Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Fram vann á lokasprettinum EFTIR sigur Fram gegn FII í 1. deildar keppninni í handholta má segja, að staða liðsins sé mjdg sterk, þó að ckki borgi sig að ganga svo langt að segja að Fram sé með unnið mót. Liðið á enn eftir tvo leiki sem verða crfiðir, gegn Val og KR. Fram hefur aðeins tapað 3 stigum í mótinu, en FII scm hefur leikið 2 leikjum færra, hefur tapað 5 stigum með tapi sínu fyrir Fram. Leikurinn um helgina var ávallt í járnum, með FII þó lengst af í forystu. Lokakaflinn var hins vegar ckki fagur hjá FII og þá tryggði hið leikreynda lið Fram sér sigurinn, 11 — 8, en FH var yfir, 6 — 4, í hálfleik. Sem fyrr segir, hafði FH frum- kvæðið framan af leiknum og lék liðið þá mun betur en Fram. Það á þó við um bæði liðin, að tauga- spenna þrúgaði flesta í sóknar- leiknum, ekki síst vegna þess að varnarleikur beggja liða var geysi- lega sterkur. Tölur eins og 3 — 1 og 6 — 4 sáust, FH í vil. Nokkrum sinnum var jafnt, en í fyrri hálf- leiknum voru FH-stúlkurnar ávallt fyrri til að skora. Framan af siðari hálfleik var enn 2 marka munur, en síðan komu 4 mörk í röð frá Fram og hafði liðið þar með náð tveggja marka forystu, 9 — 7. Svanhvít minnkaði muninn úr vítakasti, en gerði annað síðan ógilt þegar aðeins rúmar 2 mínútur voru tii leiksloka. FH fékk ekki annað tækifæri til þess að jafna, því að Guðríður sem sjálf hafði misnotað þrjú víti í leiknum, skoraði tvö síðustu mörkin úr vítaköstum fyrir Fram. Katrín Danivalsdóttir átti bestan leik hjá FH, hættulegur línumaður og með járnklær í vörninni. Anna Gunnarsdóttir átti einnig ágætan leik hjá FH, en öðrum gekk verr. Hjá Fram var Sigrún Blómsterberg eins og Berlínarmúr í vörninni, en að öðru leyti var Framliðið mjög jafnt. Aðalmarkaskorarar beggja lið- anna, Guðríður hjá Fram og Svanhvít hjá FH voru óvenju mistækar að þessu sinni. Mörk FH: Katrín og Svanhvít 3 hvor, Anna og Kristjana 1 hvor. Mörk Fram: Guðriður 7 (5 víti), Jóhanna, Sigrún, Jenný, Oddný og Guðrún eitt mark hver. -gg. • Jóhanna Halldórsdóttir fiskar vítið sem innsiglaði sigur Fram genn FH íFiróinum á laugardaginn. Ljosm. Mhl. Knst ján IR í úrslit ÍR tryggði sér réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ í mfl. kvenna með því að sigra KR með 43 stigum gegn 42. í leikhléi var staðan 22:18, KR í vil. í úrslitum mæta ÍR-stúlkurnar ÍS. Leikur KR og ÍR ájaugardaginn var ekki vel leikinn og mikið um mistök á báða bóga. ÍR komst í 8:4 í byrjun, en KR breytti stöðunni í 14:8. sér í hag. IR minnkaði síðan muninn fyrir leikhlé og áfram í síðari háifleik og tókst að komast. yfir 28:23. í lokin hljóp nokkur spenna í leikinn og KR-stúlkurnar voru með knöttinn síðustu 25 sekúndurnar án þess að þeim tækist að skora og ÍR sigur var í höfn. Stigin fyrir ÍR: Anna Eðvarðsdóttir 20, Ásdís Ilinriksdóttir 6. Ásta Garðarsdóttir 5, Guðrún Gunnarsd., og Þorbjörg Sigurðard., 4 hvor, Guðrún Bachman og Guðrún Ólafsd., 2 hvor. Stigin fyrir KR: Kristjana Hrafnkelsdóttir, Linda Jónsdóttir og María Guðnadóttir 11 hver, Salína Helgadóttir 5 og Björg Kristjáns- dóttir 2. ÁG • Sif'urvcf'ararnir síðari da/f mótsins. í þyngri flokkunum. Frá vinstri Birgir Þór Borgþórsson sem sigraði í 100 kg flokki. Magnús Guðmundsson sem varð annar. og Jakob Bjarnason ÍBA sem varð þriðji í þcssum flokki. M kemur Ágúst Kárason sigurvegari í 110 kg flokki. og Óskar Reykdalsson annar. og Gústaf Agnarsson sigurvegari íyfirþungavikt. Ljósmynd Kristján Gústaf