Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 37 fj árfesl í ráðstefnum, — byggt upp aðstöðu til þess að halda þær. Hér í Winnipeg, þar sem þetta er skrifað, hefur verið reist mikið mannvirki, Convention Center, og þar eru haldnar margar ráðstefn- ur og sýningar. Á vegum þessa fyrirtækis eru starfandi sölumenn, eða „convention hunters“ eins og slíkir sölumenn eru nú almennt kallaðir hér vestra. Nýlega fóru nokkrir þeirra á fjölsótta sýningu í Boston,- þar komu þeir sér upp sérstökum sýninga- eða kynningabás fyrir Winnipegborg. Árangurinn af ferð þeirra varð sá, að átta fyrirtæki og stofnanir ákváðu að halda ráð- stefnur í Winnipeg á næstu árum. Þeir fóru sem sagt á stúfana, buðu aðstöðu borgarinnar á frjáls- um markaði, og komu heim með milljónir dollara. Auðvitað er þetta ekki alveg svona einfalt, á bak við liggur geysimikil vinna, en það er vinna, sem gefur vel af sér. Hér er um að ræða verk, sem borgar sig fyrir borgaryfirvöld að láta vinna, — borgarbúum og landsmönnum öll- um til góðs. Þess vegna ætti Albert, — þegar hann er búinn að tryggja aðstöðuna í Borgarleik- húsinu, eða jafnvel fyrr, — að leggja fram aðra tillögu. Og hann getur notað sömu tillöguna tvis- var, þ.e. í borgarstjórn og á Alþingi. í þeirri tillögu verði gert ráð fyrir því, að opinberir aðilar leggi fram fjármagn til þess að stuðla að auknu fjölþjóðaráð- stefnuhaldi á íslandi. Það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið að fá slíka tillögu sam- þykkta, því fyrir liggur viljayfir- lýsing a.m.k. Alþingis í þessu sambandi, sbr. hér að framan, og trúlega lætur Reykjavíkurborg ekki sitt eftir liggja, þar sem hér er ábata von. Það veitir víst ekki af aurunum. Winnipeg, Manitoba, 27. febrúar 1979, Jón Ásgeirsson. staðan á ný orðin tvísýn. var þá þessi: Staðan Sigurður — Valur 187 Breck — Lien 181 Jón — Símon 166 Jón — Sverrir 145 Ásmundur — Hjalti 117 í síðustu umferðinni fengu Norð- mennirnir svo 23 yfir meðalskor á meðan Valur og Sigurður fengu 17 undir meðalskor. Urðu þeir að láta sér nægja þriðja sætið því Sverrir og Jón fengu þriðju toppskorina í röð og hrepptu 2. sætið. Sigurður Sverrisson kom nokkuð við sögu á síðasta stórmóti BR en þá spilaði hann með Skúla Einars- syni og einmitt í síðustu umferð- inni missti hann af sigri til erlendu gestanna sem þá voru Morath og Göthe frá Svíþjóð. Lokastaðan i mótinu: Per Breck — Reidar Lien 204 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 172 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 170 ’Jón Ás- björnsson — Símon Símonarson 168 Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 137 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 103 Einar Þorfinnsson -- Páll Bergsson 63 Einar Jónsson — Gísli Torfason 49 Jakob R. Möller — Vigfús Pálsson 39 Þrenn peningaverðlaun voru veitt fyrir efstu sætin, 150, 100 og 50 þúsund krónur. Sigurvegararnir Per Breck og Reidar Lien eru frá Bergen. Breck er læknir, en Lien bankastarfsmaður. Þeir hafa verið fastir liðsmenn í norska landsliðinu frá 1973 a.m.k. og urðu Norður- landameistarar 1975 og í fyrra þegar mótið var haldið á Loftleið- um. Þeir spila kerfisblöndu sem hefir fengið íslenzku þýðinguna: Vesturstranda-Víkingslaufið. Verðlaunin voru afhent á Óðali á sunnudagskvöld. Keppnisstjóri var Vilhjálmur