Morgunblaðið - 08.03.1979, Side 29

Morgunblaðið - 08.03.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 29 | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kaupi bækur gamlar og nýlegar, heil söfn og einstakar bækur. Bragi Kristjónsson, Skólavöröu- stíg 20, Reykjavík. Sími 29720. Til sölu góö efri hæö ásamt óinnréttuðu risi. íbúöin er í toppstandi. Stór bílskúr. Hef fjársterkan kaupanda aö góöu einbýlishúsi. Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, sími 92-3222. ! Húsbíll (Motorhome) j Dodge Red Dale sem nýr er í New York. Upplagt fyrir þá sem vilja feröast í U.S.A. Má borgast í íslenskum kr. eöa skipti mögu- leg. Uppl. í síma 85372. 5V2 meters langur árabátur í færeysku lagi er til sölu. Uppl. gefur Eggert Gunnarsson, sími 1179, Vestmannaeyjum eftir kl. 7 á kvöldin. St.:St.: 5979387 — VII — 8. □ HELGAFELL 597903087 IV. Mynda- og kaffikvöld Göngu-Víkinga veröur haldiö í félagsheimili Vikings viö Hæöar- garö fimmtud. 8. mars kl. 20.30. Sýndar veröa myndir úr ferðum síðasta árs m.a. Arnarfell, Lóns- öræfi, Emstrur, Fimmvörðuháls og sunnudagsferöir. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Upplestur. Mikitl söngur. Major Lilly Lunde talar. Allir hjartanlega velkomnir. AD KFUM Fundur veröur haldinn í húsi félaganna aö Amtmannsstíg 2 B kl. 20.30. Séra Guömundur Óskar Ólafsson talar um efniö: Bænalíf. Allir karlmenn hjartan- lega velkomnir. Fíladelfía Hafnarfirði Almenn samkoma í Gúttó í kvöld kl. 20.30. Ræöumenn Siguröur Vium og Óli Ágústs- son. Jórdan leikur. Allir hjartan- lega velkomnir. ! Fíladelfía Reykjavík i Almenn æskulýössamkoma í | kvöld kl. 20.30. Ungt fólk talar og syngur. Samkomustjóri Guöni Einarsson. Náttúrulækninga- félag Reykjavíkur Framhaldsaöalfundur félagsins veröur í Austurbæjarbíói næst- komandi sunnudag kl. 14. Nán- ar auglýst á laugardag. Stjórnin. Nýttlíf Almenn samkoma kl. 20.30 aö Hamraborg 11. Beöið fyrir sjúk- um. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur i safnaöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Halldór S. Gröndal. Frá Sálarrannsóknar- félaginu Hafnarfirði Fundur veröur í lönaöarmanna- húsinu fimmtudaginn 8. marz er hefst kl. 20.30. Dagskrá: Raeöur: Séra Siguröur Haukur Guöjónsson og Ófeigur J. Ófeigsson læknir. Tvísöngur: Guöríöur Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir viö undir- leik Páls Kr. Pálssonar orgel- leikara. Stjórnin. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Sjálfstæðiskonur Akureyri og nágrenni Fyrirhugaö er aö halda námskeiö í fundarsköpum og ræðumennsku á skrifstofu flokksins Kaupvangsstræti 4. Námskeiöiö hefst n.k. fimmtudag kl. 20.30. Leiðbeinandl veröur Björn Arnviöarson. Upplýsingar í síma 24316 fyrir hádegi og á kvöldin. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn. Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík vekur athygli á því, aö nú stendur yfir innritun í: stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins Skólinn hefst mánudaginn 12. marz n.k. og verður aö þessu sinni kvöld- og helgarskóli. Þetta er tilraun til aö mæta óskum, þeirra er hafa viljaö sækja skólann, en ekki getaö komið því viö aö vera í dagskóla. Félagsstjórn hvetur félagsmenn sína eindregið til aö notfæra sér þetta tækifæri. Nánari uppl. um skólann í síma 82900. Mýrarsýsla Aðalfundur Sjálfstæö- isfélags Mýrarsýslu veröur aö Borgarbraut 4, Borgarnesi sunnu- daginn 11. marz kl. 3. Dagskrá: Venjuleg aöalfundar- störf. Þingmennirnir Friöjón Þórðarson og Jósef Þorgeirsson mæta á fundinn. Sjálfstæöisfólk fiölmenniö. Ráðstefna Sjálfstæðisflokksins: „Hvað er framundan í íslenzkum landbúnaði“? Til þess aö leita svars viö þessari spurningu hefur veriö ákveöið aö efna til tveggja daga ráöstefnu um landbúnaöarmál. Ráöstefnan fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík 10—11. marz n.k., hefst kl. 10 f.h. n.k. laugardag. Þar sem á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri tyrir áhugafólk um landbúnað og neytendamál til umræöna og virkrar þátttöku í stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki, vill Sjálfstæöisflokkur- inn hvetja til þátttöku í störfum ráðstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn. Fiskiskip Höfum til sölu m.a. 58 rúml. eikarbát, smíöaöann 1959 meö 350 hp. Caterpillarvél 1971. Vel tækjaður og vel hirtur bátur. Áhvílandi lán ca. 1,5 millj. kr. SKIPASALA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SIML 29500 Kristlaugur Bjarnason Grund — 75 ára afmæli Þeir sem lesið hafa Kristnihald undir Jökli gleyma vart sögu- manni síra Jóni Prímus. Segir höfundur að hann sé samsetning úr minnst átta mönnum, enda heið erindreki biskups þolinmóður þess að ná fundi prests þótt það tæki hann marga daga. Fyrir ekki alllöngu var annar erindreki á ferð á Snæfellsnesi og hafði nokkra dvöl á fjölbýlustu stöðum meðal annars í Grundarfirði, og ræddi þar við fólk af báðum kynjum um uppbyggingu og þróun staðarins. Þessi erindreki orðsins fjölmiðils gekk þó framhjá garði Kristlaugs, einmitt þess manns sem virkastan þátt hafði þó átt í margþættri uppbyggingu staðarins. Við Láugi eins og hann var kallaður vorum nábúar og fermdumst saman hjá síra Jens á Setbergi og þó að ég teldi mig kannski standa jafnfætis honum í Helgakverinu þá var hann mér þó strax ofjarl í smíði og tækni því hann var þá þegar orðinn eftirsóttur hnakkasmiður, þótt hann hefði enga tilsögn fengið við þá smíði. Það lá því við að maður öfundaði hann af þessum hagleiks hnökkum, en ekki varð það nú samt að vinslitum og árin liðu. Ég fór í burtu að heiman og fundum okkar fækkaði í biii. Maður hafði þó fréttir úr sveit- inni, t.d. að nú sé hann farinn að leggja fyrir sig húsasmíðar. Hann sér um byggingu á nýtúsku íbúðar- húsi fyrir Pál á Hömrum, og ferst það vel úr hendi, þótt hann hefði ekki lært smíðar. Þá er hann við byggingu á bátabryggjunni í Grafarnesi og síðan er hann farinn að taka í verkun saltfisk af stórum línuveiðara úr Reykjavík, þetta var á mestu kreppuárunum. Þó fór þetta allt vel úr hendi hjá honum og gaf mörgum nokkurt fé í vasa, sérstaklega munu þeir unglingar er komust í þessa vinnu hafa verið ánægðir. Það mun svo hafa verið um 1938 að Kristlaugur er á ferð í Reykja- vík að kaupa sér vörubíl, bíllinn var nú orðinn 10 ára gamall og þótti mörgum það fásinna að fara með svo gamlan bil í næstum algjörar vegleysur eins og þá var þar fyrir vestan. Þó mun þessi fyrsta bílferð í Eyrarsveit hafa gengið áfallalaust, að vísu varð hann víst að þræða ýmist upp um