Morgunblaðið - 18.03.1979, Side 32

Morgunblaðið - 18.03.1979, Side 32
SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 Verzlið i sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUDIN simi v 29800 Óformlegarvið- ræður hóf- ust í gærdag \I.I>ÝÐUBANDALAGIÐ hafði í Ka'rmorjíun fpnKÍð jákvæftar undirtektir undir samninKarviðræður við Alþýðuflokkinn og var ln'ii/t við því að viðræðurnar hæfust síðdoKÍs í «ær. Sá hængur mun þó vera á. að ba'ði Snorri Jónsson. varaforseti ASI. og Asmundur Stefánsson. hagfra'ðingur Alþýðusambandsins. voru á förum af landi hrott og munu því ekki geta tekið mikinn þátt í viðræðunum. \onir um árangur voru ekki bjartar. en menn þó staðráðnir í að reyna til þrautar að ná samkomulagi. A hinum vængnum var einnig reynt að ná samkomulagi um félagslegar umbætur, sem ættu að milda verðbótakaflann, en milli þessara tveggja fylkinga eru lítil sem engin tengsl. Verka- mannasambandsmennirnir ætl- uðu að freista þesS að ná sam- komulagi, sem síðan yrði lagt fyrir í báðum flokkum og greiddu menn atkvæði um það. Hinn hópurinn, sem vill endurskoða allt frumvarpið hefur þau sjónarmið, að í raun sé staðan sú, að menn verði að gera upp við sig, hvort þeir séu tilbúnir að ganga til kosninga eða ekki. AIls ekki sé um samninga kjaralegs eðlis að ræða, heldur beinar stjórnmálaviðræður. Alþýðu- bandalagsmennirnir telja sig hafa fengið fullvissu fyrir því að alþýðuflokksmenn taki ekki í mál annað en taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í ríkis- stjórninni síðastliðinn laugar- dag. Því komist menn ekki hjá því einhverjir, að þurfa að kyngja einhverjum stóryrðum, en hvort menn eru tilbúnir tií þess eða ekki verður að metast út frá því hvort þeir treysta sér út í kosningar eða ekki. Verkamannasambandsmenn segja að útilokað sé að ná sam- komulagi, nema það verði utan við frumvarpið sjálft. Öðru vísi geti ekki orðið samkomulag án þess að annar flokkurinn sé niðurlægður. Samkvæmt þessu mun helgin nú skera úr um það, hvort samkomulag næst um frumvarp Ólafs Jóhannessonar, sem mun mæla fyrir því á morg- un, mánudag, í efri deild Alþingis. Á flugi yfir borgina tók Ragnar Axelsson þessa mynd af Örfirisey. Reykinn frá loðnubræðslunni leggur yfir bátana, sem bíða löndunar. Nýr lánaflokkur Lífeyrissjóós verzlunarmanna: 100 prósent verðtrygg- ing og 2 prósent vextir Greidslubyrdin 40-60% minni en á lánum Húsnæðismálastjórnar segir Gudmundur H. Garðarsson STJÓRN Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að taka upp nýjan lánaflokk. B-lán. sem eru verðtryggð lán með 2% vöxtum og skulu vextir og afborganir hækka í hlutfalli við byggingarvísitölu. Morgunblaðið sneri sér til Guðmundar II. Garðarssonar. formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. til að fá nánari upplýsingar um hinn nýja lánaflokk: gerð, sem gjörbreytir til hins betra réttindagrundvelli sjóðsfélaga. Reglugerðin bíður nú staðfestingar fjármálaráðuneytisins. — Þessi reglugerðarbreyting og tilkoma B-lána þýðir að sjóðsfélagi — Málefni lífeyrissjóðsins og reglugerð um fyrirkomulag útlána hafa verið til meðferðar undanfarið. Nýverið undirrituðu samningsaðilar að reglugerð lífeyrissjóðsins sam- komulag um nýja og breytta reglu- sem er búinn að vera full 5 ár í sjóðnum á nú rétt til hámarkslána að upphæð kr. 6 milljónir að full- nægðum viðeigandi skilyrðum. Það eru i fyrsta lagi A-lán sem eru kr. 3 milljónir, lánaðar til 21 árs, afborg- unarlaust fyrsta árið og með 25% vöxtum og í öðru lagi B-lán þar sem lánstími er 10—25 ár og að upphæð 1—3 milljónir eftir óskum umsækj- enda. Vextir þeirra eru 2% og verðtrygging 100% og hækka vextir og afborganir í hlutfalli við hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. A- og B-lán eru því óháð hvort öðru. Guðmundur var spurður um greiðslubyrði hins nýja lánaflokks og sagði hann að í stuttu máli mætti Loðnuvertíðinni lýkur á hádegi: Heildaraflinn yfir 500 þúsund lestir Meiri frysting hjá SH en sl. 4 ár segja að hún væri mun hagstæðari en lánakjör Húsnæðismálastjórnar- lána. — Við höfum gert að því