Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979 15 Fylgi Carters eykst lítillega New York, 22. marz. AP. Höfrungar til leitar að Loch Ness skrímslinu New York, 22. marz AP TVEIR höírungar eru nú í þjálfun í Flórída til að aðstoða leiðangursmenn, sem í sumar hyggjast leita að Loch Ness-skrímslinu fræga, í Loch Ness-vatni í Skotlandi, að því er kemur fram í grein í New York Times í gær. Dr. Robert H. Rines sem hefur stjórnað leitarferðum í Loch Ness-vatni síðustu tíu árin sagði, að dýrin myndu verða útbúin með mynda- vélum og sérstökum ljósum til könnunar á svæðum sem ekki er hægt að rannsaka eftir hefðbundnum leiðum. Höfrungarnir sem hafa að undanförnu fengið þjálfun sína í ferskvatni, munu' á næstunni fá að spreyta sig í ísilögðum sjó til að venjast hinum mikla kulda sem í Loch Ness-vatni er. Skutu niður sex flug- vélar Suður-Afríkuhers SAMKVÆMT skoðanakönnun sem fréttastofurnar AP og NBC framkvæmdu í vikunni hefur fylgi Jimmy Carters Bandaríkja- forseta lítið breytzt frá því sem það var fyrir mánuði, þrátt fyrir frammistöðu hans í málefnum Miðausturlanda. Gierek mun hitta páfa Varsjá, 22. marz. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Jóhann- es Páll páfi II og Edward Gierek, leiðtogi pólska kommúnista- flokksins, muni hittast að máli þegar hinn fyrrnefndi kemur í heimsókn til Póllands í júní n.k., að því er haft er eftir áreiðanleg- um heimildum innan kirkjunnar. Það vekur nokkra athygli að Gierek skuli ætla að hitta páfa að máli, þar sem kommúnistayfirvöld í Póllandi hafa jafnan haft horn í síðu kirkjunnar. Agostino Casaroli erkibiskup, utanríkisráðherra Vatikansins, er nú í Póllandi til að undirbúa komu páfa þangað í júní. Hann heldur tveggja daga fund með æðstu mönnum kirkjunnar á morgun og laugardag til að ræða málin. Khmerar herða sóknina Bangkok, 22. marz. AP. TALSMAÐUR herja hliðhollra Pol Pots fyrrverandi leiðtoga Kambódíumanna sagði í dag, að þeir hefðu ráðist á herflugvöllinn í Battambang í norðvestur hluta landsins og eyðilagt tvær vélar og fellt nokkra víetnamska her- menn. Þá sagði talsmaðurinn að Khmerarnir hefðu í síðustu viku fellt 245 víetnamska hermenn, sprengt tvo skriðdreka í loft upp og eyðilagt nokkra herflutninga- vagna. 1 / Veður víða um heim Akureyri +11 skýjaó Amsterdam 10 léttskýjad AÞena 22 skýjaó Barcelona 15 léttskýjaó Berlín 8 léttskýjaö Brussel 7 heiðríkt Chícago 6 heiðríkt Frankfurt 12 rigning Genf 11 skýjað Helsinki 0 skýjað Jerúsalem 26 lóttskýjaó Jóhannesarb. vantar Kaupmannahöfn 2 snjór Lissabon 15 léttskýjaó London 8 rigning Los Angeles 16 skýjað Madríd 11 léttskýiaö Malaga 16 léttskýiað Mallorca 15 léttskýjað Míami 28 heiðskírt New York 20 heiöskírt Ósló 1 snjór París 10 skýjaö Reykjavík +10 lóttskýjaó Rio De Janeiro 31 lóttskýjað Rómaborg 14 lóttakýjaó Stokkhólmur 1 skýjað Tel Aviv 26 lóttskýjaó Tókýó 16 léttskýjaö Vancouver 13 skýjaö Vínarborg 11 skýjað Carter var af 