Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Stjóm Callaghaiis hangír á bláþræði FÁAR ríkisstjórnir í Bretlandi hafa verið eins nálægt því að bíða KÍfurlejít afhroð í kosning- um ok stjórn James Callag- hans, en samt haldið velli. Síðasta áfall ríkisstjórnar Verkamannaflokksins var ósig- ur tillaxna hennar um aukna heimastjórn Skotlands ok Wal- es. í Wales voru tillögur henn- ar felldar með rúmlesa fjórum á móti cinum. í Skotlandi voru 33 af hundraði fylgjandi því að kosið yrði til skozks þings en 31 á móti. Þetta var sáralítill munur og tillöjíur stjórnarinn- ar fensu ekki það yfirgnæfandi fylgi sem ráðherrar hcnnar höfðu gert sér vonir um. Úrslitin eru alvarlegt áfall fyrir þá von Callaghans að hann geti dregið þingkosning- ar fram á haust. Minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins getur ekki haldið velli án stuðnings þjóðernissinna. En nú er óvíst hvort 14 þingmenn skozkra og velskra þjóðernis- sinna haldi áfram stuðningi sínum, því að hann var alltaf hundinn því skiiyrði að ríkis- stjórnin hæfist handa um vald- dreifingu. Hóta uppreisn Nú er þessi leið útilokuð þar sem að minnsta kosti 40 þingmenn Verkamannaflokksins úr ensk- um kjördæmum hafa hótað upp- reisn ef ríkisstjórnin hundsar hin neikvaeðu úrslit í þjóðarat- kvæðagreiðslunum. Callaghan getur ekki haft að engu þessar eindregnu skoðanir stuðningsmanna sinna á þing- bekkjunum. En ef stjórnin beyg- ir sig og gefur valddreifinguna upp á bátinn fórnar hún þeim stuðningi, sem hún enn hefur hjá þjóðernissinnum. Þennan vanda er ekki auðvelt að leysa og það gæti tekið langan tíma. Stjórnin sér sér auðvitað hag í þvi að draga málið á langinn. Því lengur sem ráðherrarnir geta haldið þjóðernissinnum í vafa, því lengur geta þeir forð- azt að vantrauststillaga frá íhaldsmönnum verði samþykkt. Ein þeirra leiða, sem er í athug- un, er að kalla saman stjórn- lagaráðstefnu allra flokka til þess að þæfa málið, en vafasamt er hvort íhaldsmenn eða litlu flokkarnir samþykkja það. Gæti þraukað Leiðtogi Verkamannaflokks- ins í Neðri málstofunni, Michael Foote, hefur verið vanmetinn, en ef honum tekst að hafa taumhald á þjóðernissinnum fram að páskafríi, er líklegt að forsætisráðherrann geti þrauk- að fram í júní og kannski leng- ur. Margareth Thatcher, leiðtogi Ihaldsflokksins, er farin að glefsa í stjórnina, en gerir ekki úrslitaatlögu fyrr en hún er viss um sigur. Ein helzta von Verkamanna- flokksins er Enoch Powell, fyrr- verandi þingmaður íhalds- flokksins, sem er nú raunveru- legur leiðtogi átta þingmanna frá Norður-írlandi. Hann hefur gefið óljóst í skyn, að flokkur hans kunni að vera reiðubúinn að styðja ríkisstjórnina í sumar. Powell er kappsfullur maður sem hefur ekki fengið að svala metnaði sínum. Honum er í nöp við frú Thatcher og beiskur í hennar garð, en annars er aldrei „Aðalstarfið fólgið í margvíslegri fgrirgreiðslu við íslendinga í Höfn ” SÉRA Jóhann Hlíðar er prestur íslendinga í Kaupmannahöfn og hefur hann gegnt starfinu með sóma undanfarin fjögur ár. Mikið hefur mætt á séra Jóhanni í sambandi við það leiðindamál, sem upp er komið í Kaupmannahöfn og fjallar um hugsanlega aðild íslendinga að stóru fíkniefnamáli. Hann hefur verið túlkur íslendinganna við yfirheyrslur og réttarhöld og auk þess annast ýmsa fyrirgreiðslu við þá, en eins og gefur að skilja þarf að mörgu að hyggja þegar sjö íslendingar eru skyndilega sviptir frelsi vegna rannsóknar aíbrotamáls. Blaðamaður Mo'rgunhlaðsins var nýlega á ferð í Kaupmannahöfn til þess að afla frétta af fyrrgreindu máli og í þeirri ferð heimsótti hann sr. Jóhann á vistlegt heimili hans í Östervoldgade 12, húsi Jóns Sigurðssonar, og átti við hann það samtal, sem hér birtist. — Nú vaknar sú spurning þegar upp koma svona fíkni- efnamál hvort stór hópur ís- lendinga hér í Höfn sé flæktur í mál af þessu tagi og hvort þess séu dæmi, að Islendingar séu langt leiddir vegna notkunar slíkra efna. Hver