Morgunblaðið - 18.03.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 18.03.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 15 ÍTEIN ritgerð, „Drög að almennri af- stæðiskenningu og þyngdar- sviðskenningu", sem kom út árið 1913. í árslok 1915 var Einstein kominn á leiðarenda og árið 1916 kom út ritgerð eftir hann, sem nefndist „Undirstaða al- mennu afstæðiskenningarinn- ar“. Þar kom kenningin fram fullmótuð frá grunni til útreikn- inga á mælaniegum niðurstöð- um. Sú niðurstaða, sem mesta athygli vakti var, að ljós frá fjarlægri stjörnu mundi beygja, ef það færi fram hjá sólinni. Arið 1919 gerði brezka stjórnu- fræðifélagið út leiðangur til að mæla þetta við sólmyrkva, sem þá var. Skýrt var frá þessum mælingum á fundi í brezka vísindafélaginu í nóvember 1919. Mælingarnar staðfestu niðurstöður Einsteins. Við þetta tækifæri sagði forseti félagsins, enski eðlisfræðingurinn J.J. Thomson, að „kenning Einsteins væri eitt af mestu afrekum í sögu mannlegrar hugsunar". Dagblöð um allan heim birtu fréttir af þessu með stórum fyrirsögnum, svo sem „Bylting í vísind.um. Hugmyndum Newtons kollvarpað". Á skömm- um tíma varð Einstein heims- frægur maður, og þá hófst nýtt tímabil í ævi hans, sem stóð til dauðadags. Árið 1922 voru hon- um veitt Nobelsverðlaun í eðlis- fræði. alla tíð mikill friðarsinni og hafði andúð á hernaðarstefnu. Þó féllst hann á að skrifa bréf til Roosevelt Bandaríkjaforseta og hvetja til þess, að hafizt yrði handa um rannsóknir, sem síðar leiddu til smíði kjarnorku- sprengjurnar, þar sem hann hafði ástæðu til að ætla, að Þjóðverjar mundu smíða slíka sprengju. Álits Einsteins var leitað á hinum ólíkustu málum, trúmálum, afvopnun, sósíal- isma, efnahagsmálum, mennt- unarmálum o.fl. o.fl. En hann varð einnig fyrir árásum og jafnvel ofsóknum úr ýmsum áttum. Einstein fluttist frá Berlín árið 1933 vegna Gyðingaof- sókna, sem beindust æ meir að honum, og settist hann að í Princeton í Bandaríkjunum, þar sem hann varð prófessor við hina merku vísindastofnun Institute for Advance Studies. Fyrra hjónabandi Einsteins var slitið 1913. Hann kvæntist síðari konu sinni á fyrri stríðsárunum, en hún dó í Bandaríkjunum. Síðustu ár ævi hans bjuggu systir hans og stjúpdóttir hjá honum í Princeton, þar sem hann lézt 18. apríl 1955. Hann hafði mælt svo fyrir um, að líkami sinn skyldi brenndur og öskunni dreift á stað, sem haldið hefur verið leyndum. Á þann hátt vildi hann hindra, að sú Einstein á þeim árum Þegar hann vann að almennu afstæðiskenningunni Fridarsinninn Á þessum tíma hófust afskipti Einsteins af ýmsum málefnum. Hann var eindreginn stuðnings- maðui; Gyðingahreyfingarinnar og fór í ferð til Bandaríkjanna með leiðtoga hennar, Weiz- mann, árið 1921. Móttökurnar í New York voru slíkar, að engin dæmi voru til, þegar um vís- indamann var að ræða. Einstein tók þessu öllu með jafnaðargeði og sagði, að móttökurnar hefðu verið enn þá meiri, ef hann hefði verið hnefaleikari, en New York þyrfti að hafa nýja tízku hvert ár og þetta árið væri það af- stæðiskenningin. Einstein var frægð, sem fylgdi honum í lif- enda lífi, yrði að dýrkun eftir dauðann. Albert Einstein var alla ævi hógvær og lítillátur, góðviljaður „og'hjálpsamur. Ungir eðlisfræð- ingar, sem leituðu til hans á efri árum hans í Princeton, dáðu hann fyrir það, hve vel hann tók þeim. Hann lét þá ekki finna, að hann stæði þeim að neinu leyti framar eða ofar, heldur bað þá að tala hægt því hann* væri dálítið seinn að skilja. Þeim, sem þekktu Albert Einstein og verk hans, ber saman um, að hann hafi verið meðal mestu manna mannkynssögunnar. 6. rall Bifreiða- íþróttaklúbbsins verður 7. apríl LAUGARDAGINN 7. aprfl 1979 mun Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur halda sína 6. rall- keppni frá stofnun klúbbsins. Það er, „Finluxrall", sem hefst kl. 10.00 laugardaginn 7. apríl við Hótel Loftleiðir. Keppni þessi verður með sama sniði og fyrri keppnir klúbbs- ins. Það er, keppnin skiptist í ferju- leiðir og sérleiðir, en á sérleiðum fer hin eiginlega keppni fram. Ekin verður um það bil 320 km leið um Suðvesturland og mun keppninni ljúka síðdegis við Hótel Loftleiðir. Fjöldi keppenda verður á milli 20 —30 og síðasti frestur til að tilkynna þátttöku rennur út kl. 24.00 þann 29. marz n.k. Bílarnir munu fara í hópakstur um borgina um kvöldmatarleytið föstudaginn 6. marz og verða skoðað- ir strax á eftir við Hótel Loftleiðir. Öryggiskröfur fyrir þessa keppni eru ívið strangari en í keppnum síðasta árs og felast m.a. í því að krafist er veltibúrs en áður var nóg að hafa veltigrind. Fjallað verður um keppnina á almennun félagsfundi Bifreiða- íþróttaklúbbsins mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. \I CI.YSINI.ASIMINN Klt: 22480 2Borj)unbTotiiíi Fermingargjafir þarf að velja af smekkvísi og hugkvæmni. í Rammagerðinni má finna gjafir við hvers manns hæfi. Vandaðan íslenskan og erlendan listiðnað. Einnig mikið úrval af skartgripum, værðarvoðum og gestabókum. RAflflAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 reiknaðu meðFACIT SÚ VINS/ELASTA Á MARKAÐNUM ELDHRÖÐ PAPPÍRSF/ERSLA OG PRENTUN Þ/EGILEGT VALBORÐ - STÓR LJÓSAGLUGGI SVIPIST UM í NÝJUM GLÆSILEGUM HÚSAKYNNUM GÍSLI J. JOHNSEN HF. INM Smidjuvegi 8 - Simi 73111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.