Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Afmæliskveðjur: Jón Gíslason skólastjóri „Ein guter Mensch in seinem dunklen Drange ist sich des rechten Weges wohl bewuBt“. (Goethe) Morgun einn voriö 1959 var hópur ungmenna saman kominn fyrir utan Verzlunarskóla Islands við Grundarstíg. Inntökupróf í skólann var framundan og þarna stóðum við taugaóstyrk og kvíðin, því að við vissum ekki hvað beið okkur. Rétt eftir kl. 10 birtist skólastjórinn, dr. Jón Gíslason, á tröppum hússins og byrjaði að lesa upp nöfn og raða okkur í stofur. Dr. Jón stóð þarna virðulegur í fasi og rólegur og ósjálfrátt tókum við eftir honum á þann hátt, að virðing fyrir persónunni var efst í huga. Þau ár, sem við stunduðum nám við V.Í., féll aldrei skuggi á þessa fyrstu mynd af dr. Jóni. Það var sama á hverju gekk, alltaf var hann ákveðinn og háttvís, en óumdeilanlegur stjórnandi. Hann kenndi okkur þýzku í 2. bekk skólans (þá voru 4 bekkir til verzlunarprófs) og hygg ég, að við höfum öll verið sammála um, að vart væri hægt að hugsa sér betri kennara. Dr. Jón var strangur kennari og gat verið óvæginn, ef nemendur stóðu sig illa. Hann gerði sömu kröfur til nemenda sinna og hann gerði til sjálfs sín og hvers kyns undanbrögð og hyskni í námi voru eitur í hans beinum. Nemendur voru jú í skól- anum af eigin hvötum, en ekki fyrir kennarana og því ástæðu- laust að reka þá áfram eins og sauði. Því fer verr, að einstakling- ar eins og dr. Jón verða æ fátíðari, þar sem öld miðlungsmannsins virðist runnin upp og nemendum hreint og beint varla ætlað annað en að sigla í gegnum skólakerfið með þeim væskilsdómi, sem ein- kennir menntakerfið og þjóð- félagið í heild. Því er það nemend- um dr. Jóns mikið lán, að hafa stundað nám undir handleiðslu hans. Ef hins vegar eitthvað bjátaði á, var hann skilningsríkur og ætíð mannlegur. Ahrif hans á nemendur lýstu sér í því, að þeir vildu allra sízt valda honum von- brigðum og lögðu metnað sinn í að standa sig. Einhvern veginn er það því svo, að orðið „virðuleiki" kemur fyrst upp í hugann, þegar dr. Jón á í hlut. Hann þéraði alltaf nemendur sína og hefði þeim þótt annað óhugsandi. í 5. og 6. bekk kenndi hann þýzku, latínu og frönsku og voru tengsl nemenda við hann óneitanlega mikil. Eitt sinn var skólabróðir minn að beygja erfitt latneskt orð og gekk illa. Allir voru farnir að hlæja og reyndar dr. Jón líka, en það sáum við einungis á því, að hann tók upp hvíta vasaklútinn sinn og lét sem hann væri að snýta sér eða ræskja sig. Hann vildi aldrei gefa sér lausan tauminn meðal okkar. Við vissum þó alltaf, að hann skildi nemendur betur en þá einatt óraði fyrir og að helzta ástæðan fyrir strangleika hans var sú að hvetja okkur í námi. Það er oft erfitt að vera „karakter", en þannig maður hefur dr. Jón verið alla tíð. Slíkt fólk er sjaldgæft. Dr. Jón kenndi ekki einungis rækilega námsgrein- ar sínar heldur og það, sem ekki er minna um vert; skipuleg vinnu- brögð og nákvæmni. Þar að auki var ómetanlegt fyrir okkar nem- endur hans að hafa svo fróðan víindamann fyrir kennara. Fólk býr að þannig undirstöðumenntun alla ævi. Sem yfirmaður og samkennari hefur dr. Jón einungis vaxið í áliti hjá okkur nemendum hans, sem gerzt hafa kennarar við Verzlunarskólann. Honum hefur tekizt að skapa afar samstæðan hóp kennara við skólann og hafa aldrei komið upp deilur þar í milli eða flokkadrættir, eins og víða einkenna samstarfshópa í öðrum skólum. Það skarð, sem myndast við fráför hans frá skólanum, verður vandfyllt, því að ekki verð- ur hver sem er til þess fallinn, að halda samstöðu meðal þess fjölda kennara, sem við skólann starfa. Skólastjórn er miklu vandameira starf en flesta grunar, þegar allt gengur jafn ljúflega fyrir sig og raunin hefur verið í stjórnunartíð dr. Jóns. Það eru ekki allir jafn vel fallnir til stjórnunar og þarf ekki annað en líta vel í kringum sig, hvort sem er á sviði lands- eða