Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 3 íslenzk ópera: „Gengið eins vel og við var að búast” „ÞETTA hefur gengið alveg skín- andi vel, það er að segja að það hefur verið mikii aðsókn,“ sagði buríður Pálsdóttir söngkona er Morgunblaðið innti hana eftir því í gærkvöldi hvernig gengi hjá íslenskri óperu. Kvaðst hún von- ast til að unnt væri að hafa sýningu um næstu helgi, og yrði það þá væntanlega fimmta og síðasta sýning. Það færi þó eftir því hvernig stæði á með hljómsveitina. Þuríður sagði að uppfærsla á óperunni hefði tekist jafn vel og hún hafði búist við miðað við allar aðstæður, en mikið vantaði á að þær væru eins og best yrði á kosið, enda væri Háskólabíó ekki fullkomið leikhús eins og öllum væri kunnugt. Hvað aðsóknina snerti sagði hún að hún hefði verið mjög góð, uppselt hefði verið á sýningarnar, þrátt fyrir að Há- skólabíó væri stórt hús. Um 600 barna kór á Akureyri Akureyri, 19. marz 1979. LANDSMÓT íslenskra barnakóra fór fram á Akureyri á laugardaginn með því að tvær söngskemmtanir voru haldnar í Iþróttaskemmunni. klukkan 14 og 17. Tónmenntakennarafélag íslands gekkst fyrir mótinu. Sextán barnakórar komu fram á mótinu og sungu þeir tvö lög hver. Skiptust þeir jafnt á samsöngv- ana, en í lok seinni söng- skemmtunarinnar sungu allir kór- arnir saman undir stjórn Jóns Karls Einarssonar þrjú lög. Þar var samankominn um sex hundruð 3 útvarps- tækjum stol- ið frá útvarps- manninum BROTIZT var inn hjá Sigmari Haukssyni útvarpsmanni um hclgina og telst það helst til tíðinda, að þjófurinn stal frá honum þremur útvarpstækj- um. Þjófurinn hafði einnig á brott með sér peninga, mynda- vél, erlendan gjaldeyri og áfengi. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf þegar rannsókn málsins og hafði hún fljótlega upp á þjófinum og þýfinu. barna kór. Undirleikari mótsins var Thomas Jackmann. Barnakórarnir sem tóku þátt í mótinu voru þessir: Barnakór Akureyrar, stjórnandi Birgir Helgason, Stúlknakór Sel- foss, stjórnandi Jón Ingi Sigur- mundsson, Kór Mýrarhúsaskóla, stjórnandi Hlín Torfadóttir, Kór Lundarskóla, stjórnandi Elínborg Loftsdóttir, Skólakór Tálknafjarð- ar, stjórnandi Sigurður Daníels- son, Barnakór Húsavíkur, stjórn- andi Hólmfríður Benediktsdóttir, Barnakór Tónlistarskóla Rangæ- inga, stjórnandi Sigríður Sig- urðardóttir, Kór Árbæjarskóla, stjórnandi Jón Stefánsson, Skóla- kór Glerárskóla, stjórnandi Jóhann Baldvinsson, Kór Barna- skóla Akraness, stjórnandi Jón Karl Einarsson, Kór Breiðagerðis- skóla, stjórnandi Þorvaldur Gests- son, Kór Melaskólans, stjórnendur Helga Gunnarsdóttir og Magnús Pétursson, Kór Barnaskólans í Hveragerði, stjórnandi Anna Jór- unn Stefánsdóttir, Kór Flúðaskóla, stjórnandi Loftur S. Löftsson, Kór Laugarnesskóla, stjórnandi Daníel Jónasson, undirleikari Sigríður Pétursdóttir, Kór Öldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson. - Sv.P. Sjónvarpseign íslendinga: 18 þúsund litatæki og 41 þús. svart-hvít UM NÍTJÁN þúsund litasjónvarpstæki eru nú í notkun hjá Islendingum samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í ga>r hjá innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Fer litasjónvörpum fjölgandi, en um leið fækkar svart-hvítum tækjum á skrá. Nú er verið að senda út inn- þeim svart-hvítu hefur talsvert heimtuseðla fyrir næsta hálfa árið, og þar eru á skrá 18.167 litasjónvörp, og 