Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 1
48 SlÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 66. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosningarnar í Vestur-Berlín: Stobbe áfram borgarstjóri Símamynd AP. HAMINGJUSAMIR FORELDRAR — Olga Korbut fimleikastjarnan fræKa kemur hér ásamt manni sínum frá Maternitysjúkrahúsinu í Minsk með nýfæddan son þeirra. Brrlín, 19. marz. AP. DIETRICH Stobbe. borgarstjóri Vestur-Berlínar úr flokki sósialdemókrata. tilkynnti í dag. að flokkur hans hefði náð sam- komulaKÍ við frjálsa demókrata um áframhaldandi meirihluta- stjórn borgarinnar eftir kosning arnar. sem fram fóru í K«“r. í kosningunum í gær fengu flokkarnir 72 sa'ti á móti 63 sætum kristilegra demókrata. aðalandstæðinganna. Sósíaldemókratar fengu um 42,6% atkvæða sem er svipað og þegar síðast var kosið fyrir fjórum árum. Frjálsir demókratar juku hins vegar fylgi sitt um 8,1% og kristilegir demókratar fengu alls 44,4% greiddra atkvæða. Mjög mjótt var á mununum í ríkiskosningunum í Rhein- land-Phalz þar sem einnig var kosið í gær. Þar fengu kristilegir demókratar um 50,1% atkvæða og 51 þingsæti af 100, töpuðu fjórum. Kristilegir demókratar hafa verið við stjórnvölinn i Rheinland-Phalz síðastliðin 30 ár en meirihluti þeirra hefur aldrei staðið valtari fótum en nú. Friðarsamningsdrögin samþykkt í stjóm ísraels Tel Aviv, Washington, Kairó, 19. mars. AP. Reuter. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin samþvkkti á fundi sínum í dag friðarsamningsdrög Carters Bandaríkjaforseta í deilum ísraelsmanna og Egypta. Er þá aðeins eftir ein hindrun í vegi fyrir því að fulltrúar landanna geti undirritað samkomulagið, þ.e. ísraelska þingið, sem fjalla mun um málið á miðvikudag. Ef ísraelska þingið samþykkir samningsdrögin er að sögn frétta- skýrenda ekkert því til fyrirstöðu að deiluaðilar geti undirritað samninginn n.k. mánudag í Washington. Khmerar taka Kom- pong Speu Bangkok, 19. marz. AP. TALSMAÐUR herja hliðhollra Pol Pot, fyrrverandi þjóðhöfð- ingja Kambódíu, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að þeir hefðu hertekið fyikishöfuðborg- ina Kompong Speu, 45 kílómetr- um suðvestur af Phnom Penh, höfuðborg Kambódfu. Þetta er fyrsta meiriháttar borgin sem Khmerar hertaka í skæruhernaði þeirra. I frétt útvarpsstöðvar skæruliða, sem er í Kína, sagði í dag, að borgin Kompong Speu væri mjög mikilvæg með tilliti til aðgangs Phnom Penh að sjó, sem er að mestu leyti eftir svokallaðri „leið“ 4 sem liggur í gegnum Kompong Speu. Utvarpið sagði ennfremur, að mjög hart hefði verið barizt um borgina og hefðu yfir 100 víet- namskir hermenn fallið í átökum í gærdag en mannfall í liði Khmera hefði aðeins verið lítilsháttar. Að mati fréttaskýrenda fór Brzezinski öryggismálafulltrúi Carters Bandaríkjaforseta nánast erindisleysu til Saudi-Arabíu og Jórdaníu um helgina til að vinna ráðamenn þar til fylgis við samn- ingsdrögin. Þetta álit fréttaskýr- enda var svo staðfest seint í gærkvöldi þegar talsmenn beggja þjóðanna endurtóku andstöðu sína við samkomulagsdrögin. Haft var eftir háttsettum embættismanni í Washington í dag að ef Bandaríkjamenn þyrftu að taka við hlutverki Saudi-Araba í efnahagsaðstoðinni við Egypta kostaði það um 1000 milljarða íslenzkra króna á ári. Samkvæmt síðustu fréttum af fundi þeirra Ezer Weizmann varn- armálaráðherra ísraels og Kamel Hassan Ali varnarmálaráðherra Egyptalands í Washington hafa þeir komið sér saman um flest atriði nema nákvæma tímasetn- ingu á brottflutningi ísraels- manna frá Sinai. Millet flutt úr