Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 17 Sýning Leikbrúðulands Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen með tvær brúðanna úr Gauksklukkunni. LEIKBRUÐULAND: LEIKBRUDA FÆÐIST. Texti og brúðugerð: Bryndís Gunnarsdóttir. GAUKSKLUKKAN eftir Soffíu Prókofievu. Þýðing úr rússnesku: Hallveig Thorlacius. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Leiktjöld: Snorri Sveinn Frið- riksson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Hljóöupptaka: Böðvar Guðmundsson. Þeir sem fylgst hafa meö Leikbrúöulandi munu fagna sýningu Gauksklukkunnar því aö hún er til vitnis um góöan árangur í hinni vand- meöförnu list brúöuleik- hússins. Sýningin öll er jöfn og unnin á markvissan hátt. Textinn eftir Soffíu Prókof- ievu er einfaldur og vel viö hæfi yngstu áhorfenda. Sama er aö segja um efnis- þráö, ævintýriö um þaö hvernig hin góöu öfl sigra hin illu, sólin rekur myrkriö á flótta. Aö sjálfsögöu eru þaö dýr sem koma viö sögu eins og tíðkast í hefö- bundnum brúöuleikritum: héri, hundur, köttur, Ijón, ugla, úlfur og gaukar. Sólin leikur líka sitt hlutverk. Ef til vill má segja aö Gauksklukkan komi ekki áhorfendum á óvart. í henni er ekki gripiö til neinna áberandi bragöa. Fágun ræöur ríkjum. Engu aö síö- ur er þessi sýning ávinning- ur fyrir Leikbrúöuland. Til aö rökstyöja þessa fullyrðingu skal bent á aö sýningin í heild er falleg og fagleg. Leiktjöld Snorra Sveins Friörikssonar eru augnayndi. Annaö atriði sem vert er aö nefna er hljóðupptaka Böövars Guömundssonar sem er óaðfinnanleg, en léleg hljóötækni hefur stundum staöiö sýningum Leik- brúöulands fyrir þrifum. Þá er aö nefna vandaða lýsingu Kristins Daníelsson- ar sem átti ekki minnstan þátt í aö gæöa sýninguna Iffi. En þaö sem einna athygl- isveröast er þó viö þessa sýningu er ónefnt. Það er gerö brúöanna sem er verk þeirra Hallveigar Thorlacius og Helgu Steffensen. Brúö- urnar vekja kátínu áhorf- enda, mynda hina skemmti- legustu fjölskyldu. Brúöu- geröin sjálf er ekki veiga minnsti þáttur brúöuleik- húss. Sýning Leikbrúðulands hófst á stuttum þætti eftir Bryndísi Gunnarsdóttur: Leikbrúöa fæöist. Bryndís hefur áöur sannaö aö hún kann aö tala viö unga áhorfendur, henni tekst aö gera þá þátttakendur eins og líka aö þessu sinni. Brúðuleikhús er vel falliö til fræðslu, en best fer á því aö hagnýtt og listrænt gildi fari saman. Áöur fyrr var brúöuleik- húsiö einkum ádeiluleikhús og svo er enn víöa um lönd, ekki síst þar sem frelsi fólks til túlkunar er skert. Kunn- ugir segja aö brúðuleikhús blómstri í kommúnistalönd- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um til dæmis. Ekki veit ég hvort skoöa megi Gauks- klukku Soffíu Prókofievu í því Ijósi aö úlfurinn og uglan, fulltrúar hins illa í verkinu, eigi aö tákna öfl ómannúðlegs kerfis sem reiöubúið er til aö þröngva kosti þegnanna, jafnvel ræna þá lífsgleöinni. Eitt veit ég þó: í Póllandi og víöar í Austur-Evrópu er brúöuleikhúsiö oft pólitískt. UNIMA, alþjóöleg samtök brúöuleikhúsfólks, eiga fimmtíu ára afmæli á þessu ári og er þess minnst m.a. í London, París og Prag. Vonandi veröur íslenskt brúðuleikhús enn fyrirferö- armeira í íslenskri leiklist en veriö hefur. Þess sjást dæmi aö sú veröi þróunin samanber sýningu Krukku- borgar í Þjóöleikhúsinu, en í því verki kemur Leikbrúöu- land eftirminnilega viö sögu. þeir tilkynna, að þeir muni segja af sér verði frumvarpið samþykkt á þingi. Það fer ekki á milli mála, að hér eru á ferðinni menn, sem með engu móti geta hugsað sér að standa upp úr ráðherrastólum. Þeir vilja frekar sitja þar eins og druslur heldur en að standa upp og gera