er þín reynsla? „í þau fjögur ár, sem ég hef verið starfandi prestur hér í Kaupmannahöfn, hafa engin teljandi vandræði orðið af þess- um sökum. Á þessu tímabili hafa 4—5 einstaklingar komizt undir manna hendur svo ég muni, einhverjir af þeim vegna fíkniefnanotkunar og þeir hafa tekið refsingu sína út hér. Mér virðist það ákaflega algengt, að unglingar hafi prófað hass og eru íslenzkir unglingar þar engin undantekning. I mörgum löndum er litið mildum augum á notkun marihuana og hass og margir sem ég hef talað við telja notkun þess meinlausa. Hass sé ekki vanabindandi og það sé þægilegt að geta gripið til þess. Með þessu er ég alls ekki að mæla hassinu bót enda er öll meðferð þess litin alvarlegum augum hér í Danmörku." Málið blásið út — Nú ert þú dómtúlkur í þessu máli og þekkir það því vel. Hvað vilt þú segja um málið, hvernig lítur það út frá þínum bæjardyrum? „Ég á auðvitað erfitt með að tjá mig mikið um þetta mál þvi ég er bundinn trúnaði sem dómtúlkur. En ég held samt að ég brjóti engan trúnað þegar ég skýri frá þeirri skoðun minni, að ég tel að þetta mál hafi verið blásið upp af lögreglu og blöðum ■ og um málið megi segja, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Eins og fram hefur komið hefur lögreglan nú þegar sleppt þremur af sjö íslendingum, sem teknir voru og vonandi verður fleiri sleppt áður en langt um líður. Það sem gerði málið svo alvarlegt í byrjun var að það fannst svo mikið af kókaini og í húsi Jóns Sigurðssonar. Sr. Jóhann Hlíðar situr við skrifborð Jóns. þess vegna var málið biásið upp í blöðunum sem stórmál. Nú svo má ekki gleyma því að atburða- rásin þegar handtakan var framkvæmd var lygileg og ævin- týraleg og því gott efni fyrir blöðin.“ — Ef við snúum okkur að öðru, í hverju er fólgið starf þitt sem sendiráðsprestur hér í Kaupmannahöfn? „Aðalstarfið er fólgið í marg- víslegri fyrirgreiðslu við þá Ljósm. Sigtr. Sigtryggsson. Stutt spjall við sr. Jóhann Hlíðar sendiráðsprest fjölmörgu íslendinga sem hér dvelja og hingað leita svo og öll venjuleg prestsþjónusta. Presturinn lætur sér ekkert óviðkomandi og til mín leitar fólk af ýmsu tilefni, t.d. ef það vantar atvinnu eða húsnæði. Reyni ég þá að liðsinna þyí eins og mér er framast kostur. Svo þarf ég að fara marga ferðina vegna frægrar pennaleti Is- lendinga. Margt af því unga, íslenzka fólki sem hingað leitar nennir ekki að skrifa ættingjum heima á Islandi, ekki einu sinni póstkort, til að láta vita um að allt sé í lagi og ósjaldan fæ ég beiðnir heiman frá Islandi um að hafa uppi á þessu fólki. En mestur tími minn fer í að hugsa um íslenzka sjúklinga, sem hingað þurfa að leita vegna þess að ekki eru til nógu góðar vélar á sjúkrahúsunum heima. Nú eru t.d. 2—3 íslendingar á sjúkra- húsum hér í Kaupmannahöfn og þá heimsæki ég reglulega og færi þeim dagblöðin, Morgun- blaðið og Tímann, bækur og annað. Ég vil nota tækifærið og þakka þessum tveimur blöðum kærlega, þau eru sannarlega vel þegin þegar um sjúka er að ræða, sem langar að fá fréttir að heiman." — Er algengt að íslendingar komi hingað í atvinnuleit? „Já, það er alltaf töluvert um það og oft getur reynzt erfitt að útvega þeim vinnu, því hér eru yfir 200 þúsund manns á at- vinnuleysisskrá. Ég vil nota þetta tækifæri og vara fólk eindregið við því að koma hingað til Danmerkur í atvinnu- leit nema það sé búið að útvega sér vinnu áður. Á þetta sérstak- lega við um ung hjón með börn. Margur hefur orðið að sætta sig við lakari vinnu og lakara hús- næði en hann hafði á íslandi áður en hann leitaði 'hingpð til Danmerkur." íslenzkur söfn- uður stofnaður — Kannt þú að segja mér einhverjar fréttir af hinu kirkjulega starfi hér í Kaup- mannahöfn? „Ég annast guðsþjónustur á 3—4 vikna fresti í kirkju, sem er nálægt húsi Jóns Sigurðssonar og eru þær ætíð vel sóttar. Eftir messu 18. febrúar s.l. gerðist sá gleðilegi atburður, að stofnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.