Morgunblaðið - 08.03.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
Dr. Terry G. Lacy flytur í
kvöld fyrirlestur í Norræna
húsinu kl. 20.30 um fuglalff ok
fuglaskoðun í Alaska og við
Hudsonflóa.
Terry er félagsfræðingur að
mennt en kennir ensku við
enskudeild Háskóla íslands.
Hún er fædd og uppalin í
Bandaríkjunum en hefur búið
hér á íslandi í 5 ár.
„í kvöld ætla ég að gera
samanhurð á fuglum og fugla-
lífi hér og í Alaska. Það er
margt sem cr líkt með fuglun-
um á þessum tveimur stöðum,
en einnig margt sem er ólíkt.
Ég kem lika inn á fuglah'fið við
Hudsonflóann,“ sagði Terry er
blaðamaður heimsótti hana á
hcimili hennar í' Reykjavík.
„Ég fór til Alaska árið 1969 og
kunni svo vel við mig í norðrinu
að ég fór til íslands árið 1971, til
að skoða fugla að vísu í byrjun.
En ég komst að því að það var
fleira á íslandi en aðeins fuglar
svo úr varð að ég settist hér að.
Ég átti heima á sléttunum í
Coloradofylki þar sem hvergi
sást til sjávar. Ég er hins vegar
fædd og uppalin á lítilli eyju úti
fyrir norðaustur strönd Banda-
ríkjanna og saknaði því hafsins
frá æsku.“
Hvenær fékkstu áhuga á fugl-
skoðun?
þeim tíma. Það var mjög óþægi-
legt, sérstaklega þegar heitt var,
því að þá fylltist allt af móskító-
flugum. Það er ekki alltaf þægi-
legt að skoða fugla, en þetta er
mín della eins og Grétar Eiríks-
son sagði í viðtali við Morgun-
blaðið um daginn.
Terry sagði að það væri sjald-
an beinlínis hættulegt að elta
fugla en þó væri best að vera í
bíl við fuglaskoðun.
„Ef þú ert í bíl þá ertu ekki
lengur manneskja. Fuglarnir
skilja það ekki að það sé maður
á ferð í bílnum og þú getur
skoðað þá án þess að trufla þá.
Ég nota sjálf 400 mm linsu við
myndatökurnar og á því ekki að
þurfa að nálgast þá að ráði.
Terry mun sýna mikið af
myndum með fyrirlestri sínum í
kvöld.
,,„I háskólanum lærði ég örlít-
ið um myndatökur en fugla-
myndir tók ég ekki fyrr en ég fór
til Alaska. Ég hafði myndatöku
sem aukagrein við háskólann til
þess að geta hvílt hugann frá
félagsfræðinni.
„Verö að elta
einhvern"
„Ég hef þörf fyrir að elta
einhvern og þess vegna hef ég
svo gaman af að skoða fugla.
Terry meö myndavélina
og Þann útbúnað sem hún
notar viö
fuglamyndatökurnar.
í vor en til þess að undirbúa mig
fer ég fyrst á námskeið í hug-
lægri þjálfun í Bandaríkjunum."
Með BA-próf
í tónlist
Fuglaskoðunin er ekki eina
áhugamál Terry. Hún spilar á
flautu í Sinfóníuhljómsveit
Reykjavíkur, syngur með Söng-
sveitinni Fílharmóníu og er nú
að æfa með hljómsveit íslensku
óperunnar fyrir óperuna
Pagliacci.
„Ég tók BA-próf í tónlist og
kenndi á flautu í 10 ár. En laun
tónlistarkennara eru mjög lág
og það var ekki nóg fyrir mig að
gera sem tónlistarmann. Því
■ ákvað ég það, þegar tækifæri
gafst, að fara aftur í háskólann
og lagði þá stund á félagsfræð-
ina. Það er líka miklu hagstæð-
ara að hafa tónlistina að tóm-
stundaefni en atvinnu."
Terry sagði að mikill munur
væri á tónlistarlífi hér og í
Bandaríkjunum og það væri alls
ekki það sama að vera tónlistar-
maður í þessum tveimur lönd-
um.
„Ég var sem barn í tónlistar-
Upplifði tvisvar vetur og
þrisvar sumar á 10 dögum
Rœtt við dr.
Terry G.
Lacy um
fuglaskoð-
un, tónlist
og fleira
Terry tekur fleiri myndir en fuglamyndir. Þessa tók hún
hér 17. júní 1974 og kallar hana „Gamall maöur“.
