Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
31
Yfirlýsing um að
stjórnin ráði
ekki við vandann
- segir Ragnhildur Helgadóttir
um framlagningu frumvarps
forsætisráðherra
Við umræðurnar á
Alþingi í gær vakti
Ragnhildur Helgadóttir
(S) athygli á að frumvarpið
væri flutt af fursætisráð-
herra án þess að ríkis-
stjórnin styddi það, en
engar skýringar hefðu ver-
ið gefnar af forsætisráð-
herra á málinu. Hún rakti
síðan sögu ríkisstjórnar-
innar, en árangurinn af
starfi hennar væri harla
lítil eða nánast enginn þá 7
mánuði, sem hún hefði
setið. Ríkisstjórnin hefði
sjálf sett sér eindaga til
lausnar efnahagsvandan-
um sem frægt væri orðið.
en hvert úrslitadægrið af
öðru liðið, án þess að ríkis-
stjórninni tækist að koma
sér saman. — Ýmsar efna-
hagsfrumvarpsnefnur frá
stjórnarsinnum eða ráð-
herrum höfðu þó verið á
umboðslausum þeytingi
vítt og breytt um þjóð-
félagið meðal allra
annarra en þeirra, sem í
almennum þingkosningum
höfðu verið til þess kjörnir
að fara með mál þjóðar-
innar, sagði þingmaður-
inn.
Þar kom þó í síðustu viku, að
forsætisráðherra leitaði tii Alþing-
is um efnahagsmálin, sagði þing-
maðurinn ennfremur. En þó ekki
fyrr en allt um þraut. Þetta kallaði
málgagn eins stjórnarflokksins,
Þjóðviljinn, í fyrirsögn ritstjórnar-
greinar sl. föstudag: „Að gefast upp
við að stjórna". En sjálfur hefði
forsætisráðherra landsins setið
nokkra daga beygður undir vandar-
höggum samráðherra sinna úr
Alþýðubandalaginu fyrir að ganga í
berhögg við hina raunverulegu
húsbændur á heimilinu með fram-
lagningu þessa frumvarps.
Þingmaðurinn sagði, að með
framlagningu frumvarpsins fælist í
raun yfirlýsing forsætisráðherra
um, að ríkisstjórnin réði ekki við
þann vanda, sem hún hefði verið
mynduð til að leysa. Næsta skrefið
hefði átt að vera að biðjast lausnar,
en engan skyldi undra, þótt
kommúnistar vildu víkjast undan
þeirri lýðræðislegu skyldu að fjalla
um málið á Alþingi. Það væri í eðli
þess flokks. — En hitt er torskyld-
ara, sagði þingmaðurinn, hvernig
forsætisráðherra getur varið það
fyrir sjálfum sér, fyrir þinginu og
þjóðinni að una þessum viðbrögð-
um félaga sinna í ríkisstjórninni.
Þingmaðurinn rifjaði síðan upp
bókun Alþýðubandalagsráð-
herranna í ríkisstjórninni, þar sem
þeir segðu m.a. að framlagning
frumvarpsins torveldaði samkomu-
lag um ágreiningsatriðin og lýstu
því yfir, að yrði frumvarpið sam-
þykkt óbreytt segðu þeir af sér
ráðherrastörfum. Þessar yfir-
lýsingar sýna þrennt, sagði þing-
Ragnhildur Ilelgadóttir
maðurinn í fyrsta lagi fullkomna
fyrirlitningu Alþýðubandalagsins á
því lýðræðislega hlutverki og
skyldu, sem stjórnskipan okkar
ætlar Alþingi og ríkisstjórn.
í öðru lagi fullkomna vissu
Alþýðubandaiagsins um, að því sé
óhætt að auðmýkja forsætis-
ráðherra með þessum hætti, því að
hann bresti þor til að vísa á bug
Alþýðubandalaginu, hinum raun-
verulega húsbónda i ríkisstjórn-
inni.
í þriðja lagi eru lyklavöld í
stjórnarráðinu Alþýðubandalaginu
meira virði en stjórn efnahagsmáia
eða nokkur málefni yfirleitt.
