Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 39 Jóhann S. Lárusson frá Skarði - Minning Fæddur 16. febrúar 1908. Dáinn 4. marz 1979. Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á œðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Þetta sálmvers Einars Benediktssonar kom mér í hug, er mér barst til eyrna andlátsfregn Jóhanns Lárussonar mágs míns. Og raunar hefur mér oft áður fundist sem „bjarmi af eilífðar ljósi“, þegar nánir ættingjar og vinir hafa verið að fara á „æðri leiðir". Það mildar söknuðinn að finna sig umvafinn guðlegri hjálp. Ég ætla ekki að skrifa neitt æviágrip Jóhanns, aðrir eru færari um það. En mig langar að bera fram þakkir, þótt það verði ekki, svo sem hann ætti skilið. Mjög ríkjandi eðlisþættir í fari Jóhanns Lárussonar voru létt lund og mikil löngun til að gera öðrum greiða, og fengu margir að njóta þessara eiginleika hans. Allt frá því, að ég kynntist Jóhanni fyrst, fyrir nær 36 árum er ég giftist Guðmundi bróður hans, hafa sam- skipti mín og okkar við hann og hans góðu konu verið mikil og ánægjuleg. Ekki var farið svo í smá ferðalag, að ekki væri haft samband við þau. Og oftast held ég, að Jóhann hafi spurt, hvort okkur vantaði ekki eitthvað, sem hann gæti lánað eða hvort ekki væri hægt að gera eitthvað, fyrir okkur. Og þegar ég varð að leggj- ast inn á sjúkrahús, veittu þau hjón okkur mikla hjálp. Þannig var Jóhann ævinlega viljugur og hjálpfús. Þegar ég lít yfir lífshlaup Jóhanns Lárussonar, finnst mér hann hafa verið gæfu- maður, þótt ekki færi hann var- hluta af líkamsþrautum. En fyrir undursamlega lækningu reis hann KarlJóhann Jóns son — Minning Fæddur 19. janúar 1898. Dáinn 12. marz 1979. „Náð þín aðlin er mér eina, orð þitt döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir eins og foidar blómin smá.“ Stgr. Thorst. Þessi hugsun úr einni fegurstu bæn frá liðnum dögum við fótskör „Ástarföður himinhæða", hefur vart vikið úr huga mér um sinn. Hve allt hefur verið undarlegt síðustu vikur. Samt hækkar sólin á lofti, bráðum komnir páskar — komið vor. Samt er eins og alltaf hafi verið að dimma meira og meira. Sífellt veikindi, vandræði og þrautir á veginum. Og nú er Kalli mágur minn dáinn. Hann, sem var svo góður bróðir, bjargtraustur vörður á vegi, sannur drengur, heill og trúr. Fámáll en svo ástúðlegur og tillits- samur, að við söknum hans öll, alltaf reiðubúinn til hins bezta. Góður, glaður og kátur ferðafélagi um fjarlæg lönd og álfur, en þó beztur og hamingjusamastur heima. Þar var hans hljóðláta paradís að loknu dagsstarfi. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hér í bænum okkar er vellríkur maður. Hann hefur auðgazt á löglegan hátt, og samt öfunda hann allir. Hvernig stendur á þessu? Það er ekki syndsamlegt að vera ríkur, ef menn hafa aflað peninganna á heiðarlegan hátt. Það hefur ýmsa kosti að vera ríkur, en líka marga ókosti. Við ættum alls ekki að öfunda þá, sem eru loðnir um lófana, því að gullið verður alltaf dýrkeypt. Við erum ein ríkasta þjóð veraldar, svo að dæmi sé nefnt, en fáar þjóðir eru öfundaðar og hataðar í sama mæli og við. Þó held eg, að það sé í raun og veru ekki auðurinn, sem veldur því, að sumir ríkir menn njóta ekki virðingar, heldur meðferð þeirra á auðæfunum. Eg þekki mann, forríkan, sem nýtur mikillar hlýju af hálfu samborgara sinna. Hann er kristinn, trúaður maður. Hann lítur svo á, að Guð hafi gefið honum auðæfin, til þess að hann skipti þeim með öðrum. Þessi maður hefur margoft ráðið fólk í vinnu, aðeins vegna þess, að hann hafði samúð með því. Hann lætur fé af hendi rakna til góðra málefna, án þess að geta nafns síns, og hann sækist ekki eftir endurgjaldi fyrir mannúðarstarf sitt. Fólk elskar hann og virðir, ekki af því áð hann er ríkur, heldur af því að hann segir, að Guð hafi fengið honum fjármunina í sína vörzlu, og hann notar þá í samræmi við það. Biblían segir: „Þér auðmenn, grátið og kveinið... Auður