Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 31
FC Kölen sigraðj GLASGOW Rangers og FC Köln gerðu jafntefli í Evrópu-keppni meistaraliða í gærkvöldi 1 — 1. Staðan í hálfleik var 0—0. FC Köln kemst áfram í keppninni þar sem það sigraði í fyrri leik liðanna 1—0. Liðin sem leika í undanúrslitunum eru Köln, Malmö. Forest, og Vín Austur- ríki. Á föstudag verður dregið í Sviss um hvaða lið leika saman. Týr sigradi í 3. deildinni TÝR Vestmannaeyjum sigraði Aftureldingu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi 21 — 16, og tryggði sér þar með rétt til þess að leika í 2. deild næsta keppnistímabil. Týr á enn tvo leiki eftir í 3. deild en hefur samt tryggt sér sigur í deildinni. Týr hefur aðeins tapað einu stigi í öllu mótinu þannig að yfirburðir liðsins eru talsverðir. HKJ. Þróttur — Þór í kvöld EINN leikur stórmikilvægur fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld, í 2. deild íslandsmótsins í handbolta. Þar eigast við Þróttur og Þór frá Akureyri. Þórsarar eiga mjög góða möguleika á einu af efstu sætunum í deildinni. Þeir mega þó ekki tapa sigri. Þróttar- ar reyna nú hins vegar af alefli að lenda ekki í næstneðsta sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 21.00. Eyjamenn enn Þjálfara- lausir 1. DEILDAR LIÐ ÍBV situr enn uppi þjálfaralaust fyrir komandi keppnistímabil og horfir til stór- vandra*ða. Eigi alls fyrir löngu auglýstu Eyjamenn eftir þjálfara í f jölmiðli einum og er slíkt fátftt þegar 1. deildar-lið á í hlut. Ofan á þetta bætist, að Eyjaliðið hefur orðið fyrir tilfinnanlegu manna- tapi frá síðasta keppnistímabili. Má Eyjaliðið muna sinn fífil fegurri, en á síðasta keppnistíma- bili náði félagið ágætum árangri og lék m.a. í UEFA-bikarkeppn- inni. Þar komst liðið í 2. umferð eftir að hafa slegið Glentoran út í fyrstu umferð. Þrátt fyrir að ÍBV sé þjálfara- laust, er ekki þar með sagt, að ekkert sé æft. Þvert á móti æfa reglulega 18—20 manns. Leik- mennirnir sjá sjálfir um æfing- arnar. Slíkt getur þó vart gengið til lengdar. Ekki hefur hjálpað upp á mannamissinn, en 4 af bestu leik- mönnum liðsins verða ekki með í sumar. Karl Sveinsson, Sigurlás Þorleifsson og Einar Friðþjófsson hafa allir tilkynnt félagaskipti eins og sagt hefur verið frá og nú þykja vera allar horfur á því að Tómas Pálsson gerist þjálfari og leikmaður hjá Einherja á Vopna- firði, en félag það leikur sem kunnugt er í 3. deild. MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 23. MARZ 1979 31 Komast Valsmenn yfir síðasta hjallann? í KVÖLD kl. 20.00 leika Valur og Þór frá Akureyri í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Hefst leikurinn kl. 20.00 í Ilagaskólanum. Takist Valsmönnum að sigra í leiknum eru þeir komnir í úrslit í Islandsiitótinu og leika við KR-inga um íslandsmeistaratitilinn. Er það viðureign sem margur bíður spenntur eftir. Ekki er ólíklegt að lið Þórs velgi Val undir uggum í leiknum í kvöld. Því að takist Þór vel upp getur allt gerst. Valsmenn verða þó að teljast sigurstranglegri í leiknum í kvöld. -þr. Ljósm. Mbl. RAX. Bandaríski leikmaðurinn Tim Dwyer sem leikur með Valsliðinu er af mörgum talinn sá snjallasti af þeim erlendu leikmönnum sem hér eru. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það og Mark Christansen, sem leikur með Þór. á hylli margra. Þessir tveir kappar mætast í kvöld í leik Vals og Þórs og verður fróðlegt að fylgjast með einvígi þeirra. Á myndinni er Tim að skora körfu er Valsmenn lögðu UMFN um daginn. En þá eins og oftast í vetur var Tim maðurinn á bak við sigur Vals. Stórblaðið ekki með á nótunum • HIÐ VIRTA knattspyrnurit WORLI) SOCCER er ckki alveg með á nótunum í nýjasta heítinu. þar sem fjallað er um að Hollendingar ásælist leikmenn sem eru á eins konar útsölu eins og hér á íslandi. Kemur fram. að þegar vetrarhörkurnar stöðvuðu deildarkeppnina upp úr áramótunum. hafi nokkur hollensk félög reynt að fá til liðs við sig unga og efnilega íslenska stráka. Stendur í WS, að þá hafi Feycnoord reynt að fá til liðs við sig Pétur Pétursson. Við vitum þó betur, því að Feyenoord fékk Pétur til liðs við sig töluvert fyrir áramótin og hann hafði þegar slegið í gegn með liðinu áður en að hléið skall á vegna veðurs. Þcer smella frá Brittanía Denim-og flauelsbuxur Stærðir 26”til 38” Kf. Suðurnesja, Kf. Hafnfirðinga, Kf. Kjalarnesþings AKUREYRI Feröakynning aö Hótel KEA í kvöld, föstudag 23. marz kl. 19.00. MATSEÐILL: Grillsteikt lambalæri bernaise, fromage a la Benidorm. DAGSKRA: Feröakynning — Kvikmyndasýning. Ferðabingó 3 umferöir. Danssýning: Sæmi og Didda. Dansað til kl. 1. Matarverð kr. 3.500.- Boröapantanir í síma 22200. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 - Símar 11255 - 12940 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐLNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.