Sigurðsson, mótsstjóri Baldur Kristjánsson og reiknimeistari Þortinnur Kárlsson. Nánar verður sagt frá mótinu síðar í vikunni. Sigursveit Útvegsbankans. Frá vinstri: Jóhannes Jónsson. Gunnar Gunnarsson. Björn Þorsteinsson og Bragi Björnsson. Frá hraðskákkeppninni. Hér á Útvegshankinn í höggi við Háskólasveitina, sem vann B flokkinn. Á myndinni má greina frá vinstri við borðið: Hauk Angantýsson, Jón Friðjónsson og Magnús G. Jónsson í Háskólasveitinni og þá Jóhannes Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Björn Þorsteinsson í sveit Útvegsbankans. Skák- keppni stofnana: Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Sveitir bankamanna og kenn- ara röðuðu sér í efstu sætin Nýlega er lokið Skákkeppni stofnana, einni vinsælustu skák- keppni á hverju ári hérlendis. Að þessu sinni voru 48 sveitir meðal þátttakenda, 20 f A flokki og 28 í B flokki. Þátttakan hefur oft verið nokkru meiri, en engu að síður var keppnin nú mjög skemmtileg og spennandi og margir af sterkustu skákmönnum landsins meðal þátttakenda. úm langt árabil stóð keppnin um efsta sætið ávallt á milli bankanna og Stjórnarráðsins. Nú hefur þetta hins vegar breyst. Stjórnarráðið er ekki lengur mcðal þátttakenda og helsti keppinautur bankavaldsins er nú Fjölbrautarskólinn á Suðurnesj- um, sem hefur mörgum sterkum skákmönnum á að skipa. í fyrra sigraði sú sveit örugglega í A flokki og nú stóð keppnin um efsta sætið á milli hennar og Útvegsbankans. Fyrir síðustu umferð voru sveitirnar jafnar með 16 vinninga, en töluverður munur var á andstæðingum. Fjölbrautarskólinn mætti hinni sterku sveit Búnaðarbankans, á meðan Útvegsbankamenn áttu í höggi við Grunnskóla Reykjavíkur. Sveit Fjölbrautarskólans vann Búnaðar- bankann 2V4—1%, sem er í sjálfu sér ágætur árangur, en það dugði samt ekki til því að liðsmenn Útvegsbankans tóku heldur betur á honum stóra si'num og unnu ÍV2—V2 og unnu þar með verð- skuldaðan sigur með 19V4 vinning af 28 mögulegum. Sveit Fjölbrautarskólans á Suðurnesjum kom næst með I8V2 v. Röð annarra sveita í A riðli varð þessi: 3. Landsbankinn 17 v. 4—6 Verkamannabústaðir í Reykjavík, Þýsk-íslenska Verzlunarfélagið og Búnaðar- bankinn 16 v. 7. Veðurstofan 15'/2 v. 8—9. Flugleiðir og Grunnskólar Reykjavíkur 14% v. 10—11. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og Sveinsbakarí 13% v. 12—15. Morgunblaðið, Raf- magnsveitur Ríkisins, Land- spítalinn og Flensborgarskólinn 13v. 16—18. ÍSAL, Rafmagns- veita Reykjavíkur og Ríkis- útvarpið 11% v. 19. Smjörlíki h/f 11 v. og lestina rak Póstur og Sími með 8 v. í B flokki var einnig hart barist. Þar tók Reiknistofa bankanna snemma forystuna og hélt henni þar til sveitin tapaði stórt fyrir Háskólanum, %—3%. Eftir það varð Háskólasveitin ekki stöðvuð, jafnvel þó að Reiknistofu- mönnum tækist verulega að saxa á forskot hennar. Röð efstu sveitanna varð þessi:l. Háskól- inn 19% v. 2. Reiknistofa bank- anna 19 v. 3. Orkustofnun 18 % v. 4—6 B sveit Landspítalans, B sveit Pósts og Síma og Álafoss h/f 18 v. 7. B sveit Flugleiða 15% v. 8—9. Kleppsspítalinn og Veltir h/f 15 v. 10—13. Prent- smiðjan Oddi h/f, Bræðurnir Ormsson h/f og Vélsmiðjan Héðinn h/f 14% v. Hraðskákkeppnin fór síðan fram síðastliðinn föstudag og aftir varð það sveit Útvegsbank- ans sem bar sigur úr býtum. Hún hlaut