Morgunblaðið - 07.02.1979, Side 32
Tillitssemi
kostar
ekkert
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979
Verzlið
t sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki
Skipholti 19.
_ BUOIN sími
Spár um hækkun olíuvara hérlendis:
Bensínió í 246
krónur -
í 92 kr.
ÁÆTLAÐ er að bensínlítrinn
hækki í 246 krónur í vor, gasolíu-
lftrinn til bfla hækki f 110 krónur
og hver lftri gasolfu til fiskiskipa
og húshitunar hækki í nær 92
krónur lftrinn, samkvæmt upplýs-
ingum, sem Mbl. hefur aflað.
Stórfelldar hækkanir hafa orðið á
olíu á heimsmarkaði undanfarnar
vikur og mánuði og má sem dæmi
nefna að skráð verð í Rotterdam á
bensíni og gasolíu er nú um 94%
hærra en meðalinnkaupsverð á olíu
og bensíni, sem selt var á íslandi í
fyrra. Hækkunin frá í haust er nær
50% og hækkun á gasolíu var 15% í
janúarmánuði einum á markaðnum í
Rotterdam, eins og fram kom í Mbl. í
gær. Innkaupsverð olíu frá Sovét-
ríkjunum er miöað við markaðsverð í
Rotterdam Jiverju sinni.
Olía verður næst lestuð í Sovét-
ríkjunum síðar í þessum mánuði og
Gasolía
lítrinn
verður hún væntanlega á hinu nýja
verði. Þessi olía kemur að öllum
líkindum til sölu í apríl n.k. Ef
bensínið þá verður selt á kostnaðar-
verði og miðað er við skráningu eins
og hún ej: í dag þarf bensínlítrinn að
hækka úr 181 krónu í 232 krónur. Ef
14 krónu vegagjaldshækkun er
reiknuð með, en hún hefur verið
boðuð í fjárlögum fer bensínlítrinn í
246 krónur. Hækkunin er um 36%.
Gasolía með söluskatti þarf að
hækka úr 69 krónum í 110 krónur og
gasolía án söluskatts, þ.e. til fiski-
skipa og til húshitunar þarf að
hækka úr 57,50 í 92 krónur eða sem
næst 59%. Svartolía þarf að hækka
minnst eða um nær 5 þúsund krónur
tonnið, úr 39 þúsundum í tæp 44
þúsund eða um 12%.
Sjá „Nýjustu skráningar í
Rotterdam...“ á bls. 18.
V estmannaey jar:
Fyrrverandi bæj-
arstjóri sýknaður
Mun hærra
verð fyrir
saltfisk til
Spánar í ár
en var í fyrra
SAMIÐ hefur verið um
sölu á 7 þúsund tonnum af
saltfiski til Spánar og verð
það, sem fæst fyrir vöruna
er verulega hærra en
fékkst á síðasta ári. Þeir
Tómas Þorvaldsson og
Friðrik Pálsson hjá Sölu-
sambandi fiskframleiðenda
voru fyrir nokkru á ferð
um helztu markaðslönd
saltfisksframleiðenda og er
nú verið að vinna að
samningum um sölu á salt-
fiski til annarra landa í
S-Evrópu.
Svo virðist, sem mun meiri
eftirspurn og þá um leið
hærra verð fáist fyrir salt-
fisk á Spáni en var í fyrra. Þá
nam heildarafskipun á salt-
fiski til Spánar 7500 tonnum
allt árið.
Ekkert frumvarp fyrr
en eftir midstjómarfund
Framsóknarflokksins
SIGFINNUR Sigurðsson fyrrver-
andi bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum var í gær sýknaður af
ákæru um misferli í starfi. Dóm-
urinn var kveðinn upp í sakadómi
Reykjavíkur af Haraldi Henrýs-
syni sakadómara.
Sigfinnur var kærður af nokkr-
um bæjarfulltrúum í Vestmanna-
eyjum eftir skamma setu í starfi,
en hann tók við bæjarstjórastarf-
inu í ágúst 1975. Ríkissaksóknari
gaf síðan út ákæru vegna tveggja
atriða í kæru bæjarfulltrúanna.
Fjallaði annað atriðið um launa-
greiðslur en hitt um flugferðir
milli Vestmannaeyja og Selfoss. í
fyrra tilfellinu hafði dregist hjá
Sigfinni í nokkra daga að endur-
greiða ofgreidd laun en í síðara
tilfellinu var hann ákærður fyrir
að hafa tekið flugvél á leigu á
kostnað bæjarsjóðs Vestmanna-
eyja til að reka einkaerindi. Hins
vegar kvaðst Sigfinnur hafa leigt
vélina til að reka erindi í þágu
bæjarsjóðs.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að í fyrra tilfellinu þætti
ekki sannað að Sigfinnur hefði
sýnt þá háttsemi að fælist í sá
tilgangur að auðgast á kostnað
bæjarsjóðs og í síðara tilfellinu
var álit dómsins að ákæruvaldið
hefði ekki hnekkt þeirri fullyrð-
ingu Sigfinns, að hann hefði farið í
umræddar flugferðir í erindum
bæjarsjóðs.
