Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla . Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveínsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Hvers vegnavilja Rússar eignast hér olíustöð? Sovézki flotinn hefur stærstu bækistöð sína á Kola-skaganum við landamæri Noregs. Þaðan sækja skip þeirra suður á bóginn út á heimshöfin, á miðri þeirri leið er ísland. Eða eins og sagnfræðingurinn Björn Þorsteinsson prófessor komst að orði fyrir nokkru: „Á okkar mælikvarða er mikið í borði, en mestrar áhættu krefst lega landsins miðsvæðis í hafinu milli Noregs og Bretlands annars vegar og Grænlands hins vegar, eða mitt í hinu svonefnda Giuk- eða Gib-hliði. ísland liggur sem pólitísk ögrun á mjög mikilvægri herbraut. ... Lega landsins veldur því, að við erum í fremstu víglínu á norðurvígstöðvunum eins og sakir standa." Sókn Sovétmanna í því skyni að láta til sín taka á öllum heimshöfunum hefur samhliða örri smíði skipa einkennzt af viðleitni til þess að koma á fót flotabækistöðvum í sem flestum löndum. Hefur þeim tekizt þetta í nokkrum ríkjum og einkum orðið ágengt þar sem hugmyndafræði kommún- ismans ræður stefnu stjórnvalda. Enginn, sem af alvöru íhugar legu íslands frá hernaðar- legu sjónarmiði þarf'að efast um áhuga Sovétmanna á því að geta komið sér með einhverjum hætti þannig fyrir hér á landi, að floti þeirra gæti haft af því gagn. í því ljósi verður að meta óskir Sovétmanna um að fá heimild til að byggja olíustöð í Reykjavík. Það er fyrsti áfanginn í því að koma hér upp sovézkri flotahöfn eins og reynsla hefur sýnt í nokkrum ríkjum þriðja heimsins. Frá því var skýrt hér í blaðinu í gær, að Rússar hafi gert athugasemd við þá aðstöðu, sem olíuskipum þeirra er látin í té í Reykjavík. Jafnframt hafa þeir boðizt til að byggja hér olíutanka og einnig látið að því liggja, að þeir væru tilbúnir til að veita aðstoð til að koma á fót olíustöð í Reykjavík. Þegar Morgunblaðið bar þetta mál undir hafnarstjórann í Reykjavík, Gunnar B. Guðmundsson, sagði hann, að fullyrðingar Sovétmanna væru órökstuddar og hann skildi ekki gerla hvað þeir væru að fara. Shell og Esso hefðu metið aðstöðuna við Örfirisey fyllilega örugga og BP hefði verið beðið um mat á aðstöðunni við Laugarnes. Hafnarstjórinn í Reykjavík segist ekki gerla skilja hvert Rússar eru að fara með beiðni sinni, og hefur hann þá að sjálfsögðu í huga aðstæðurnar í Reykjavíkurhöfn. Að sjálfsögðu er ekki unnt að skýra beiðnina út frá núverandi hafnaraðstöðu, hún byggist á allt öðrum forsendum. Á tímum þeirrar vinstri stjórnar sem sat 1971—1974 fóru Austur-Þjóðverjar fram á heimild til að nota Reykjavíkurhöfn sem skiptihöfn fyrir áhafnir á verk- smiðjutogurum sínum, er stunduðu veiðar í nágrenni við landið. Lúðvík Jósepsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, veitti Austur-Þjóðverjum auðvitað umbeðna heimild, trúr hugsjón sinni. Var komið á loftbrú milli Austur-Berlínar og Keflavíkurflugvallar til að flytja togarasjómennina. Lúðvík sá þó að sér og dró heimildina til baka. Rússar meta stöðuna nú þannig, að þeir þurfi ekki lengur að beita leppum sínum fyrir sig til að treysta aðstöðu sína í Reykjavíkurhöfn. Nú birtast þeir sjálfir og vilja eignast hér olíustöð. Vonir um árangur hlýtur að byggjast á því, að kommúnistarnir, meginaflið í vinstri meirihlutanum í Reykjavík, og kommúnistarnir í ríkis- stjórninni, sem fara með viðskiptamál, orkumál og samgöngumál, veiti beiðni þeirra brautargengi, Rússum líkar ekki þegar þeim er sagt, að þeir hafi rangt fyrir sér. Óskum Rússa á auðvitað að hafna. Þær hafa við engin rök að styðjast. Þær eru liður í viðleitni þeirra til að ná hér fótfestu