Ailt þetta getur orðið kjósendúm
til leiðbeiningar og varnaðar, þegar
þar að kemur og getur þá það gagn
hlotizt af framlagningu frum-
varpsins, þótt ekki sé annað.
Bragi Sigurjónsson um stjórnarsamstarfiö:
Stanzlaust stríð en
ekki indælt stríð!
• Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í útvarpsumræð-
um í gær, að framkomið frumvarp
forsætisráðherra væri skilgetið af- '
kvæmi frv., sem Alþýðuflokkurinn
lagði fram í ríkisstjórninni fyrr á
þessum vetri. Frumvarpinu hefði að
vísu verið breytt, að sumu leyti þann
veg, að Alþ.fl. væri ekki allskostar
ánægður með, en það væri engu að
síður merkileg stefnumörkun og
flokkurinn myndi styðja það. Frum-
varpið fæli það m.a. í sér, að fjárlög
og lánsfjáráætlun komandi ára yrði
lögð fram samtímis, á grundvelli
þjóðhagsáætlunar, sem væri for-
senda þess, að þessi stjórntæki yrðu
nýtt í ríkisfjármálum og efnahags-
málum, svo sem vera þurfi. Ýmis
önnur atriði í frumvarpinu væru
baráttumál Alþýðuflokksins, s.s.
umstjórn á fjárfestingu, aðhald í
ríkisfjármálum, raunhæfari vextir,
uppskurður á sjóðakerfi og ákvæði
um samskipti við launþega.
Kjartan lagði áherzlu á að draga
þyrfti úr niðurgreiðslum í áföngum,
þær skekktu verðmyndunarkerfið og
byðu misnotkun heim. Rangt væri að
frumvarpið stefndi í atvinnuleysi
eöa kauplækkun. Þvert á móti við-
héldi það óbreyttum kaupmætti
fyrra árs. Áframhaldandi verðbólga
stefndi hins vegar í atvinnuleysi og
kaupmáttarrýrnun, þegar til lengri
tíma væri litið. Samkomulag hefði
verið um þetta frumvarp, eins og það
væri nú fram komið í ríkisstjórninni
fyrir réttri viku. Þetta samkomulag
hefði, að því er Alþýðubandalagið
varðaði, snúizt upp í afturvirka
fyrirvara. Alþýðuflokkurinn mun
standa við samþykki sitt, sagði
Kjartan. Hann sagðist vona að Al-
þýðubandalagið hyrfi líka að sam-
komulagi.
• Karl Steinar Guðnason (All)
sagði, að á undanförnum árum hefði
verkalýðshreyfingin átt. í höggi við
óvinveitt ríkisvald, en henni bæri að
Skiptir öllu fyrir Alþýðu-
flokkinn að draga niður
tekjur láglaunafólks
sagði Ragnar Arnalds á Alþingi í gær
Í umræðum á Alþingi í gær, um
efnahagsfrumvarp forsætisráðherra
tók Ragnar Arnalds (Abl) mennta-
málaráðherra fram, að frumvarpið
væri ekki stjórnarfrumvarp, heldur
flutt af forsætisráðherra sjálfum.
Hann taldi málsmeðferðina óvenju-
lega í svo þýðingarmiklu og stóru
máli og sagði, að ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu mótmælt vinnu-
brögðunum og talið þau óhyggileg. Ef
ríkisstjórnin hefði tekið sér nokkurra
daga frest og átt frekari samræður
við Alþýðusamband Islands taldi
ráðherrann sennilegt, að til sam-
komulags hefði dregið. Eins og nú
væri komið-yrði erfiðara en ella að
jafna ágreininginn, enda hefði mál-
unum verið siglt í strand meira af
kappi en forsjá.
