Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 29 komið fram í sjónvarpi. Allir þekkja okkur eöa vita aö minnsta kosti einhver deili á okkur." Er kók vinsælt? Eruð þið vinsælir í Svíþjóð? „Vinsælir, ja hvað er að vera vinsæll. Sjálft orðið er óhentugt. Hvernig getum við sagt að t.d. Coca-Cola sé vinsælt. Er það bara ekki svona mikið keypt, af því að það fæst alls staðar, varla kaupir fólk það vegna bragðsins. En við erum ekki beint vinsælir í Svíþjóð, öllu nær væri að segja að við værum þekktir. Það er einnig rangt að segja að við séum þekktir, það er tónlist okkar, sem er þekkt, ekki við sem persónur, enda viljum við ekki vera eins konar guöir. Það er andstætt okkar stefnu. Meinið er að nú, eins og alltaf, eru tveir mismunandi pólar í sænskri tónlist. Annars vegar eru það diskó- tekin og sú spilling, sem þrífst í kringum þau og undir sama hatt flokkum við pop-lögin, Svensk Toppen og annað í þeim dúr. Hins vegar er sú tónlist, sem ekki er vinsæl. Við erum mikið á móti diskótekum og þeirra fylgifiskum. En í Svíþjóð, sem á öðrum stöðum, eru bandarísk tónlistaráhrif mjög sterk og á móti þeim viljum viö sporna. Viö erum ekki and-banda- rískir í þess orðs fyllstu merkingu. Við viljum aðeins vernda hefð- bundna, sænska tónlist fyrir háska- legum bandarískum og öðrum er- lendum áhrifum. Af þessu leiðir aö margir staðir í Svíþjóö eru á móti okkur og viö erum bannfæröir af mörgum stöðum, sem eingöngu dæmigerðum pop-hljómsveitum er leyft að leika á. Þetta eru ekki stórir hljómleikasalir, heldur í flestum tilfellum staöir, þar sem bæði er boðiö upp á lifandi tónlist og diskó- tek. Þegar plötusnúöurinn gerist þreyttur, er tjaldað til einhverri hljómsveit, sem leikur dæmigerð „diskólög" og lög í svipuðum dúr.“ ABBA fær greitt í olíu? Hvernig tónlist er vinsælust í Svíþjóð í dag? „Getur verið ertitt að hiusta á tóniist, sem aðeins er impróvíserinnar. “ „Svíþjóö hefur ekki fariö varhluta af Grease-æðinu og lög úr kvik- myndinni eru náttúrlega mjög vinsæl þar. En Svensk Toppen er einnig mjög vinsælt, aö ógleymdum ABBA. ABBA er einn stærsti útflutningsiðn- aður Svíþjóðar, tekjur þeirra eru stjarnfræðilega háar, bæöi innan Svíþjóðar og utan. Við gleymum því oft að ABBA er ekki eingöngu greitt í peningum, öll sænska þjóöin nýtur góðs af hljómsveitinni. Þegar ABBA leikur í Sovétríkjunum fá þau greitt í olíu.“ Nú eruð þið vinstri sinnaðir, skap- ar þaö ekki vissa andúð gegn ykkur? „Okkar pólitísku skoðanir hræða visst fólk, þaö fólk, sem við ætlum okkur að hræða. En það gildir í þessu eins og öllu ööru aö við verðum að vera heiöarlegir. Al- menningur í Svíþjóð veit á hvaöa Knu viö erum og sjálfir reynum við ekki að vera með neinar kennisetn- ingar varðandi okkar pólitík. Það eru alls staðar til óheiðarlegir menn, menn sem hafa ekki hreinan skjöld, meira að segja hér við borðið eru áreiðanlega einhverjir skúrkar, en við nefnum engin nöfn.“ Þeir félagar gjóa augunum hver til annars. Getið þið lifað af tekjum ykkar sem tónlistarmenn? „Nei, það er af og frá. Við fáum, eins og fleiri hljómsveitir, ríkisstyrk og hann ásarrrt tekjum okkar nægir til að fleyta okkur áfram. Tekjur okkar af hljómleikum eða balli eru mun minni en tekjur þeirra hljóm- sveita, sem leika dægurlagatónlist. Sem dæmi má nefna að viö fáum 3.000 sænskar krónur (223.000 íslenzkar) fyrir aö leika í þrjá klukku- tíma, en aðrar hljómsveitir fá allt að helmingi hærra kaup fyrir einn og hálfan tíma. Það er enginn ákveðinn taxti til fyrir hljómsveitir. Þess vegna gildir sama um okkur og aðrar RlO-hljómsveitir, að