Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979 — -- LH foi r ol i -í ; "ír— r“i ÍOf “ T pi -i. _ . T0 O O l°- ír: . JL - jfl i ,..á * IE .íj Ítr íi it " "ir -j Itr — 11— 1 —i “F P"—i -—i?l 1i u -nf 3þúsundfermetra viðgerðarhús reist á Ægisgarði í sumar ÆGISGARÐURINN breytir væntanlega um svip í sumar, en áætlað er að reisa á bryggjunni 3000 fermetra hús. Ætlunin var að reisa þetta hús í fyrrasumar, en ýmissa hluta vegna frestuð- ust framkvæmdir um eitt ár. í þessu húsi verður þjónustumið- stöð fyrir þau fyrirtæki, sem hafa með höndum viðgerðir á skipum í höfninni, en Ægis- garðurinn á fyrst og fremst að vera bækistöð til viðgerða. 25 milljónum króna hefur verið veitt til byggingar þessa húss á fjárhagsáætiun og er þessa dagana unnið að útboðslýs- ingu. Ægisgarðurinn var endur- byggður í fyrra og hittifyrra með það í huga að gera þar fyrst og fremst viðgerðarbryggju. í þessu húsi er fyrirhugað að verði aðstaða fyrir vaktmann, þarna verður hreinlætisaðstaða, spennistöð og aðstaða fyrir smiðjurnar, sem hafa verkefni í skipaviðgerðunum. Hugmyndin er að smiðjurnar taki jafnvel þátt í byggingu hússins og kæmi vinna þeirra þá sem fyrirfram greidd leiga, en húsið verður eign Reykjavíkurhafnar. Húsið á að vera 44 metrar á lengd, en Ægisgarðurinn er tæplega 150 metra langur frá því þar sem hann breikkar og út á bryggjuhausinn. Breídd húss- ins á að vera 6,80 metrar, en breidd bryggjunnar er tæplega 20 metrar. Húsið verður með hallandi þaki og verður húsið 3 metrar á hæð öðru megin, en 3,90 hinum megin. Bolungarvík: Urgur í rækjusjómönn- um vegna veiðibanns íiolungarvík 22. marz. ^ ^ TÖLUVERÐUR urgur er í holvískum rækjusjómönnum þessa dagana. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þeir voru stöðvaðir við veiðarnar í ísafjarðardjúpi 16. marz sl., en rækjubátar frá ísafirði fengu heimild til veiða a.m.k. viku lengur. Auk þcss eru þeir cnn sem fyrr á móti þcirri kvótaskiptingu sem gilt hefur um veiðarnar í Djúpinu. Telja þeir hana engan veginn réttlætanlega m.a. af því að gefin voru út 9 rækjuveiðileyfi til Bolungarvfkur. sem cr um 22,5% af útgefnum leyfum við Djúp, en þessi prósenta af heildarlcyfum fær aðeins heimild til að veiða 17,8% af heiidaraflamagni. betta kom m.a. fram á fundi sem bólvískir rækjusjómenn efndu til með fréttariturum nýlega. bar kom einnig fram, að bolvískir rækjusjómcnn telja sig hafa verið beitta misrétti í þessum efnum allt frá árinu 1975, en þá var núverandi kvótaskipting sett á. Að sögn ráðuneytisins er stöðvun veiðanna hér i Bolungarvík nú tilkomin vegna þess að búið er að fylla þann kvóta, sem rækjumóttök- unni hér var úthlutað. Hins vegar hafa bolvískir rækjusjómenn sölu fyrir sína veiði á ísafirði, en fulltrúi ráðuneytisins á ísafirði hefur bannað viðkomandi vinnslustöð að kaupa rækju af bolvískum bátum. Þrátt fyrir að í útgefnum leyfum til bátanna sé skýrt tekið fram að þeim sé heimilt að landa aflanum í hvaða viðurkenndri vinnslustöð sem er á svæðinu, þ.e. við Djúp. A síðustu vertíð kom upp svipuð staða og nú. Þá var bolvískum sjómönnum lofað bót á ástandinu, ef þeir gengju í smábátafélagið Huginn á Isafirði, sem þeir gerðu. En í því