41.318 svarthvít sjónvarpstæki. Síðan þessi skrá var gerð hafa svo bæst við rösk- lega 800 litasjónvarpstæki, og fækkað. Afnotagjald af litasjónvarps tæki er nú 22.100 krónur fyrii hálft ár, en fyrir svart-hvítt tæk er það krónur 18.100. Iðnaðarbankinn: Starfsmenn njóta ekki sérréttinda MORGUNBLAÐINU hefur borist cftirfarandi athugasemd frá Iðnaðarbankanum: í Morgunblaðinu þann 17. mars s.l. er fullyrt, að starfsfólk allra bankanna njóti sérstakra vaxta- kjara á ávísanareikningum sínum og jafnframt fái tékkar starfs- manna, sem yfirdraga reikninga sína, aðra meðferð en tékkar viðskiptamanna. Þetta er rangt, að því er Iðnaðarbankann varðar. Starfsmenn Iðnaðarbankans fá 3% vexti af ávísanareikningum sínum eins og viðskiptamenn. Að öllu leyti er farið eins með tékka starfsfólks og viðskiptamanna. Komi fyrir að starfsmaður yfir- dragi reikning sinn þarf hann að greiða sektarvexti og innheimtu- kostnað eins og hver annar við- skiptamaður. Kónnun a aamflkiptahopum í r.kólanum . Þer hafa verii> gefnir 4 bíorniðar og þuÞun „I krónur iyrir fci<í)g;rti. ÞÚ mátt bjó'Öa þremur krhkkum v liínum „v 'k;-. r/.cv þór á hí*ó. Skrifafe'u nöfn þcirra krakka úr bekknuai - á bíó \ rcttri röð her íyrir neft.m: •m þú vilt helBt fara með 2. 3. Skrifaðu nú nöfn þeirra þriggja krakka \ b fara á bíó mcð: ekknuni aem þú vilt ekki i. 2. 3 9 ára börn spurð að því með hverjum þau vilji fara i bíó: „Hvaða vísindaleg um tilgangi þjóna slíkar spurningar” Á FUNDI fræðsluráðs Reykja- víkurborgar í gærmorgun var samþykkt tillaga frá Ragnari Júlíussyni borgarfulltrúa sjálf- stæðismanna þess efnis að athug- að yrði hvaða vísindalcgum til- gangi það þjónaði að leggja tvær tilteknar spurningar fyrir 9 ára nemendur I skólum borgarinnar, þar sem börnin eru spurð um með hvaða, bekkjarsystkinum sínum þau kysu helst að fara í bíó og hverjum ekki. Spurningarnar hafa verið lagðar fram af svo- kölluðum þroskarannsóknum, en fyrir þeim hafa staðið dr. Sigur- jón Björnsson prófessor og dr. Wolfang Edelstein. Tillaga Ragn- ars hlaut 5 atkvæði en einn greiddi atkvæði á móti, Hörður Bergmann. formaður ráðsins og fulltrúi Alþýðubandalagsins. Ragnar júlíusson sagði í samtali við Mbl. í gær, að fyrirspurnin væri til komin vegna þess, að spurníngarnar tvær hefðu verið lagðar fram í skóla þeim sem hann veitir forstöðu, Álftamýrarskólan- um, og vildi hann fá að vita hver væri tilgangurinn með því að leggja þær fram. Spurningablöðin, sem öll 9 ára börn í skóianum fengu, leit þannig út: Könnun á samskipta- hópum í skólanum 1. Þér hafa verið gefnir 4 bíómiðar og þúsund krónur fyrir sælgæti. Þú mátt bjóða þremur krökkum úr þínum — spyr fræðslu- ráð — „Erum hættir við könn- unina,” segir dr. Sigurjón Björnsson bekk með þér á bió. Skrifaðu nöfn þeirra krakka úr bekknum sem þú vilt helst fara með á bíó í réttri röð hér fyrir neðan: 2. Skrifaðu nú nöfn þeirra þriggja krakka í bekknum sem þú vilt ekki fara á bíó með: Á eftir hvorri spurningu komu númeraðir reitir, þar sem börnin áttu að skrifa nöfnin, alls 6 nöfn bekkjarsystkina sinna. „Eyðilegg niðurstöðurnar” „Ég tel,“ sagði Ragnar Júlíus- son, „að þessar spurningar þjóni þeim eina tilgangi að hvert og eitt barn fari að velja sér vini og óvini í hópi, sem kannski á eftir að vinna saman í mörg ár. Ég tel þetta vera persónulega hnýsni og þótt svarendur gefi ekki upp nöfn sín held ég að auðvelt sé að finna út hvert er svar hvers og eins ef einhver vill það. Skólabörn hafa áður svarað spurningum þessara aðila og þá aðeins úrtak nemenda, þar sem óskað var leyfis frá foreldrum til þess að börnin mættu svara spurningunum. En nú eru öll 9 ára börn spurð og spurningarnar þannig, að ómögu- legt er að sjá hvaða tilgngi þær þjóna. Ég hef safnað saman niður- stöðunum úr mínum skóla og er ákveðinn í því að eyðileggja þær.