Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979
Stjórnun áþorskveiðum:
Lítið samráð haft
við hagsmunaaðila
TILLÖGUR þær um takmarkanir á þorskveiðum, sem sjávarútvegsráðu-
neytið mun væntanlef'a kynna á næstu döKum og voru reifaðar í
Morf'unhlaðinu í gær, eru hliðstæðar þeim samþykktum, sem gerðar
voru á Fiskiþinf'i síðastliðið haust, þótt lentcra sé gengið. í ályktun
þingsins sagði að á tímabilinu frá 10. maí til 30. september mætti
þorskur í hverjum þremur veiðiferðum togskipa eigi nema meiru en 1/3
hluta aflans. Ef um frávik frá þessari reglu yrði að ræða mætti þorskafli
þó ekki ná hærra hiutfalli fyrir tímabilið í heild. Þær hugmyndir, sem nú
er verið að vinna að cndanlegri mótun á í sjávarútvegsráðuneytinu, fela í
sér ákveðið kvótakerfi á þorskveiðarnar frá 10. aprfl til loka september.
Með þeirri stjórnun á veiðunum, huguðu takmarkanir undir nokkra
sem Fiskiþing taldi heppilegasta og
áður er getið, var áætlað að þorsk-
aflinn myndi minnka um 50 þúsund
tonn. I tillögum Fiskiþings var gert
ráð fyrir að veiðunum yrði ákveðinn
tíma ársins beint inn á aðrar veiðar.
I þeim var gert ráð fyrir veiðibanni
um páska, sem einnig mun vera
ráðgert í áformum ráðuneytisins
nú. I þeim áformum er þvi haldið
opnu hver hámarksaflinn verður, en
hann yrði á bilinu frá 285—315
þúsund tonn.
Morgunblaðið bar þessar fyrir-
hagsmunaaðila í sjávarútvegi í gær.
Sýndist sitt hverjum um ágæti
þeirra og taldi einn fulltrúi sjó-
manna þessar aðgerðir mjög tví-
ræðar fyrir sjómannastéttina. Ef
takmarkanir á veiðum kæmu til
þyrfti að breyta grundvelli fyrir
verðákvörðun fisks. Annar taldi að
lítið samráð hefði verið haft við
hagsmunaaðila enn sem komið
væri. Að vísu hefði verið haldinn
fundur með öllum hópnum fyrir um
tveimur mánuðum, en síðan hefði
ekkert gerzt, nema hvað óformlegar
einkaviðræður hefðu átt sér stað.
Frjáls aðgangur að
spjaldskrá SlNE
SPJALDSKRÁ Sambands
ísl. námsmanna erlendis er
öllum opin og samkvæmt
samþykkt stjórnarfundar
SÍNE töldum við okkur
ekki stætt á öðru en veita
upplýsingar um heimilis-
föng námsmanna erlendis,
enda er það alveg sambæri-
legt við það að hægt er að
fá upplýsingar á Hagstof-
unni um heimilisföng
íslendinga, sagði Bragi
Guðbrandsson formaður
SÍNE í samtali við Mbl,
Bragi sagði að mál þetta hefði
komið upp sl. vor er fulltrúar
stjórnmálaflokkanna hefðu haft
samband við sig og beðið um
heimilisföng námsmanna erlendis.
Hefði hann í fyrstu ekki talið sér
fært að veita þær upplýsingar, en
kallað saman stjórnarfund og boð-
ið fulltrúum stjórnmálaflokkanna
að hafa samband að honum lokn-
um. Á fundinum hefði verið
samþykkt eftir miklar umræður
að veita aðgang að spjaldskránni
enda væri þar ekki aðrar upplýs-
ingar að fá en nöfn og heimilisföng
námsmanna erlendis, engu væri að
leyna og sýnt að stjórnmálaflokk-
arnir mundu fá aðgang að þeim
upplýsingum annars staðar, t.d.
hjá Lánasjóði ísl. námsmanna.
Bragi sagði að Alþýðubandalagið
hefði síðan einn flokka borið sig
eftir fyrrgreindum upplýsingum.