félagi hafa þeir verið margsviknir þrátt fyrir samþykktir í því um jöfnuð til handa félags- mönnum á þessum leyfum. í október sl rituðu bolvískir rækjusjómenn sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þeir ítreka óánægju sína vegna kvótaskiptingarinnar í Djúpinu. Þessu bréfi þeirra hefur ráðherra ekki einu sinni látið svo lítið að svara. Það kom einnig fram á áðurnefndum fundi, að sjómenn telja kvótaskiptinguna á milli vinnslustöðva í landi í rauninni ekki þeirra mál að öðru leyti en því að þeir geti ekki komið með meira að landi en vinnslan getur tekið á móti. Hins vegar telja þeir að það vanti skipulagningu á dreifingu aflans á milli vinnslustöðva í landi. Þeir telja það óeðlilegt að stöðva eitt byggðar- lagið á undan öðru. Á fundinum kom einnig fram að um leið og búið var að stöðva veiðar bolvísku rækjusjó- mannanna og fram lengjaleyfum ísfirskra rækjusjómanna þá voru öll friðuðu svæðin í Inn-Djúpinu opnuð. Hér virðist vera allflókið mál á ferðinni sem bolvískir rækjusjó- menn eru enn ákveðnari en nokkru sinni áður í að fá greitt úr þannig að sú mismunun sem ríkt hefur frá 1975 hverfi og allir geti setið við sama borð við rækjuveiðarnar í Isafjarðardjúpi, sem þeir segja að sé ekki bara krafa bolvískra rækjusjó- manna, það hljóti að vera krafa Bolvíkinga í heild. Gunnar. Sjómannasamband íslands: Leggjum dylgjur um afskiptaleysi um öryggismál undir dóm sjómanna MORGUNBLADINU hefur borizt svofelld yfirlýsing frá nokkrum stjórnarmönnum Sjómannasam- bands íslands: Vegna fréttatilkynningar Sjómannafélags Reykjavíkur sem birst hefur í fjölmiðlum að undan- förnu, teljum við undirritaður stjórnarmenn Sjómannasambands íslands okkur knúða til að lýsa yfir eftirfarandi: I fréttatilkynningu Sjómannafé- lags Reykjavíkur, sem á fulltrúa í stjórn Sjómannasambands íslands, er lýst vanþóknun á afstöðu meiri- hluta stjórnar Sambandsins til ým- issa kjara- og hagsmunamála sjómannastéttarinnar og afskipta- leysi í öryggismálum þeirra. Hér er á æði ósmekklegan og óheiðarlegan hátt og algerlega að tilefnislausu vegið að samherjum í forustu sjómannastéttarinnar í þeim augljósa tilgangi að grafa undan trausti hennar meðal íslenskra sjómanna, órökstuddar dylgjur og rangfærslur af þessu tagi hljóta að teljast slæmt innlegg í baráttunni fyrir samstöðu sjómanna í kjara- og hagsmunamálum þeirra. Ef stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélags Reykjavíkur hefur talið sig í einhverju atriði ósammála stefnu og starfi Sjómannasambands íslands, hefði það sem heiðarlegur samstarfsaðili átt að koma þeim ágreiningi á framfæri í gegnum fulltrúa sinn í stjórn Sambandsins, en því miður var það ekki gert, heldur er gefið i skyn að meirihluti stjórnar Sambandsins hafi haft aðra aðstöðu til kjara- og hagsmunamála sjómanna en minnihluti. Ilið sanna er að innan stjórnar Sambandsins hefur ekki verið ágreiningur um eitt einasta atriði sem lýtur að kjara- og hagsmuna- málum sjómanna. Heil og óskipt hefur stjórnin kappkostað að fram- fylgja samþykktum er gerðar voru á kjaramálaráðstefnu Sjómannasam- bands Islands í desember 1978. Aðeins í einu tilfelli hefur verið um meirihlutaákvörðun