vann glæsilegt afrek MEISTARAMÓT íslands í lyftingum fór fram um helgina f anddyri Laugardalshallarinnar. Mótið sýndi að lyftingaíþróttin er í mikiili sókn hér á landi. Áhorf- endur voru fjölmargir, og skemmtu sér hið besta. Nokkur íslandsmet voru sett á mótinu en árangur var góður í öllum flokk- um. Hörðust var keppnin í 75 kg flokki. Þar börðust þeir Þor- steinn Leifsson KR og Freyr Aðalsteinsson harðri baráttu um íslandsmeistaratitilinn. Keppnis- skap og harka þeirra var alveg mögnuð. í snörun lyftu þeir báðir 120 kg. sem var nýtt íslandsmet, tóku þeir metið hvor af öðrum upp að þessari þyngd. Freyr náði svo að setja nýtt íslandsmet í aukatilraun, 120, 5 kg. I jafnhöttun mátti lengi vel ekki á milli sjá. Svo fór þó að Þorsteinn sigraði, lyfti 147 kg sem er nýtt Islandsmet í þessum flokki. Freyr átti góða tilraun við 150 kg en mistókst Það var því Þorsteinn sem sigraði, lyfti samanlagt 267 kg og er það jafnframt Islandsmet. Besti árangur mótsins var hjá Gústafi Agnarssyni KR, sem setti nýtt og glæsilegt Islandsmet í 110 kg flokki í jafnhöttun, lyfti 210 kg sem er mesta þyngd sem jafnhött- uð hefur verið hér á landi. Þá setti Gústaf met í samanlögðu 370 kg í þessum flokki. Þessi frábæri ár- angur Gústafs gaf honum flest stig á mótinu og fékk hann vegleg- an bikar í verðlaun fyrir að vera besti einstaklingurinn. í 67,5 kg flokki setti Kári Elías- son nýtt Islandsmet í snörun, lyfti 107,5 kg og einnig í samanlögðu 237,5 kg. Guðmundur Sigurðsson stóð sig mjög vel í sínum flokki, þó að ekki setti hann met, samanlagt lyfti hann 322 kg í 90 kg flokknum og varð Guðmundur annar stiga- hæsti einstaklingur mótsins. Öll framkvæmd mótsins var til mikils sóma, keppnin gekk hratt og vel fyrir sig og var vel skipu- lögð. Stigahæstu einstaklingar lyft- ingamótsins: sti Gústaf Agnarsson KR 236,40 Guðmundur Sigurðsson Á 221,88 Guðgeir Jónsson KR 217,00 Birgir Borgþórsson KR 211,00 Þorsteinn Leifsson KR 206,24 Stigahæstu félögin: KR 42 stig ÍBA 26 stig Ármann 5 stig - Þr. • Gústaf Agnarsson KR vann hesta afrek mótsins og fékk veg- legan bikar að launum. Hér er hann með sigurlaunin. Gústaf lyfti 210 kg í jafnhöttun og er það mesta þyngd sem íslendingur hefur jafnhattað fyrr og síðar. Mð er ekki lítið afrek að lyfta slíkri þyngd. Ljósmynd Kristján. Úrslitin í lyftingamótinu Fyrri dagur: Flokkur 52 kg Snörun Jafnh. Samanl. Röð Þórhallur Hjartarson IBA 50 62,5 112,5 1 Flokkur 56 kg Kristján Hauksson KR 47,5 65,0 112,5 1 Flokkur 60 kg Þorvaldur B. Rögnvalds. KR 82,5 106,5 ísl.m. 187,5 Flokkur 67,5 Haraldur Ólafsson ÍBA 97,5 125 22,5 2 Kári Elísson IBA ísl.m. 107,5 130 237,5 ísl.m. Viðar Eðvarðsson IBA 90 115 205 3 Hörður Markan Á Garðar Gíslason ÍBA Ágúst Magnússon IBA 70 90 160 4 Flokkur 75 kg Þorsteinn Leifsson KR 120 147 ísl.m. 267 ísl.m. 1 Freyr Aðalsteins. IBA 120 145 265 2 Garðar Gíslason ÍBA 87 112 200 3 Baldur Borgþórsson KR 85 110 195 4 Seinni dagur Flokkur82,5 kg Snörun Jafnh. Samanl. Röð Guðm. H. Helgas. KR 120 145 265 1 Gísli Ólafsson ÍBA 105 135 240 2 Bragi Helgason KR 95 110 205 3 Flokkur 90 kg Guðmundur Sigurðsson Á 137,5 185 322 1 Guðgeir Jónsson KR 137,5 172 310 2 Kristján Falsson IBA 122,5 147,5 270 3 Flokkur 100 kg Birgir Þór Borgþórs. KR 140 175 315 1 Jakob Bjarnason ÍBA 105 140 245 2 Flokkur 110 kg Ágúst Kárason KR 135 172‘A 307 >/2 1 Óskar Reykdalsson ÍBA 100 135 235 2 Flokkur +110 kg Gústaf Agnarsson KR 160 210 370 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.