LJÓST er nú að Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra mun ekki
leggja fram í þessari viku frum-
varp um aðgerðir í efnahagsmál-
um, sem unnið er upp úr niður-
stöðum ráðherranefndarinnar,
sem fyrir hann voru lagðar fyrir
skömmu. Aukafundur mið-
stjórnar Framsóknarflokksins
hefur verið kallaður saman á
föstudag og stendur hann laugar-
dag og sunnudag og verður aðal-
mál hans efnahagsmáiin og stað-
an innan . ríkisstjórnarinnar.
Óiafur Jóhannesson staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær
að frumvarpið myndi ekki koma
fram fyrr en eftir
miðstjórnarfundinn.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið fékk í gær úr Alþýðu-
flokknum er verið að vinna á hans
vegum frumvarp, sem byggt er á
niðurstöðum ráðherranefndarinnar.
Þetta verk hófu alþýðuflokksmenn,
vegna þess að þeim hefur fundizt
seint ganga vinnslan á frumvarpinu
í forsætisráðuneytinu. Frumvarpið
er byggt á því samkomulagi eða
samstöðu, sem tókst milli Kjartans
Jóhannssonar og Steingríms
Hermannssonar í ráðherranefnd-
inni um alla meginpunkta frum-
varpsins.
Þá verður haldinn um htlgina
fundur í verkalýðsmálanefnd
Alþýðubandalagsins og munu
niðurstöður ráðherranefndarinnar
þar einnig verða til umræðu.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins kom
saman til fundar í fyrradag, þar
sem ákveðið var að bíða enn átekta í
nokkra daga. í eyru Morgunblaðsins
í gær var fullyrt úr herbúðum
Alþýðuflokksins að ekki ætti að
taka nema 1 til 2 daga að smíða
frumvarp upp úr niðurstöðum
nefndarinnar og verði óhóflegur
dráttur á því að frumvarpið komi
fram frá forsætisráðherra eru uppi
vangaveltur innan Alþýðuflokks,
hvort leggja eigi þeirra frumvarp
fram eða birta það.
Alþýðuflokknum urðu það mikil
vonbrigði, er niðurstöður ráðherra-
nefndarinnar komu ekki fram í
frumvarpsformi og eins og alþýðu-
flokksmaður orðaði það í gær,
„hvern dag, sem dregst að leggja
frumvarpið fram er Alþýðuflokkur-
inn dreginn á asnaeyrunum". Á
sama tíma sagði hann, eykst tor-
tryggni í garð Olafs Jóhannessonar.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf.:
99
Olíusala stöðvast”
ef verðlagning olíuvara verður ekki létt nú þegar
„VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur fyrirskipað að olíumál
skuli ekki tekin fyrir á fundi verðlagsnefndar á morgun
(miðvikudag) og þar af leiðandi er sýnilegt að það á að
halda þessum leik áfram. Þetta hlýtur að leiða til
stöðvunar fyrr en síðar en spurningin er bara sú hvort
olíufélögin sjálf verða að stöðva starfsemi sína og enga
olíu verði að fá hér innanlands eða þau geti ekki lengur
keypt olíu inn,“ sagði Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olíufélagsins hf. í samtali við Morgunblaðið í gær.
Eins og fram kom í Mbl. hafa
orðið stórfelldar hækkanir á
olíuvörum á heimsmarkaði að
undanförnu en olíufélögin hafa
ekki fengið að hækka olíuvörur
jafn mikið og þau telja nauðsyn-
legt. Morgunblaðið spurði
Vilhjálm Jónsson hvaða áhrif
þetta hefði á rekstur olíufélag-
anna.
Vilhjálmur sagði að olía og
bensín væri selt undir kostn-
aðarverði, sem næmi nú um 14
milljónum dag hvern að meðal-
tali. Þetta fé rynni útaf svoköll-
uðum innkaupajöfnunarreikn-
ingi og væri reikningurinn
orðinn skuldugur við olíufélögin
þrjú sem næmi 7—800 milljón-
um króna. Þennan halla yrðu
olíufélögin að jafna með lán-
tökum í viðskiptabönkum sínum
Vilhjálmur Jónsson.
og borga refsivexti fyrir eða
36% ársvexti, en hins vegar
fengju þau enga vexti af því fé
sem rennur til innkaupajöfn-
unarreiknings.
„Við höfum hvað eftir annað
gengið á fund viðskiptaráðherra
og lagt fyrir hann staðreyndir
málsins. Við höfum fengið þar
þokkalegt viðmót og eftir hvern
fund vonað að rétt útsöluverð
yrði ákveðið þannig að útsölu-
verðið bæri uppi innkaups-
verðið. Ekkert hefur svo gerst
og nú sýnist manni að það sé
meira en lítil alvara í því að
koma af stað vandræðum fyrst
ráðherrann hefur ákveðið að
taka olíumálin ekki fyrir í
þessari viku eins og við höfðum
talið víst,“ sagði Vilhjálmur að
lokum.