Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979 „Land og synir Kvikmyndad í göngum og rétt- um í Skagafirdi KVIKMYNDUN skáldsögunnar „Land og synir“ eftir Indriða G. Þorsteinsson hefst að öllum líkind- um í ágúst í sumar og verður kvikmyndað í réttum og Könjfum í SkaKafirði, nánar tiltekið á Eyvind- arstaðaheiði ok í Stafnsrétt, að söKn ÁKÚsts Guðmundssonar sem hefur samið kvikmyndahandritið ok mun einnÍK leikstýra myndinni, en fyrir- tækið ísfilm framleiðir hana. Akúsí saKði að „Land og synir" Stækkun Æ’ Alversins SÚ SLÆMA villa slæddist inn í frétt Mbl. í gær, að iðnaðarráðu- neytið hefði tekið ákvörðun um að hægja á framkvæmdum við stækk- un Alversins í Straumsvík. Hið rétta er, að tilmæli komu um þetta frá ráðuneytinu og varð Alusuisse við þeim tilmælum. Þetta leiðrétt- ist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. væri vel fallið til kvikmyndunar og hefði söguþræðinum ekki verið breytt, en samtöl hefðu verið stytt nokkuð í samráði við höfund. Hann sagði, að m.a. vegna þess hversu vel sagan félli við kvikmyndun hefði hún orðið fyrir valinu en einnig það að hann teldi tímabilið sem sagan fjallar um, kreppuárin, vera mjög athyglisvert og að nútíminn gæti lært mikið af reynslu persónanna og atburðum sögunnar. íslenzkir atvinnuleikarar munu fara með aðalhlutverkin í kvikmynd- inni, en ýmsir áhugamenn verða í smærri hlutverkum. Ekkert hefur enn verið ákveðið um skipan hlut- verka. Kvikmyndin er gerð fyrir kvik- myndahús en ekki sem sjónvarps- mynd. Sagði Ágúst þá framleiða hana fyrir íslenzkan markað og þeir hefðu ekki boðið hana fram erlendis. Hann sagði það heldur ekki endan- lega ákveðið hvort af kvikmynd- uninni yrði þar sem hún væri tals- vert fyrirtæki og ekki hefði enn tekist að greiða úr peningamálunum. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, m.a. vegna síbreytilegs verð- lags. Ljósm.: Krismn. Mynd þessi sýnir maraþondanskeppni nemenda í Hagaskóla í Reykjavík sem fram fór í gær milli klukkan 14 og 23. Slfk maraþonkeppni á sér nú stað um þessar mundir f ýmsum greinum. Gunnar Sigurðsson, Ágúst Baldvinsson, Jón Ólafsson, Sverrir Tynes og Gísli Gfslason (talið frá vinstri) ásamt Mickie Gee á óðali í gær. Myndir Valgeir Guðbjartsson. Lék á píanó í 9 klukkustundir Nemendur VÍ safna í „Gleymd börn ’79” NEMENDUR Verslunarskóla íslands gengust fyrir svokölluðu „metkvöldi“ í febrúar 8.1. Auk ýmissa skemmtiatriða, svo sem að tveir nemendanna heilsuöust allt kvöldið og kennarar og nemendur fóru í „sjómann“ bá lék Jón Ólafsson nemandi í V.L á píanó stanslaust f 9 klukku- stundir. Jón lék 300 lög á þeim tíma og aldrei sama lagið tvisvar. Meðan á þessu stóð tók Jón við áheitum og söfnuðust rúmar 52 þúsundir króna sem allar runnu f söfnunina „Gleymd börn ‘79“. í gær fóru þeir Ágúst Baldvins- son og Gísli Gíslason, sem sáu um „metkvöldið og kynntu til skip.tis, ásamt Jóni Olafssyni, Gunnari Sigurðssyni, sem sá um að safna Frá „metkvöldinu“. Á myndinni sjást nemandi og kennari f „sjómanni“ þeir tveir sem heilsuðust allt kvöldið og Ágúst Baldvinsson er þarna að kynna eitthvert atriðanna. saman peningunum, og Sverri Tynes sem er formaður skemmtinefndar V.I. í Óðal til Micki Gee og færðu honum peningana. Mickie var að vonum hress yfir framlagi nemendanna, en n.k. sunnudag mun hann hætta maraþonplötusnúningi sínum, þá með 1500 klukkustundir að baki og heimsmet í greininni. Jón ólafsson við pfanóið en þar sat hann f 9 klukkustundir f febrúar s.l. ftireittár Hvað er langt síðan