Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 BAZARGAN SANJABI BAKHTIAR Vinirnir, sem öng- þveitíð ílran sundraði ÞRÍR stjórnmálamenn sem eru í meginatriðum sammála um vandamálin í íran hafa beðið ólík örlög af völdum umrótsins þar. Þeir voru allir vinir áður fyrr og hafa f aðaltriðum aðhyllzt skoðanir sem hafa mótazt af sósíalisma en um leið trúarlegum viðhorfum í afstöðu sinni til framtfðar landsins. Þeir eiga það einnig sameiginiegt að hafa tekið virkan þátt í baráttunni gegn íranskeisara um árahil. þeir hafa allir setið í fangelsi og börðust allir staðfastlega gegn mannréttiiidabrotum á valdatíma keisarans. Nú hafa leiðir þeirra skilið þar sem þeir hafa tekið óaftur- kræfar ákvarðanir. Tveir þeirra, Mehdi Bazargan og Karim Sanjabi, bundu trúss sitt við trúarleiðtogann Khomeini og eru nú forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra í nýju bráðabirgðastjórninni. Sá þriðji, Shapur Bakhtiar, fór eigin götur og lagðist bæði gegn keisaranum og æðsta prestinum. Honum var steypt af stóli þegar hann hafði verið forsætisráðherra skamma hríð. Fulltrúar kynslóðar Þessir þrír menn er eru í sameiningu fulltrúar heillar kynslóðar íranskra stjórn- málamanna sem nú eru á sjötugs- og áttræðisaldri og lifðu í óvissu 37 valdaár keisar- ans, sem aðeins vikuhlé varð á 1953 og tóku enda með bylting- unni á dögunum. Þeir voru allir menntaðir í Frakklandi og stjórnmála- skoðanir þeirra hafa að mis- jafnlega miklu leyti mótazt af hugmyndum hófsamra og lýð- ræðislegrar jafnaðarstefnu. Bazargan er verkfræðingur, dr. Bakhtiar og dr. Sanjabi lög- fræðingar. Þeir voru allir fylgismenn og samstarfsmenn þjóðernisleið- togans Mohammed Mossadegh sem steypti keisaranum af stóli í ágúst 1953 en var síðan sjálfur settur af. Þeir störfuðu saman á/ tíma mestu kúgunar keisarastjórnarinnar undir merki Þjóðfylkingarflokksins, sem var leynisamtök þar til fyrir sex mánuðum. Dr. Bakhtiar og dr. Sanjabi eru báðir múhameðstrúarmenn, en hafa aldrei byggt starf sitt í stjórn- málum á trúarskoðunum og þeir eru báðir veraldlegir lýð- ræðissinnar á evrópska vísu. Þó hafa stjórnmálahugsjónir dr. Bakhtiars grundvallazt á djúpri trú og það átti sinn þátt í því að hann gekk í lið með hinum útlæga trúarleiðtoga. Framsýnin bjargaði Þegar svo illa var komið fyrir keisaranum að hann greip í hvert hálmstrá til að halda völdunum var talið líklegt að dr. Sanjabi, leiðtogi Þjóð- fylkingarinnar, yrði forsætis- ráðherra í ríkisstjórn sem hefði í raun orðið „stjórnar- andstöðustjórn". En hann var svo framsýnn að ganga í lið með æðsta prestinum, fyrst og fremst eftir fund sem þeir áttu í París í nóvember. Dr. Bakhtiar tók þveröfuga ákvörðun og hún varð honum að falli. Hann taldi að sem forsætisráðherra gæti hann lækkað rostann í keisaranum og hrint í framkvæmd lýð- ræðislegri jafnaðarstefnu, en það reyndist ógerningur. „Maður keisarans“ Þess í stað varð dr. Bakhtiar „maður keisarans" í augum almennings þótt hann segði þegar mótstaðan gegn honum óx að hann væri reiðubúinn að fallast á íran yrði lýðveldi ef breytingin færi lýðræðislega fram. Dr. Bakhtiar ákvað að samþykkja skipanir keisarans en berjast gegn honum stjórnarfarslega og þessi ákvörðun varð til þess að vinir hans og samstarfsmenn lögðust gegn honum. Dr. Sanjabi og Dariush Forouhar, núverandi verka- lýðsráðherra, ráku hann úr Þjóðfylkingunni. Dr. Bakhtiar fór í felur og enn er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. Öngþveiti, ofbeldi og stjórn- leysi ráða ríkjum í íran og dr. Bazargan og dr. Sanjabi virð- ast enn vera fulltrúar hófsemi í landinu. Almennt er litið á dr. Sanjabi sem fulltrúa ótta- slegins millistéttafólks. Vest- rænum fulltrúum létti þegar hann var skipaður utanríkis- ráðherra því að þeir þekkja hann vel. Margvíslegar ástæður fyrir sprungum í útveggjum — Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sendir frá sér skýrslu um steypuskemmdir Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins hefur nú sent frá sér skýrslu um steypuskemmdir á húsum, en skýrslan greinir frá niðurstöðum rannsókna á ástandi steyptra útveggja húsa á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fram kemur í skýrslunni að orsakir skemmdanna eru fjölþættar og myndir