Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
5
Reydarf jördur:
Unnid öll kvöld
og allar helgar
Reyðarfirði 19. marz 1979.
BÁTURINN Gunnar kom á
laugardag með 54 tonn af fiski og
Snæfugl kom á sunnudag með 47
tonn. Heildarafii Gunnars sfðan
hann byrjaði á vertíðinni. en það
var 21. febrúar, er orðinn 271
tonn og heildarafli Snæfugls er
311 tonn en hann hóf vertíð 9.
janúar.
Mikil vinna er nú hjá Söltunar-
stöð G.S.R. og er unnið öll kvöld til
klukkan 11 og einnig um allar
helgar. —Gréta.
Samgöngur
þrátt fyrir
Stykkishólmi 19. marz
ÞRÁTT fyrir að veturinn hafi verið
umhleypingasamari og erfiðari hafa
áætlunarferðir bifreiðanna staðist
milli Reykjavíkur og Snæfellsness.
Að vísu hafa komið fyrir þeir kaflar
sem ferðunum hefir seinkað en ekki
meir. Hafa því verið farnar daglega
ferðir í allan vetur nema mánudagar
hafa fallið úr. Er mikil samgöngubót
að þessum áætlunarferðum og hafa
menn kunnað að notfæra sér þær.
í góðu lagi
erfiða tíð
Auk þess sem Hópferðir Helga
Péturssonar s.f. hafa haldið uppi
svona ágætum ferðum hafa þær
einnig flutt hópa í leikhúsferðir og
til upplyftingar og er það orðin venja
hér að starfsfólk fyrirtækja safnar í
sjóð til slíkra ferða. Áætlunar-
ferðirnar hafa jafnan haft á að skipa
góðri stjórn og ágætum bifreiða-
stjórum sem veita góða þjónustu.
\
Fréttaritari.
Austurstræti
Model 79: Ný samtök
tízkusýningafólks
STOFNUÐ hafa verið ný samtök tískusýningafólks. Model ‘79. Er hér
um að ræða fimmtán aðila sem allir störfuðu áður með Modelsamtök-
unum, þrettán konur og tveir karlmenn. Stjórn Model ‘79 hefur þegar
verið kosin, og er formaður Matthildur Guðmundsdóttir.
Einn stofnendanna er Helga
Möller, og ræddi blaðamaður
Morgunblaðsins við hana í gær.
„Við vorum öll í Modelsamtökun-
um og langaði til að ráða okkur
dálítið meira sjálf og ráða því á
hvern hátt við störfuðum að þess-
um málum, svo við ákváðum að
drífa í þessu" sagði Helga.
„Nú, þótt þetta sé nýtt nafn og
nýstofnuð samtök, þá er þetta allt
reynt fólk og búið að starfa við
þetta í mörg ár. Við ætlum okkur
að gera þetta vel úr garði, eignast
alls konar hluti sem nota þarf við
tískusýningar, svo sem palla og
margt fleira, þannig að við ættum
að geta sýnt á ýmsum stöðum sem
hingað til hefur ekki verið unnt að
sýna á.
Þá er það ætlun okkar að gera
atriði okkar það vel úr garði að
tískusýningar okkar verði annað
og meira en uppfyllingaratriði,
ætlum að gera úr þessu meira
*show“ svo að það geti orðið
burðaratriði á skemmtunum en
ekki uppfylling. — Skemmtiatriði
af þessu tagi eru orðin það vinsæl
að grundvöllur er orðin fyrir því
að gera betur en áður hefur verið
gert á þessu sviði."
Að lokum sagði Helga að þau
litu björtum augum á framtíðina,
þau hefðu þegar fengið talsvert að
gera og væru farin að bóka fram í
tímann, en ekkert þeirra hefur
tískusýningar þó að aðalstarfi,
heldur er hér um aukastörf að
ræða, ýmist með útivinnu eða
húsmóðurstörfum.
Glímt á
Austfjörðum
Reyðarfirfti, 19. marz 1979.
SKJALDARGLÍMA Austurlands
fór fram í Félagslundi föstudaginn
16. marz, og voru þátttakendur sex
talsins.
í efsta sæti varð Hreinn Sigmars-
son með fimm vinninga, í öðru sæti
Óli Sigmarsson með fjóra vinninga
og í þriðja sæti Hans Methúsalems-
son með þrjá vinninga.
Skjaldarglíma Austurlands fór
síðast fram árið 1972, og þá sigraði
Þorvaldur Aðalsteinsson.
Aðalsteinn Eiríksson sem þjálfað
hefur drengina á vegum Ú.I.A. er nú
að senda fimm drengi í landsflokka-
glímu Islands sem verður eftir
nokkra daga.
— Gréta.
Hér eru þau sem standa að Model ‘79, að loknu fyrsta verkefninu, en
það var að sýna föt á Útsýnarkvöldi á Hótel Sögu á sunnudagskvöidið.
Eftir svipnum að dæma hefur byrjunin ekki verið sem verst!
Ráðstefna um kirkju-
söng í Bústaðakirkju
RÁÐSTEFNA verður í kvöld í
Bústaðakirkju þar sem rætt verð-
ur um kirkjusöng og er ráðstefna
þessi skipulögð af söngmála-
stjóra þjóðkirkjunnar, Hauki
Guðlaugssyni, og sr. Ólafi Skúla-
syni dómprófasti í samráði við
stjórn Kirkjukórasambandsins.
Hefst hún kl. 20:30 og verður í
safnaðarheimili Bústaðakirkju.
Á ráðstefnunni verða flutt er-
indi þar sem koma fram sjónarmið
prests, organista og sóknar-
nefndarmanns til kirkjusöngs og
er síðan áætlað að hafa umræður.
Til hennar hefur verið boðið prest-
um Reykjavíkurprófastsdæmis og
organistum, formönnum kirkju-
kóra og öllum sóknarnefndar-
mönnum. Verður einnig rætt um
þátt safnaðarins og kirkjukórs í
kirkjusöng, en ráðstefnan stendur
þetta eina kvöld.