29% spurðra tal- inn standa sig vel í starfi í stað 28% í síðasta mánuði. — 18% sögðu að forsetinn væri algerlega óhæfur til að gegna starfi sínu í stað 17% síðast. — 53% töldu hann standa sig sæmilega í starfi. Talið er að frammistaða Carters í baráttunni gegn verðbólgunni og st^fna hans í orkumálum standi honúm helzt fyrir þrifum. Flestir þeir sem spurðir voru sögðu að hann réði engan veginn við þau miklu efnahagsvandamál sem við væri að glíma. Aðeins 12% töldu Carter standa sig vel í orkumálum og 53% sögðu hann standa sig afleitlega. Leiguflugið varð undir í baráttunni Genf, 22. marz. Reuter. LEIGUFLUGFÉLÖG á Atlants- hafsleiðinni fluttu um 20% færri farþega á árinu 1978 heldur en árið á undan, á sama tíma og félögin sem halda uppi reglu- bundnu flugi fluttu um 28,5% fleiri farþega, að því er IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, til- kynnti í Genf í dag. Munurinn varð mestur á flug- leiðinni Bretland — Bandaríkin. Þar fluttu félög með reglubundið flug um 41,4% fleiri farþega held- ur en árið áður. Á sama tíma fluttu leigufélögin um 33,9% færri farþega á þessari sömu leið. Lissabon, 22. marz. AP. TILKYNNT var í Lissabon í dag að Angólaher hefði í síðustu viku skotið niður sex suður-afrískar herþotur sem gert hefðu árásir á búðir skæruliða þar í landi. Talsmaður Angólastjórnar sagði að hersveitir hefðu skotið niður sex Mirageþotur sem síðar reynd- ust vera frá flugher Suður-Afríku, eftir að þeim höfðu verið gefin fyrirmæli um að skjóta á allar flugvélar sem ryfu lofthelgi Angóla án heimildar. Þá sagði talsmaðurinn að flug- vélar Suður-Afríkuhers hefðu 70 sinnum farið inn fyrir lofthelgi Angóla á síðustu tveimur vikum, hent niður um 132 tonnum af sprengjum, sem hefðu fellt 16 manns og sært um 30 alvarlega. Talsmaðurinn ásakaði Suð- ur-Afríkumenn ennfremur um að hafa tvívegis sent landgönguher- sveitir inn fyrir landamæri Angóla í síðustu viku, í annað skiptið um 17 kílómetra innfyrir og hitt skiptið um 12 kílómetra. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara MorgunbladsinB í Ósló VERKFALL norskra leikara hefur nú staðið á aðra viku og enn sem komið er bendir ekkert til þess að þeir hefji að leika listir sínar að nýju á sviði, í útvarpi og sjónvarpi á næstunni. Þessari vinnudeilu hefur verið vísað til kjaradóms, en ekki er vitað hvenær málið verður tekið til meðferðar á þeim vettvangi. Að líkindum verður niðurstaða Þá tilkynnti talsmaður skæru- iiða Swapo að þeir hefðu í þessari viku skotið niður fjórar flugvélar Suður-Afríkuhers. kjaradóms sú, að verkfallið sé ólög- legt, en leikarar hafa lýst þvi yfir að þeir muni ekki hefja störf sín að nýju fyrr en þeir ellefu leikarar, sem sagt var upp störfum við tvö leikhús, hafi verið endurráðnir. Toralv Maurstad, leikhússtjóri við Þjóðleikhúsið í Ósló, þar sem átta hinna útskúfuðu leikara hafa starf- að, er enn einu sinni kominn í sviðsljósið, en rökstuðningur