fyrir flota sinn. Vertíðaraflinn 50 þús. tonnum meiri en í íVrra Sigurður aflahæstur með 16.383 lestir Mestu landað af loðnu í Vestmannaeyjum SIGURÐUR RE 4 fékk eitt skipa meira en 16 þúsund lestir af loðnu á vertíðinni, sem lauk síðastliðinn sunnudag. Bjarni Ól- afsson og Súlan urðu í næstu sætum með talsvert yfir 15 þús- und tonn, en þrjú skip, Víkingur, Gísli Árni og Pétur Jónsson, fengu meira en 14.900 tonn. Sam- kvæmt skýrslum Fiskifélagsins stunduðu 65 skip veiðar á vertíð- inni um lengri eða skemmri tíma og heildaraflinn varð samkvæmt bráðabirgðatölum 520.260 lestir. Auk þess veiddu Færeyingar hér við land samtals 17.270 lestir, samkvæmt skýrslum, sem Fiskifé- laginu hafa borizt. Loðnu var landað á 23 stöðum á landinu, mestu í Vestmannaeyjum, 77.758 lestum, Seyðisfirði 70.694 lestum, Eskifirði 57.942 lestum og 42.279 lestum á Neskaupstað. Á Eskifirði og Neskaupstað er ein loðnubræðsla, en tvær á hinum stöðunum tveimur. í fyrra lauk loðnuvertíðinni 31. marz og þá stunduðu 75 skip veiðarnar og heildaraflinn varð 469.470 lestir. Árið 1977 varð heildaraflinn 549.669 lestir og á vetrarvertíðinni 1976 varð heildar- aflinn 338.556 lestir. Meðfylgjandi eru skýrslur Fiski- félagsins yfir þá báta, sem fengið hafa afla á vertíðinni og löndunar- staði: Kristbjörn Árnason og Haraldur Ágústsson skipstjórar á Sigurði. Samkomulag ríkisins o Hér fer á eftir í heild sam- komulag það sem náðist í gær milli samninganefndar Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og samráðsnefndar ríkisstjórnarinn- ar: Samkomulag Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa náð samkomulagi um eftirfarandi: I Ríkisstjórn beiti sér fyrir eftir- farandi efnisbreytingum á lögum nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: a. Fellt verði niður úr lögum ákvæði um tveggja ára lág- marks samningstímabil, en lengd samningstímabils verði framvegis samningsatriði. b. BSRB fer með gerð aðalkjara- samninga fyrir ríkisstarfs- menn. Á sama hátt fara félög bæjarstarfsmanna með gerð aðalkjarasamninga við hlut- aðeigandi sveitarstjórnir. c. Hvert aðildarfélag BSRB er með gerð sérkjarasamninga, það er um skipun starfsheita og manna í launaflokka. Þeir samningar gildi í 3 ár. Ef sérkjarasamningar takast ekki, skulu aðildarfélögin hafa verkfallsrétt, enda verði verkfall þá boðað samtímis og frá sama tíma hjá öllum aðildarfélögum BSRB, sem verkfall ætla að boða. Heimilt skal félögum í stað verkfalls- boðunar að vísa ágreiningi skv. þessum lið til þriggja manna gerðardóms, þar sem samnings- aðilar skipa sinn mann hvor og hæstiréttur formann. Á sama hátt getur ráðherra eða sveitar- stjórn sem segir upp samningi einhliða lagt á verkbann eða skotið einstökum málum af þessu tagi til gerðardóms. Til gerðardóms má skjóta málum einstaklinga á samningstíma- bili vegna nýráðninga og breyt- inga á störfum. Ákvæði þessa liðar taki gildi 1. september 1980. d. Nefndarmönnum í Kjara- deilunefnd verði fækkað úr 9 í 5. Fjármálaráðherra skipi tvo, BSRB tvo og Hæstiréttur einn, sem sé formaður. Gildandi ákvæði í lögum, þar sem kveðið er á um hverjir ekki megi fara í verkföll til að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggisgæslu og heilsugæslu verði gerð skýrari e. Lögin nái til hálfopinberra stofnana, m.a. þeirra sem fá fé til greiðslu launa frá ríki eða sveitarfélögum að meginhluta. Ákvæði um þetta verði sett með lögum eða reglugerð eftir því sem þörf krefur að athuguðu máli. II Jafnframt því sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir ofangreindum breytingum á samningsréttar- Fulltrúar BSRB og ríklsstjórnarlni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.