Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 69. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR, 23. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sundurskotin sendiherrabifreiðin. Við gluggann sat Sir Robert Sykes. Símamynd-AP. Sendiherra Breta Danmörk: Mótmælaaðgerðir lömuðu atvmnulífið Þjónn brezka sendiherrans fluttur f sjúkrahús af morðstað. Kaupmannahtífn, 22. marz AP TUGbÚSUNDIR Dana yfirgáfu vinnustaði sína í dag og tóku þátt í' fjölmennum mótmælagöngum sem farnar voru til að mótmæla frumvarpi stjórnarinnar um að núgildandi samningar verkalýðs- félaga framlengist lftt eða ekkert brcyttir um tvö ár. Ferðir dönsku ferjanna svo og ferðir almenningsvagna í Kaupmannahöfn lögðust að mestu leyti niður vegna mótmælaaðgerð- anna. Enginn póstur var borinn í hús og dagheimili og ýmsar opin- berar stofnanir voru lokaðar. Einnig kom til víðtækra verkfalla í danska stáliðnaðinum. Loks komu ýmis dönsku blaðanna ekki út þar sem blaðamenn og aðrir starfs- menn blaðanna lögðu niður vinnu í dag. Búist er við því að danska þingið samþykki á mánudag frumvarp stjórnarinnar um að núgildandi samningar verkalýðsfélaga verði frystir til næstu tveggja ára. Stjórnin greip til þess ráðs að leggja frumvarpið fram til að koma í veg fyrir verkföll í landinu frá og með næstu mánaðamótum. Bar þremur kálfum Feltro, ftalfu, 22. marz. AP. KÝRIN Vania bar þremur kálf- um um helgina og segja fróðir menn, að sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum, hvað þá þremur. Vania og afkvæmi hennar dafna vel á bóndabænum Girolam Bonsembiante í út- jaðri Alpaþorpsins Feltro, sem er norður af Feneyjum. Vania ei af hinu svokallaða Alpakyni. í Hollandi myrtur HaaK. Hollandi, 22. marz. AP. TVEIR vopnaðir menn, sem enginn veit ennþá deili á, særðu Sir Richard Sykes sendiherra Bre.t- lands f Hoilandi og þjón hans skotsárum við bústað sendiherrans f Haag í dag. Báðir létust tveimur klukkustundum sfðar á sjúkrahúsi. Sendiherrann var sérfræðingur í öryggismálum diplómata. Hvorki hollenzka lögreglan né fulltrúar sendiráðsins geta gert sér í hugarlund hvaða ástæður hafa legið að baki morðinu. Sendiherranum höfðu engar morðhótanir borizt, og ennfremur hafa engin samtök eða aðilar lýst ábyrgð sinni á morðinu. Arásin á Sir Richard Sykes var Sir Richard Sykes. gerð þegar hann var að leggja af stað til vinnu sinnar í sendiráðinu um níuleytið. I þann mund sem sendi- herrann sté upp í bifreið sína þustu tveir snyrtilega klæddir menn út úr bakgarði bústaðar sendiherrans og hófu skothríð að bifreið hans af átta til fimmtán metra færi. Þjónn sendi- herrans stóð utan bifreiðarinnar og féll strax í götuna. Sendiherrann var að setjast inn í bifreiðina og þegar bifreiðastjórinn varð þess áskynja hvað um var að vera ók hann rakleiðis af vettvangi og á sjúkrahús í 500 metra fjarlægð. Morðingjarnir hröðuðu sér af vettvangi og hurfu inn í mannþröngina í nálægri verzl- unargötu. Israelski herinn í viðbragðsstöðu Hver höndin upp á móti annarri h já Aröbum Ötryggt ástand enn í Kúrdistan Jerúsalem, Kairó, Washington, 22. marz. AP — Reuter EZER Weizman varnarmálaráðherra ísraels skýrði frá því í dag að her ísraels hefði verið í viðbragðsstöðu að undanförnu vegna hótana frá Sýrlandi, Jórdaníu og írak. Ráðherrann varðist að öðru leyti allra frétta af þessu máli. Sanandaj, 22. marz. Reuter. AP. SENDIFULLTRÚAR