Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979
SAMBANDiÐ
BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32
Stúdentar leggja fram
700 þúsund krónur til
„sósíalískrar listar”
Um síðustu helgi barst
Alþýðuleikhúsinu — sunnandeild
vegleg gjöf frá 1. des. nefnd
stúdenta. .
A fundi sem nefndin hélt þ. 27.
fyrra mánaðar, var samþykkt að
veitæ alþjóðaleikhúsinu 700
þúsund króna styrk, sem er ágóði
af dansleik þeim sem nefndin stóð
fyrir 1. des. síðastliðinn.
Með þessu vill nefndin, eins og
segir í bréfi frá henni til Alþýðu-
leikhússins, „styrkja ágætt
framlag leikhússins til
sósíalískrar listar á íslandi".
Peningarnir voru afhentir á
framsýningu á barnaleikritinu
„Norninni Baba-Jaga“ sl. laugar-
dag.
Hann Alþýðuleikhúsið —
sunnandeild 1. des. nefnd stúdenta
bestu þakkir.
(Alþýðuleikhúsið-Sunnandeild —
Fréttyitilkynning).
Finlux
LITSJÓIUVARPSTÆKI
20“ kr. 415.000.-
22“ kr. 476.000.-
26“ kr. 525.000,-
SJÖNVARPSBUÐIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099
Vaxandi áhugi á
gönguíerðum á skíðum er
sýnilegur hjá almenningi
um þessar mundir. Ferða-
félag íslands mun gangast
fyrir tveimur slíkum
ferðum n.k. sunnudag.
Kl. 10.00 verður lagt upp frá
Umferðamiðstöðinni í Reykja-
vík og ekið að skíðaskála
Víkings við Sleggjubeinsskarð.
Gengið verður með skíðin upp í
skarðið, en síðan um Þrengsli,
meðfram Hengladalsánni og
um Hellisheiði. Göngu þessari
lýkur hjá Skíðaskálanum í
Hveradölum um kl. 17.30.
Ferðin er hugsuð fyrir þá er
hafa einhverja æfingu í skíða-
göngum.
Kl. 13.00 verður lagt af stað
frá Umferðarmiðstöðinni með
tvo hópa. Annar hópurinn mun
ganga á Skálafell á Hellisheiði
og er það venjuleg sunnudags-
ganga. Hinn hópurinn mun
hafa skíði meðferðis og ganga
um Hellisheiði, meðfram
Skarðsmýrarfjalli að sunnan-
verðu. Þessi gönguferð verður
léttari en hin fyrri og hentar
betur þeim er óvanir eru skíða-
göngum. Þessir hópar munu
einnig ljúka ferðum sínum við
Skíðaskálann í Hveradölum
um kl. 17.30.
(Frá Ferðafélagi íslands.)
Sambandió
auglýsir:
Politex Plastmálning
Rex olíumáilning
Uritan gólflakk
E-21 gólfhúö
Gólftex
Flögutex
Met hálfmatt lakk
Met Vélalakk
Texolin viöarolíur
Rex 9 trélfm
Rex 33 trélfm
Rex 44 dúkalfm
Rex 55 vatnshelt dúkalfm
Rex 66 flfsalfm
Penslar allar stæröir
Málningarrúllur
Málningarbakkar
Munið óskalitina
Samvinnuferóir - Landsýn
Forráðamcnn Samvinnuferða-Landsýnar kynna sumaráætlunina. Með þeim eru einnig fulltrúar
alþýðuorlofs og stúdentaráðs sem kynrttu hugmyndina „Ungir ferðast ódýrt“. Ljósm. Kristján
SumaráætlunSamvinnuferða-Landsýnar:
Ferdir til Möltu og
Jamaica meðal nýjunga
Fyrirtækin Samvinnuferðir og Landsýn sameinuðust
um síðustu áramót og kynnti ferðaskrifstofan Samvinnu-
ferðir-Landsýn nýútkomna ferðaáætlun sína á fundi með
fréttamönnum í vikunni. Að sögn forráðamanna fyrir-
tækjanna hafði þessi sameining verið í deiglunni um
nokkra hríð, samvinna hefði verið milli fyrirtækjanna sl.
ár og um áramótin var gengið frá samruna þeirra.