hans fyrir uppsögnum er sagður fela í sér meðal annars einn sé of feitur, annar of gáfaður og sá þriðji sé með ómögulegan hárlit. Maurstad vísar þessu á bug og segir að þessar tilvitnanir séu slitnar úr samhengi, enda hafi hann hreina samvizku í málinu. Snjóflóð grönduðu 48 manns Nýju-Delhi, 22. marz. AP. TALSMAÐUR Kashmir-rikis á Indlandi sagði í dag að hin miklu snjóflóð í ríkinu s.l. mánuð hefðu grandað alls 48 manns. — Ríkið er að miklu leyti sambandslaust við Nýju Delhi vegna mikilla snjóa, vegir eru undir margra metra þykku snjólagi. Þyrlur hafa á undanförnum dögum flogið á milli einangraðra þorpa og fleygt niður matar- skömmtum og sjúkragögnum. Þetta gerðist 23. marz 1966 — Erkibiskupinn af Kantaraborg gengur á fund páfa í Róm (Fyrsti opinberi fundur yfirmanna anglíkönsku og kaþólsku kirkjunnar í rúmar fjórar aldir). 1965 — Fyrsta tveggja manna bandaríska geimfarinu skotið á braut. 1962 — Flugvélum og skriðdrekum beitt gegn evrópskum uppreisnarmönnu, í Alsír. 1944 — Bandarískir og brezkir hermann sækja yfir Rín. 1933 — Þýzka þingið vetir Adolf Hitler alræðisvöld. 1919 — Benito Mussolini stofnar nýja stjórnmála- hreyfingu á Italíu. 1918 — Lithaugaland lýsir yfir sjálfstæði. 1909 — Theodore Roosevelt fv. forseti fer frá New York í leiðangur til Afríku. 1848 — Fyrsti skipulagði hópur landnema gengur í land í Dunedin á Nýja-Sjálandi. 1801 — Páll I Rússakeisari ráðinn af dögum og Alexander I tekur við. 1775 — Áskorun Patrick Henry um sjálfstæði Norður-Ameríku („Give me Liberty or give me Death"). 1568 — Öðru trúarstríðinu lýkur í Frakklandi með Longjumean-friðnum. 1534 — Clement páfi VII lýsir giftingu Hinriks VIII og Katrínar af Aragon gilda. Afmæll: Alfred Milner, brezkur stjórnmálaeliðtogi (1851—1925)= Roger Bannister, brezkur íþróttamaður (1919 — )= Joan Crawford, bandarísk leik- kona (1908 —1977)= Bernadette Devlin, írsk mannréttindakona (1947 —)= Wernher von Braun, þýzkættaður eldflaugasér- fræðingur (1912-1977). Andlát: Stendahl, rithöfundur, 1842. Innlent: Sighvatur og Sturla koma í Borgarfjörð með 1200 manna liði og Snorri flýr 1236= Eldgos tvær mílur frá Gríms- stðum á Fjöllum 1875= d. Halldór Friðriksson yfirkennari 1902= Dani handtekinn fyrir níðgrein um íslendinga 1943= Tillaga Jóhannesar Kjarvals um íslenzkt hvalfriðunarskip 1948= Eggert G. Þorsteinsson ráð- herra fellir stjórnarfrumvarp um verðgæzlu 1970. Orð dagsins: Oft verður lítill neisti að stóru báli — Dante, ítalskt skáld (1265-1321), HDiumiJngiuimiiiximgJiiMiiimunimgiiigingiiiimuiiPiuiiiiinimgjiiigfiiiiimnginijiiPiiBi ■ Hljómplötumarkaóur í Vörumarkaönum, Ármúla. Allt að 80% afsláttur af íslenskum og erlendum hljómplötum. <= Hljómplötuútgáfan hf. ÉT(i)TfflIÍÍlIfiIIfi)IliUi)T(irfi)T(irfilTíilT(í)Tíir(ilTfirr(ilT(iIT(ÍIT(ÍiT(i)T(i)TT(ilT(ilT(irfi)T(ilTfilTlÍÍ Noregur: Horfur á löngu leikar averkf alli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.