holt og hæðir eða þá fjörur. En heim komst hann á bílnum óskemmdum. Og braut þannig nýja braut í sögu umferðarmála í Éyrarsveit. Ekki hafþi bíll sá verið lengi í sveitinni er sveitungarnir gefa honum nafn og kölluðu hann „Skruggúblesa". Hefur það eflaust komið af því að nú var kyrrðin rofnuð þar á vegi og svo var tilvalið að tengja þetta við hest, enda varð raunin sú að Skruggu- bles^ varð sá mesti og besti burðarklár er þar hafði ko.mið. Og vinsældir hafa þeir félagar orðið, ekki síst hjá veikara kyninu, því brátt var það orðið Laugi kærasti á sínurn Skruggublesa. Að vísu kom fyrir að Blesi bilaði svo sem títt er, ekki síst með svo gamlan bíl, en þá settist Laugi bara niður og gerði við, og þegar hann hafði kannski þurft að rífa hann næstum stykki fyrir stykki, þá var öllu stillt rétt upp aftur og Blesi skreið af stað. Þegar svo fleiri bílar bættust í sveitina og fóru að bila þá var leitað til Kristlaugs með viðgerðir. Þó hafði hann ekki fengið neina kennslu í þessum málum. Það var eins og véla- kramið væri innstillt í hausinn á honum. Það er svo 1941 að leiðir okkar liggja saman aftur, þá í sambandi við byggingu á Hraðfrystihúsi í Grundarfirði. Vorum við sammála um að áður enn nokkrar framkvæmdir yrðu hafnar við þá byggingu skyldum við fyrst ganga á fund skipulagsstjóra ríkisins Harðar Bjarnasonar og leita upp- lýsinga hjá honum um skipulags- mál, hann tók okkur mjög vel. Sagði að fyrst yrði að koma beiðni frá hreppsnefnd eða oddvita. Við höfum þá samband við Bárð odd- vita út af þessu og hann brá skjótt við og sendi Herði staðfest sím- skeyti þar sem beðið var um skipulagningu á Grafarnesi. Skipulagsstjórn fór svo strax i aö vinna að þessum málum. Þannig varð Grafarnes skipulagt frá grunni og er því fyrsta kauptún á Islandi sem þannig er staðið að uppbyggingu á. Kristlaugur tók svo að sér byggingu á Hraðfrysti- húsinu og tveggja hæða húsi fyrir mig, og voru þetta fyrstu byggingarnar sem þar voru byggðar samkvæmt skipulagi ríkisins. Nú varð það hlutverk „Skruggublesa“ að bera allt byggingarefni, möl og sand, í þessi tvö hús, og nú er þetta orðið sex hundruð manna kauptún. Þegar svo Grundarfjörður komst inná hafnalög og byrjað var á hafskipa- bryggju í Grafarnesi sumarið 1942 var Kristlaugur fyrsti verkstjóri við þær framkvæmdir. Og þar kom Skruggublesi einnig við sögu þvi að á honum var fyrsta efnið í bygginguna flutt. Það orkar því vart tvímælis að enginn einn niaður hefur meira af mörkum lagt en Kristlaugur við uppbygg- ingu þessa staðar. Og ekki hefur Laugi látið deigan síga þótt árin færðust yfir. Síðustu árin hefur hann snúið sér að búskapnum og hefur með bróður sínum b.vggt mjög myndarlegt bæði íbúðarhús og öll peningshús á gamla höfuð- bólinu Grund í Grundarfirði, og auk þess bylt flóum og mýrum í græna töðuakra. Þegar maður nú rennir huganum yfir það dagsverk er Laugi skilur eftir sé ég að hann hefur meðtekið fullkomlega átt- undina í Kristnihaldinu hjá síra Jens og ávaxtað það vel fyrir sína heimabyggð. Við hjónin og synir okkar sendum honum svo okkar bestu kveðjur á þessum tíma- mótum og þökkum gömul og góð kynni og biðjum að hann megi vel njóta kvöldsólarinnar á Grundar- hlaðinu. Oddur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.