Ráðherrann sagði að frumvarpið
væri samkomulagsfrumvarp flokk-
anna þriggja, ef undan væri skilinn
vísitölukaflinn, byggt á því sam-
komulagi, sem náðst hefði í ráðherra-
nefndinni. Hann rakti síðan gang
málsins frá því forsætisráðherra
lagði sitt fyrsta frumvarp fram í
ríkisstjórninni 15. febrúar. Sagði
menntamálaráðherra að með því
hefði forsætisráðherra farið út fyrir
samningsgrundvöll ráðherranefndar-
innar í fjölmörgum atriðum og sum-
part þrætt línur Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, þar sem Alþýðu-
bandalagið hefði verið allt annarrar
skoðunar og sumpart hlaupið yfir á
hugmyndir Alþýðuflokksins, sem
Steingrímur Hermannsson hefði tal-
Jón G. Sólnes
hefðu þessar ráðstafanir fengið að
gera sitt gagn í þjóðlífinu, byggj-
um við í dag við minni verðbólgu
og meira jafnvægi í atvinnulífi og
kaupmætti launa. En í þess stað
var gripið til misbeitingar á laun-
þegafélögum, skyndiverkfalla, út-
flutningsbanns o.s.frv., til að
brjóta þessar aðgerðir á bak aftur.
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
hófu sameiginlega herferð gegn
þessum ráðstöfunum og segja má,
að aldrei hafi tekizt að blekkja
jafn marga á jafnskömmum tíma
og í kosningaáróðri þessara
tveggja flokka á iiðnu ári. Þau
loforð, sem þessir flokkar gáfu í
kosningabaráttunni, hafa hins
vegar fyrir löngu orðið sér til
skammar í framvindu núverandi
stjórnarsamstarfs og opnað augu
fólks, er fyrr lét blekkjast.
Skjalfestar sannanir liggja nú
fyrir um það að hefði febrúarlög-
unum svokölluðu verið mætt, þó
ekki hefði verið nema með „hlut-
leysi“, að maður tali nú ekki um
velvild, af aðilum vinnumarkaðar,
væri kaupmáttur launa svipaður
og hann nú er, en þá hefði ekki
þurft að grípa til þeirra stór-
felldu skattahækkana. sem nú
eru orðnar. né jafnstórfelldrar
gengislækkunar og framkva'md
var af núv. stjórnvöldum. Og það
sem kannski er þýðingarmest, að
fullur jöfnuður hefði náðst í
ríkisfjármálum, þar sem nú
skortir marga milljarða til að
endar nái saman.
Síðan vék JGS að ágreiningi
stjórnarflokka, bæði um það frum-
varp, sem hér væri til umræðu, og
flest önnur mál. Að því bezt væri
séð ættu þeir það eitt eftir sam-
eiginlegt að hanga í ráðherrastól-
unutn, en hefðu misst öll tök á því
að stjórna málefnum þjóðarinnar.
Með því að standa einn að flutn-
ingi frv. hefði forsætisráðherra
staðfest, að liðsmenn hans í ríkis-
stjórn létu ekki að stjórn og gætu
ekki komið sér saman um grund-
vallarmál stjórnunar í þjóðarbú-
skaþnum. Þegar svo væri komið
væri það skylda þeirra, sem þann
veg hefðu gefist upp, að leggja mál
sín í dóm þjóðarinnar í almennum
kosningum.
ið fásinnu. Þessi vinnubrögð hefðu
svo valdið því, hversu mjög málin
hefðu dregizt á langinn.
Ráðherrann sagði, að lengi hefði
legið fyrir, um hvað hefði verið hægt
að ná samkomulagi í sambandi við
verðbótavísitöluna og hvað ekki.-
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
hefðu getað fallizt á, að vísitalan yrði
sett niður á 100 í eitt skipti og að
viðskiptakjaravísitala yrði upp tekin
og annað ekki. Um frekari breytingar
á verðbótavísitölunni hefðu ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins haft fyrir-
vara á um að fullt samráð yrði haft
við launþegasamtökin, en því hefði
verið neitað, einkum af ráðherrum
Alþýðuflokksins. I frumvarpinu fæl-
ist 2—3% meiri kjaraskerðing en
áður hefði verið gert ráð fyrir, enda
væri það ekki í hugum alþýðuflokks-
manna að móta efnahagsstefnu. —
Það skiptir öllu fyrir Alþýðuflokkinn
að draga niður tekjur láglaunafólks-
ins um nokkur vísitölustig, sagði
ráðherrann og bætti því við, að ef
Alþýðuflokkurinn gæfi ekki eftir,
yrði stjórnarkreppa afleiðing þess,
efnahagsleg ringulreið og opið stríð
við launafólkið í landinu.
