Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 1
40 SÍÐUR
81. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Pol Pot flúinn
til Thailands?
Bangkok, 5. apríl. AP.
POL POT fyrrum þjóðarleiðtogi í Kambódíu og nokkrir nánustu
samstarfsmenn hans flýðu yfir landamærin til Thailands í síðustu
•viku, eftir að hersveitir núverandi ráðamanna í landinu náðu á sitt
vald bækistöðvum þeirra. að því er víetnamska fréttastofan skýrði frá
t' dag.
Ekki hefur fengizt staðfest af
yfirvöldum í Thailandi að Pol Pot
sé þangað kominn, en staðfest er
að harðir bardagar hafa geisað
innan Kambódíu undanfarið
skammt frá landamærum Thai-
lands.
I fréttum víetnömsku frétta-
stofunnar segir að síðustu dagana
í marz hafi her Kambódíustjórnar
„drepið, sært eða handsamað eitt
þijsund af hermönnum óvinarins
og náð á sitt vald geysimiklu af
hergögnum."
Útvarpsstöð stuðningsmanna
Pol Pots, sem talið er að sendi út
frá Suður-Kína, hélt því fram í
dag að tæplega tvö hundruð her-
menn Víetnama hefðu fallið í
bardögum við sveitir hliðhollar
Pol Pot undanfarið.
Vinstri sinnar
sigra á Grænlandi
Káupmannahöfn, 5. aprfl. Reuter.
SIUMUT-FLOKKURINN á Grænlandi, sem talinn er heldur vinstri
sinnaður, bar sigur úr býtum f fyrstu þingkosningum þar í landi.
Flokkurinn fékk 12 þingsæti af 21 í þinginu, en Atassut flokkurinn.
sem er íhaldssamari, fékk 9 sæti. Alls greiddu sjötíu af hundraði hinna
29 þúsund kjósenda í landinu atkvæði og fékk Siumut-flokkurinn 45%
greiddra atkvæða en Atassut fékk 43%. Tveir smáflokkar skiptu
öðrum atkvæðum á milli sín, en hvorugur þeirra kom manni að.
Siumut-flokkurinn er andvígur
aðild Grænlands að Efnahags-
bandalagi Evrópu og vill að sjálf-
stjórn Grænlendinga verði víð-
tækari en gert er ráð fyrir að verði
samkvæmt lögunum um heima-
stjórn Grænlendinga, sem gildi
taka 1. maí nk. Vill flokkurinn að
Grænlendingar hafi meiri áhrif á
hagnýtingu auðlinda sinna en gert
er ráð fyrir. Flokkurinn er líka
fylgjandi algeru áfengisbanni, en
ofdrykkja áfengis hefur verið
mjög alvarlegt vandamál á Græn-
landi lengi.
Leiðtogi Siumut-flokksins er
fertugur prestur, Jónatan
Motzfeldt, og verður hann oddviti
hinnar nýju heimastjórnar. Með
honum í stjórninni verða þrír
flokksbræður hans.
Blóðugar mót-
mælaaðgerðir
í PAKISTAN
Rawalpindi, 5. apríl. AP. Reuter.
BLÓÐUGAR mótmælaaðgerðir urðu í dag í nokkrum borgum
Pakistans í kjölfar minningarathafna um Ali Bhutto fyrrum
forsætisráðherra, sem ii'flátinn var í gær. Barðist Iögregla við fólk,
sem fordæmdi aftökuna og hrópaði vígorð gegn Zia-ul-Haq sem nú fer
með völdin í iandinu. Voru nokkur hundruð mótmælendur handteknir
eftir að grjóthríð hófst á strætisvagna og stjórnarbyggingar. Beitti
iögreglan víða táragasi til að hafa hemil á mótmælendum.
Aftaka Ali Bhuttos hefur sætt
mikilli gagnrýni víða um heim og í
páfagarði var lýst yfir harmi
vegna hennar og skýrt frá því að
Jóhannes Páll páfi II. hefði beðið
Bhutto lífs. Sænsku blöðin Dagens
Nyheter og Svenska Dagbiadet
fordæma aftökuna harðlega í leið-
urum sínum í dag og hið fyrr-
nefnda segir leiðtoga Pakistans nú
sekan um morð og muni hann
héðan í frá aldrei getað sameinað
þjóð sína. Málgagn pólsku stjórn-
arinnar sagði í dag að henging
Bhuttos varpaði blóðugum skugga
á sögu Pakistans.
Stuðningsmenn AIi Bhuttos biðjast fyrir eftir að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði verið liflátinn.
Myndin er tekin í almenningsgarði í miðborg Rawalpindi í Pakistan. Á grasinu fyrir framan fólkið
liggur hinn þríliti fáni flokks Bhuttos. (Símamynd ap>
Amin enn í Kampala?
Óljóst ástand í Úganda
Naíróbí, 5. aprfl. AP. Reuter.