Meðal nýjunga sem forráðamenn
Samvinnuferða Landsýnar kynntu
er ferð til Jamaica, en það eru 2—3
vikna ferðir þar sem dvalið er í
smáhúsum við sólbaðsstrendur og
fylgir hverju húsi kokkur,
þjónustustúlka og garðyrkju-
maður, en að lokinni dvöl á
Jamaica er gefinn kostur á að
dvelja í New York. Gert er ráð
fyrir að þessi ferð kosti kr.
330—350 þúsund. Þá er Möltuferð
ný af nálinni, en sú ferð er ávöxtur
samvinnu við verkalýðshreifing-
una í Danmörku. Njóta ferðamenn
þá gistingar í sumarhúsum hennar
í Kaupmannahöfn, þar sem dvalið
er í eina viku að lokinni Möltuferð.
Enskunám á írlandi
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða
upp á sex vikna dvöl í írlandi við
enskunám sem skipulagt er fyrir
unglinga er lært hafa í eitt til tvö
ár svo og aðra byrjendur í ensku-
námi. Dvalið verður á einka-
heimilum í Dyflinni, kennt tvo
tíma í viku fimm daga vikunnar og
síðan er tíminn til frjálsrar
ráðstöfunar, en farið verður í
skoðunarfeðir. Aætlað verð í
þessari ferð eru tæpar 300 þúsund
krónur.
Þá verða farnar 7—10 daga
ferðir til Dyflinnar og annarra
ferðamannastaða á Irlandi. Auk
útiveru og sólbaðs gefst
ferðamönnum kostur á að leika
golf og möguleikar eru á
sjóstangaveiði eða að taka á leigu
2—5 manna báta, búna vélum og
matarforða og geta menn þá ráðið
ferðum sínum. Einnig verða
írlandsferðir um páskana.
íþróttasamskipti
í samvinnu við íþróttasamband
Manitobafylkis hefur verið komið
á gagnkvæmum íþróttasamskipt-
um milli íslendinga og Kanada-
manna M.a. að frumkvæði Jóns
Ásgeirssonar. Munu Samvinnu-
ferðir — Landsýn skipuleggja
ferðir fyrir Islendinga og fyrir
Kanadamenn til Islands. Hér er
um að ræða 2 vikna ferðir og
greiða íþróttamenn flugfargjöld
en móttöku, gistingu, fæði og
aðstöðu til afinga annast gestgjaf-
Með samruna Samvinnuferða
og Landsýnar var gert nýtt
merki fyrirtækisins, en það
annaðist Auglýsingaþjónustan hf.
ar. Þá verður í samvinnu við
þjóðræknisfélögin á Akureyri og í
Reykjavík gengist fyrir tveimur
hópferðum á slóðir Islendinga í
Kanada.
„Ungir ferðast ódýrt“
Norrænt samstarf verkalýðs-
félaga og stúdentahreyfinga hefur
opnað ungu fólki nýja leið til
ferðalaga að því er fram kom á
fundi með forráðamönnum
Samvinnuferða-Landsýnar og
hefur þessi ferðamöguleiki verið
nefndur „Ungir ferðast ódýrt".
Byggjast ferðirnar á alþjóðlegum
skírteinum sem gildi annars vegar
fyrir félagsmenn verkalýðshreyf-
ingar á aldrinum 16—26 ára og
hins vegar fyrir námsmenn í fram-
haldsskólum og geta þeir sem náð
hafa 16 ára aldri fengið slík
skírteini. „UFÓ-ferðalangar fá útá
skírteini sín verulegan afslátt af
flugferðum, lestrarferðum, báts-
ferðum, gistingu, fæði og ýmsu
öðru. Má sem dæmi nefna að
venjulegt lestarfargjald milli
Kaupmannahafnar og Stokkhólms
er kr. 33.800, en með „UFÓ“
afsláttargjaldi kr. 20.200.
Þá var kynnt k fundinum nýtt
greiðslufyrirkomulag fyrir orlofs-
ferðir, þar sem um er að ræða
tilboð frá Samvinnubankanum er
nefnist Sparivelta. Byggist það á
því að eftir lágmarkstíma í reglu-
bundnum sparnaði, þrjá mánuði,
fá menn spariféð endurgreitt og
auk þess jafnháa lánsupphæð, sem
greiðist niður á jafnmörgum
mánuðum og sparað var.
Hámarkssparnaðartími er 6
mánuðir og hámarksupphæð á
mánuði kr. 75 þúsund.
F erðafélagið gengst
fyrir gönguferðum
á skíðum um heigína