þeirra margbreytilegar. Skemmdunum er þó skipt í þrjá flokka eftir frumorsök: hönnunarvillur, skemmdir vegna útfærslu- og frágangs- galla svo og efnisgallar. Segir í skýrslunni að oftast sé erfitt að greina sundur hvort skemmdirnar séu vegna slæmrar hönnunar eða hvort orsakirnar sé að finna í rangri útfærslu eða slæmum frágangi á byggingarstað. Skemmdir þær sem flokkast undir hönnunar- villur og útfærslu- og frágangsgalla eru sprungur sem myndast vegna rýrnunar steypu eða vegna hitabreyt- inga í henni, svo og skemmdir við plötuskil. Skemmdir þær sem rekja má til efniseiginleika steypu eru Ríkharður Kristjánsson hjá rannsóknastofnun byggingariðnaðarins kynnir skýrsluna um steinsteypuskemmdir á blm.fundi í gœr Samband íslenzkra bankamanna um frumvarp forsætisráðherra: Samdráttarákvæði frumvarpsins gætu leitt til atvinnuleysis MORGUNBLAÐINU hefur borizt umsögn stjórnar Sambands íslenzkra bankamanna um frum- varp Ólafs Jóhannessonar, en þetta er önnur umsögnin, sem berst forsætisráðherra — áður hefur Stéttarsamband bænda svarað. Umsögn stjórnar SÍB fer hér á eftir. „Hinn 13. febr. sl. voru fulltrúar SIB boðaðir á fund forsætis- ráðherra þar sem ofangreind frumvarpsdrög voru afhent og óskað eftir athugasemdum þar við Stjórn SÍB fagnar út af fyrir sig þeirri viðleitni sem fram kemur í frumvarpinu að mörkuð verði stefna í efnahagsmálum til lengri tíma og þeirri stefnu að dregið verði úr verðbólgu með lángtíma aðgerðum. Efnahagsaðgerðir undanfarandi missera hafa fyrst og fremst mótast af því að verðbóta- ákvæðum kjarasamninga hefur verið breytt með lögum, án þess að heildarstefna efnahagsmála væri jafnframt mörkuð. A það skal hins vegar bent að áhrif frumvarpsins, ef að lögum verður, eru um margt óljós. Má t.d. benda á hugmyndir um lækkun ríkisútgjalda (sbr. 11. gr.), heildar- tekjur og útgjöld á fjárlögum (sbr. 17. gr.), fjárfestingarmálin o.fl. að þar eru ekki heildarfjárhæðirnar einar afgerandi um áhrifin, heldur skiptir meginmáli hvernig tekna er aflað og útgjöldum ráðstafað. Þá er ljóst, að sá samdráttur, sem gert er ráð fyrir í frumvarp- inu gæti leitt til atvinnuleysis, og fer það ekki síst eftir því hvernig á fjárfestingarmálum verður haldið. Stjórn Sambands ísl. banka- manna gerir aðeins athugasemdir við tvo kafla þessa frumvarps, þ.e. 2. kafla um samráð og 7. kafla um verðbætur á laun. I því felst ekki, að fallist sé á aðra þætti frum- varpsins, en áskilinn er réttur til frekari athugasemda. II. kafli. Um samráð við samtök launþega o.fl. Samráð við SÍB hafa til þessa nánast engin verið þrátt fyrir gagnstæðar yfirlýsingar stjórn- valda. í athygasemdum við 4. gr. frumvarpsins þ.e.a.s. upptalningu þeirra samtaka sem samráð skuli haft við er Samband ísl. banka- manna ekki getið, en hins vegar eru þar öll önnur heildarsamtök launþega upptalin. Afstaða stjórn- valda til samráðs við Samband ísl. bankamanna virðist því óbreytt. Verkefni kjaramálaráðs eru nánar ákveðin í 5. gr. frumvarps- ins, þar er m.a. gert ráð fyrir að ráðið fjalli um kjaramál, þjóð- hags,- fjárfestingar- og lánsfjár- áætlanir m.a. til viðmiðunar við gerð kjarasamninga. Samkvæmt lögum er samningsrétturinn í höndum aðila sjálfra, en með þessu virðist gengið í þá átt, að lögfesta afskipti ríkisins að kjara- málum. í reynd virðist þetta þýða, að launþegasamtökin eigi fyrirfram að samþykkja það svigrúm sem fyrir hendi er til kjarabóta af hálfu atvinnurekstrarins og með það veganesti sé gengið til samninga. Slíkt gæti ekki gerst nema með stórfelldu afsali samningsréttar. Lögð er áhersla á, að höfð séu raunhæf samráð við öll heildar- samtök launþega í landinu um hina ýmsu málaflokka sem varða þá beint eða óbeint og það sé gert þegar mál eru á mótunarstigi af hálfu stjórnvalda. Þó virðist alls- herjarnefnd sem þessi, kjaramála- ráð, ekki líkleg til þess að komast að samræmdri niðurstöðu um þá málaflokka sem henni er ætlað að fjalla um. VII. kafli. Um verðbætur á laun. Samkvæmt 43. grein er gert ráð fyrir, að verðbótavísitala reiknist eftir framfærsluvísitölunni sem hefur grunntölu 100 miðað við nóvembervísitölu 1978. í þessu felst í reynd, að verðbótavísitalan myndi lækka um 0,7% miðað við 1. mars n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.