Forseti atyrðir þingmenn fyrir lélega mætingu:
Ræðumaður, forseti og
einn áheyrandi í salnum
GILS Guðmundsson, forseti
Sameinaðs Alþingis, gerði það
að umtalsefni á fundi Alþingis
í gær, hve illa þingmenn mættu
á þingfundi, og hve seinlega
gengi að koma málum áfram af
þeim sökum. Sem dæmi nefndi
Gils, að í gær hefðu verið á
dagskrá Sameinaðs Alþingis 22
mál, en af flutningsmönnum
þessara mála voru hvorki
meira né minna en 15 þing-
menn fjarverandi.
Gils Guðmundsson kvaðst
hafa látið kanna það er þing-
fundur hófst í gærdag, eftir
kaffihlé, hversu margir þing-
menn væru í Alþingishúsinu.
Kvaðst hann hafa komist að því
að aðeins 16 af 60 þingmönnum
þjóðarinnar væru þar staddir.
Sagði hann þetta vera því alvar-
legra, sem þetta væri í þriðja
sinn í röð, sem ekki væri unnt að
nýta tíma Alþingis fram að
kvöldmat eins og ætlunin hefði
verið, sakir fjarvista þing-
manna.
Kvaðst Gils myndu ræða
þetta mál síðar við þingmenn,
enda væri til lítils að atyrða
aðeins þá sem mættir væru á
fundinn, þessi ræða ætti senni-
lega frekar erindi til annarra! —
Um tíma voru aðeins þrír þing-
menn á fundi Sameinaðs Al-
þingis í gær, en þar eiga sem
kunnugt er sæti 60 alþingis-
menn. Þeir, sem mættir voru,
voru ræðumaður, forseti og einn
áheyrandi, stundum fleiri, en
seinni partinn í gær sjaldan
fleiri en sex talsins.
Erlendar skipakomur til Reykjavíkur:
Sovésk skip flest
síðustu f jögur árin
AF ERLENDUM skipakomum til
Reykjavíkur undanfarin ár hafa
skip frá Sovétríkjunum verið
flest. Síðustu fjögur árin hafa 249
Kristján Thorlacius formaður BSRB:
„Stór áviimingur fyrir
opinbera starfsmenn”
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til
Kristjáns Thorlacius formanns
Bandalags starfsmanna ríki.s og
hæja í gærkvöldi og innti eftir
áliti hans á nýgcrðum samningi
BSRB og ríkisins. Kr,stján
sagði:
— Ég lýsi ánægju minni yfir
því að við skulum hafa náð
þessum samningum. Ég tel samn-
ingana mjög hagstæða og mikil-
vægt fyrir opinbera starfsmenn
að fá aukinn samningsrétt. I
fyrsta lagi er það mikilvægt að
samningstímabilið verður samn-
ingsatriði en ekki lögbundið til
tveggja ára. Þessu reyndum við
að ná fram þegar síðast var
samið, en fengum ekki. Annað
mikilvægt atriði er það, að hvert
aðildarfélag innan BSRB fer hér
eftir með sérkjarasamninga.
Þriðja mikilvæga atriðið er það,
að nú fá hundruð manna hjá
svonefndum hálfopinberum
stofnunum réttindi, sem þeir
hafa ekki haft. Þetta eru megin-
atriöin í þessum samningi, sem
ég tel stóran ávinning fyrir opin-
bera starfsmenn.
Samninganefndin og stjórn
BSRB voru á fundinum í gær
eftir atvikum ánægð með þetta
samkomulag en auðvitað fá menn
ekki allt það fram í samningum,
sem þeir óska. Það kom fram í
atkvæðatölum á fundinum og í
ræðum manna að þeir eru ánægð-
ir og ég tel vafalaust að félags-
menn alveg eins og okkar samn-
inganefnd skilji þá miklu þýðingu
sem það hefur fyrir samtökin í
framtíðinni að fá þessi auknu
réttindi þó að það kosti 3%
eftirgjöf í bili.
Mjög ánægður með
samningana — seg-
ir forsætisráðherra
— ÉG ER mjög ánægður með
þessa samninga og vona bara
að þeir gangi í gegn og verði
samþykktir á félagsfundum,
sagði Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra um samkomulag
milli BSRB og ríkisins er náð-
ist í gær og verður undirritað
fyrir hádegi í dag með fyrir-
vara um samþykki féiags-
funda.
