Morgunblaðið - 06.04.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
5
Varðberg
gengst fyrir
fundi á
Akureyri
Varðberg, félag ungra áhuga-
manna um vestræna samvinnu,
gengst fyrir almennum fundi á
Akureyri mánudagskvöldið 9.
apríl, vegna þess að þrjátíu ár eru
liðin um þessar mundir frá því að
Alþingi samþykkti, að Island
skyldi gerast stofnaðili að Atlants-
hafsbandalaginu. Fundurinn
verður haldinn í JHótel KEA og
hefst kl. 20.30.
Fundarefnið er „Atlantshafs-
bandalagið — friður í 30 ár“.
Framsögumenn verða Alfreð
Þorsteinsson, formaður Varð-
bergs, Árni Gunnarsson, alþingis-
maður, og Davíð Oddsson, borgar-
fulltrúi.
Oddverjar
og Snorri
Sturluson
Á aðalfundi Sögufélags sem
hefst kl. 14 á Árnagarði við Suður-
götu, laugardag 7. apríl, mun Helgi
Þorláksson cand. mag. flytja
erindi og fjalla um Oddaverja,
Snorra Sturluson, Orkneyinga og
verslun í íslenskra höfðingja á
bilinu frá um 1180—1220. Einnig
fara fram venjuleg aðalfundar-
störf og stjórnin mun leggja fram
tillögu til nýrra laga. Núverandi
lög félagsins eru frá árinu 1919.
Félagsmenn Sögufélags eru núna
hátt á ellefta hundrað.
(Fréttatilkynning).
Vélhjóla-
kynning í
Keflavík
LAUGARDAGINN 7. aprfl, kl.
13, verður í Féiagsbíói í Keflavík
vélhjólakynning á vegum J.C.
Suðurnes.
Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem
var stofnaður í vetur, verður
kynntur, sýndar verða kvikmyndir
um akstur vélhjóla, svo sem
keppnisakstur og akstur í umferð
eða á víðavangi.
Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti
ríkisins veitir upplýsingar um
öryggisbúnað og þær reglur sem
gilda um vélhjól. Allir munu fá í
hendur bækling sem inniheldur
almenna umferðarfræðslu. Auk
þess sem kynnt verður þjónusta
við vélhjólaeigendur, þá munu
vélhjólaumboð sýna vöru sína.
Þessi vélhjólakynning er eitt af
mörgum verkefnum, sem J.C.
Suðurnes hefur unnið í vetur undir
kjörorðínu „Eflum öryggi æskunn-
ar“.
Aðgangseyrir að kynningunni er
enginn.
Hafréttarráðstefnan:
Þinga fyrir
Islands hönd
Hafréttarráðstefnan í Genf mun
standa til 27. apríl en hún hófst 19.
marz s.l. Þeir sem sækja ráðstefn-
una af hálfu íslands eru Hans G.
Andersen sendiherra sem er for-
maður nefndarinnar, alþingis-
mennirnir Eyjólfur Konráð Jóns-
son, Lúðvík Jósepsson, Finnur
Torfi Stefánsson og Þórarinn Þór-
arinsson ritstjóri. Þá sitja einnig
ráðstefnuna fyrir íslands hönd
þeir Guðmundur Eiríksson
deildarstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri
og Guðmundur Pálmason for-
stöðumaður Jarðhitadeildar Orku-
stofnunar.
Mikid úrval af
BAMDf W
sportfatnadi
fyrir bæði kynin
★ Vattjakkar ★ Dömupoplínjakkar
★ Flauelsbuxur ★ Kakhíbuxur
★ Leöurlíkibuxur o.fl., o.fl.
Laugavegi 20. Sími (rá skiptiborði 28155.
m
★ Dömu- og herrasportjakkar ★ Herraföt ★ Stutt- og langerma
herraskyrtur ★ Vesti ★ Peysur ★ Blússur ★ Mussur ★ Kjólar
★ Kápur. Einnig hin vinsælu fermirigarföt og dragtir á drengi og
stúlkur.
TlZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
utji) KARNABÆR
■i^^H_auaaveai 66. Sími frá skiDtiborði 28155
Laugaveg
i itf
/ unglingadeildinni
Austurstræti:
★ Blússur ★ Peysur ★ Vesti
★ Flauelsbuxur ★ Khakhíbuxur
★ Denimbuxur ★ Mikiö úrval af
sportjökkum ★ Greasebolir ★ Leöur-
líkijakkar.
Unglingadeíld
'mKARNABÆR
Austurstraeti 22. Simi trá skiptiboröi 28155
Mikið úrval af herra- og
mm
Nýjar sendingar af leöur-
sandölum ★ Götuskór
★ Spariskór ★ Sportskór
o.fl., o.fl.
SKÓDEILD
mKARNABÆR
Austurstræti 22. Sími 28155 frá skiptiborði