Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar Deilurnar í stjórnarher- búðunum standa ekki um það, hvort halda eigi áfram því „kaupráni", svo notað sé vinsælt orð yfir vísitöluskerðingu, sem stjórnarflokkarnir hafa staðið fyrir, heldur hversu mikið eigi að skerða vísi- töluna hinn 1. júní n.k. Ráðherrarnir allir þ.á m. ráðherrar Alþýðubanda- lagsins höfðu ákveðið að skerða vísitöluna um samtals 6,6% aðallega hinn 1. júní n.k. en einnig að hluta síðar á árinu. And- mæli ákveðinna hópa í Al- þýðubandalaginu gegn þess- ari ákvörðun ríkisstjórnar- innar og ráðherra eigin flokks beinast ekki að því, að skerða eigi vísitöluna, heldur telja þessir hópar, að ekki eigi að skerða hana nema um 3'/2— 4‘/2%. Deilan stendur því ekki um það, hvort fremja eigi nýtt hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. „kauprán“, heldur hvort það á að vera 2% meira eða minna. í forystugrein Tímans í gær er því haldið fram, að það sé „lygi“ hjá Morgunblaðinu, að sam- kvæmt þessum áformum nemi heildarskerðingin á hálfu ári tæpum 12%. Það er eins gott fyrir Þórarin Þórarinsson að éta þennan áburð á hendur Morgun- blaðinu ofan í sig aftur og það umsvifalaust. Hinn 1. desember átti kaupgjalds- vísitalan að hækka um 14% en til útborgunar komu ekki nema 6% eða rúmlega það. Eftir standa þá 8%. Með velvilja í garð vinstri stjórnarinnar er hægt að draga þar frá 3% vegna niðurgreiðslna og er þó út af fyrir sig ekki ástæða til, þegar tillit er tekið til niðurgreiðslufölsunar, sem þessi ríkisstjórn hefur stað- ið fyrir en látum það vera. Þá standa eftir 5% frá 1. desember. Agreiningslaust er, að frv. Ólafs Jóhannes- sonar gerir ráð fyrir 6,6% vísitöluskerðingu 1. júní og síðar og þegar tekið er tillit til þeirrar vísitölufölsunar, sem fram fór hinn 1. marz sl. með því að draga verð- hækkanir fram yfir 1. febrúar sl. til þess að þær hefðu ekki áhrif á vísi- töluna 1. marz er ljóst, að það er sízt ofmælt, að á hálfu ári nemi skerðingin tæplega 12%. Þetta eru staðreyndir sem Tíminn getur ekki hlaupið frá. Kjarni málsins er þó sá, að flokkarnir sem gengu til kosninga undir kjörorðinu „samningana í gildi“, eru löngu hættir að hafa uppi tilburði til þess að standa við það loforð. Deilur þeirra nú snúast ekki um það, hvort þeir eigi að halda áfram að svíkja það loforð heldur hitt hversu mikið „kaupránið“ eigi að vera. Hér eiga stjórnmála- mennirnir í þessum flokkum ekki einir hlut að máli. Verkalýðsleiðtogar Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks gengu fram fyrir skjöldu á sl. ári til þess að berjast gegn febrúarlögum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Þessir sömu verkalýðsleið- togar eru nú á stöðugum fundum til þess að reyna að semja um áframhaldandi „kauprán". Menn taki eftir því, að þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason og Benedikt Davíðsson eru ekki að reyna að semja um það við stjórnarflokkana að hverfa frá áformum um frekari vísitöluskerðingu. Þeir eru að reyna að semja um það eitt hversu mikil hún á að verða. Stjórnmálaforingjar og verkafýðsleiðtogar Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks eru allir í einum og sama bátnum að því leyti til, að þeir hafa tekið höndum saman um að svíkja loforðið um „samningana í gildi“. Það sem verst er af öllu, er að þeir hafa ekki haft manndóm í sér til að ganga hreint til verks heldur hafa þeir reynt að dulbúa „kaup- ránið“ og blekkja fólk. Þeir hófu „kaupráns“feril sinn með því að setja samning- ana ekki í gildi, þegar þeir höfðu náð meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þeir héldu „kaupráninu“ áfram, þegar þeir settu bráðabirgðalögin í september, bæði með þaki á vísitölu og með því að reikna inn í vísitöluna verð á kjöti, sem ekki var til. Þeir gengu opinskáar til verks 1. desember sl. þegar þeir frömdu í raun 8% „kauprán“ þótt hér að framan hafi með velvilja einungis verið talað um 5%. Þeir héldu þessari iðju enn áfram 1. marz sl. þegar vísitalan var fölsuð með því að draga verðhækkanir fram yfir 1. febrúar. Og nú sitja þeir á klíkufundum til þess að semja um það hvað næsta „kauprán“ skuli vera mikið. Hversu lengi skyldi al- menningur þola þessum mönnum vinnubrögð af þessu tagi? Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakiö. Hversu míkið á næsta „kauprán” að vera? Metnaður og freistingar Stjórr.málamenn þurfa að vera mörgum kostum búnir til þess að vera góðir stjórnmálamenn að ekki sé talað um að verða miklir og sterkir leiðtogar. Einn þeirra er sá, að vera frjáls af metnaði sínum, að kunna að standast þær freistingar, sem völd og áhrif bjóða upp á. I því að vera frjáls af metnaði sínum felst mikill styrk- ur. Einungis þeir, sem eru tilbúnir til að standa upp úr valdastólum hvenær sem er eða hafa þrek í sér til þess að hafna þeim, ef svo ber undir, hafa til að bera þann innri styrk, sem þarf til að skapa hæfa leiðtoga. Þetta er gert að umtalsefni hér vegna þess, að atburðarás síðustu viku hefur leitt í ljós, að ráðherr- ar Alþýðubandalagsins, sem vissu- lega eru mörgum góðum kostum prýddir eins og aðrir menn, virðast gersamlega blindaðir af ljóma ráðherrastólanna og sýnast með engu móti geta hugsað sér að standa upp úr þeim, hvað sem á gengur. Þeir sitja eins og límdir við stólana þrjá og eru bersýnilega staðráðnir í að sitja þar eins lengi og nokkur kostur er. Þetta er átakanleg sjón. Það er í rauninni sorglegt, að fylgjast með því hvað ráðherrastólar geta á skömmum. tíma farið illa með unga menn. Þess eru að vísu of mörg dæmi, því miður, að ráðherrastólar leiki menn grátt en yfirleitt hefur það gerzt eftir nokkuð langa setu í þeim — það sem er merkilegt við tilfelli hinna þriggja ráðherra Alþýðubandalagsins er einfaldlega það, að þeir skuli svo langt leíddir á svo skömmum tíma. Út af fyrir sig mega andstæðingar Alþýðu- bandalagsins vel við una, ef fjallað er um þessa ráðherrasýki á þeim grundvelli. Það hefur nefnilega verið styrkur hinnar sósíalísku hreyfingar á Islandi, að forystu- menn hennar hafa ekki látið glepj- ast af valdastólum. Einar Olgeirs- son hefur áreiðanlega átt kost á því, þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð svo og vinstri stjórnin 1956—1958 að taka sæti í ríkis- stjórn en gerði ekki. Lúðvík Jósepsson sýndi það haustið 1978 við myndun núverandi ríkisstjórn- ar, að hann hefur þrek til þess að standast freistingar ráðherra- stólsins. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins og Sósíalistaflokksins áður hafa jafnan verið tilbúnir til þess að gera hreint fyrÍF sínum dyrum og standa upp ef pólitískar að- stæður hafa leitt til þeirrar niður- stöðu. Löngun manna til að sitja í ráðherrastólum hefur ekki ráðið afstöðu Sósíalistaflokks og Al- þýðubandalags til málefna — þar til nú. Hin nýja kynslóð leiðtoga Al- þýðubandalagsins er annarrar gerðar. Þessa dagana fylgjast menn með því, að löngun ráðherra til þess að sitja áfram á valdastól- um er ráðandi ástæða fyrir af- stöðu Alþýðubandalagsins til mál- efna. Alþýðubandalagið er nú til- búið til þess að semja um enn frekari vísitöluskerðingu en orðið er, einfaldlega af því, að ráðherrar þess eru ekki frjálsir af metnaði sínum, þeir kunna ekki að standast freistingar ráðherradómsins. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir andstæðinga Alþýðubandalagsins vegna þess, að í einu vetfangi hefur sterkustu stoðinni verið kippt undan þeim flokki. Menn, sem í áratugi hafa talið sig mál- svara alþýðunnar og hafa verið tilbúnir til að sýna það í verki, eru nú þessa dagana að semja um það bak við tjöldin, hvort vísitölu- skerðingin 1. júní á að vera 4% eða 6% einungis vegna þess, að ráð- herrar flokksins geta ekki hugsað sér að missa ráðherrastóla. Fram- vegis verður öll svonefnd barátta Alþýðubandalsgins í þágu laun- þega skoðuð í þessu ljósi. Jafn- framt er áhugamönnum um stjórnmál bent á að fylgjast vand- lega með þessu skólabókardæmi um það hvernig innri styrkur stjórnmálaflokks brestur skyndi- lega, þegar metnaður ög freisting- ar verða hugsjóninni yfirsterkari. Þetta er líka lærdómsríkt dæmi fyrir stjórnmálamenn í öðrum flokkum, þótt það sé frá öðrum sjónarhornum sorglegt og flokkist undir persónulega „tragedíu". Laugardags- samþykkt ráðherranna Um síðustu helgi virtist aug- Ijóst, að samkomulag hefði tekizt á fundi ríkisstjórnarinnar síðla laugardags um efnisatriði frum- varps um efnahagsmál og það kom skýrt fram í frásögnum fjölmiðla um þá helgi, að svo væri. Enda var það svo, að á þeim fundi ríkis- stjórnarinnar samþykktu ráðherr- ar Alþýðubandalagsins verðbóta- ákvæði frumvarpsins, eins og þau hafa nú verið lögð fram. Ætla hefði mátt, að ráðherrarnir hefðu verið búnir að tryggja sér stuðning bæði þingflokks og verkalýðs- hreyfíngar flokks síns fyrir þess- ari samþykkt, en svo mun ekki hafa verið. Er það enn eitt dæmi um það, hvernig völd geta brengl- að dómgreind manna, að bersýni- lega hafa ráðherrarnir þrír verið svo sannfærðir um áhrif sín í Alþýðubandalaginu, að þeir hafa talið, að sameiginlega mundu þeir geta fengið flokkinn til þess að samþykkja það, sem þeir lögðu til. En annað kom í ljós. I stórum dráttum má segja, að þrjú öfl hafi sameinazt gegn ráð- herrunum innan Alþýðubanda- lagsins um þessa helgi. Verkalýðs- armurinn eða hluti hans reis upp til mótmæla. Til liðs við hann gengu stjórnarandstæðingar inn- an þingflokks Alþýðubandalagsins með Kjartan Ólafsson, varafor- mann flokksins í fararbroddi en hann hefur verið settur til hliðar í flokknum frá því í haust vegna andstöðu við myndun núverandi ríkisstjórnar. I þennan hóp komu svo þeir Lúðvík Jósepsson og Ólafur Ragnar Grímsson, sem að líkindum hafa lengi verið fullir efasemda um þá stefnu, sem ráð- herrarnir vildu taka en látið nægja að vara þá við. Þessi sam- eiginlega andstaða varð ráðherr- unum um megn. Þeir fóru eins og barðir hundar á ríkisstjórnarfund á mánudag og voru ekki einu sinni menn til þess að segja eins og var, að þeir hefðu ekki stuðning flokks síns við laugardagssamþykkt þeirra og ríkisstjórnarinnar, held- ur tóku þann kostinn að þykjast ekki hafa samþykkt eitt eða neitt. Þegar hér var komið sögu höfðu ráðherrar Alþýðubandalagsins tvívegis haft tilefni til að segja af sér. Þeir áttu auðvitað að segja af sér strax um síðustu helgi, þegar þeim varð ljóst, að þeir höfðu ekki fylgi flokks síns fyrir laugardags- samþykkt ríkisstjórnarinnar. Úr því að þeir gerðu það ekki áttu þeir auðvitað að segja af sér eftir ríkisstjórnarfund síðari hluta dags á þriðjudag, þegar ljóst var orðið, að þeir fengu engu framgengt innan ríkisstjórnarinnar. Það gerðu þeir ekki heldur. Á fundi ríkisstjórnarinnar sl. fimmtudag létu þeir bóka eftir sér mótmæli. Þar eru stór orð notuð: „Við mótmælum því harðlega, að frumvarp það um efnahagsmál, sem rætt hefur verið á undanfar- andi ríkisstjórnarfundum verði lagt fram af forsætisráðherra einum... Það er mikill hnekkir fyrir stjórnarsamstarfið að þannig skuli að málum staðið... Vinnu- brögð af þessu tagi eru algert einsdæmi... Við mótmælum sér- staklega ósvífnum fullyrðingum samráðherra okkar um það, að við ráðherrar Alþýðubandalagsins höfum ekki haft fyrirvara um ýmis atriði í þessu frumvarpi eftir ríkisstjórnarfundinn á laugardaginn... Við teljum, að samstarfsflokkar okkar hafi með óbilgjörnum hætti tekið sig saman um að ganga gegn þriðja stjórnarflokknum...“ Nú mætti ætla, að þessi bókun væri undanfari yfirlýsingar um það, að ráðherrarnir hygðust segja af sér þegar í stað. Ekki aldeilis. Yfirlýsingunni lýkur með því, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.