— Þetta var samþykkt með
miklum meirihluta og er mikið
atriði að allt fari ekki af stað,
því að hefðu samningar ekki
náðst nú hefði mátt búast við að
ýmis félög tækju upp kröfugerð
þar sem samningar eru víða
lausir.
En ég tel menn hafa sýnt
mikinn skilning og held að vel
hafi tekist til með þessi málalok.
skip frá Sovétríkjunum komið til
Reykjavíkur.
I fyrra kom 221 erlent skip til
Reykjavíkur og voru 48 þeirra
sovésk, 43 dönsk, 41 norskt og 24
v.-þýzk. 1977 voru erlendar skipa-
komur til Reykjavíkur 282, 63
þeirra voru rússneskar og 62 frá
V-Þýzkalandi. 1976 voru erlendu
skipakomurnar 253, 78 skipanna
voru rússnesk, 72 frá V-Þýzka-
landi. 1975 komu 205 erlend skip
inn á höfnina í Reykjavík, 78
þeirra voru sovésk, 72 frá Rúss-
landi.
Vestur-þýzku skipin, sem hingað
hafa komið á undanförnum árum
eru ýmist fiskiskip eða tengd
veiðum Þjóðverja á Islandsmiðum.
Eftir að Þjóðverjar hurfu úr land-
helginni hefur eðlilega dregið
mjög úr komum v-þýzkra skipa til
Reykjavíkur. Sovésku skipin eru
einkum flutningaskip og rann-
sóknaskip.
Millibilsástand
hjá loðnuflota
UM 30 þeirra skipa, sem voru á loðnuveiðum í vetur eru nú byrjuð
þorskveiðar á net og um 10 skipanna hafa fengið leyfi til
spærlingsveiða. Kolmunnaveiðar við Færeyjar gætu ekki byrjað fyrr
en eftir rúman mánuð og þær veiðar geta ekki nema um 10 íslenzk
skip stundað, skip eins og Eldborgin, Sigurður, Víkingur og Jón
Kjartansson, Óli Óskars, Breki, Börkur, Bjarni ólafsson og
Grindvíkingur svo þau líklegustu séu nefnd.
Útgerðarmönnum nokkurra þessara skipa þykja kolmunnaveiðarnar
víð Færeyjar þó lítt fýsilegar vegna mikils olíukostnaðar, lélegs
hráefnis sem kolmunninn er meðan hann er á þessum slóðum og því
lágs verðs. Því má segja að millibilsástand sé hjá stórum hluta
loðnuflotans og verði fram á sumar þangað til kolmunninn kemur upp
að austurströndinni í lok júní og síðar er reikna má með að
loðnuveiðar hefjist á ný í ágústmánuði.
Færeyingar, Norðmenn og trolli við kolmunnaveiðarnar,
íslendingar hafa fengið styrk frá
Norræna iðnaðarsjóðnum til rann-
sókna í sambandi við kolmunna-
veiðar og vinnslu þessarar fisk-
tegundar. Er hér um norrænt
samstarf að ræða og í hlut
Islendinga koma um 28 milljónir
króna. Að sögn Guðna Þorsteins-
sonar fiskifræðings hefur það sett
strik í reikninginn hjá
Hafrannsóknarstofnuninni hversu
langan tíma hefur tekið að fá
rannsóknaskipið Hafþór í gagnið.
Ætlunin er að gera í sumar
tilraunir með tvær tegundir af
botntroll og kaðaltroll, en eins og
áður sagði eru einnig fyrirhugaðar
tilraunir með vinnslu kolmunnans.
Á Færeyjamiðum má reikna
með að kolmunni fáist frá síðustu
dögunum í apríl og fram undir lok
maímánaðar. Þá hefur kolmunn-
inn vanalega horfið og sagði Guðni
að t.d. í fyrra vissi hann aðeins um
eitt norskt skip, sem fengið hefði
afla í júnímánuði. í lok þess
mánaðar mætti síðan reikna með
kolmunnanum upp að austur-
ströndinni.