nú 38% vinning af 56 mögulegum. Næst kom sveit Háskólans með 35% v. og er greinilegt að sú sveit blandar sér í baráttuna um efsta sætið í A flokki að ári. Sveit Verka- mannabústaðanna í Reykjavík hlaut 35 v., Þýzk-íslenzka Verzlunarfélagsins 34% vinning og í fimmta sæti Grunnskólar Reykjavíkur með 33 v. í stofnanakeppninni voru oft- ast tefldar tvær umferðir á kvöldi og hafði því hver keppandi aðeins eina klukku- stund tii þess að ljúka hverri skák. Eins og gengur fóru marg- ar skákir hægt af stað eins og venjulegar kappskákir þannig að oft var lítill tími eftir undir lokin. Þannig var gert snaggara- lega út um margar skákir í tímahraki og höfðu áhorfendur oft mjög gaman af enda voru þeir oft margir. Skákin sem hér fer á eftir er að mörgu leyti dæmigerð fyrir slíkar klukku- tíma skákir. Skákin byrjar rólega, en síðan færist sífellt meiri æsingur í hlutina og undir lokin tekur klukkan algjörlega ráðin af skákmönnum sjálfum. Hvítt: Bragi Halldórsson (Fjöl- brautarskólanum á Suðurnesj- um) Svart: Bragi Kristjánsson (Búnaðarbankanum) Ilollensk vörn 1. d4 - 15, 2. g3 - Rf6, 3. Bg2 - g6, 4. h4!? - (Þessi afkáralegi leikur á þó nokkurn rétt á sér. Hvítur hyggst staðsetja kóngsriddara sinn á f4 án þess að eiga g — g5 yfir höfði sér) Bg7, 5. Rh3 - d6, 6. d5 - c6, 7. c4 — cxd5 8. Cxd5 — Rbd7, 9. Rc3 - Re5, 10. Be3 - Bd7, 11. Bd4 - 0-0,12. RÍ4 - Bh8, (Hvítur hefur fengið mun rýmra tafl og með þessum leik er svartur að fyrirbyggja fram- haldið 13. h5 — g5 14. h6), 13. Db3 —De8.14. Hdl?! - (Rétt var 14. Dxb7 eða einfald- lega 14. 0—0. Hvítan dreymir hins vegar kóngssókn og það á því ekki fyrir honum að liggja að hróka í þessari skák) Hc8,15. Bxa7 — Re4!, 16. Bxe4 (16. Rxe4 hefði verið svarað með 16 ... Ba4) fxe4, 17. Bd4 - Dd3 - Da4, 27. Kel - Hc8. 28. Re2 - Hxa2. 29. Hxa2 - Dxa2. 30. Kfl - Dal+. 31. Kg2 - Del, (Staða svarts er nú unnin en sá var galli á gjöf Njarðar að hann var nú kominn í geigvænlegt tímahrak. Hvítur reynir því að fiska í gruggugu vatninu) 32. Dc3 - Ha8, 33. e5!? - Ilal. 34. KÍ3 - Dhl+, 35. Kg4 - Dxd5, 36. f4 - Hfl!, (Svartur hefur nú fengið stór- snjalla hugmynd, en nú átti hann í höggi við tvo and- stæðinga, því að vísirinn var alveg að detta) 37. Ild4 - h5+, 38. Kg5 - Kg7, 39. Dd3 - (Nú virðast góð ráð dýr. Hvítur hótar 40. Dxg6+, 40. Dxfl og 40. Rf5+! Rd3+!. 18. exd3 - Bxd4, (Svartur hótar nú bæði 19 .. . Bxc3+ 20. Bxc3 Ba4 og 19 ... e3. Hvítur ákveður því að gefa skiptamun) 19. dxe4 - Bxc3+. 20. bxc3 - Ba4, 21.1)b2 - Bxdl, 22. Kxdl - Dal+, 23. Dc2 - Dcl. 24. Kd2 - Ha8, 25. Hal - Ha3.26. DÍ7!! (Svartur skeytir engu um hrók- inn sem er í uppnámi því að hann hótar nú 40 ... Df6+ 41. exf6 — exf6 mát. Hann átti nú aðeins u.þ.b. hálfa mínútu eftir og í stað þess að gefast upp gerir hvítur árangursríka tilraun til þess að slá ryki í augu svarts) 40. Í5 - (“Nú þetta var þá vörnin sem átti“ hefur líklega verið það eina sem svörtum datt í hug á hinum örfáu sekúndum sem hann not- aði til að leika næsta leik sínum) 41. Re6+ - Kg8, 42. Dd8 - Kh7, 43. Rf8+ - Kg7, 44. Re6+ - Kh7??. (44 ... Dxe6! 45. fxe6 Hf5 mát! Keppendur sömdu hins vegar um jafntefli, þar sem þeir álitu hvítan eiga þráskák í stöðunni. Tímahrakið er og verður versti óvinur skákmannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.