yðar er orðinn fúinn“. Það er eins og þegar pundið er grafið í jörðu. Ef við notum auðæfin í eigingirni, spilla þau okkur. Við fúnum. upp af sjúkrabeði, er hann var lengi bundinn við á yngri árum og náði þeirri heilsu, að hann gat unnið fyrir sér og sínum. Hann vann um áratuga skeið hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og vann þar störf, sem handlagni hans og útsjónarsemi nutu sín vel. I einkalífi Jóhanns var ham- ingja hans mest. Konan hans, Katrín Jónsdóttir, ástrík og góð, honum hentug og samstillt í öllu, sem best varð á kosið. Einkadóttir- in „gullið hans góða“, sem nam þau fræði, er best máttu að notum koma við hjúkrun og umhyggju á þrautastundum síðustu æviár hans. Dóttursynir nir báðir, sem voru honum miklir gleðigjafar og honum fannst hann aldrei geta gert nóg fyrir. Tengdasonurinn, ljúflyndur og háttvís í allri fram- komu, ævinlega reiðubúinn til aðstoðar fjölskyldunni. Allur þessi hópur var tengdur svo ástríkum og sterkum böndum, sem best gerist og dagleg samskipti þeirra svo mikil að þau voru eiginlega aldrei aðskilin, þótt þau byggju ekki alltaf undir sama þaki. Við hjónin og synir okkar allir, þökkum Jóhanni hjartanlega allt gott á samvistarárunum. Við þökkum honum grín og gleði, sem alltaf fylgdu samfundunum. Svo biðjum við guð að leiða hann og blessa á nýjum leiðum í tilverunni. Eiginkonunni, dóttur og fjölskyldu vottum við einlæga samúð og biðjum guð að blessa þeim fagrar minningar. Jóíríður G. S. Jónsdóttir Karl Jóhann Jónsson, fyrrver- andi bifreiðarstjóri og einn af stofnendum vörubílastöðvarinnar Þróttar og lengi dyravörður í Þórskafi einu þekktasta danshúsi Reykjavíkur, var fæddur hér í borg 19. janúar 1898. Foreldrar hans voru Vigdís Ei- ríksdóttir, sem fluttist til Selkirk í Manitoba og Jón Magnússon, kaupmaður hér í Reykjavík. En um fortíð sína og upphaf ræddi hann aldrei og þetta átti ekki að verða nein ævisaga, heldur aðeins örfá orð til að þakka og kveðja þennan góða vin, og bróður. Hvort heldur var á gleðistund eða raunatímum, hvort heldur hér heima eða á ferðalögum um fjar- lægar borgir, í starfi eða leik var Karl hinn trausti vinur, sem alltaf brást til hins bezta, hinn sanni bróðir, trúi starfsmaður. Síðan ég kynntist Ragnari bróður hans hefi ég alltaf átt honum og Gerðu, konunni hans svo margt og mikið að þakka. Þess vegna er svo undarlegt að horfa á sólskin liðinna daga og ára hverfa inn í skugga dauðans. Og þá er samt svo gott að eiga vorsins vonir í bæn frá bernsku- dögum heima, eiga sinn trúarstaf og vonarsprota, samband veikrar sálar við Ástarföður himinhæða, sem veitt getur geisla, sem að síðustu sigra alla skugga vetrarins og gefa vor og yndi. Einmitt í birtu þessarar bænar og vonar vil ég kveðja Karl Jóhann og óska ástvinum hans allra heilla og huggunar í gleðigeislum hins komandi vors. Megi brosandi birta eilífðar- morguns ljóma um lífsins fjöll, þar sem þið eignizt fagnafundi að nýju. ÞESSAR vinkonur þrjár efndu til hlutaveltu fyrir nokkru til ágóða fyrir Blindrafélagið. Þær eiga heima í Breiðholtshverfinu og heita Guðrún Blöndal. Bryndís Loftsdóttir og Ólafía Pálmadóttir. Söfnuðust hjá þeim alls 8000 krónur til félagsins. ÞESSAR telpur, sem eiga heima í Garðabæ, efndu til hlutaveltu að Móaflöt 13 til ágóða fyrir Styktarfél. vangefinna. Söfnuðu þær 7700 krónum. Stöllurnar heita Svava Garðarsdóttir og Sigrún Gísladótt- ir. ÞESSIR krakkar: Elsa Hrafnhildur Yoman, Karlotta Lind Petersen. Guðbjörg Ágústa Gylfadóttir og Herdís Jónsdóttir efndu til hlutaveltu að Rjúpufelli 2 í Breiðholti, til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Þær söfnuðu 5200 krónum. FYRIR nokkru héldu þessar skólastúlkur hlutaveltu að Sæviðar- sundi 9 Rvík til ágóða fyrir Dýraspítalann. Stúlkurnar heita Sigrún Sigmarsdóttir og Þórdís Magnúsdóttir og söfnuðu þær 13.500 krónum til spítalans. Júlíanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.