Morgunblaðið - 18.03.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 18.03.1979, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 amalt og ott... Hér hafa þeir hitann úr Úr Húnvetnsk- um annál Einu sinni var kerling í koti við sjó. Hún hafði oft heyrt sjómenn segja að þeim væri ekki kalt þó þeir væru á sjó í kalsa- veðri; einhver hafði sagt henni hvernig á því stæði og að þeir hefðu hitann úr árarhlummin- um. Einu sinni þegar henni var sem kaldast og þoldi ekki við í koti sínu tekur hún sig til og eigrar ofan að sjó, bröltir þar upp í eitt skipið sem uppi stóð með árum, sezt á eina þóftuna , tekur sér ár í hönd og leggur í ræði. Þar situr hún við og heldur um árarhlumminn, en þeir sem fram hjá gengu heyra aö hún er að staglast á þessu: „Hér hafa þeir hitann úr.“ En morguninn eftir fannst hún steindauð og beinfrosin við árarhlumminn og er ekki búin enn í dag að fá hitann úr honum. "1 W'7 A Var veturinn fínn JL 4 | i allur, nema góan var til enda með fjúki fyrir utan fjóra daga. Vorið var nokkuð hart og kalt. Kom seint gróður. Varð samt grasár í meðallagi. Veðrátta um sumarið var í æskilegasta máta og haustið allt fram til jólaföstuinngangs. ... Svo bar við undarlega síðla um veturinn í Dalasýslu, að bóndi nokkur sálaðist í Hörðu- dal. Var smíðuð líkkista um hann og lagður í hana, ljós sett á um nóttina. Brann síðan ljósið upp, kistan og baðstofan öll. ... Það eru aumar fréttir úr Vaðlasýslu um veikleika þar á fólki, sem er sú vonda sára- veikja. Hana skyldi fært hafa danskur strákur á Akureyri nú í sumar. ... Á hausti þessa árs skeði það á Vestfjörðum, að tveir menn höfðu lært upp á skíða- ferð, fóru yfir eitt vatn. Hrukku af öðrum skíðin — brotnaði ísinn — fór svo í vatnið, hinn þar eftir, og deyðu báðir. Annar var útlærður úr skóla. Málshættir Forvitinn vill allt vita nema sína eigin vömm Nærgull talar, gefur veröid- in hljóð Hefndin er heimskunnar fró Oft verður góður hestur úr göldum fola Árinni kennir illur ræðari Betri er fátæk móðir en fullríkur faðir UR FORNRITUM: Landvættasaga „Aldrei er friður“ Maður einn sem Ólafur hét, á ungum aldri þá saga þessi gjörðist, þótti sumum þungur tii yinnu og kölluðu því Olaf hinn lata. Einu sinni sem oftar er hann í kirkju og fór að háttum annarra með þaö að standa upp og setjast niður eftir því sem á stóðst við embættisgjörðina. Þótti honum það mjög leiðinlegt hversu oft það var, en leið það þó með þolinmæði þang- að til honum þótti úr hófi ganga og segir: „Aldrei er friður, nú á að fara að blessa.“ FLESTUM er líklega fullkunn- ugt um tilurð íslcnzka skjald- armerkisins en með það í huga að aldrei er góð vísa of oft kveðin, fer hér á eftir Land- vættasaga Heimskringlu: Haraldur Gormsson Dana- konungur, spurði að Hákon jarl hafði kastað kristni, en herjað land Danakonungs víða. Þá bauð Haraldur Danakonungur her út og fór síðan í Nóreg. Og er hann kom í það ríki, er Hákon jarl hafði til forráða, þá herjar hann þar og eyddi land allt og komu liðinu í eyjar þær, er Sólundir heita. Fimm einir bæir stóðu óbrenndir í Sogni í Læradal, en fólk allt flýði á fjöll og margir með það allt, er komast mátti. Þá ætlaði Danakonungur að sigla liði því til íslands og hefna níðs þess, er allir íslendingar höfðu hann níddan. Það var í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu, en sú var sök til, að skip það, er íslenzkir menn áttu, braut í Danmörk, en Danir tóku upp fé allt og kölluðu vogrek, og réð fyrir bryti konungs, er Birgir hét. Var níð ort um þá báða. — Haraldur konungur bauð kunn- ugum manni að fara í hamför- um til Islands og freista, hvað hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá, að fjöll öll og hólar voru fullir af land- vættum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill, og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór á móti honum fugl svo mikill, að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór á móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austur með endilöngu landi. „Var þá ekki nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið milli landanna," segir hann, „að ekki er þar fært langskipum.“ Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyj- ólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, Þór- oddur goði í Ölfusi. Síðan sneri Danakonungur liði sínu suður með landi, fór síðan til Dan- merkur. Ofug- mæli Dvals úr nausti dvergafar drjúgum læt eg rása, pó hafi mér ekki hlotnazt par af hreina mjöðnum Ása. Þar f» eg til sagna setzt og Suðra ferju reisi: í upphafi er allra bezt umhugsunarleysi. Bezt er að vera bráður í raun og býta illt við marga, véla af öðrum verkalaun og voluðum lítið bjarga. Fljúgandi eg sauðinn sá, saltarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum. Séð hef eg páska setta um jól, sveinbarn fætt í elli, myrkur bjart, en svarta sól, sund á hörðum velli. í eld er bezt að ausa snjó, eykst hans log við petta; gott er að hafa gler í skó, Þá gengið er í kletta. Fundizt hefur oft fífan græn, við frost trúi eg kopar renni; heilaga held eg Buslubæn, pví blessun er nóg í henni. Gott er að láta salt í sár og seila fisk með grjóti, bezt er að róa einni ár í ofsaveðri á móti. Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum; ærnar renna eina slóð eftir snjónum breiðum. Silungurinn sótti lyng, svalan hrísið brenndi, flugan úr gulli gerði hring, geitin járnið renndi. Krumma sá í krambúð eg kaupa varning nýjan, út á borðið elskuleg að honum rétti krían. Séð hef eg köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk. Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld. Úr UJÓÐSÖGUM: 99 Af hverju er þá rifið 66 Einu sinni voru hjón á bæ; þau áttu mörg börn, en fátt höfðu þau vinnufólk og þurftu litlu til þess að kosta, enda voru þau vel við álnir, en bóndinn þótti í meira lagi aðsjáll. Hann hafði þann sið að hann tók tii allan mat og skammtaði konu sinni út á pottinn í það og það sinnið; þar eftir var annað og var konunni mikil raun að nirf- ilskap hans. Einhverju sinni bar svo við að bóndi lézt þurfa að fara að heiman og vera burtu tvo daga. Þegar hann er farinn burtu segir húsfreyja smalanum að reka heim féð; segist hún ætla að taka úr því bezta sauðinn, slátra honum og taka með því hungursmál úr börnunum og fólkinu. Smalinn gerir svo og er sauðurinn skorinn og lagður í pottinn og borðaður um kvöldið með góðri matarlyst. Þegar búið er að borða og koma öllu fyrir er barið. Konan veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið að þar skuli vera kominn næturgestur því það var ekki vani. Hún hugsar, að það muni vera bezt að hún fari til dyranna. En áður en hún lýkur upp hefur hún þó þá varúð við, að hún spyr hver úti sé. Segir þá bóndi til sín heldur dræmt. Lýkur hún þá upp bæj- arhurðinni og segir að hann hafi verið fljótari í ferðum en hann hafi ætlað sér. Bóndi gegndi því engu, en snarast innar hjá henni og þegar hann kemur inn í baðstofu gætir hann nákvæm- lega að öllu, en finnur enga nýlundu á neinu. Barn þeirra hjóna gekk með hjá rúmi þeirra; það hélt á kroppuðu sauðarrifi. Bóndi tek- ur rifið af barninu, skoðar það í krók og kring og segir: „Af hverju er rifið að tarna?" Konan segist ekki vita hvar barnið hafi fundið það, undir rúminu eða á bak við það. Bóndi segir að það sé frá um það, að rifið hafi ekki legið lengi í sorpi, það sé glæ- nýtt. Ekkert segist konan vita um það; býður hún svo manni sinum að borða. Hann sinnir því ekki, en segir: „Af hverju er þá rifið?“ En konan bað hann að stagast ekki lengur á rifinu, því hann stríddi sjálfum sér mest með því að vilja einskis neyta; býður hún honum þá að fara og hvíla sig. En hann hefur allt á hornum sér og alltaf sama við- kvæðið við allt sem hún býður honum: „Af hverju er þá rifið?“ Þó drattast hann til að hátta um síðir. Morguninn eftir fer hann ekki á fætur, liggur með háhljóðum nokkra daga og deyr svo. Sendir þá húsfreyja smalann eftir presti og hreppstjóra og fleiri nefndarbændum í sveitinni að segja þeim, að bóndi sinn sé látinn og biðja þá að koma til hennar því hún þurfi að tala við þá um útförina. Smalinn fór og mennirnir komu sem hún hafði sent eftir. Húsfreyja bauð þeim inn í baðstofu, þangað sem líkið var, og sagði að hún yrði nú að biðja þá að gera svo vel að hjálpa sér að koma manninum sínum sem fyrst í jörðina því þar væru lítil húsakynni svo hún ætti örðugt með að hafa líkið lengi í bænum. Hún bað þá Og að standa fyrir allri útförinni og spara ekkert til hennar svo að maðurinn sinn yrði sómasam- lega grafinn og sjálfir skyldu þeir setja fullt upp á fyrir ómak sitt, því svo væri fyrir þakkandi að þau hefðu nóg efni til þess. Komumennirnir hétu henni liðsemd sinni og höfðu nú hrað- ann á borði svo að bóndi yrði kistulagður og líkið flutt til kirkju. Prestur hélt yfir honum ræðu og svo var líkið borið til grafarinnar. En þegar kistan er komin niður í gröfina, gengur húsffreyja að gröfinni, hefst upp úr eins manns hljóði og segir: „Hvern andskotann hugsarðu, maður, að láta kviksetja þig lifandi?" Gegnir þá bóndi úr kistunni og segir: „Af hverju er þá rifið?" Var kistan svo dregin upp aftur og opnuð og bóndi hresstur við, því æðimikið var af honum dregið. Taldi svo prestur og aðrir nefndarmenn um fyrir honum að hann skyldi ekki láta nápínuskapinn ráða svo fyrir sig að hann gerði bæði sér og þeim sem hann ætti bezt upp að inna lífið leitt. Við þessa skráveifu tók bóndi stakkaskipti og varð allur annar maður og bar aldrei konu sína ofurráða um nokkurn hlut. Eftir það lifðu þau saman glöð og ánægð og þóttu mestu sæmdahjón. Bóndi spurði aldrei um rifið framar þangað til hann dó í annað sinn skaplega og skikkanlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.