félagsmála til að sannfærast um það. Víst er, að allir kennarar við skólann munu sakna dr. Jóns, þegar hann nú lætur af störfum vegna aldurs. Okkur finnst á vissan hátt sem skólinn setji ofan, þar sem sá „klassiker“ og húmanisti, sem dr. Jón er, er ekki til við skólann lengur, þótt þar séu margir mætir menn og konur. Það er lífsreynsla og þakkar vert, að hafa kynnzt og starfað með slíkum einstaklingi, sem allir verða and- lega auðugri af kynnum við. Dr. Jón getur með stolti litið yfir farinn veg og vel unnið ævistarf, því að Verzlunarskólinn væri ekki í þeim blóma, sem hann er hefði stjórnunar dr. Jóns ekki notið við. Sem samkennari og nemandi dr. Jóns vil ég leyfa mér fyrir hönd allra nemenda hans fyrr og síðar að senda honum þugheilar hamingjuóskir á þessum tímamót- um og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla á ókomnum árum. Arndís Björnsdóttir kennari. Einn kunnasti menntamaður og forvígismaður þessa lands á sviði fræðslu- og skólamála, dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verslunar- skóla íslands, er sjötugur í dag. Hann stendur því á þeim tíma- mótum á þessu ári að lúta mann- anna lögum um að yfirgefa það starf sem hann í langtíma og af mikilli kostgæfni hefur sinnt, að veita forstöðu einhverri stærstu og mikilvægustu menntastofnun þessa lands. Fátt er hverri þjóð meiri nauðsyn á, en að sú stétt sem það starf hefir að annast fésýslu og veita fjármunum lands síns í farvegi, sé sem best mennt og ljós sú siðferðislega ábyrgð er því fylgir. Skiptir þá ekki litlu hvert andlegt veganesti stofnun sú, er býr menn undir það hlutverk, ljær þeim við rásmark starfsævinnar. Dr. Jóni hefur manna best verið ljós hin mikla ábyrgð sem embætti hans hefur lagt honum á herðar og risið undir henni með þeirri alvöru og festu sem öllum er kunn. Er í rauninni þarflaust að fara mörgum orðum um það hve heilla- drjúgt það hefur reynst Verslunarskóla íslands að jafn hámenntaður eljumaður sem dr. Jón er hafi helgað slíkri stofnun ævistarf sitt, fyrst sem kennari og síðan sem yfirmaður. Undir stjórn hans hefur skólinn verið sívaxandi stofnun, — að húsakosti, nemendafjölda og ekki síst að áliti. A þeim upplausnartímum sem hafa gengið yfir þjóðina nú um skeið hefur V.í. furðu vel siglt framhjá flestum háska, ekki síst fyrir það að sú hönd sem um stýri hefur haldið hefur jafnan beitt festu og lagni, — ætti að koma því fyrir í einu orði sem einkennt hefur skólastjórn dr. Jóns væri það orðið farsæld. Nemendur hans ljúka upp einum munni um það hversu frábær kennari hann hefur verið, innrætt þeim nákvæmni, vandvirkni, og brýnt fyrir þeim að gera strangar kröfur til sjálfra sín og gengið þar á undan í góðu fordæmi. Starfsliði sínu hefur hann reynst hollráður yfirmaður með glögga yfirsýn: jafnan forðast smásmygli eða afskiptasemi um lítilsverða hluti en ætíð verið með hönd á stjórntaum ef á þurfti að halda. Þessar fáu línur er hugsaðar sem persónuleg kveðja og verður því engin tilraun gerð til þess að lýsa í einstökum atriðum æviferli né starfi dr. Jóns Gíslasonar. Hann er sem vel er kunnugt einhver menntaðist húmanisti þjóðar okkar í dag og hefur látið fátt mannlegt sér óviðkomandi, fylgst glögglega með vaxtarbroddi flestra sviða menningarmála með opnum huga lærdómsmannsins. En jafnframt því sem hann hefur fram til hins síðasta innt af hendi nær tvöfalt starf sem skólastjóri og kennari hefur honum allt um það enst tóm til að leggja hvert bókmenntadjásnið eftir annað í skrín íslenskra fagurbókmennta með snilldarþýðingum sínum á ýmsum bókmenntaperlum forn- hellenskum og þannig um stund borið hátt það merki sem Sveinbjörn Egilsson reisti fyrir meir en öld. Dr. Jón hefur nú um skeið dvalist á sjúkrahúsi í þungum veikindum sem lögðust á hann fyrir nokkrum misserum án þess að hann fengi fullan bata. Um leið og ég hér sendi honum innilegar heillaóskir á afmælisdaginn með þökkum fyrir langt og