Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 Ib Lanzky-Otto í viðtali við Mbl.: Ijósm. Kmilía 99 Mér leið sem afbrotamanni „ÞEGAR ég var hér sem smástrákur virtist allt svo stórt. Landakotsspítalinn var gríðarstórt mannvirki. Og kaþólska kirkjan var eins og stærstu dómkirkjur. Flest húsin sem voru á lcið minni að hciman og niður í Miðbæjarskólann voru einnig mjiig stór í huga mínum. Maður þurfti þá einnig að klifra upp á steingirðingar til að sjá inn á flötina. En þegar ég kom svo aftur tuttugu árum seinna, þá fannst mér Reykjavik orðin lítil. Öll gömlu húsin , sem mér voru svo minnisstæð, voru nú ósköp venjuleg og ekkert stór. Steingirðingarnar náðu mér ekki í mitti. Tjörnin, sem mér fannst vcra risastórt stöðuvatn, var nú miklu minni. Borgin hafði stækkað en virtist samt ekki eins stór og hún hafði verið í gamla daga.“ Þannig mælti tónlistarmaðurinn Ib Lanzky-Otto m.a. þegar Mbl. rabbaði við hann og Wilhelm föður hans á dögunum, en þeir hafa dvalið fierlendis í vikutíma vegna tónlcika Kammersveitar Reykjavíkur í Hamrahli'ðarskólanum í dag, sunnudag. þegar ég laumaðist með bjórdósirnar undir peysunni upp bryggjuna Orðum sínum fylgdi Ib eftir með því að baða út höndunum eða að halda þeim næstum saman. Það var auðsætt að Reykjavík var stór og mikil borg í huga hans þegar hann yfirgaf landið sem 11 ára piltur árið 1951. Hann kom til landsins í ársbyrjun 1946, en faðir hans hafði þá nýverið ráðist að Tón- iistarskólanum í Reykjavík. Og hann kunni frá ýmsu skemmti- legu að segja frá bernskuárunum auk þess sem hann sagði okkur frá tónlist sinni, en Ib er nú vel metinn Walthorns-leikari víða um lönd. Hann starfar í Fílharmóníusveitinni í Stokk- hólmi, en ferðast mikið í Svíþjóð og erlendis og heldur konserta. „Við bjuggum á ýmsum stöðum í bænum. Fyrstu vikurn- ar í Tónlistarskólanum, þá í Asgrímshúsinu við Bergstaða- stræti, en lengst af á Baldurs- götu og Spítalastíg 7. Þegar ég kem til tónleikahalds hingað fer ég alltaf á þessa staði, svona til að virða bernskustöðvarnar fyrir mér. Eins og aðrir strákar seldi ég oft blöð á götunum, einkum Morgunblaðið, en einnig Vísi, þar sem ég byrjaði ekki í skólanum fyrr en eftir hádegi. Ég tók venjulega 50 blöð af Morgunblað- inu og man vel hve erfitt það var að sligast með bunkann tímum saman. En eitt sinn ákvað ég að taka bara 25 blöð og þá var eins og allir vildu eignast eintak, því að blöðin seldi ég öll á nokkrum mínútum. Ég labbaði því vígreif- ur niður á Mogga aftur og tók 75 blöð til viðbótar og hugsaði gott til glóðarinnar. En þær vonir urðu að engu, því að ég seldi sama og ekkert af þeim bunka, og hafði því lítið upp úr annað en erfiðið af að rogast með staflann. Eitt sinn var ég að leita að viðskiptavinum niður við höfn. Talsverður vindur var og í einni hviðunni hrifsaði vindurinn blöð- in úr hendi mér og þreytti þeim út á höfn. Ég fór oft niður að höfninni. Það var alltaf spennandi að sjá hvort einhver dönsk skip hefðu ekki komið inn frá því um kvöld- ið áður. Ég fór venjulega um borð í dönsku skipin og talaði við skipverja. Ég útskýrði fyrir þeim að föður mínum þætti bjór góður, en hann væri ekki að fá á íslandi. Eitt sinn þegar ég var að laumast upp bryggjuna með bjórdósir faldar í peysunni mætti ég lög- regluþjóni. Man ég enn mjög vel að mér leið þá eins og afbrota- manni. Mér' er sérstaklega minnis- stætt þegar fyrstu umferðarljós- in voru sett upp í Reykjavík. Mig minnir nefnilega að okkur krökk- unum hafi verið bannað að hjóla í borginni fyrstu þrjá dagana á eftir." Þegar hér var komið sögu skaut Wilhelm faðir Ibs því að að Ib hefði þótt lesa vel í skóla. „Móðir hans var eitt sinn á gangi í bænum. Hún varð á vegi Jóns Kristinssonar kennara sem tjáði henni að Ib væri sérstaklega góður í lestri í skólanum, Hún sagði okkur svo frá þessu seinna um daginn. Þá varð Ib að orði: „Já, en mamma mín, það er bara verst að ég skildi ekkert af því sem ég var iátinn lesa.