Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 1
32 SlÐUR 45. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. w Iran selur aftur olíu Teheran, 22. febr. Reuter. AP. OLÍUÚTFLUTNINGUR frá íran hefst aftur eftir nokkra daga að sögn Ibrahim Yazdi aðstoðarforsætisráðherra í dag í fyrsta skipti síðan 26. desember. S/ðan hafa íranir aðeins framleitt til innanlandsneyzlu eða um 700.000 tunnur á dag í stað 5,7 milljóna sem var um 10% olíubirgða heimsins. Samkvæmt góðum heimildum geta íranir framleitt mest fjórar milljónir tunna án erlendrar tækniaðstoðar. Yazdi skýrði frá þessu á ferð til olíumiðstöðvarinnar Ahwaz án þess að tilgreina hve mikil framleiðslan yrði eða hvert olían yrði seld, en lýst hefur verið yfir að olía verði ekki framar seld til Suður-Afríku og ísraels. Samtök Olíusöluríkja (Opec) hafa boðað til aukafundar vegna írönsku byltingarinnar. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, var í fylgd með Yazdi og sumir telja að með því sé reynt að fylkja verka- mönnum um byltingarstjórnina. Margir þeirra eru vinstrisinnaðir og andvígir útflutningi. Arafat sagði að íranskir skæruliðar mundu bráðlega ganga í lið með Palestínumönnum. Skæruliðar ráðgera útifund á morgun til að mótmæla stefnu Khomeinis trúarleiðtoga og leggja fram „lágmarkskröfur" um algera upplausn hersins og stofnun alþýðu- hers, opin réttarhöld og dóma yfir landráðamönnum og stofnun alþýðuráða t.il „ákvarðanatöku". Bandaríski landgönguliðinn Ken Kraus sem stjórnin lét lausan sagði áður en hann fór til Frankfurt að hann hefði verið leiddur fyrir bylt- ingardómstól en ekki tekinn af lífi vegna skorts á sönnunum. Hann sagðist ekki hafa sætt vondri með- ferð en heldur ekki mætt vinsemd. 011 mál rædd í Camp David Washington, 22. febrúar. Reuter. ÍSRAELSMENN og Egyptar urðu í dag sammála Bandaríkjamönn- um um að taka fyrir öll mál sem standa í vegi fyrir friðarsamningi að því er segir í sameiginlegri tilkynningu sem var birt í Camp David. Utanríkisráðherrarnir Cyrus Vance og Moshe Dayan og Mustapha Khalil forsætisráðherra sögðu að viðræður peirra hefðu verið alvarlegar, vinsamlegar og óformlegar. Aðalhindrunin í vegi fyrir friðar- samningi er að Egyptar krefjast og ísraelsmenn neita að samþykkja að með samningnum fylgi bréf með tímasetningu samningaviðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna á herteknum svæðum. Bandariska landvarnarráðuneyt- ið tilkynnti í dag að það mundi senda nefnd sérfræðinga innan nokkurra vikna til Egyptalands til að kanna hergagnaþörf landsins vegna nýrrar beiðni sem Egyptar lögðu fram þegar Harold Brown landvarnarráðherra var þar í heim- sókn. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum vilja Egyptar 300 F-16 þotur, 500 stórskotavopn og rúmlega 40.000 herbíla vegna uggs um þróun mála í íran og áhrif þeirra á öryggi vestrænna ríkja. Víetnamskir hermenn sækja að Kínverjum í bænum Llong l lang i héraðinu Lang Son. Einn liggur i valnum Fjölmennt kínverskt lið að landamærunum Bangkok, 22. febrúar. Reuter. AP. VÍETNAMAR sögðu í dag að Kín- verjar hefðu flutt mörg herfylki f viðbót að landamærunum til að ná mikilvægum stöðvum langt inni í Víetnam. Sjálfir sögðust-þeir hafa fellt eða sært 12.000 kínverska hermenn og eyðilagt eða laskað 140 skriðdreka og herbfla. Fulltrúar Bandarfkjanna, Bret- lands, Noregs og Portúgals í öryggisráðinu fóru í dag formlega fram á fund í ráðinu um ástandið í Suðaiistur-Asíu og áhrif þess á friðinn í heiminum. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri sagði í yfirlýs ingu að ástandið væri orðið alvar- Tvö sovézk herskip á leið til Vfetnams: eldflaugabeitiskip at Sverdlov-gerO (16.000 lestir; efri mynd) og Krivak-eldflauga tundurspillir (2.300 lestir: neðri mynd). legra og uggvænlegra og bauðst til að miðla málum. Tvö sovézk herskip eru farin frá Japanshafi bersýnilega til Suð- ur-Kínahafs til styrktar átta öðrum rússneskum herskipum undan strönd Víetnams að sögn bandaríska landvarnaráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins sagði að ekkert benti til þess að viðbúnaður hefði verið fyrirskipaður í sovézka herliðinu meðfram kínversku landarnærunum. Samkvæmt leyniþjónustuheimild- um í Tokyo er yfirmaður Kyrrahafs- flota Rússa á leið til Víetnam í Admiral Senyavin, 16.000 lesta beiti- skipi af Sverdlov-gerð búnu fuil- komnum rafeindabúnaði til að stjórna herliði á mörg þúsund kíló- metra svæði. Hanoi-útvarpið sagði frá hörðum bardögum í norðausturhéruðunum Cau Bang og Lang Son. Japanskur fréttaritari sagði að kínverskt herlið hefði sótt inn í bæinn Cau Bang siðdegis og að harðir bardagar geis- uðu í bænum. Heimildir í Bangkok hermdu að meiriháttar orrusta virt- ist vera í uppsiglingu umhverfis Vináttuskarðið norðan við bæinn Lang Son. Heimildirnar hermdu að Víetnam- ar væru að flytja menn og þung stórskotavopn, þar á meðal fallbyss- ur sem draga rúma 30 km, til kín- vérskra stöðva umhverfis skarðið. Kínverska herliðið þar hefur fengið liðsauka samkvæmt heimildunum og kínversku hermennirnir hafa grafið sig niður og bíða Víetnamanna sem nálgast. Stórskotahríð mun þegar hafin. Landvarnaráðherra Víetnams, Vo Nguyen Giap, sagði í orðsendingu til sovézka landvarnaráðherrans, Dimitri Ustinov, að Víetnamar mundu berjast unz yfir lyki gegn „afturhaldsmönnunum í Peking hversu víðtækt sem stríðið yrði og hversu náin sem samvinna þeirra yrði við alþjóðlega heimsvaldasinna og verstu alþjóðlegu afturhalds- menn." í Peking hefur ekkert verið sagt opinberlega um átökin í 48 tíma, en haft er eftir opinberum heimildum að barizt sé af hörku og staðhæfing- ar Víetnama um mikið mannfall Kínverja séu fjarstæða. Fréttastofan Nýja Kína segir frá miklu baráttu- þreki fólks í landamærahéruðunum og þátttöku þess í birgðaflutningum til vígstöðvanna. I Moskvu segja vestrænir diplómatar að fast virðist lagt að Rússum að lýsa yfir stuðningi við Víetnama og sovézkir fjölmiðlar hafa endurskoðað túlkun sína á atburðunum. Þeir sögðu fyrst að átökin væru takmörkuð og Víetnam- ar mundu sigra, en leggja nú áherzlu á þá ásökun Víetnama að átökin séu í stórum stíl og vandlega undirbúin af Kínverjum. Egyptar senda herlið til Oman Kafró, 22. febr. AP. Reuter. ALLT að 7.000 egypzkir hermenn hafa verið sendir til Oman í suðausturhorni Arabíuskaga til að bæla uiður nýja irppreisn vinstrisinnaðra andstæðinga soldánsins samkvæmt heimildum í Beirút í dag. Egyptarnir koma í stað íranskra hermanna sem fóru í fyrra þegar þeir höfðu aðstoðað við að bæla niður uppreisn vinstrisinna í Dhofar-héraði í suðurhluta landsins. írönsku hermennirnir höfðu verið í Oman síðan 1973, en Dhofanuppreisninni lauk 1976. Anwar Sadat forseti tjáði Harold Brown, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, þegar hann var í Kaíró á dögunum, að Egyptar væru reiðu- búnir að taka við hlutverki írana í Oman. Fréttir herma að furstarnir við Persaflóa óttist að koma egypzku hermannanna í kjölfar atburð- anna í íran geti gefið róttækum öflum byr í seglin í furstadæmun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.