Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 41 + AÐGERÐIR franskra bænda hafa verið í frétt- um undanfrið. Hafa þeir mótmælt kjötinn- flutningi til landsins frá V-Þýzkalandi með því að koma fyrir vegatálmun- um á landamærunum. — Hér má sjá hvar þeir hafa stöðvað kjöt- flutningabíl. — Og hann fór ekki lengra. Bænd- urnir gerðu hann aftur- reka. + ÞESSA frétta- mynd sendi stjórn- in í Hanoi til Vest- urlndabjaða um daginn. í texta með henni segir, að þetta séu systurnar Smaina 17 ára og Phuna 16, sem hér halda á hríðskota- byssunum sínum. Þær hafa tekið virkan þátt í skæruhernaðinum gegn sveitum Pol Pot-stjórnarinnar. í textanum er einnig sagt frá því að her- sveitir Pots hefðu drepið foreldra þeirra á árinu 1975. fclk í fréttum + Á KJÖRSTAÐ í Moskvu er þessi mynd tekin. — Leonid gamli Brezhnev forseti Ráðstjórnarríkjanna og Viktoría kona hans koma á kjörstað til að kjósa, í nýafstöðnum kosningum. Kjörsóknin hafði verið góð, svo sem vænta mátti eða 99,98% að sögn yfirvalda. + ÞETTA er hinn nýlátni foringi landflótta Kúrda, Mustafa Barz- ani. — Hann lézt á sjúkrahúsi í Washington 2. marz sl. 76 ára að aldri. Krabbamein var dánaror- sökin. — Lík hans var flutt heim til írans. Þegar þangað kom var kista hins látna Kúrdaforingja flutt upp í fjalllendi írans. — Við útförina, sem var fjölmenn höfðu kúrdískar konur hrópað: Barzani er ekki látinn! og Kúrd- ar eru ekki dauðir! Hann var grafinn í landamærabæ sem heit- ir Oshnovieh á norðvesturlanda- mærum írans og íraks. Á þeim slóðum voru háðir lokabardag- arnir í baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði sínu við hermenn ríkisstjórnarinnar í Baghdad, á árinu 1975. * Til afgreiöslu strax, sambyggðar trésmíðavélar G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Sími 8 55 33. „Super“ Markaður í Sýninga- höllinni og 20 tegundir af HJÓNARÚMUM Veljiö hvaöa rúm sem er meö 100.000,- út og 50. 000.- á mánuði. Stærsta verslun í íslandi í hjónarúmum. í Sýningahöllinni. Bíldshöfða 20, sími 81410 — 39160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.