MJÖG mótsagnakenndar
íréttir bárust um þróun mála
í Úganda í dag. Úgandaút-
varpiö skýrði frá því í dag,
að Amin forseti hefði skotið
upp kollinum f Kampala til
að stappa stálinu í þá liðs-
menn sína, sem enn eru í
borginni. Hefur útvarpið
eftir Amin að hann sé bæði
hress og hraUstur og segir
hermenn hans reiðubúna til
að berjast til sfðasta manns.
Segir útvarpið að uppreisn-
armenn og innrásarliðið frá
Tanzanfu sé nú umkringt og
flutningar birgða til þess
hafi verið stöðvaðir.
Á hinn bóginn telja heim-
ildarmenn í Naíróbí, sem
glöggt hafa fylgst með þróun
mála í Úganda undanfarið, að
Amin sé með þessum fréttum
að reyna að blekkja umheim-
inn eina ferðina enn. Upplýs-
ingar frá stjórnarerindrekum
og íbúum í Kampala ber
saman um að her landsins sé í
upplausn og líbýskir herflokk-
ar, sem aðstoða her Amíns,
hafi hörfað til borgarinnar
Jinja í austurhluta landsins.
Andstæðingar Amins virð-
„Munum hefna hryðju
verka þúsundfalt”
• /^4 -■ . . ■■ i a i • _a. m_e_i.:_
— segir Sadat Egyptalandsforseti
verður afhent borgin að loknu 12
ára hernámi ísraelsmanna.
Sadat Egyptalandsforseti sagði í
Washington, Jerúsalem, Kaíró,
Níkósíu, 5. aprfl. AP. Reuter.
TILKYNNT var í Washington í
dag, að Cyrus Vance utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna færi til
borgarinnar El-Arish á Sínaí-
skaga 27. maí nk. og yrði við-
staddur ásamt leiðtogum Egypta-
lands og ísraels, þegar Egyptum
dag í þingræðu, að hann myndi
grípa til harkalegra gagnaðgerða
gegn allri hryðjuverkastarfsemi
Palestínumanna eða annarra gegn
Egyptum. „Við munum svara
hundrað- eða þúsundfalt í sömu
mynt,“ sagði forsetinn, þegar hann
hóf umræðu í egypzka þinginu um
staðfestingu samkomulagsins við
Israelsmenn.
Sprengja sprakk í gamla borgar-
hlutanum í Jerúsalem í dag með
þeim afleiðingum að 13 manns
særðust. Sprengjur sprungu einnig
í Níkósíu á Kýpur við sendiráð
ísraels og skrifstofur egypzka
flugfélagsins, en engan sakaði.
Sovézkur
andófs-
maður
dæmdur
Moskvu, 5. apríl. Reuter
SOVÉZKUR dómstóll dæmdi í
dag úkranískan andófsmann
tii þriggja ára þrælkunar-
vinnu fyrir að dreifa and-
sovézkum áróðri, að því er
heimildir í röðum andófs-
manna greindu frá í dag.
Maðurinn, sem dæmdur var,
Zisels að nafni, er 32 ára
gamall útvarpstæknimaður og
er búsettur í borginni
Chernovtsy. Honum var gefið
að sök að hafa dreift bókum
eftir sovézku höfundana Andrei
Amalrik og Alexander
Solzhenitsyn, en þeir dveljast
báðir í útlegð frá heimalandi
sínu. Jafnframt var hann
sakaður um að hafa dreift
bréfum frá andófsmönnunum
Shcharansky, Orlov og fleirum,
sem nú dveljast í fangelsi.
Zisels var ekki heimilað að
halda uppi vörnum í máli sínu,
að því er heimildir herma, og
vinum hans var meinað að vera
viðstaddir réttarhöldin, þótt
kona hans fengi að vera
viðstödd.
ast hafa náð Entebbe flugvelli
á sitt vald, en völlurinn mun
mikið skemmdur af völdum
sprengjuárása. Diplómatar,
sem haft hefur verið samband
við í Kampala, segja að borgin
hljóti einnig að falla í hendur
uppreisnarmannanna innan
skamms, enda sé borgin lítt
sem ekki varin.
Óljóst er hvers vegna
Tanzaníumenn hafa ekki
þegar tekið Kampala, en
hugsanlegt er talið að þeir séu
annað hvort að gefa síðustu
líbýsku hermönnunum færi á
að komast burt eða að þeir
séu að bíða eftir að pólitískir
leiðtogar hinna innlendu upp-
reisnarmanna komist á vett-
vang.
Franskur
togari tekinn
við Færeyjar
Þórshöfn 5. aprfl. Frá Jogvan Arge
fréttaritara Mbl.
FÆREYSKA landhelgisgæzlan
stóð í nótt franskan togara að
veiðum með ólögleg veiðarfæri
innan færeysku fiskveiðilögsög-
unnar og var skipið fært til
hafnar í Þórshöfn.
Taka skipsins átti sér stað á
sama tíma og viðræður fara fram í
Þórshöfn milli færeyskra yfir-
valda og fulltrúa Efnahagsbanda-
lagsríkjanna um reglur um veiðar-
færabúnað þeirra skipa EBE-land-
anna sem heimildir hafa til veiða
innan færeysku lögsögunnar.