Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Ljósmyndabúnað- urinn ófundinn LÖGREGLUNNI hafði í tja-r okki tokizt aO hafa uppi á myndavólinni og fyÍKÍhlutum honnar. sem stolið var úr bif- reið eins af ljósmyndurum MorKunblaðsins á laujjar- datíinn. en unnið er kappsam- lotía í málinu. A myndinni eru sams konar hlutir og þjófurinn hafði á brott með sér, Canon-myndavél með þremur linsum og „flassi". Var ljósmyndabúnaðurinn í sams konar krómaðri tösku og sést á myndinni. Verðmæti ijósmyndabúnaðarins ásamt töskunni er um 800 þúsund krónur. Bifreið ljósmyndarans stóð á Hallærisplaninu þegar þjófnaðurinn var framinn, en það var í hádeginu á laugar- daginn. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um þjófnaðinn eða hvar búnaðurinn er nú niðurkominn, eru beðnir að snúa sér til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hafís veldur erfið- leikum á Húsavík, 19. mars 1979 UNDANFARIÐ hafa Húsavíkur- bátar aflað allsæmilega, hæði á net og línu. cn gæftir hafa verið mjög orfiðar. Oft hafa bátar okki gctað vitjað um nema annan hvern dag. Hafís hefur einnig valdið nokkr- um erfiðleikum og í gær tóku sumir bátarnir upp öll net sín vegna ótta við ís. í dag hefur veður farið versnandi svo ófært er á sjó, og hafa menn því ekki getað vitjað um net sín, öll þau net sem dýpst eru, eru áreiðanlega í mikilli hættu vegna ísreks. Hefðu sjómenn tekið þau úr sjó í dag hefði verður leyft, en hér er í dag INNLENT Kýrnyt hefur auk- istum23 kíló á ári KÝRNYT hefur aukist um 23 kíló á ári síðastliðin 30 ár, að því er segir í fréttabréfi frá Upplýsingastofnun landbúnað- arins. Arið 1948 var meðalnyt fullmjólkandi kúa 3085 kg með 3.75% feitri mjólk, en á síðast- liðnu ári var meðalnytin 3867 kg og fitan 4.14%. Arið 1969 voru um 15 þúsund kýr á skýrslum nautgriparæktarfé- laganna, en á síðstliðnu ári voru þær rúmlega 23 þúsund. Láta mun nærri að 53.4% ailra kúa og kvígna 1 'k árs og eldri séu á skýrslum nautgripa- ræktarfélaganna, en starfsemi þeirra félaga hefur aukist mjög á síðast liðnum árum. Húsavík norðan hríðarveður og hefur farið versnandi eftir því sem á daginn hefur liðið. — Fréttaritari. Ný hrina á næsta leiti við Kröflu LANDIÍIS á Kröflusvæðinu or nú orðið moira on áður hofur mælst þar og má vænta tíðinda þar hvonær som or úr þossu. Fyrir um hálfum mánuði seig land tvívegis með stuttu millibili, en aðeins lítið í bæði skiptin. Síðan þá hefur land risið jafnt og þétt og er landrisið nú orðið meira en það var fyrir hrinuna í nóvember á síðasta ári. Jarðvísindamenn fylgjast náið með framvindu mála á Kröflusvæðinu. Nýr bátur til Stykkishólms Stykkishólmi, 19. marz. NÝR bátur hefir nú bætst við flota Stykkishólms. en það er m.b. Ilrafn Sveinbjarnarson II sem keyptur hefir verið úr Grindavik. Hann er tæpra 100 lesta stálbátur og verður eigandi hans hér Björg h.f. og hefir báturinn þegar hafið. veiðar með netum. Bátur þessi kemur í stað m.b. Gullþóris sem hlutafélagið átti áður en hefir nú verið seldur til Hríseyjar. Hrafn Sveinbjarnarson hefir nú verið skírður upp og heitir nú Jón Freyr S.H. 115. Flestir bátar hættu skelveiðum í lok febrúar og hafa nú tekið til með net. Frystihús Sig. Ágústssonar h.f. sem áður vann skel af þessum bátum hefir nú í þessum mánuði tekið móti netaafla bátanna. Þórsnes II hefir verið á línu frá áramótum og fiskað vel og góðan fisk sem unninn hefir verið í fisk- iðjuveri félagsins. Sá bátur er nú eins og aðrir kominn með net. Hann hefir getað sótt lengra út á mið en smærri bátarnir enda hefir afli verið betri þar. — Fréttaritari. Tólf læknisembætti auglýst laus: „Auglýsingin er lýsandi dæmi um hvernig gengur” Lausar stöður lækna Eftirtaldar stööur lækna við heilsugæslu- stöövar eru lausar frá og meö nefndum dögum: 1) Ólafsvík H2, önnur staöa læknis frá 1. júlí 1979. 2) Búöardalur H2, önnur staöa læknis frá 1. aprfl 1979. 3) isafjöröur H2, ein fjðgurra læknisstaöa, frá 1. maí 1979. 4) Flateyri H1, staöa læknis, frá 1. apríl 1979. 5) Siglufjöröur H2, önnur staöa læknis frá 1. júní 1979. 6) Akureyri H2, ein þriggja læknisstaöa, frá 1. júlf 1979. 