“ Ib greip nú boltann og samtal- ið hélt áfram: „Við vorum tveir í sama bekk sem lásum nokkuð vel, og vorum m.a. færðir upp um bekk af þeim sökum. Þetta vor- um við Kristján Stephensen, sem nú er frábær óbó-leikari og leikur með Sinfóníuhljómsveit Islands. Við lékum okkur talsvert saman, en töluðum aldrei um tónlist. Virtist hann ekki hafa áhuga á tónlist, þótt móðir hans reyndi að hvetja hann til píanó- náms. Það var því sérstaklega skemmtilegt að uppgötva það að hann væri orðinn þessi ágætis hljóðfæraleikari. Kristján er al- veg sérstaklega góður tónlistar- maður, og reyndar er öll blásara- deildin í Sinfóníuhljómsveitinni ykkar hreint frábær." Eins og áður hefur komið fram þykir Ib Lanzky-Otto sérstaklega snjall Walthorn-leikari. Við báð- um hann að segja okkur örlítið frá tóniistarferli sínum. „Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir sterkum áhrifum frá föðum mínum, en lengi vel ól hann upp hverja kynslóðina af annarri af hornaleikurum í Sví- þjóð í þau 20 ár sem hann kenndi við Konunglegu tónlistaraka- demíuna þar. En ég byrjaði þó ekki á því að fást við hornið. Ég byrjaði að læra á fiðlu og „debut- eraði" sem tónlistarmaður á það hljóðfæri. Og það var einmitt á jólaskemmtun í Reykjavík. Leik- félagi minn og vinur, Þorkell Sigurbjörnsson, lék undir á píanó. En ég fékk nóg af fiðlunni eftir um þrjá mánuði og lagði hana þá á hilluna, en sneri mér í staðinn að píanói, sem ég fékk einnig fljótt leið á. Svo var það eitt sinn þegar ég er 16 ára að aldri og sit heima hjá mér og velti framtíðinni fyrir mér, en þá var mér ljóst að ég var enginn námshestur og skóla- bækur heilluðu mig ekki. Þá gengur faðir minn þar inn og tekur gamalt veiðihorn sem var á veggnum og biður mig að fremja nokkra tóna. Þar með komst ég upp á iagið, þetta hljóðfæri virtist mér eðlislægt og ég tók ástfóstri við það. Ég vil því meina að það hafi verið hljóðfær- ið sem valdi mig, en ekki ég það.“ Ib og Wilhelm koma fram á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í dag, eins og áður segir. Þar verða flutt þrjú verk, og þeim er það sameiginlegt að þau heyrast sjaldan á tónleikum. Þetta eru Divertimento elegiaco eftir Ture Rangström, verkið WIBLO sem Þorkell samdi sér- staklega fyrir þá feðga, og Tríó í Es-dúr op. 40 eftir Brahms. Sænski stjórnandinn Sven Verde kom til landsins með þeim feðg- um til að stjórna flutningi verks Rangströms. Verkið WIBLO verður flutt í fyrsta sinn opinberlega á tónleik- unum í dag. Þeir feðgar hafa leikið þetta verk inn á hljóm- plötu. Um tilurð þessa verks hafði Ib eftirfarandi að segja: „Það var eitt sinn að ég sat í bifreið Svens fyrir utan heimili mitt og við vorum að velta fyrir okkur þeim möguleika að fá norrænt tónskáld til að skrifa verk fyrir okkur. Hljóðfæraskip- anin skyldi verða horn, píanó og strengjahljóðfæri, en eftir því sem ég kemst næst er það hljóð- færaskipan sem ekki þekktist, eða var þá alla vega mjög sjald- gæf. Sven lagði til að við hefðum samband við stofnunina Normus og pöntuðum þaðan verk. Ég lagði til að Þorkell (Ib nefndi hann venjulega Tobba í samtal- inu) yrði beðinn um að semja verkið, og varð það úr. Þorkell hafði áður samið verk sem ég hef flutt. Það var fyrir horn og þrjú strengjahljóðfæri og flutti ég það nokkrum sinnum í Svíþjóð og hérlendis með þeim Einari Sveinbjörnssyni, Hafliða Hallgrímssyni og Ingvari Jónas- syni. Ég er mjög hrifinn af verkum Þorkels, einkum WIBLO." Aðspurður sagði Ib að