Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Jón Ásgeirsson: Mannamót á íslandi Á allra síðustu árum hefur fjölþjóAlegum ráðstefnum fjölgað nokkuð á íslandi. Þá er átt við ráðstefnur þar sem þátttakendur eru frá mörgum þjóðum. Ifins vegar hefur verið lítið um slík mannamót með þátttöku fólks af einu ok sama erlenda þjóðerninu. Fyrir nokkrum árum var gerð á vejíum Ferðamálaráðs íslands könnun á )fildi Fjölþjóðlegra ráðstefna á Islandi, lagt var fram frumvarp á Alþingi og í greinar- gerð, sem því fylgdi var meðal annars hent á peningalegan hafínað af ráðstefnum fyrir íslenska þjóðarbúið. Tölurnar, sem þá voru birtar voru mjög athyglisverðar og sennilega mun hærri cn almennt var talið fyrirfram. I kjölfar þessa var ákveðið að stuðla að því af opinberri hálfu að auka ráðstefnuhald á íslandi. í Norður-Ameríku hefur ráðstefnum verið líkt við farsótt. Á síðasta áratug hefur þeim fjölg- að aldeilis gífurlega. I fyrra sátu um 26 milljónir bandaríkjamanna einhvers konar ráðstefnur. Talið er, að þeir hafi eytt um það bil 15 billjónum dollara, sem er tvöföld sú upphæð, sem eytt var í sam- bandi við ráðstefnur í Banda- ríkjunum fyrir einum áratug. Og það, sem er ef til vill enn athyglis- verðara er, að þessi upphæð, 15 billjónir dollara á árinu 1978 er líka tvöfalt hærri en samanlögð eyðsia bandaríkjamanna á sama tíma í skemmtanir og íþróttir, og hafa þeir nú ekki verið taldir halda verulega í við sig í þeim efnum. Á síðasta ári var nýting gisti- húsa í Bandaríkjunum um 70% að meðaltali, hærri en nokkru sinni fyrr á síðustu tuttugu árum, og er svo fyrir að þakka ráðstefnum að lang mestu leyti. Margar ástæður eru fyrir því, að ráðstefnum hefur fjölgað svo ört og svo mjög í Ameríku. 1) Flugfargjöld hafa lækkað. 2) Þátttakendur geta dregið út- gjöldin frá skatti. 3) Einangrun sérfræðinga við störf sín gerir það að verkum, að nauðsynlegt er fyrir þá að hitta starfsbræður sína hjá öðrum stofnunum, og eru ráðstefnur kjör- inn vettvangur til þess. 4) Nánari tengsl milli neytenda og framleiðenda, hins almenna borgara og stjórnenda fyrirtækja, lærðra og leikra, býður uppá örari skoðanaskipti hverra fyrir sig, og allra saman. 5) Vinna og afþreying eiga meiri samleið en áður. Þegar talað er um ráðstefnur er yfirleitt átt við margs konar mannamót. Fjölmenna fundi og fámenna, námskeið — til þess að læra eitthvað nýtt eða rifja upp gamalt, ársþing samtaka, undir- búningsþing, opinberar stórpóli- tískar ráðstefnur, eða bara venju- legt snakk. Samkvæmt útreikningum er meðaleyðsla hvers ráðstefnugests um 50 dollarar á dag, sem er mun meira en talið er að venjulegur ferðalangur eyði. Þessi upphæð skiptir að meðaltali fimm sinnum um hendur á meðan á ráðstefnu- tímanum stendur. Eg man ekki lengur tölurnar', sem komu fram í fyrrgreindri greinargerð, sem lögð var fram á Alþingi um árið, en samkvæmt því, sem hér hefur verið bent á er hér um að ræða ábata, sem vert er að gefa nánari gaum. Til viðbótar þessum fimmtíu dollurum kemur hótelkostnaður og ferðakostnaður. Þannig ætti t.d. fjögurra daga ráðstefna á íslandi með hundrað þátttakendum, — eða ca. 70 þátt- takendum og mökum 30 þeirra, að skila a.m.k. tuttugu milljónum króna í þjóðarbúið, og mun þá varlega reiknað og