í föðurstað, dóttur Kristínar, er fluttist ung með móður sinni að Bursthúsum. Allar eru þær myndar- og efnis- stúlkur. Á heimili þeirra ríkti ávallt gestrisni, alúð og hlýja, og þar var gott að koma. En erfiðleik- ar sóttu snemma að heimilinu. Kristín átti oft við mikla van- heilsu að stríða og varð að dvelja langtímum á sjúkrahúsi. Þá reyndi mikið á Agnar og ungar dætur þeirra. En þar fór enginn meðal- maður. Agnar var hlutskipti sínu vaxinn. Glaður og traustur mætti hann hverri raun, og gekk með sigur af hólmi. Sjálfur átti Agnar einnig við vanheilsu að stríða á fullorðinsárum, og dvaldi um skeið á Vífilsstaðahæli. En einnig þar gekk hann með sigur af hólmi, og náði aftur allgóðri heilsu. „Verið ávallt glaðir," stendur í helgri bók. Og þau orð voru vissu- lega aðalsmerki þessa látna vinar. Hann var ætíð glaður, hvað sem mætti honum á langri æfi, og gat miðlað öðrum af sínum góðu eðlis- kostum. Einn af hinum fegurstu þáttum sannrar gleði er söngur- inn. Agnar hlaut í vöggugjöf góða söngrödd. Hann byrjaði ungur að syngja í kór Hvalsneskirkju og átti þar á söngloftinu um áraraðir sínar dýrmætu gleðistundir í hópi góðra félaga, eða uns hann fluttist búferlum úr Hvalsnessókn. Árið 1976 missti Agnar Kristínu konu sína. Eftir það hélt hann heimili með dætrum sínum og bjó að Sunnubraut 8 í Keflavík. Góður maður er genginn. Ég votta dætrum hans, dætrabörnum og tengdasonum dýpstu samúð mína, og bið þeim blessunar um framtíð alla. Kæri mágur og vinur, af alhug þakka ég þér, að leiðar- lokum, alla þá hlýju og góðvild, sem þú sýndir mér frá fyrstu kynnum. Blessuð sé þín bjarta minning. I.S. t HERMINE EIDE EYJÓLFSDÓTTIR, lézt á Elliheimillnu Grund 4. febrúar 1979. Fyrir hönd aöstandenda, Benedikt Geirsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURGEIR ÓLAFSSON, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 9. febrúar kl. 14. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Kristjén Þorláksson, Helga Sigurgeirsdóttir, Bjarni Sumarliðason, Ólafur Sigurgeirason, Salvör Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim er auösýndu okkur samúö við andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RÓSALINDU JÓHANNSDÓTTUR, Hofsvallagötu 23. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát móöur okkar, ANDREU JÓNSDÓTTUR, trá Litla-Fjaröarhorni. Börn hinnar látnu og aðrir aðstandendur. t Faöir minn og bróöir, INGIBJARTUR JÓNSSON, Bjargarstfg 18, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 4. febrúar. Ingibjörg Ingibjartsdóttir, Jóna Reykfjörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.