Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 21 Sjá bls 26 ' Leikmaður ársins LIAM Brady, leikmaður með Arsenal var um helgina kjörinn knattspyrnumaður ársins af félögum sínum f ensku knattspyrn- unni. Val Bradys kemur dálítið á óvart. ekki fyrir þær sakir að Brady eigi það ekki skilið, heldur frekar vegna þess að almenningsálitið var mjög hliðhollt Argentínumanninum smá- vaxna Osvaldo Ardiles hjá Tottenham. Ardiles var ásamt fjórum öðrum í öðru sæti. Einn hinn fjögurra var blökkumaðurinn Cirel Regis, WBA, sem hlaut við þetta sama tækifæri útnefninguna „Young player of the Year“, eða efnilegasti unglingurinn. Mótanefndin á ferðinni „ÞETTA skeyti fengum við nákvæmlega tvær mfnútur í tvö“, sagði Ingvar Viktorsson, formaður handknattieiksdeildar FH, er hann sýndi blaðamönnum skeyti sem mótanefnd HSÍ hafði sent FH-ingum á laugardaginn. Það varðaði leikbann Sverris Kristinssonar, markvarðar FH. Sverrir var útilokaður í leiknum gegn Haukum nokkrum dögum áður, en þar sem ekkert hafði um það heyrst að mál hans hafði verið tekið fyrir, var hann að sjálfsögðu mættur í slaginn gegn Fram klukkan 15.00 á laugardaginn. En klukkan 14.00 fengu FH-ingar skeyti mótanefndar og voru leikmenn þá flestir mættir í íþróttahöllina f Hafnarfirði. Birgir Finnbogason var þá ræstur út á elleftu stundu og lék hann með sem annar markvörður FH. En hvað hefði gerst ef ekki hefði náðst í Birgi eða einhvern annan? Hefði þá ekki mótanefndin gefið höggstað á sér til kæru? Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða og hvenær má handbolta- alþýðan f landinu eiga von á að slíkum vinnubrögðum linni? Isfirðingar missa fyrirliðann 2. DEILDAR lið ÍBÍ hefur orðið fyrir miklum mannamissi f vetur. Áður hefur verið frá því sagt, að Jón Oddsson gekk í KR, Ómar Torfason gekk í Víking. Nú hefur fyrirliðinn og einn besti leikmaður liðsins á sfðasta keppnistfmabiii til- kynnt félagaskipti. Það er Þórður Ólafsson sem mun þjálfa og leika með 3. deildar liði Bolupgarvfkur næsta sumar. Þá eru allar horfur á því að bróðir hans og fyrrum fyrirliði ÍBÍ, Guðmundur Ólafs- son fylgi honum til Bolungar- vfkur. Guðmundur lék ekki með á síðasta keppnistímabili, hann hefur verið við nám í Noregi og æft þar og leikið með liði f 2. dcild. Ekki nóg með það heldur hefur unglingalandsliðsbak vörðurinn Halldór ólafsson brugðið sér til Svíþjóðar og mun leika þar með liði sem leikur í 4. deild. Markvörður ÍBÍ, Hreiðar Sigtryggsson, hefur og yfirgefið ísfirðinga, er genginn í KR. Þetta eru samtals eigi færri en 6 leikmenn sem allir hafa verið fastamenn í liði ÍBÍ. Þetta er mikið áfall fyrir liðiö, en það var aðeins einu stigi frá því að komast í fyrstu deild á síðasta keppnistfmabiii. — gg. — o — o — o — Rauða spjaldið í LEIK Roma og Lazfó í ftölsku 1. deildinni, gerðist það um helgina, að varamaður Lgzfó, Ammoniaci, var rekinn af leik- velii aðeins einni mfnútu eftir að hann trftlaði inn á. Þá lenti hann f samstuði og lá eftir að því er virtist, slasaður. En þegar að var gáð, var Ammoniaci aðeins að plata og fékk hann fyrir það rauða spjaldið! — o — o — o — Þór — Ármann íkvöld SÍÐARI leikurinn í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ verður háður á Ákureyri í kvöld og hefst leikurinn klukk- an 18.30. Er hér um að ræða leik Þórs og Ármanns. • Liam Brady. Þeir nafnar Ágúst Þorsteins- son og Ásgeirsson háðu harða bar- áttu í Víðavangs- hlaupi íslands. cd Sveinn Jónsson formaður KR tek- ur við sigurlaun- um KR í meist- aramóti íslands í lyítingum. glæsi- legum skildi. Góð afmælisgjöf frá lyftingadeildinni. KR er 80 ára í ár. Það þarf krafta í köggla til þess að lyfta 210 kg. Það gerði Gústaf Agnarsson á Lyft- ingamóti Islands um helgina. Sjá bls. 23 Það var ánægju- legt að sjá miklar framfarir fim- leikafólksins á meistaramótinu f Laugardalshöll- tal' co Sjá bls 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.