hreint fyrir sínum dyrum. Þetta er aumkunarverð afstaða eins og áður er að vikið. En út af fyrir sig er hlutur Ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráðherra, ekki betri. Hann hefur átt tvo kosti í þessari stöðu. Þegar í Ijós var komið, að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins sátu sem fastast átti hann auðvitað að leysa þá frá störfum. Ólafur hefur reynslu í því að reka menn úr ríkisstjórn eins og al- kunna er. Það gerði hann ekki. Hinn kosturinn var sá að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann heldur ekki. Ástæðan er einfaldlega sú, að Ólafi Jóhannessyní er ljóst, að pólitísk framtíð hans sjálfs og staða Framsóknarflokksins bygg- ist á því, að stjórninni takist að lafa. Hlutskipti hans og flokks hans verður ömurlegt, ef stjórnin fellur. Þess vegna situr hann og situr enda þótt stjórnkerfi lands- ins hafi verið lamað vikum saman vegna þess, hversu dauðastríð þessarar ríkisstjórnar hefur reynzt langt. Verkalýðs- leiðtogar koma til skjalanna Þegar líða fór á vikuna kom í ljós, að verkalýðsleiðtogar Alþýðu- bandalagsins vilja verða afreks- menn ekki síður en ráðherrar flokksins. Eins og menn muna brunuðu þessir herrar fram fyrir nákvæmlega 12 mánuðum og hófu heilagt stríð á hendur ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar vegna febrúarlaganna svonefndu. Þessu stríði var haldið áfram fram að kjördegi með öllu því afli, sem verkalýðshreyfingin hafði yfir að ráða. Mannafla hennar og fjár- magni var beitt gegn ríkisstjórn, sem hafði verið svo ósvífin að skerða með lögum kaupgjaldsvísi- tölu, sem samið hafði verið um. Þessir verkalýðsleiðtogar hafa að vísu lítið gert annað síðan en að samþykkja enn frekari vísitölu- skerðingu launa. En það er önnur saga. Nú er svo komið, að verka- lýðsarmur Alþýðubandalagsins hefur klofnað í tvennt. Guðmund- ur J. Guðmundsson sá, sem mest lét til sín taka fyrir 12 mánuðum en hefur þagað frá kosningum er kominn á stúfana á ný. Hann læddist upp í stjórnarráð til þess að leita hófanna hjá Ólafi Jóhann- essyni um einhvers konar mála- miðlun. Lausn Guðmundar J. er nú sem fyrr, að á móti vísitöluskerð- ingu komi „félagslegar umbætur“ til handa láglaunafólki. M.a.o. hvað er orðið af félagsmálapakka þeim, sem átti að lögfesta fyrir síðustu áramót og var forsenda fyrir því að Alþýðusambandið gæti samþykkt 8% vísitöluskerð- ingu hinn 1. desember sl.? Þessi leið Guðmundar J. hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum annarra verkalýðsleiðtoga Alþýðubandalagsins. Ymsir for- ystumenn iðnaðarmanna, sjó- manna og opinberra starfsmanna úr þeirra röðum hafa líka hafið tilraunir til þess að ná sættum en á allt öðrum forsendum en Guö- mundur J. Þannig er verkalýðs- armur Alþýðubandalagsins nú í fyrsta sinn klofinn opinberlega og má mikið vera, ef það dregur ekki einhvern dilk á eftir sér. Ágreiningur milli þessara herra, sem stóðu fyrir hinu heilaga stríði gegn Geir Hallgrímssyni og ríkis- stjórn hans í fyrra er vissulega áhugaverður en hitt er þó aðalatr- iðið og nauðsynlegt, að fólk átti sig rækilega á því, að báðir armarnir vilja semja um enn frekari vísí- töluskerðingu. Það er ekki verið að semja um kjarabætur heldur kjaraskerðingu. Nú þegar hafa ráðherrar Al- þýðubandalagsins samþykkt um 6% vísitöluskerðingu hinn 1. júní n.k. en aðrir hlutar Alþýðubanda- lagsins hafa samþykkt um 4% vísitöluskerðingu. Þessi leikur stendur því um það, hvers konar samkomulag verður gert um þessi 2% til viðbótar. Það skiptir engu máli, hvort samið verður um það, að fela þessi 2% með nýjum „félagslegum úrræðum" eins og Guðmundur J. vill eða með