Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 24 Meistararnir með módelin sín, se<n sitja fyrir framan þá. Aftan við standa hárgreiðslumeist- ararnir Matti, Hanna Kristín, Elsa, Dúddi, Bára 1 og Lovísa. Diskó er oróió DISKÓ er ordiö, sögöu fulltrúar hárgreiðslumeistarahópsins íslenzka, sem sóttu að pessu sinni nýju línuna í hárgreiöslu til Parísar. En pessi hópur er, sem kunnugt er, meðlimir í Haute Coiffure Francaise, sem leggur pær tízkulínur. Aö pessu sinni voru paö pær Hanna Kristín Guömundsdóttir og Lovísa Jónsdóttir, sem fóru til Parísar. Og að venju kom hópurinn svo saman á hárgreiðslustofu, par sem sameiginlega var unnið úr efniviönum, sem Parísarfararnir komu með og módel höfö til staöar til að skapa á hina nýju greiöslu. Ljósmyndari Morgunblaösins, Emilía, mætti svo klukkan aö ganga ellefu um kvöldiö. Þá hafði liöið unniö sleitulaust frá klukkan 5.30, eftir að venjufegum vinnudogi hárgreiðslufólksins hafói lokiö. Og árangurinn sjáið pið hér á síöunni. Línan í hárgreiðslunni er kvenleg mjög í ár. Háralitur haföur eðlilegur. Ekki pó hætt að lita hár, en litir náttúrulegir og dempaóír. Diskólínan er eiginlega prenns konar, segja Parísarfararnir. 1) Stutt diskólína fyrir önnum köfnu konuna meó lítinn tíma. Undirstaðan er mikið permanet og útkoman miklar náttúrukrullur eða líking peirra. 2) Millisíddar-diskólína á að verka heillandi og kvenleg. Þá er mikiö liðað og krullað hár umgerð um andlitiö. Þeír sem ekki vilja permanent, geta fengið hárið krullað með járni. 3) Þriðja greiðslan er einkum ætluð dansandi diskó-stúlkum. Hárið mikið krullað, tekið upp í tagl og skreytt með öllu hugsanlegu til gamans. Dæmi: kreppappír, mislitir pípuhreinsarar, jafnvel karamellubréf Með sýningu hárgreiðslumeistaranna í París, sýndi tískuhús Guy Laroche tískufatnað. Þar voru áberandi amerísk áhrif, sem minntu á stíl leikkonunnar Lauren Bacall. Mikið notaðar kollur á höfuðið og litir liflegir, rautt, blátt, gult og hvítt. Síddin á pilsunum neðan við hnéskel og pau pröng niður. Mikið um klaufar upp í pilsin. Samkvæmiskjólar gjarnan síðir að aftan og stuttir aö framan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.