ánægjuríkt samstarf vil ég færa fram þá ósk honum fjölskyldu hans, samstarfs- mönnum og nemendum til handa að hann megi brátt hverfa heim og til starfa heill heilsu. E.J. Stardal. Enn ér komið að tímamótum í sögu Verzlunarskóla íslands. Dr. Jón Gíslason, sem fyllir 7. áratug- inn í dag, lætur af starfi skóla- stjóra í lok þessa skólaárs. Hefur hann þá verið kennari við skólann í 44 ár og skólastjóri í 26 ár, en við skólastjórn tók hann af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni árið 1953. Hefur það verið mikið lán fyrir Verzlunar- skólann að slíkir öndvegismenn skuli hafa veitt honum forstöðu og mótað hann á miklum umbrota- tímum. Undirritaður hefur átt því láni að fagna að starfa við skólann öll þau ár sem dr. Jón hefur verið þar skólastjóri, enda ráðinn að skólan- um að tilhlutun hans. Dr. Jón hefur verið góður húsbóndi. Sá góði andi sem ætíð hefur ríkt á meðan bæði kennara og nemenda á vafalaust rætur að rekja til þess trausts sem hann hefur sýnt báð- um aðilum. Það traust hefur forð- að skólanum frá smásmuglegri ofstjórn, en hins vegar gefið bæði kennurum og nemendum hvatn- ingu til að gera sitt besta. Dr. Jón er sannur skólamaður. Sameinar hann hafsjó fróðleiks og visku hins upplýsta manns. Hefur hann ætíð verið í ótrúlega góðum tengslum jafnt við mímisbrunna fortíðarinnar og framfarastrauma nútímans. Þótt hann sé sannur húmanisti og fræðimaður, hefur hann því ekki átt í neinum vand- ræðum með að skilja og meta kröfur samfélagsins til menntunar og starfsþjálfunar þess fólks sem er burðarás íslenskrar verslunar- stéttar í dag. Hann hefur gert sér fulla grein fyrir vaxandi kröfum til þessa fólks vegna lykilhlutverks þess í samfélagi er gerist æ flókn- ara. Hins vegar hefur honum ætíð verið annt um að nemendum skól- ans séu allar leiðir opnar ef hugur þeirra skyldi stefna eitthvað ann- að en inn á viðskiptasvið þjóðlífs- ins. Því eru á meðal þeirra sem brautskráðir eru úr Verzlunar- skólanum listamenn, kennimenn, skólamenn, læknar, lögfræðingar og jafnvel raunvísinda- og tækni- menn þótt mest blóð hafi skólinn eðlilega gefið viðskiptalífinu í víðasta skilningi. Samkvæmt þessu viðhorfi skal sérhæfingu viss takmörk sett lengi framan af. í stað hennar skal skólinn veita ungu fólki fram að tvítugsaldrin- um alhliða menntun er ekki verður einungis grundvöllur fyrir sérhæft nám og sérhæf störf síðar, heldur og snar þáttur í mótun skapgerðar er leitt geti til sannrar lífsfylling- ar. Slíkrar lífsfyllingar hefur dr. Jón sjálfur notið í ríkum mæli og því skilið gildi hennar manna best. í nýútkomnu Verzlunarskóla- blaði gerir Vilhjálmur Þ. Gíslason glögga grein fyrir glæstum ferli náms og fræðistarfa dr. Jóns. En blað þetta sýnir og vel hug bæði kennara og nemenda skólans til hans. Það er opinber vitnisburður skólafélagsins okkar um vel heppnað ævistarf dr. Jóns. Svo annt sem honum er um skólann sinn veit ég að fátt getur glatt hann meira, nema ef vera skyldi hróður þess ágæta fólks sem sótt hefur nám og þjálfun í Verzlunar- skóla íslands. Innilegar árnaðaróskir, dr. Jón, oggóðar kveðjur til þín frú Leu frá öllum í Verzlunarskóla íslands. Sölvi Eysteinsson. Landssamband vörubifreiðastjóra: Skorar á ríkið að lækka gjöld af obum og bensíni LANDSSAMBAND vöru- bifreiðastjóra skorar ein- dregið á ríkisstjórn og Alþingi, að lækka tolla og gjöld af olíum og bensíni til að draga úr þeim gífurlegu hækkunum á þessum vörum, sem nú eru fram- undan. Telur Landssam- bandið óhjákvæmilegt, að þær miklu byrðar, sem hin- ar erlendu verðhækkanir hafa í för með sér dreifist með einum eða öðrum hætti á alla landsmenn, en bitni ekki einvörðungu á þeim, sem háðir eru kaupum á olíu og bensíni. Verðhækkanirnar mega ekki undir neinum kringumstæðum verða grundvöllur aukinna skatt- tekna hins opinbera af þessum vörum. ÚTSALAN IONAPARMANNAHÚSINU V/HALLVEIGARST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.