reikningslegan samanburð sem sýnir að greiðslubyrði húsnæðis- málalána er 40—60% meiri en B-lána lífeyrissjóðsins miðað við sama greiðslutíma og lánsupphæð og að gefinni ákveðinni vísitölu- hækkun á ári, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Guðmundur var að lokum spurður hvernig sjóðurinn væri undir það búinn að veita B-lánin: — Svo framarlega sem opinberir aðilar gera ekki tilraun til að hindra eðlileg yfirráð eigenda sjóðsins og fulltrúa þeirra yfir ráðstöfunarfé hans teljum við góðar horfur á að unnt verði að standa við þau mark- mið sem felast í þessari samþykkt sjóðsins auk annarra skuldbindinga. Eigið fé sjóðsins var hinn 31.12. sl. kr. 8.207 milljónir og hafði aukist um 58,9% á árinu og var því aukning ráðstöfunarfjár meiri en verðbólgan var og stafar það bæði af magn- aukningu og hagkvæmri ávöxtun. Við væntum einnig allgóðrar aukningar á yfirstandandi ári, sagði Guðmundur H. Garðarsson að lokum. Sjá: Samanburður á greiðsluhyrði lána húsna'ðis- málastjórnar ug vcrðtryggðra lána bls. 2. BANN við loðnuveiðum tekur gildi á hádegi í dag og var heildaraflinn á vcrtíðinni orðinn liðlcga 500 þúsund tonn á hádegi í gær. Alls hafa 63 skip stundað veiðarnar og eru þau aflahæstu komin með hátt í 15 þúsund tonn. Loðnufrysting hefur gengið betur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. en nokkru sinni síðan 1974. Fryst hefur verið upp í gerða samninga á frystingu loðnunnar. en nokkuð vantar á að takist að frysta loðnuhrogn upp í samninga. Fiskifræðingar höfðu lagt til að loðnuaflinn á vetrarvertíðinni færi ekki yfir 350 þúsund tonn og hafa því verið veidd 150 þúsund tonn fram yfir það sem þeir ráðlögðu. Fiskifræðingar lögðu sérstaka áherzlu á að veiðum til bræðslu yrði haldið í lágmarki á hrygning- arstöðvum loðnunnar fyrir Suður- og Suðvesturlandi. Á vetrarvertíð- inni í fyrra veiddust 469 þúsund tonn, en 550 þúsund tonn veturinn 1977. Heildarveiðin á loðnu úr íslenzka loðnustofninum nam 1.155.000 tonnum í fyrra og er þar talið með það sem Færeyingar og Norðmenn veiddu úr stofninum. Heildaraflinn 1977 nam 833 þús- undum tonna, en 1976 var aflinn um 450 þúsund tonn og svipað magn veiddist einnig næstu ár þar á undan. SH gerði samninga við Japani um frystingu á 6000 tonnum af loðnu og sagði Hjalti Einarsson framkvæmdarstjóri SH í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að frysta upp í þessa samninga. Af þessum 6 þúsund tonnum jiurfti hrognamagn í 1500 tonnum að vera minnst 8%, en yfir 12% í 4500 tonnum. Samningur SH við Japani á frystri loðnu nam tæpum 2 milljörðum. Samið var um 3400 tonn af frystum loðnuhrognum og í gær var búið að frysta um helming þess magns. Að sögn Hjalta hefur meira verið fryst hjá SH en á nokkurri vertíð síðan 1974. I fyrra voru t.d. aðeins fryst um 60 tonn. Halldór Þorsteinsson hjá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga sagði í samtali við Mbl. í gær að hjá Sambandinu væri búið að frysta um 750 tonn af loðnu og um 180 tonn af hrognum. Viðmiðunar- samningar SIS við Japani hljóð- uðu upp á 2000 tonn af loðnu og 1000 tonn af hrognum, en að sögn Sigurðar Markússonar voru þær tölur meira fyrir Japani vegna þeirra eigin skipulags, heldur en að reiknað hefði verið að fryst yrði nákvæmlega þetta magn. Loðnuveiðin í fyrrinótt var frek- ar treg, en loðnuna hefur undan- farið verið að fá út af Garðskaga. Frá því á föstudagskvöld til hádegis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til loðnunefndar: Vonin 70, Gígja 570, Magnús 500, Hamravík 70, Grindvíkingur 950, Pétur Jónsson 420, Skarðsvík 570. Myndavél stolið úr bifreið á Hállærisplaninu LJÓSMYNDAVÉL með þremur linsum var stolið úr bifreið á Ilallærisplaninu um hádegis- bilið í gær. Tækin eru frá einum Ijósmyndara Morgunblaðsins og vcrðmæti þeirra lauslega áætlað 7-800 þúsund krónur. Vélin og linsurnar voru í krómaðri tösku, þcir sem gætu gefið upplýsingar um þennan þjófnað, eru vinsam- lcgast beðnir að snúa sér til Rannsóknarlögreglunnar eða ritstjórnar Morgunblaðsins. % V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.