7) Raufarhöfn H1, ein staöa ir-v-1* •-* „ÞAÐ GEKK heldur erfiðlega á síðasta ári að fá lækna til starfa við ýmis Iæknisembætti,“ sagði Ólafur ólafsson landlæknir f samtali við Morgunblaðið í gær. er hann var spurður að því hvernig ástatt væri í læknamál- um dreifbýlisins. „Það sem bjarg- aði málunum í fyrra var einkum það framan af árinu að það kom heim nokkur hópur lækna sem eru við nám í Svíþjóð. og tóku þeir að sér læknishéruð um tíma,“ sagði landlæknir ennfremur. Um ástandið núna sagði land- læknir að auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn væri lýsandi dæmi um ástandið í þessum efnum. í auglýsingunni eru tólf læknisembætti víða um land auglýst laus til umsóknar. Á sumum þessara staða sagði land- læknir vera erfitt að fá lækna til starfa, en léttara á öðrum, svo sem Hveragerði sem væri skammt frá Reykjavík. Landlæknir kvaðst að lokum vilja vona hið besta í þessum efnum, og kvaðst líta til þeirra tíma er þeir læknar sem nú eru erlendis koma heim úr framhalds- námi, í von um betri tíma. Kanaríeyjar: Uppselt í allar ferðir um páskana MIKIL aðsókn er nú að ferðum til Kanaríeyja. og er til dæmis þegar uppselt í allar ferðir þangað um páskana, að því er Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða tjáði Morjíunblaðinu í Ka>r. Ferðamannatímabilið á Kanaríeyjum er einkum frá því í nóvember og þar til í lok aprílmánaðar, og er það sá tími sem Islend- ingar fara þangað. Að sögn Sveins Sæmundssonar var lítil eftirspurn eftir þess- um ferðum fyrri hluta vetrar, og kvað hann það væntanlega stafa af marg- víslegri óvissu sem þá ríkti á ýmsum sviðum efna- hags- og skattamála. Síðan hefði ástandið gjörbreyst, og eftir 15. febrúar sagði hann að mikil eftirspurn væri eftir Kanaríeyjaferð- um. Fánar blakta í hálfa stöng á bátum í Húsavíkurhöín á laugardaginn, þegar minningarathöfnin fór fram í kirkjunni, sem sést í hakgrunnin- UlTl. Ljósm. Sig. P. Björnsson. Sjómanna minnst á Húsavík IIÚSAVÍK 19. marz. — í logninu á laugardaginn lá allur bátaflotinn á Ilúsavík í höfn og fánar á bátunum blöktu í hálfa stöng, vegna minningarathafnar í Ilúsavíkurkirkju um feðgana Ilarald Aðal- steinsson og son hans. Guðmund. sem fórust með rækjubátnum Guðrúnu hinn 15. jan. s.l. Sr. Björn H. Jónsson minntist hinna látnu og Kirkjukór Húsavíkur söng. Athöfnin var mjög fjölmenn, hvert sæti í kirkjunni setið og meira til. Hinn 17. febrúar fór fram fjölmenn minningarathöfn í Neskirkju i Aðaidal um þá Guðmund Baldursson frá Bergi og Kristján Arnbjörns- son frá Bergsstöðum, sem fórust með rækjubátnum Þistli í sama óveðrinu. — Fréttaritari. Eyjólfur Konráð: Yiðskiptaráðherra bregzt fyrirheitum um verðlagslög MIG langar til að gefa stjórn- arflokkunum gott ráð, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson (S) í umræðu um frumvarþ forsætis- ráðherra um efnahagsmál á Alþingi í gær, þ.c. að þcir hnýti aftan í vfsitölukafla frum- varpsins svohljóðandi viðbót: „Þrátt fyrir kauprán skv. þess- um kafla skulu láglaunamenn halda þeim kjörum, sem þeim voru tryggð með mailögunum 1978.“ Þannig væru kjör þeirra, sem lakast eru settir, og raunar mikils fjölda launa- manna, að fullu tryggð, og kjaraskerðingin, sem núv. stjórn stendur fyrir, lenti á þeim, sem betur gætu borið hana. Þá minnti Eyjólfur Konráð Jónsson á þau ummæli við- skiptaráðherra, Svavars Gests- sonar, er hann lýsti því yfir hér í þessari deild, að hann mundi sjá til þess að af viðskiptaráðu- neytisins hálfu yrði hraðað undirbúningi að framkvæmd nýrra verðlagslaga, svo þau gætu tekið gildi á tilskildum tíma, þ. 1. nóvember n.k., er hann mælti fyrir frestun á gildistöku þeirra laga á liðnu hausti. Nú legði þessi sami ráðherra til, að það ákvæði nýrra verðlagslaga, sem um var rætt, frjáls álagning þar sem samkeppni væri næg, yrði afnumið, fellt niður. Ragnar Arnalds, mennta- málaráðherra, sagði alrangt hjá Eyjólfi Konráði að gefin hefðu verið fyrirheit um að verðlags- lögin kæmu til framkvæmda óbreytt — okkur í Alþýðubanda- laginu datt það aldrei í hug, sagði ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.