“ „Könnuninni hætt“ Morgunblaðið sneri sér i fram- haldi af þessu til dr. Sigurjóns Björnssonar. Hann sagði að könn- un þesi væri nýhafin og væri henni ætlað að kanna félags- þroska nemenda fyrst og fremst. Þess hefði orðið vart að spurning- arnar hefðu valdið óánægju og þess vegna yrði könnuninni nú hætt og spurningalistar innkallað- ir. „Þessar spurningar eru lagðar fram í framhaldi af öðrum spurn- ingum, sem hafa áður verið lagðar fyrir börnin. Tilgangurinn er sá að reyna að finna út hvers vegna sum börn verða vinsæl í bekkjum én önnur eigi erfitt uppdráttar og hvað það er í fari þeirra, sem veldur því. Niðurstaða slíkrar könnunar gæti veitt mikilvæga vísbendingu um það hvernig hægt er að hjálpa börnum, sem þannig er ástatt fyrir og finnst mér einkennilegt að skólastjóri skuli ekki hafa áhuga á því að slik könnun fari fram.“ —— ------— —AUGLYSING Hrókur alls fagnaðar í fermingarveizlunni Löngum hefur gítarinn verið vinsælt hljóðfæri. Góður til að slappa af með úti í horni, þegar streitan sverfur að, eða þegar tekið er lagið í margmenni og þú vilt gerast hrókur alLs fagnaðar. Vandamálið er bara hvernig á að læra svolítið á hljóðfærið án þess að fara til kennara, hinda sig við ákveðna tíma og mæta í hverri viku. Nú er, þetta vandamál leyst á íslandi. Þú getur fengið sent heim nám- skeið, kennslubók og tvær kassettur, en með því er hægt að læra svolítið á gítar sér til ánægju bara með einföldu og skemmti- legu heimanámi. Alveg sama á hvaða aldri þú ert — þetta er fyrir alla, sem kupna að lesa. I bókinni eru heilmörg rip og fjöldi iagá sem þú ekkir, en auk þess undir- stöðuatriði í nótum, sem þú getur lært ef þú vilt, en lika sh’ppt ef þú kýst held- ur. Á kassettunum tveim, sem fylgja með bókinni, eru leiðbeiningar og út- skýringar. Þar eru öll grip, allar æfingar og lög leikin fyrir þig og ætlunin er að þú æfir þig með kassett- unni. Þannig verður þú miklu fljótari að komast upp á lag með að leika á eigin spýtur undir hjá sjálfum pér, eða öllum í partýinu ef svo ber undir. Þetta er því upplögð fermingargjöf, bæoi spennandi og þroskandi. Námskeiðið, bókin og kassetturnar tvær, er í sérhönnuðum plastumbúð- um, vandað að öllum frá- angi og útliti, og kostar r. 17.000 auk sendingar- kostnaðar. Það fæst aðeins hjá Gítarskóla Ólafs Gauks og er upplag takmarkað. Sendu pöntunarseðilinn, sem fylgir hér með, eða hringdu í síma 85752 eða 27015 (síðdegis) og við sendum námskeiðið sam- stundis meðan eitthvað er ' eftir, eða veitum þér meiri upplýsingar ef þú vilt. PÖNTUNARSEÐILL Gjörið svo vel aö senda mér undirrK. í póstkröfu gítarnámskeiöið Leíkur að lasra á gítar. tvær kassettur og bók, verð kr. 17.000 auk sendíngarkostnaðar. NAFN .................................................... HEIMA ................................................... Utanáskrift: Gíarskóli Ólafs Gauks, pósthólf 806. 121 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.