Ráðherrann sagði, að í frumvarp-
inu hallaði verulega á hag launafólks,
en samkvæmt því myndu lífskjörin
versna um 6%. Á milli Alþýðubanda-
lagsins og hinna stjórnarflokkanna
bæri 3—4% í kaupi. Það væri ekki
meiri munur en svo að hægt ætti að
vera að brúa bilið.
Ragnar Arnalds
berjast fyrir hagsmunamálum sín-
um án tiilits til þess hverjir sætu í
ríkisstjórn hverju sinni. Hann
kvaðst hafa bundið miklar vonir við
ríkisstjórnina, sem báðir verkalýðs-
flokkarnir hefðu staðið að, en vilji til
samstarfs hefði frá upphafi verið
blandinn, þar sem Alþýðubandalagið
væri vanbúið til að taka ábyrgð
óvinsælla verka.
Hann sagði, að í ríkisstjórninni
væri ekki deilt um kaupmátt. Hann
skipti Alþýðubandalagið engu. Þar
væri deilt um það, hvort launamenn
fengju fleiri eða færri krónur í
umslagið sitt, enda væri Alþýðu-
bandalagið brjóstvörn verðbólgu-
braskaranna í landinu. Oheilindi
þess væru botnlaus og vingulshátt-
urinn slíkur, að engu væri treyst-
andi.
• Agúst Einarsson (A) taldi fram-
lagningu frv. mikinn sigur fyrir
Alþýðuflokkinn. Það væri liður í því
að standa við höfuðkosningaloforð
flokksins: baráttu gegn verðbólg-
unni. Frumvarpið leiddi til mark-
vissari hagstjórnar, uppskurðar á
sjóðakerfi, verðtryggingar út- og
innlána, takmörkunar á peningum í
umferð- og yrði drjúgt tæki í verð-
bólguhjöðnun. Samkomulag hefði
verið um þetta frumvarp í ríkis-
stjórninni, þótt ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu hlaupið frá því
vegna innbyrðis átaka í flokki
þeirra. Þar væri um innanflokksmál
að ræða, sem Alþýðubandalagið yrði
sjálft að leysa úr.
• Bragi Nielsson (Afl) sagði, að
þörf hefði verið á frumvarpinu
fjórum ntánuðum fyrr, en Alþýðu-
bandalagið hefði sífellt svikizt undan
merkjum og loks tekizt að afskræma
frumvarpið, áður en það var lagt
fram.
Hann sagði, að ein af afleiðingum
þess, hversu efnahagsmálin hefðu
dregizt á langinn, væri sú, að bráð-
nauðsynleg mál kæmust ekki áfram.
heldur hrúguðust upp á þingi og á
borðum ráðherranna.
• Bragi Sigurjónsson (A) sagðist
ekki geta sagt um þetta stjórnar-
samstarf: „Þetta var indælt stríð“.
Það hefði að vísu verið stanzlaust
stríð en ekki ánægjulegt.
Hann vitnaði til kosningastefnu-
skrár Alþýðuflokksins þar sem
heitið hefði verið baráttu fyrir
hallalausum ríkisrekstri, hömlum á
erlendri skuldasöfnun, baráttu gegn
verðbólgu, nýrri hönilum á erlendri
skuldasöfnun, baráttu gegn
verðbólgu, nýrri viðmtðun vísitölu,
raunvöxtum (Þ.e. að peningar færu á
raunvirði frá sparendum til fram-
kvæmdenda og eyðenda og til þeirra
aftur), aðhaldi í ríkisframkvæmdum
og peningamálum o.fl. o.fl. Alþýðu-
flokkurinn hefði sagt, að þessum
markmiðum yrði ekki náð án stund-
arfórnar, sem þó myndi vinnast upp
aftur í meira öryggi í atvinnu- og
efnahagslífi og bættum lífskjörum
til lengri tíma iitið. Fylgi Alþýðu-
flokksins í síðustu kösningum hefði
verið fylgi við þessi stefnuatriði.
Öfund og afbrýði Alþýðubandalags-
ins út í fylgisaukningu Alþýðuflokks
væri hins vegar undirrót þess, að það
héldi uppi sífelldum ágreiningi í
ríkisstjórninni.