ein- hverjum öðrum hætti eins og hinn armurinn vill. Aðalatriðið er það, að fólk átti sig á því, að þessir verkalýðsforingjar eru nú að ham- ast við að koma ríkisstjórninni saman um margfalt meiri vísi- töluskerðingu og „kauprán" en nokkru sinni fólst í lagasetningu ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar. Þeir standa allir afhjúpaðir Mennirnir, sem fyrir einu ári börðu sér á brjóst og sögðust berjast fyrir hagsmunum alþýð- unnar gegn vondum mönnum standa nú allir afhjúpaðir. Ráð- herrarnir þrír úr Alþýðubandalag- inu standa berir að því að þola ekki þá tilhugsun að standa upp úr ráðherrastólum og yfirgefa allt sem þeim fylgir. Þeir eru ófrjálsir menn. Þeir eru fangar síns eigin metnaðar. Þeir kunna ekki að standast freistingar valdanna. Þeir eru tilbúnir til þess að fórna hagsmunum fólksins fyrir ráð- herrastóla. Með þessum hætti hafa þeir verið afhjúpaðir. Verkalýðsleiðtogarnir, sem fyrir 12 mánuðum gengu fram fyrir skjöldu ög skáru upp herör gegn febrúarlögunum á þeirri forsendu, að þeir ætluðu í eitt skipti fyrir öll að sjá til þess, að ríkisstjórn- ir væru ekki að fikta við gerða samninga hafa nú þegar samþykkt verulega vísitöluskerðingu og eru nú hver í sínu horni að leita leiða til þess að geta samþykkt enn frekari vísitöluskerðingu en orðið er. Þeir standa uppi afhjúpaðir sem hræsnarar. Aiþýðubandalagið í heild sinni hefur sýnt það undan- farnar vikur, að það hefur ekki lengur til að bera það innra þrek, sem það áður hafði. Það er tilbúið til að fórna hreinleika sínum, sem „baráttutæki alþýðunnar" til þess að halda völdunum. Aðrir forystu- menn Alþýðubandalagsins geta ekki kennt ráðherrunum einum um vegna þess, að þeim er auðvit- að í lófa lagið að taka af þeim ráðin og ákveða að hætta aðild að ríkisstjórninni. En það vilja þeir bersýnilega ekki. Þeir standa því líka upp afhjúpaðir sem valda- sjúkir og þreklausir menn. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, situr í forsæti ríkis- stjórnar sem er í dauðateygjunum. Hann er greinilega tilbúinn til þess að semja um nánast hvað sem er til þess að halda stjórninni á floti að nafni til því að úr þessu verður hún aldrei nema nafnið eitt. Hann óttast ekkert meir en þau örlög, sem bíða hans hrökklist ríkisstjórnin frá. Með þessari af- stöðu tekur hann á sig ábyrgð á því, að landið er stjórnlaust og stjórnkerfi þess lamað. Við þessar aðstæður á stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokksins að standa upp úr og draga hreinar og skýrar linur á stjórnmálasviðinu. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins á engan þátt að taka í því að lappa upp á frumvarp Ólafs Jóhannessonar, sem er hvorki fugl né fiskur og leysir engan vanda. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins á engan þátt að taka í því að leyfa einhverri minnihluta- stjórn að sitja einhvern tíma. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins á engan hlut að eiga að viðræðum um myndun nýrrar rík- isstjórnar fyrr en að undangengn- um kosningum. Sjálfstæðisflokk- urinn á að gera þá kröfu eina, að' þegar í stað fari fram kosningar til þess að spilin verði stokkuð upp og nýjar línur verði dregnar. Sjálf- stæðisflokkurinn á jafnframt að leggja efnahagsstefnu sína fram í formi þingmála, þannig að ekki fari á milli mála hver stefna hans er í efnahagsmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn á að hefja sig upp úr þeirri lágkúru, meðalmennsku og aumingjaskap, sem einkennir nú- verandi stjórnarsamstarf og veita þjóðinni þá leiðsögn, sem hún þarf á að halda, og á kröfu til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.