hornið væri ekki vel þekkt sem einleiks- hljóðfæri á Norðurlöndunum, og væru hann og Fruydis Re-Wikri í raun og veru einu einleiksleikar- arnir á þetta hljóðfæri í þessum heimshluta. Hins vegar væri hljóðfærið vinsælt einleikshljóð- færi í Þýzkalandi, Englandi og Ameríku. Ib sagðist mest leika algeng verk, en honum félli einnig mjög að leika sjaldgæf verk. Alls kann hann utanað efni í um 30 kon- Wilhelm Lanzky-Otto (t.v.) og Ib Lanzky-Otto serta, en að jafnaði notar hann aðeins um 10 þeirra. Hann sagði að það tæki a.m.k. IV2 ár að æfa upp nýjan konsert, ef ætlunin væri að kunna hann utanað. Hann sagði að þeir feðgar hefðu verið mjög uppteknir við æfingar frá því þeir komu hingað fyrir um viku. Þeir æfa lítið saman að öllu jöfnu, þar sem þeir sjást ekki mjög oft. „Við verðum því að æfa hvor fyrir sig og vona að allt verði í stakasta lagi þegar á hólminn kemur. En það gæti orðið betra ef við hefðum meiri tíma til að æfa saman.“ Héðan heldur Ib til Finnlands, en þar kemur hann fram á tónleikum á þriðjudag og mið- vikudag. Hann lét þau orð falla í viðtalinu að það hefði verið von hans að verða innlyksa hér í flugmannaverkfalli, því þá hefði hann getað dvalið hérlendis í viku til viðbótar og skoðað sig svolítið um. Frá Finnlandi held- ur Ib svo til tónleikahalds í Stokkhólmi og Danmörku og þá verður hann í Kanada eftir nokkrar vikur. Hann sagðist vonast til að koma til Islands sem fyrst á ný. Foreldrar Ibs halda héðan til heimkynna sinna í Svíþjóð. Þar sem Ib hefur ferðast víða vegna tónleikahalds spurðum við hann hvort hann fyndi mikinn mun á áheyrendum og hvort íslenzkir áheyrendur væru t.d. frábrugðnir öðrum. „Það er mín skoðun að áheyr- endur á Norðurlöndunum svipi mjög saman. Þeir kunna yfirleitt vel að meta það sem þeim er flutt. En þeir eru mjög frá- brugðnir áheyrendum sem ég hef spilað fyrir t.d. í Þýzkalandi og þjóðum Austur-Evrópu. Þeir virðast öllu innilegri þar. Þar flýtir fólk sér ekki niður í fata- hengi að loknum tónlistarflutn- ingi, heldur hinkrar við og er öllu afslappaðra. Því virðist vera annt um að láta ánægju sína í ljós. En ég kann engu að síður vel við áheyrendur á Norðurlöndun- um. Þeim er ég vanastur. Þeir eru í sjálfu sér ekki kuldalegir, heldur sýna innileik sinn ekki á sama hátt og ýmsar aðrar þjóðir. Ég kvarta alls ekki yfir áheyr- endum, því að maður getur verið ánægður meðan það eru ekki eintómir tónlistarmenn sem hlusta á mann. Engir eru verri áheyrendur en tónlistarmenn." Eins og áður segir var Wilhelm Lanzky-Otto viðstaddur viðtalið við Ib. Aðspurður sagðist Wil- helm hafa ráðist hingað til kennslu árið 1945. Einn af for- svarsmönnum Tónlistarskólans, Kristinn hjá tollstjóraembætt- inu, eins og Wilhelm nefndi viðkomandi, var í Kaupmanna- höfn að leita að kennara fyrir skólann. „Ég ákvað að slá til þar sem ég hafði áhuga á að koma til Islands. Og það bar vel í veiði hjá Kristni þar sem hann fékk mann sem gat kennt bæði á píanó og horn. Á þessum tíma lærði ég ís- ienzkuna ágætlega, enda lagði ég mig fram um að ná tökum á málinu," sagði Wilhelm. Hann hefur ekki talað ísienzku í 28 ár, en engu að síður talaði hann ennþá ágæta islenzku. Hið sama má segja um Ib. Hann hafði heiimikinn orðaforða, en treysti sér þó ekki til þess að viðtalið færi fram á íslenzku. Hann skaut þó hnyttnum setningum og orða- samböndum inn á milli og hélt því m.a. fram að hann þyrfti ekki að vera hér nema í nokkrar vikur eða mánuði til að ná fullu valdi á málinu á ný. Samtali okkar lauk á íslenzku, því þegar við kvödd- umst sagði hann og brosti breitt: „Þú getur skrifað hvað sem er í Morgunblaðið, því ég skil hvort eð er ekki neitt." — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.