Ayatollah Khomeinis trúarleiðtoga írana virðast hafa farið erindisleysu til Sanandaj í Kúrdistan þar sem þeim var tekið mjög fálega. Vopnahlé var þó í borginni í dag, en talið er að a.m.k. 200 manns hafi fallið og enn fleiri særst f vopnuðum átökum f borginni undanfarna þrjá daga. Talið er að enn eigi eftir að slá í brýnu milli hermanna og uppreisn- armanna, en einn þeirra síðarnefndu sagði í dag að ekki yrðu lögð niður vopn fyrr en Kúrdum hefðu verið tryggð umbeðin réttindi, svo sem sjálfsforræði Kúrdistan o.fl. Alls búa um þrjár milljónir Kúrda í Kúrdistan í vesturhluta írans. Hefur oft dregið til tíðinda á svæð- inu þegar ólga hefur verið í írönsk- um stjórnmálum. Kúrdar heyra öðrum meiði Múhammeðstrúar en flestir landsmenn, en segja þó að yfirstandandi erjur eigi ekkert skylt við trúmál. Byltingardómstóll í Suðurhluta írans fór þess á leit við Kohomeini í dag að hann samþykkti heimild til aftöku tveggja lögreglumanna, sem dómstóllinn hefur dæmt til dauða. Utanríkisráðuneytið í Teheran veitti fyrsta ritara sendiráðs Afghanistans í borginni 48 klukku- stunda frest til að hypja sig á brott úr landi. Samskipti írans og Afghan- istans hafa versnað mjög að undan- förnu. Hver höndin er nú upp á móti annarri í ríkjum Araba um í hvaða röð tekið skuli á málefnum Mið- austurlanda. Harðlínuríki krefjast þess að þegar í stað verði eitthvað aðhafst og ákveðið um refsiað- gerðir vegna undirritunar friðar- sáttmála Israelsmanna og Egypta, en hin auðugu olíuríki vilja að fyrst verði deilur Norður- og Suður-Jemens leiddar til lykta. Anwar Sadat forseti Egypta- lands og Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna sögðust ánægðir með fregnir af samþykkt ísraelska þingsins á uppkastinu að friðar- sáttmála Israelsmanna og Egypta. Sögðu þeir að þar með hefði stórt skref verið stigið til friðar. Þingið samþykkti uppkastið með 95 atkvæðum gegn 18 og tveir þingmenn voru fjarverandi. Aður en uppkastið var borið upp til atkvæða urðu um það 28 klukku- stunda harðsnúnar deilur. Þeir sem greiddu atkvæði móti upp- kastinu voru einkum þjóðernis- sinnar úr röðum stjórnarflokk- anna og kommúnistar. Tilkynnt var opinberlega í Washington í dag að undirritun friðarsáttmálans færi fram við hátíðlega athöfn á grasflötinni við norðurhlið Hvíta hússins klukkan 19.00 að íslenzkum tíma næstkom- andi mánudag. Mánudagurinn verður mikill hátíðisdagur í Washington og margt gert þar til hátíðarbrigða í tilefni undir- ritunarinnar. Sadat forseti Egypta og Meaheni Begin forsætisráðherra Israels munu ákveða í Washington hvenær undirritun hebreska og arabíska texta samkomulagsins fer fram. Begin sagði í dag að hann legði til að það.yrði gert 2. apríl næstkomandi bæði í Jerúsalem og Kaíró. Bandaríkjamenn og ísraels- menn mupu á næstu dögum undir- rita samkomulag sem felur í sér að Bandaríkin veiti ísrael pólitískan stuðning verði friðarsáttmáli ísraelsmanna og Egypta rofinn. Símamynd-AP. Frá ísraelsþingi við umræður um friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta. Menahem Begin forsætisráðherra, fyrir miðju, tekur í höndina á Ariel Sharon landbúnaðarráðherra sem greiddi atkvæði gegn uppkastinu á stjórnarfundi fyrir skömmu. Moshe Dayan landvarnaráðherra gerir sig liklegan til að rétta upp hönd til samþykkis sáttmálanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.