ónákvæmlega. Það er því ekkert undarlegt, þótt víða um heim hafi opinberir aðilar lagt á það meiri og meiri áherslu á síðustu árum að laða til síns lands fjölþjóða ráðstefnur. Nýlega Sá ég ítarlega grein um ráðstefnuhald í virtu og víðlesnu bandarísku tímariti, og þar var meðal annars haft eftir háttsett- um opinberum aðila, að ráðstefna væri eins og flugvél sem flygi yfir og dreifði peningum yfir við- komandi borg. Auk þess sem ráðstefnur skila af sér hagnaði í beinhörðum pen- ingum, þá er annar veigamikill kostur við þær fyrir viðkomandi borg eða bæ. Kostnaðurinn við að halda þær er mjög lítill, og hagn- aðurinn því meiri. Auk þess fylgir þeim engin mengun. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra, sem annast undirbúning allra þessara mannamóta, enda hefur á síðustu árum orðið til ný stétt sérfræðinga, þ.e. þeirra, sem taka að sér að annast slíkan undirbúning. Fyrir fjórum árum var stofnað fyrirtæki í Reykjavík, MANNAMÓT sf., og á vegum þess hafa verið undirbúnar nokkrar Jón Ásgeirsson ráðstefnur á íslandi. Tveimur árum eftir stofnun þess var starf- seminni breytt vegna breyttra aðstæðna, og síðustu tvö árin hefur verið lögð aðaláhersla á landkynningarstarfsemi á vegum fyrirtækisins. MANNAMÓT er aðili að „Nordisk Konferance Service", en í þeim samtökum eru fimm fyrir- tæki, eitt frá hverju Norðurland- anna. Norrænum ráðstefnum hefur fjölgað mjög verulega á íslandi á síðustu árum, og er það einkum vegna þess, að unnið hefur verið að því að fá þá aðila, sem halda árlegar ráðstefnur, til þess að koma a.m.k. fimmta hvert ár til Islands. Nú hefur í mörgum tilvik- um skapast sú hefð að norrænar ráðstefnur eru haldnar til skiptis í löndunum. Það hlýtur að vera íslendingum mikið kappsmál að fá sem flesta erlenda ráðstefnugesti til landsins. Að vísu hafa stundum heyrst raddir, sem amast við útlending- um, en þær eru hjáróma og fer fækkandi. Til þess að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið er reynt að selja eins mikið af fiski og unnt er, og fyrir eins hátt verð og kostur er á hverjum tíma. Eins er auðvitað með allar aðrar útflutningsvörur, sem boðnar eru á erlendum mark- aöi. En ráðstefnur á íslandi, sem boðnar eru á erlendum markaði, og líkja má að því leyti við útflutning, hafa þá sérstöðu, að þær þarf einmitt ekki að flytja úr landinu. Þær skapa verðmæti í landinu sjálfu. Aðstaðan, sem fyrir er í landinu nýtist betur en ella, og því verður uppbyggingin örari. Auk þess er ráðstefnuhald á Islandi auðvitað afar mikilsvirði fyrir flutningafyrirtæki, einkum Flugleiðir. I þessu sambandi kemur mér í hug tillaga sú, sem Albert Guðmundsson flutti í borgarstjórn Reykjavíkur um nýtingu Borgar- leikhússins fyrir ráðstefnur. Allir vita, að Albert er duglegur og fylginn sér, og nú er vonandi að hann leggi sig fram í þessu sam- bandi og fái þessa tímabæru og nauðsynlegu tillögu samþykkta, og það sem allra fyrst. Mikið starf hefur verið unnið til þess að kynna íslenskar útflutn- ingsvörur á erlendum markaði, enda er ljóst að til þess að selja vöru þarf að kynna hana, því meira, því betra. Tvennt er það hins vegar, sem kynna þarf miklu betur, — Island og Reykjavík, — möguleikana sem þar eru til þess að halda ráðstefn- ur. Margar