fjölskyldan ætlaði sér að kaupa uppþvottavél, nýtt sófasett, litasjónvarp, jafnvel ferð til útlanda eða . .. ? Sparilánakerfi Landsbankans er svar við þörfum heimilisins, óskum fjölskyldunnar eða óvæntum út- gjöldum. Með reglubundnum greiðslum inn á sparilánareikning í Lands- bankanum getur fjölskyldan safnað álitlegri upphæð í um- saminn tíma. Að þeim tíma loknum ætíum yið... getur hún fengið sparilán strax eða síðar. Sparilán, sem getur verið að 100% hærra en sparnaðar- æöin og endurgreiðist á allt árum. sparnaðarupphæðin og arilánið eru lögð saman eru upln eða útgjöldin auðveldari angs Blðjið Landsbankann um llnglnn um sparllánakerfið. Sparifjársöfruin tengd réttí til lár UIJP L1 Sparnaöur þinn eftir Mánaöarleg Sparnaöur l innborgun lok tímabils hémarksupphæð Landsbankinn lánar þér Ráöstöfunarfé Mánaöarleg þitt 1) endurgreiðsla Þú endurgreiöir Landsbankanum 12 mánuði 18 mánuöi 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600 000 300.000 675.000 1,200.000 627.876 1 188.871 1.912.618 28.368 32 598 39.122 á12 mánuöum á 27 mánuöum á 48 mánuöum 1) í tölum þcssurtfcr rciknað mcð 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar gcta breytzt miðað við hvenær sparnaður hcfst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hvcrjum tíma. 1 ro LANDSBANKINN Spajilán-tiygging í framtíð Pétur Pétursson þulur: Látum þá ekki leggjast að bryggju með þennan ódrátt í blöðum í gær birtist flennifyr- irsögn um málefni opinberra starfsmanna. Segir þar: „BSRB-málið í höfn“ — „sam- komulag innan seilingar". Má ég biðja blöðin og aðra að gera greinarmun á afstöðu forystu- manna BSRB — þeirra er ætia sér að semja áunnin réttindi af félög- um sínum — og almennum félög- um, er ætlast til þess að staðið sé við áfangahækkun er lofað var hinn 1. apríl. Undarleg er sú ákefð stjórnar- forystu BSRB, er stendur með samning þann í höndum er rofinn hefir verið af tveimur ríkisstjórn- um, að vera óðfús til þess að gera nýjan samning við aðila sem eigi hefir haldið samninginn, í stað þess að krefjast þess að fyrri samningur haldi gildi. Það er meginkrafan. Fyrr en svo er, á eigi að hefja nýjar viðræður. I lok samninga þeirra, er opin- berir starfsmenn gerðu árið 1977, lagði stjórn BSRB mjög fast að félagsmönnum að samþykkja samninginn eins og hann lá fyrir. Ymsir bentu þá á, að rétt væri að skila auðu og lýsa þannig andúð sinni á nefndum samningi. Fáir einir hlýddu því kalli. Svo mikill var sameiginlegur þrýstingur stjórnvalda, bæði ríkis og samtak- anna, að þorri félagsmanna greiddi samningunum atkvæði. Nú panta þessir sömu aðilar, er þótt- ust hampa góðum samningi á haustdögum, að við nemum ákvæði hans úr gildi, einmitt þá daga er horft er fram á frekari kjaraskerðingu, en aflabrögð á vetrarvertíð aldrei betri en nú. Hvað veldur því að stjórn BSRB vill ekki standa við þennan „fína“ samning? Og hvað veldur því að vinir okkar bakborðsmegin, svo- nefndir vinstrimenn í ríkisstjórn, reyna að kroppa af okkur þessar fáu fjaðrir er tókst að kría úr hendi Geirs og Matthíasar? I harðri baráttu haustdaganna 1977 tókst okkur að halda 40 þúsund tonna skipi álversins á ytri höfn og varna því að leggjast að bryggju í Straumsvík. Nú ætlar bréfadugga ríkisstjórnarinnar með hjálparkokkum BSRB að sigla í höfn með „súrt öl og seyrðan mála“. Sameinumst um að varna þeim að leggjast að bryggju með þann ódrátt. Krefjumst atkvæða- greiðslu almennra félagsmanna BSRB um samningsákvæðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.