stjórnarinn- ar að ræða gegn minnihluta, en það mál var sérhagsmunamál ákveðinna stofnana sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði og óviðkomandi kjara- og hagsmunamálum sjómannastétt- arinnar í heild. Þá ber sérstaklega að harma að svo viðkvæm mál og mikilvæg sem öryggismál sjómanna skuli vera notuð með þessum hætti. Munum við óhikað leggja það undir dóm sjómanna og landsmanna allra hvort dylgjur um afskiptaleysi stjórnar Sambandsins varðandi öryggismál sjómanna eigi við rök að styðjast. Reykjavík 21. marz 1979. Óskar Vigfússon (sig) Jón Kr. Olsen. (sign). Guðmundur M. Jónsson. (sign). Guðjón Jónsson (sign.) Einlœgur íslandsvin- ur látinn í Bretlandi LÁTINN er í London hinn kunni vinur íslands, Mark Watson, 72ja ára að aldri. Útför hans hefur verið gerð. I gær barst góðvini hins látna hér í Reykjavík, Hilmari Foss, tilkynn- ing um lát þessa aldurhnigna áhugamanns um íslenzk málefni. Hafði hann látizt í svefni að heimili sínu, aðfaranótt 12. mars. — Um áratuga skeið hefur Mark Watson verið þjóðkunnur maður hérlendis fyrir einstakan áhuga sinn á íslandi og íslenskum málefnum. Kom hann hingað oft til landsins til þess að ferðast og vinna hér að ýmsum þeim málefnum, sem hann hafði áhuga á að leggja hönd að. Voru það einkum líknar- og mannúðar- og menningarmál. Watson kom fyrst til landsins á árinu 1936. Það var í kjölfar þeirrar heimsóknar, að hug- myndin um verndun bæjarhúsanna að Glaumbæ í Skagafirði kviknaði. Lagði hann þá fram allverulgt fé til þess að málinu yrði hrundið í framkvæmd. — Eru það byggðar- safnshúsin í Glaumbæ. Síðan komu önnur mál, sem hann studdi með, ýmsum hætti, t.d. gjafir til Há- skólabókasafnsins, til Minjasafns Reykjavíkurborgar og Listasafns Islands. Áhugi hans á dýravernd var og mikill og einlægur. Mun Mark Watson hafa átt einna drýgst- an þátt í því að vekja menn til umhugsunar um að viðhalda hrein- ræktun íslenska fjárhundsins. Gaf hann út bók um íslenska hundinn á árinu 1956. í heimsstyrjöldinni síðari var Watson í brezka flughernum. Að styrjöldinni lokinni tók hann þráð- inn upp fljótlega aftur og kom hingað til að kynna sér hin breyttu viðhorf og nýjar þarfir. — Eitt af Aukið ísrek úti fyrir Vestur- ogNorðurlandi NOKKUÐ mikil breyting hefur orðið á hafísnum úti fyrir Norðurlandi og samkvæmt upplýsingum úr fskönnunarflugi Landhelgisgæzlunnar og samtölum við fréttaritara er meiri ís á svæðinu úti fyrir Horni, á Grfmseyjarsundi og kringum Sléttu. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar eftir fskönnunarflug Landhelgisgæzlunnar að mikil breyting hefði orðiið á fsnum við Horn til hins verra, fs landfastur við Rit og Kögur og bezt siglingaleið 5—8 sjómflur úti fyrir svo og 2—4 mflur út af Skaga og Strákum. Virtist mikill ís á Grfmseyjarsundi og vegna sjókomu sást illa inn á Skagafjörð og Eyjafjörð, en talið mikið fsrek þar og mikill fs er á Óðinsboðasvæðinu. Þá er og mikill fs úti fyrir Sléttu en fer sfðan minnkandi frá Langanesi og stakir jakar eru þó á reki allt suður um Austfirði suður fyrir Skrúð. Samkvæmt upplýsingum er Mbl. fékk í Grímsey var mun hægari vindur þar í gær en síðustu daga, en ísrek mún meira. Frost var þar 8—9 