Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 21
anna í þjóðfélaginu um þessar mundir, og hefur raunar verið það um áratuga skeið. Menn skyldu ekki gleyma því að hér á landi var tiltölulega gott ástand í efnahags- málum árið 1971, þegar Ólafur Jóhannesson varð fyrst forsætis- ráðherra, enda hafði Framsóknar- flokknum þá verið haldið utan stjórnar nokkuð á annan áratug. Efnahagsiíf landsmanna fór fyrst úr skorðum eftir að vinstri stjórn Ólafs tók við, þá fyrst fór óðaverð- bóigan að geysa hér á landi. Menn skyldu einnig hafa það hugfast, að það var einnig Ólafur Jóhannesson og Framsóknarflokkurinn sem komu í veg fyrir að nauðsynlegar ráðstafanir voru gerðar á síðasta kjörtímabili, þegar samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks var við völd. Allar nauðsyn- legar úrbætur voru eitur í beinum framsóknarmanna vegna þess að þær staðfestu óstjórn Vinstri stjórnarinnar og vegna þess að draga átti Sjálfstæðisflokkinn niður á sama lága planið og þeir voru og eru sjálfir á. Er Framsóknarflokkurinn virki- lega sá flokkur sem dagblaðið Vísir telur líklegastan til að sigla þjóðarskútunni rétta leið? Hvað Alþýðuflokkinn varðar, þá verður ekki í fljótu bragði séð hvað sú stofnun getur gott gert í þágu efnahagslegra framfara þjóðar- búsins. Flokkurinn er svo ósam- stæður og sjálfum sér ósamkvæm- ur að hann er gersamlega ófær um Dagur Ítalíu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Ferðaskrifstofunni Útsýn: „Ferðaskrifstofan ÚTSÝN efnir í samvinnu við ferðamálayfir- völd á Ítalíu til Italíukynningar í Súlnasal Hótel Sögu ídag, 18. marz. Klukkan 14.00 hefst ókeypis skemmtun fyrir alla fjölskyld- una í Súlnasalnum. Börn innan 15 ára fá þó aðeins aðgang í fylgd með fullorðnum. Sýnd verður kvikmynd frá Feneyj- um, allir gestir fá ókeypis happdrættismiða, og eru vinningar ítölsk leikföng og meira að segja Italíuferð að vermæti 150 þúsund krónur. Nýkjörnir Islandsmeistarar unglinga í diskódönsum sýna listir sýnar. Einnig verður bingó með leikföngum og ferðavinningum. Auk þess fá börnin smágjafir. Léttar veitingar verða á boð- stólum og verður húsið opnað kl. 13.30. Sökum mikillar að- sóknar er fólki ráðlagt að panta borð fyrirfram hjá yfirþjóni í Súlnasal. Klukkan 19.00 verður húsið opnað að nýju og kl. 19.30 stundvíslega hefst ítölsk hátíð með ítölskum drykkjum og kvöldverði. Aðgangseyrir er enginn, aðeins rúllugjald, og matarverð aðeins 3.500 krónur. Auk myndasýningar og kynn- ingar á nýútkominni ferða- áætlun Útsýnar verða fjöl- breytt skemmtiatriði, tízku- sýning á ítölskum klæðnaði, tveir einsöngvarar Hjálmtýr Hjálmtýrsson, tenór og Soffía Guðmundsdóttir, sópran, syngja íslensk og ítölsk lög, sigurvegarar í c-riðli diskó-danskeppni Útsýnar og Klúbbsins sýna nýjustu dans- tízkuna, spilað verður bingó með 4 utanlandsferðum í vinninga. Að auki verður fegurðarsamkeppni og allir gestir kvöldsins eru þátt- takendur í ókeypis happdrætti, þar sem dregið verður um tvær Italíuferðir. A milli skemmtiatriða og í lokin verður dansað til kl. 01.30.“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 21 Anders Hansen að takast á við nokkur meiriháttar verkefni á sviði landsmála. Flokk- urinn skiptist í hóp auglýsinga- skrumara annars vegar og nokkra hægfara þingmenn hins vegar, en yfir þeim er síðan grútmáttlaus og áhrifalaus forysta sem engu ræður og ekkert getur. Félagsskapur við Alþýðuflokk- inn í hans núverandi mynd er ekki það sem Sjálfstæðisflokkinn skortir mest þessa stundina. Aðhald í peningamálum, sam- dráttur í ríkisumsvifum, verð- trygging skulda, frjáls verðmynd- un og frjálsir kjarasamningar er vissulega það sem koma skal, en því aðeins verður eitthvað af því að veruleika, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé ótvírætt forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Valið stendur því milli Sjálfstæðis- flokksins og annarra flokka. Sjélfstæðisflokkurinn erreiðubúinn Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn unnu kosningasigra á fölskum forsendum síðast liðið vor. Þeir hafa svikið öll helstu kosningaloforð sín, og með tilstyrk Framsóknarflokksins hefur verið við völd í landinu einhver versta stjórn sem sögur fara af síðan í haust. Er þá langt gengið ef þessi ríkisstjórn er verri en allar aðrar, ef hafðar eru í huga fyrri vinstri stjórnir. Það er því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að kjósendum verði gef- inn kostur á að segja sitt álit á þessari stjórn áður en önnur tekur við, hvort sem það nú verður fyrr eða seinna. Eðli lýðræðisins blátt áfram gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnir séu metnar að verð- leikum hverju sinni, að menn verði dæmdir af verkum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðu- búinn að ganga til kosninga og leggja stefnu sína undir dóm kjósenda. Stefna flokksins er skýr og sjálfstæðismenn standa sam- einaðir um öll þau meginmál er einhverju skipta. Allt tal um að flokkurinn sé í sárum eftir ósigur- inn síðastliðið vor er út í hött, og allt tal um að flokkiurinn ætti ekki að leggja út í kosningar nú er fáránlegt. Frjálslyndir menn þurfa á öðru að halda en slíkum úrtöluröddum nú á dögum sívax- andi skattheimtu og miðstýringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.