landi París, 19. marz. AP. BANDARÍSKA kvcnréttindakon- an Kate Millet kom í dag til Parísar með flugvél frá íran og hafði hún að eigin sögn verið flutt um borð í flugvélina með þeim orðum að veru hennar væri ekki óskað í íran framar. Millet var mjög örg í garð yfirvalda í íran við komuna til Parísar og sagði viö það tækifæri, að fyrir konu væri það algert helvíti að búa í íran, þær væru fullkomlega fótum troðnar. Mikið mannfall í inn- byrðis átökum Kúrda Teheran, 19. marz. AP. Reuter. TIL mikilla átaka kom í Kúrdabænum Sanandaj í Norður-íran í nótt milli stríðandi fylkinga múhameðstrúarmanna, að því er haft er eftir áreiðan- legum heimildum. Talið er að a.m.k. 170 manns hafi fallið í átökunum sem voru enn mjög hörð seint í gær- kvöldi. Mjög vel vopnaðar sveit- ir uppreisnarmanna fóru um götur bæjarins, réðust á lögreglustöðina og aðal- stöðvar útvarps og sjón- varps auk þess sem til mjög harðra átaka kom milli hinna striðandi fylk- inga á aðaltorgi bæjarins. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir ýmissa trúarleiðtoga á svæðinu virtist ekkert lát á bardögum seint í gærkvöldi og jafnvel orð Aya- tollah Khomeinis trúarleiðtoga landsmanna hrifu ekkert. I samtölum sem fréttamenn AP-fréttastofunnar áttu við fólk í bænum í gegnum síma kom fram, að algert hörmungarátand ríkti vegna mikils fjölda slasaðra, sjúkrahús staðarins annaði engan veginn öllum þeim sem á aðstoð þurftu að halda. Þá kom ennig fram í samtölun- um, að flugher landsins hefði sent þyrlur á vettvang sem skutu óspart á uppreisnarmenn. I útvarpsávarpi Khomeinis ásakaði hann erlenda heimsvalda- sinna um að standa fyrir þessum óeirðum í sínu „heittelskaða“ Kúrdistan. Viðræður 28. marz? Tokyo, 19. marz. AP. KÍNVERSKA stjórnin hefur gert það að tillögu sinni, að friðarviðræður þeirra og Víetnama hefjist 28. marz n.k., þar sem þjóðirnar reyni að koma samskiptum sínum aftur í eðlilegt horf, að því er haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum í Tokyo í dag. Víetnamar ásaka Kínverja á sama tíma um að hafa enn ekki lokið brottflutningi sínum frá Víetnam, jafnframt því sem þeir fari um ránshendi á undanhaldi sínu. Fréttir herma, að Kínverjar muni senda varautanríkisráð- herra sinn, Xibhua Han Nianglong, til viðræðna af sinni hálfu og geri það jafnframt að tillögu sinni, að Víetnamar sendi utanríkisráðherra sinn. Veruleg fylgisaukning íhaldsmanna í Finnlandi Helsinki. 19. marz. AP og fréttaritara Mbl. TR. ALLT útlit var fyrir verulega fylgisaukningu finnska íhaldsflokksins þegar rúmlega tveir þriðju hlutar atkvæða höfðu verið taldir í þing- kosningunum sem fram fóru í Finnlandi á sunnu- dag og mánudag og líkur bentu til þess að fylgið hryndi af stjórnarflokk- unum, sósíaldemókrötum Qg kommúnistum. Þegar um 69% atkvæða höfðu verið talin höfðu íhaldsmenn aukið fylgi sitt um 3,1% frá kosningunum 1975 og fengju að öllu óbreyttu 45 þingsæti í stað 35 áður. Kommúnistar og sósíal- demókratar höfðu þá tapað rúmlega 1% frá því í kosningun- um 1975. Harry Holkeri, formaður 1- haldsflokksins, sagði í sjón- varpsviðtali þegar þessar tölur lágu fyrir, að þær sýndu ein- dreginn vilja finnskra kjósenda fyrir því að breytt yrði um stefnu í innanríkismálum. Tölvuspár bentu til þess seint í gærkvöldi að hinir litlu hægri flokkarnir m.vndu einnig bæta verulega við sig fylgi. — Það kom fram hjá fréttaskýrendum að ein aðalástæðan fyrir þessu mikla fylgistapi stjórnarflokk- anna væri eflaust sú að þeim hefði tekist afleitlega við stjórn- un efnahagsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.