stig og búist við svipuðu veðri áfram. Ef ísinn tekur að reka norður og aftur er höfnin í hættu þar sem hún veit mót suðri, en strengdur hefur verið vír fyrir hafnarmynnið. Bátar hafa bjargað netum sínum úr sjó, ísinn þrýstir að henni. Siglufjarðarbátar með net undir ís „Hér er miklu meiri ís en var í gær, sagði Matthías Jóhannsson fréttarit- ari Mbl. í Siglufirði í gær, og ekki er fært nema vel ísvörðum skipum og alls ekki trébátum. ísinn þjappast og losnar á víxl eftir sjávarföllum og breytast siglingaleiðir um leið. Drangur kom hér í dag, Sigluvíkin fór út og var hún 2l/z tíma að brjótast leið sem venjulega er farið á 5 mínútum. Veiði hefur verið góð fram að þessu og er nú illa farið að þrengjast að togurunum og margir netabátanna eiga net sín undir ís. Stöðvum sjósókn frá Húsavík Húsavík, 22. marz. ÁSTANDIÐ á Húsavík í sambandi við hafísrekið hefur farið versnandi í nótt og dag. Áframhaldandi ísrek er inn Skjálfandaflóa og útlit fyrir að höfnin lokist fyrir siglingu smærri báta í nótt.. Búið er að strengja vír fyrir hafnarmynnið til varnar. Þetta ástand stöðvar alla sjósókn héðan en afli var þá góður. Stærsti báturinn, Sigþór ÞH 100, fór héðan í morgun og ætlar að róa frá Keflavík meðan þetta ástand varir. en þeir munu ekki óhultir í höfninni ef Frá Mánárbakka hefur skyggni verið slæmt en Aðalgeir segir ástand- ið þar ekki verra en í gær, landfast virðist vera belti fram með allri ströndinni allt að 1 km breitt. en það sem verst er, er að þar virðist ísinn ætla að frjósa saman. Þetta ísrek virðist einkennast af nokkuð stórum spöngum en auðum sjó á milli svo að siglingar í björtu veðri ættu að vera nokkuð greiðfærar. í dag segir Aðal- geir að meira austurrek sé á ísnum og hann setji hann meira inn í Öxarfjörð en áður. Hægviðri og hríðarmugga er hér við ströndina bjartara til lands- ins. bórshöfn lokuð Þórshöfn, 22. marz HÖFNIN hér á Þórshöfn lokaðist í morgun og var strengdur vír fyrir hafnarkjaftinn til að varna því að ísinn kæmist inn í sjálfa höfnina. Lónafjörðurinn er orðinn fullur af lagnaðarís og varla vök að sjá héðan úr þorpinu, enda hefur norðanáttin þjappað ísnum saman. Fyrir utan er autt að mestu. Stærsti báturinn héðan frá Þórshöfn slapp út hálftíma áður en höfnin lokaðist í morgun og ætlar hann að gera út frá Keflavík meðan þetta ástand varir hér. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri og var í gær, hægu veðri, en á norðan. því síðasta sem hann gaf til íslands var mikil stórgjöf, en það var Dýraspítalinn, með tækjum, en spítalinn ber nafn hans. Mark Watson kom hingað til lands síðast á sl. sumri. Hann var við allsæmilega heilsu allt til þess að dauða hans bar svo snögglega að. Mark Watson kvæntist aldrei. I viðurkenningarskyni fyrir störf sín var hann sæmdur Stórriddara- krossi fálkaorðunnar með stjörnu. Þess má að lokum geta að á heimili hans í London er að finna eitt stærsta ef ekki hið stærsta bókasafn erlendra bóka, sem skrif- aðar hafa verið um ísland og íslensk málefni. Hafði hann unnið að því að afla sér bóka í safnið úr öllum heimshornum og lá að baki safm þessu þriggja áratuga starf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.