leiðir eru auðvitað færar í því sambandi, en aðeins eitt dæmi skal tilfært hér. Borgaryfirvöld ýmissa stór- borga, í Ameríku og í Evrópu, hafa Borgarstjórinn í Reykjavík Egill Skúli Ingibergsson setti mótið. ferðunum með feiknagóðri skor síðustu þrjár umferðirnar. í þriðja sæti urðu Sigurður Svcrrisson og Valur Sigurðsson eftir mjög slakan endasprett en þeir félagar höfðu lcitt keppnina Iengst allra og allt fram í siðustu umferðina. Mótið hófst sl. laugardag með því að borgarstjórinn í Reykjavík Egill Skúli Ingibergsson setti mótið. Var spilað allan laugardaginn. Guðmundur Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson „þjófstörtuðu" í keppninni og eftir 9 umferðir var staða efstu para þessi: Guðmundur — Sævar 124 Jón Ásbjss. — Símon 69 Sigurður — Valur 64 Ásmundur — Hjalti 62 Vigfús — Jakob 52 Jón Baldurs. — Sverrir 44 Guðbrandur — Isak 42 Breck — Lien 34 Norsku gestirnir fóru rólega af stað en sigu jafnt og þétt upp í efri sætin. Það var ekki fyrr en í 17. umferð að þeir fengu verulegt bakslag. Þá spiluðu þeir gegn Óla Frá upphafi stórmótsins á laugardag. Norsku gestirnir Per Breck lengst til hægri og Leidar Lien lengst til vinstri spila hér gegn Guðmundi Péturssyni og Karli Sigurhjartarsyni. Fjöldi áhorfenda fylgist með. Stórmót Bridgefélags Reykjavíkur: Breck og Lien léku sama leikinn og Göthe og Morath NORSKU snillingarnir, Per Breck og Reidar Lien, voru hinir öruggu sigurvegarar á Stórmóti Bridgefé- lags Reykjavíkur, sem haldið var um helgina á Hótel Loftleiðum. Enda þótt þeir félagar sigruðu með nokkrum mun höfðu þeir aldrci haft forystu í keppninni nema að lokinni siðustu umferð- inni. Þegar mótið var liðlega hálfnað voru þeir í öðru sæti en þá kom slæmur kafli hjá þeim og þegar 18 umferðum var lokið voru þeir ekki meðal 8 efstu paranna. í öðru sæti urðu Jón Baldursson og Sverrir Ármannsson en þeir „stálu“ öðru sætinu í síðustu um- Má Guðmundssyni og Þórarni Sig- þórssyni og urðu að þola 39 stiga tap undir meðalárangri og eftir 18 umferðir voru þeir ekki meðal 8 efstu eins og áður sagði. Staðan var þá þessi: Sigurður — Valur 121 Guðmundur — Karl 97 Ásmundur — Hjalti 91 Brldge eftir ARNÓR RAGNARSSON Jón B. — Sverrir 90 Guðmundur — Sævar 87 Jón Ásbjörnss. — Símon 84 Einar Þorf. — Páll B. 75 Einar Jóns. — Gísli 64 Sigurður og Valur voru nú komn- ir í efsta sætið sem þeir vermdu þar til í síðustu umferðinni. Allir þessir spilarar eru þekktir sem miklir keppnismenn í tvímenningi og mátti búast við skemmtilegri keppni síðustu 9 umferðirnar. Þá var og vitað að Norðmennirnir væru ekki búnir að leggja árar í bát eins og kom á daginn. Til glöggvunar er hér staðan eftir 24 umferðir: Sigurður — Valur 169 Jón Ásbjss. — Símon 153 Breck — Lien 152 Ásmundur — Hjalti 125 Jón — Sverrir 101 Guðmundur — Sævar 86 Einar — Gísli 84 Guðmundur — Karl 73 Norðmennirnir voru allt í einu komnir í efstu röð og voru í miklum ham. Nú voru aðeins eftir 3 um- ferðir og eins og sjá má voru Sverrir og Jón Baldursson „aðeins“ með 101 stig. I næstu umferð juku Valur og Sigurður enn á forskot sitt en er einni umferð var ólokið var Keppnisstjórinn, Vilhjáimur Sigurðsson, fylgist með öðrum Norðmanninum f leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.