Þessar myndir tók Terry í Vestmannaeyjum.
„Það er langt síðan ég fór að
skoða fugla. Fyrrverandi
tengdafaðir minn var fuglaskoð-
ari og ætli hann hafi ekki
smitað mig í kringum 1950
þegar ég var enn í háskóla.
Síðan þá hef ég ferðast víða og
séð 1088 tegundir fugla. Ég fór
t.d. til Afríku, til Kenýja,
Tansaníu og Uganda, rétt áður
en Amín tók þar völdin. Það var
fpjóg gaman að koma til
Úganda. Fólkið þar er svo vina-
legt og kátt.
Einu sinni þegar ég fór að
skoða fuglana við Hudsonflóann
fór ég með flugvél mjög langt
norður eftir flóanum til lítillar
borgar sem heitir Churchill. Ég
og vinkona mín leigðum okkur
lítinn vörubíl og ókum um
nágrenni borgarinnar. I Church-
ill er alþjóðleg höfn sem er
ísilögð allt árið. Þegar vindinn
lagði frá hafi var mjög kalt í
borginni og nágrenni en þegar
vindurinn stóð af landi var
afskaplega heitt, allt upp í 26
gráður á celsíus. Við dvöldumst
þarna í 10 daga og upplifðum
tvisvar sumar og þrisvar vetur á
Mér finnst t.d. grasafræðin
leiðinleg vegna þess að plantan
er alltaf á sama stað. Lífið er
svo breytilegt og fuglarnir eru
alltaf á ferðinni. Örnin fer t.d.
20—30 mílur á dag.
Fuglarnir eru líka alltaf
uppteknir. Það er svo gaman að
horfa niður á hreiður fuglanna í
Vestmannaeyjum. Þar hafa þeir
mikið að gera og þeir hafa líka
hátt,“ sagði Terry og brosti.
Terry á sinn uppáhaldsfugl
eftir því hvar hún er stödd
hverju sinni.
„Þegar ég er í Afríku hef ég
mest dálæti á litlum fugli sem
er alltaf að veiða fisk. Annars
eru margir fuglar í Afríku mjög
bjartir og litríkir og það er mjög
gaman að horfa á þá. Hér á
Islandi held ég mest upp á
kríuna. Það er svo skemmtilegt
að ljósmynda hana. Hún er svo'
fíngerð og létt og vænghaf
hennar er svo fallegt. Krían er
virkilega tignarlegur fugl.“
Terry kom hingað í annað
skipti árið 1973, þá sem Fuíl-
bright-lektor í félagsfræði við
Háskólann í eitt ár.
„Ég kom hingað í þriðja sinn
árið eftir og þá til að setjast hér
að. Það er svo gott og skemmti-
legt að búa hér,“ sagði Terry.
I Bandaríkjunum kenndi ég
tækniskrift við blaðamanna-
deild. Hér kenni ég enskan stíl
svo atvinnan er mjög svipuð.
Ritþjálfun er heldur ekki svo
fjarlæg félagsfræðinni. Hún er
punkturinn þar sem einstakl-
ingurinn og kerfið, samfélagið,
mætast. Ég hugsa oft um það
hver vandræðin eru í raun og
veru þegar einstaklingurinn fer
að aðlagast kerfinu. Eg ætla að
rannsaka þann þátt tilverunnar
skóla í Baltimore og fór þá á
marga tónleika heimsfrægra
tónlistarmanna. Það tækifæri er
ekki fyrir hendi fyrir ungt tón-
listarfólk hér á landi.
Það sem hér er gert er ekki
allt það besta en hér er mikið
gert á tónlistarsviðinu. Það er
hægt að hlusta á mikið af tónlist
og læra af þvi um leið. Tónlist-
arlífið er blómlegt í stórborgum
Bandaríkjanna, t.d. New York
og Boston, en mjög lítið úti í
sveitum og engri tónlist er
útvarpað í Bandaríkjunum
nema poppi og rokki.
Mér finnst mjög gaman að
vinna með íslenskum tónlistar-
mönnum. Það var gaman að
syngja í Sköpuninni sem er
mjög gott verk. En stundum hef
ég of mikið að gera og ég hef
alltaf mikið að gera. Samt er
minna álag á mér hér en í
Bandaríkjunum. Tækifærin eru
svo mörg hér, það er svo margt
hægt að gera og því finnst mér
svo gott og gaman að búa á
Islandi," sagði Terry að lokum.
rmn.