Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 45 ur fram í sambandi við hjónaband og barnauppeldi. Það verður hver og einn að meta hvað hann telur rétt í því sambandi. Hins vegar segir hann Grease-kvikmyndina kalla á lauslæti. Ég fékk ekki betur séð en öll myndin gengi út á það að strákurinn sem var ást- fanginn af stelpunni reyndi af öllum mætti að fá hana og segðist vera hjálparlaus án hennar. Og síðast í myndinni virðist allt vera fallið saman hjá þeim pörum sem hafa verið að stinga saman nefjum í gegnum kvikmyndina. Er þetta ekki bara gangur lífsins? „Foreldri" • Tvær kvikmyndir Mig langar afskaplega mikið til þess aö sjónvarpið taki upp á því að sýna tvær kvikmyndir á föstudags- og laugardagskvöldum. Við sem erum mikið heima vegna barna eða einhvers annars höfum sjaldan mikið annað að gera en að horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp eða drepa tímann með einhverju öðru þessi kvöld. Við gætum að vísu gert afskaplega mikið, en það er orðinn siður, sérstaklega á laugardagskvöldum, að fólk gerir ekkert nema að slappa af eða skemmta sér. Kvikmyndir sjónvarpsins eru oftast búnar um eða eftir mið- nætti og stundum fyrr. Ef sýndar væru tvær kvikmyndir væri dag- skráin aldrei búin síðar en klukkan 2 eftir miðnætti. Ég er líka viss um að hinn mikli fjöldi „barnapía" sem út um allt situr í stofum ókunnugra og horfir á sjónvarpið til enda um helgar en situr svo og dauðleiðist eftir það (ég er hér að tala um heiðarlegar og almennilegar barnapíur) yrði mjög feginn ef dagskráin lengdist um 2 tíma. Það myndi stytta þeim biðina. Með óskum um að sjónvarpið taki eitthvað af þessu til greina. „Ung húsmóðir". • Saga úr umferðinni Kæri Velvakandi. Ég skrifaði til þín ekki alls fyrir löngu vegna þess að mér fannst Reykvíkingar vanmeta okkur sem keyrum bíla með utan- bæjarnúmerum. Ég var svo vitlaus að halda að vegna þessarar litlu klausu í blaðinu myndi þetta ástand batna. Nú langar mig til að segja þér frá atviki sem gerðist s.l. laugardag, 17. mars, á Hring- brautinni. Ég keyri bíl með A-númeri og þegar ég kem að bakaríinu sem stendur við Hring- brautina, ekki langt frá Mela- vellinum, sé ég hvar tvær gamlar konur standa við gangbrautina og líta ráðvilltar í kringum sig. Þær eru komnar út á graseyjuna en enginn stöðvar til þess að hleypa þeim lengra yfir götuna. Ég ákveð því að stöðva fyrir þeim og ætla nú að vera ósköp „lögleg" í þetta sinn og stöðva u.þ.b. 10 metra frá gangstéttinni. Þegar ég hef stöðvað kemur bíll aftan að mér og bílstjórinn sem er fremur ungur karlmaður, leggst á flautuna. Ég lít því í baksýnisspegilinn og við mér blasir andlit með þvílíkum vandlætingarsvip að sjaldan hef ég séð annað eins og þar að auki hristi hann höfuðið yfir sig undr- andi yfir því að Akureyrarbjálfinn skuli vera að stöðva á miðri Hringbrautinni. Frekjan og yfir- gangshátturinn var svo mikill að hann athugaði ekki að ég var að stöðva við gangbraut til þess að hleypa fólki yfir. Hins vegar keyrði bíll upp að hliðinni á mér og sá hvað um var að vera og stöðvaði auðvitað líka og þá minnkaði nokkuð vandlætingarsvipurinn á Reykvíkingnum. Ég vildi aðeinds koma því á framfæri, einu sinni enn, að við sem ökum bílum með utanbæjar- númerum erum ekki endilega neinir afglapar og ég og fleiri slíkir höfum búið hér í Reykjavík um þó nokkurn tíma og þekkjum göturnar hér alveg eins vel og sumir „innfæddir". Mér finnst það líka vera argasti dónaskapur að láta skapið bitna á utanbæjarbíl- stjórum. Þeir þurfa að komast leiðar sinnar þótt þeir séu hér í sumarfríi um smá tíma og þekki göturnar ekki út og inn. Það er enginn neitt betri af því að vera Reykvíkingur né heldur að keyra bíl með R-númeri en það er afskaplega þreytandi að keyra bíl með A-númeri hér í höfuðborginni vegna broddborgaraháttar reyk- vískra ökumanna. Utanbæjarmaður“. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í fyrstu deildar keppni sovézka meistaramótsins fyrra kom þessi staða upp í skák hins 23ja ára gamla stórmeistara Alexanders Kochievs, sem hafði hvítt og átti leik, gegn Kakageldijev. 29. Dg6!! — hxg6 (Lakara var 29 .. Rf6, 30. Dxh7+!) 30. Rxg6+ - Kh7, 31. Rxe7+ - Kh6, 32. Rxg8 — Hxg8, 33. Hg3 og hvítur vann endataflið auðveldlega. HÖGNI HREKKVÍSI NESSY ^ Veitingahús J Austurstræti 22 Inn stræti sími 1134C Til sölu 3 dyra sjálfskiptur árgerö ’78ekinn C itrr\ “ ’7Q 323 3 dyra sjálfskiptur árgerð ’78ekinn 14.000 323 5 dyra “ ’78 “ 12.000 323 5 dyra “ ’78 “ 50.000 818 2 dyra coupe “ ’78 “ 12.000 929 Station “ '77 “ 58.000 616 4 dyra “ ’77 “ 37.000 929 Station “ ’76 57.000 1212 dyra hardtop “ ’76 “ 36.000 616 2 dyra “ ’76 “ 40.000 929 4 dyra “ ’75 “ 70.000 929 2 dyra hardtop “ ’74 “ 87.000 Athugið: 6 mánaða ábyrgð ofangreindum bílum. fylgir öllum HF. SMIDSHÖFDA 23 simar. 812 64 og 812 99 BÍLABORG Kaupendur notaðra bifreiða athugið! Mazda umboöiö Bílaborg hf. hefur ávallt á boðstólum úrval notaðra Mazda bíla með 6 mánaöa ábyrgð. Tryggiö fjármuni yðar og viðskipti sem best. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.