við höfum sult- arlaun og rétt náum að draga fram lífið. Sumir okkar eiga þó kost á annarri vinnu en þessari. Eino Happala, er t.d. arkitekt að mennt, en hann getur ekki hugsaö sér aö stunda þá vinnu, vera nauðbeygður til aö sitja inni á skrifstofu allan liðlangan daginn og teikna skýja- kljúfa, sem raska jafnvægi náttúr- unnar. Þá er betra aö leika á gítar og hafa gaman af, þótt kaupiö sé lélegt. Annars er það ekki kaupiö, sem skiptir mestu máli hjá okkur. Við veröum aö hafa nógan tíma fyrir áhorfendur, svo þeir sjái okkar mannlegu hliðar. Þaö má eiginlega segja að við séum jafn nauðsynlegir fyrir þá og þeir fyrir okkur.“ Hefðum aldrei komið hingað á eigin vegum Svo viö vendum okkar kvæöi í kross, hver voru tildrög þess aö þið fóruö í hljómleikaferðalag til ís- lands? „Þannig er að Zamla hefur oft- sinnis leikið á hljómleikum í félagi við aðrar hljómsveitir. Eitt sinn er ein þessara „vinahljómsveita" var að leika opinberlega, kynntust meðlimir hljómsveitarinnar íslendingi, er fannst mikiö til hljómsveitarinnar koma. Sá baö hana endilega aö koma til íslands og þaö varö úr aö við ákváðum að fara tvær hljóm- sveitir til íslands. Við töluöum viö Ámunda, hver sem það nú er, og hann skipulagöi fyrir okkur ferðina. Þá datt hin hljómsveitin út og endirinn varð sá að Zamla kom ein til íslands. Við höfum aldrei áður komið til íslands, og hefðum aldrei komið hingaö á eigin vegum. Tilgangurinn meö ferðinni var náttúrlega sá aö reyna að opna sænskum hljómsveitum einhvern markað á íslandi, þótt svo við stórefumst um að við verðum millj- ónamærlngar af því að verða fræglr á íslandi." Þeir glotta og reka upp hæðnishlátur. „En það má alltaf reyna. Þá vildum við einnig kynna tónlist RlO-hljómsveitanna hér á landi, viö efum aö margir hafi heyrt þessi samtök nefnd. Hver veit nema áhuginn á spunatónlist eigi eftir aö stóraukast á íslandi í kjölfar feröa- lags okkar. Þess má geta aö við höfum fengið okkar eiginn „plötu- sala" á íslandi og geta þeir, sem áhuga hafa hringt í síma 10956 á kvöldin og fengið frekari upplýsingar um plötur okkar.“ Engir þursar Nú voruö þið auglýst sem hinn sænski Þursaflokkur, hvað viljið þið segja um það? „Tónlist okkar er gerólík tónlist Þursaflokksins, svo það var náttúr- lega algjör della, aö vera auglýsa okkur sem slíka. Tónlist Þursanna á sér djúpar rætur í íslenzkri þjóölaga- tónlist, ef hægt er aö komast svo aö orði. Þótt við viljum fyrir hvern mun halda í sænska þjóölagahefö, er okkar tónlist langt frá því aö vera, þaö sem kalla mætti þjóölagatónlist. Þegar viö tölum um þjóölagatónlist, eigum við viö tónlist sem hefur þróast með viökomandi þjóð í marg- ar aldir. Spunatónlist er langt frá því aö vera þjóöleg. Sennilega hefur átt að tryggja góða aösókn aö hljóm- ieikum okkar, með því aö auglýsa okkur á þennan hátt. En sú auglýs- ing var mjög villandi.“ Endur skins merki fyrir nlln 4 [í ín^ t: f i T~ I7Í tí [» i3 ALFORMAR Framleiðum úr ál-formum: ÚTIHURÐIR INNIHURÐIR RENNIHURÐIR SKILRÚMSVEGGI ÚTVEGGI HANDRIÐ Ennfremur bjóðum við hverskonar VINKLA RÖR og PLÖTUR úrÁLI Eftirfarandi litir fyrirliggjandi: AMBER NATUR 3Í Siðumúla 20, simar: 38220 og 81080. -. . J Nú getur þú valið úr um það bil þrjátíu gerðum af sófasettum, — borgað 30% út og eftir- stöðvarnar á tíu eða jafnvel tólf mánuðum. Komdu sem fyrst,svona til- boð býðst ekki á hverjum degi. Þú getur að minnsta kosti skoðað úrvalið. Það kostar ekkert! HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR HAGKAUPSHÚSINU Sími 82898 SA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.