Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
7
Úttekt á
stjórnar-
flokkum
Þaö vakti verðskuldaða
athygli að Kjartan Ólafs-
son, einn af róttœkari
Þingmönnum AIÞýöu-
bandalagsins, veittist
harkalega að samstarfs-
flokkum Þess, AlÞýöu-
flokki og Framsóknar-
flokki, í umræöu um
efnahagsfrumvarp for-
sætisróöherra í fyrradag.
Taldi hann AlÞýðuflokk-
inn „kaupskeröingar-
flokk“, enda hefði
flokkurinn lagt til, í
upphaflegum frumvarps-
drögum sínum, að lög-
bann yrði sett á launa-
hækkanir umtram 4%
ársfjórðungslega 1979,
Þ.e. um 17% hækkun á
árinu öllu, hvað sem liði
verðlagsÞróun. Fram-
sóknarflokkurinn hefði
verið að skömminni til
skárri, viljað miða við 5%
ársfjórðungshækkun, en
að verðbætur á laun um-
fram Þá tölu geymdust í 9
mánuði, áður en til góða
kæmu launÞegum.
Þessarar kaup-
skerðingaráráttu gætti
enn í frumvarpi forsætis-
ráðherra, Þrátt fyrir allar
breytingar.
Kjartan tíndi til
„rangan" grundvöll við-
skiptakjaraviðmiðunar,
sem Þýddi 3% kaup-
máttarskerðingu í stað
0,3% skerðingar, sem
verið hefði, ef miðað
hefði verið við 3 síðustu
mánuði 1978 að viðbætt-
um 3 fyrstu mánuðum
Þessa árs, en ekki árið
1978 í heild. Þá deildi
hann á, hvern veg áfengi
og tóbak kæmi við
vísitölu, skv. frv., sem
fæli í sér „allnokkra
kjaraskeröingu“, ónógar
greiðslur til að mæta
húshitunarkostnaði með
olíu og síðast en ekki
sízt, að láglaunabótum
væri tjaldað til einnar
nætur, yröi kippt burt
síðar á árinu. Taldi hann
að launpegar í landinu
Þyrftu að sýna Þessari
ríkisstjórn, sem öðrum,
nauðsynlegt aðhald.
Þessi gagnrýni er að
sjálfsögðu ekki síður
gagnrýni á „ráðherra
AlÞýðubandalagsins“ en
samstarfsflokka og sýnir
Ijóslega, að „kærleiks-
heimilið“, eins og
stjórnarráöið er nú
kallað, er síður en svo
komið í friðarhöfn. Þar
loga eldar ófriðar, gagn-
kvæmra óheilinda og
sundrungar glaðar en
nokkru sinni fyrr. Óttinn
við kosningar hefur hins
vegar rekið stjórnar-
flokkana til málamynda-
sáttar um efnahagsfrum-
varp, sem hefur verið
teygt svo í allar áttir til
samkomuiags, að enginn
mergur er eftir í Því.
Kjartan ólafsson.
Aö leika
tveimur
skjöldum
Það sem af er Þessu
stjórnar„samstarfi“ hefur
AlÞýöuflokkurinn leikið
hlutverk „stjórnarand-
stöðu" innan stjórnar-
samstarfsins til Þess aö
geta höfðað í senn til
Þeirra, sem sætta sig viö
gjörðir stjórnarinnar, og
hinna, sem eygja von-
brigðin ein. AlÞýöu-
bandalagið hefur allar
götur frá Því að stjórnin
var mynduð dauðöfundað
AlÞýðuflokkinn af Þessari
tvískinnungsstöðu, sem
hann skákaöi sér í.
Nú hafa mál snúizt við,
a.m.k. fyrst um sinn.
Ólafur Jóhannesson fékk
AlÞýöuflokkinn á færið
með Því að beita nokkr-
um atriðum úr efnahags-
tillögum hans á frum-
varpskrók sinn. AlÞýöu-
flokkurinn kokgleypti og
var í snarheitum dreginn
upp í Framsóknarskút-
una. Þar er hann nú
flattur og frágenginn og
öll hans fyrirheit söltuð til
frambúðar. Þetta skapaði
Alpýðubandalaginu, sem
illa kunni við sig í
hlutverki hins „ábyrga
samstarfsflokks“,
tækifæri til aö komast í
Þá stöðu, sem Það hafði
öfundað AlÞýðuflokkinn
svo lengi af, að geta leik-
ið tveimur skjöldum.
Ræöa Kjartans Ólafs-
sonar, sem hér að framan
var vitnað til, sýnir Ijós-
lega, að AlÞýðubanda-
lagið hyggst skáskjóta
sér í fyrra hlutverk
AlÞýóuflokksins, að vera
„stjórnarandstaöa" innan
stjórnarsamstarfsins.
Þess vegna hefur Kjartan
allt á hornum sér og
höfðar til hinna
„óánægðu" með gagn-
rýni út í öll horn á
kærleiksheimilinu,
meðan „ráðherraarmur
AlÞýðuflokksins" sekkur
ofan í plussstóla valds-
ins, við hliðina á fram-
sóknardömunni. Ein
höndin sampykkir, hin
skýzt á loft í neitun. Þar
með er Alpýðubanda-
lagið búið aö næla í.
tviskinnungssvuntuna frá
AlÞýöuflokknum.
Oheilindi í starfi eru
aldrei lofsverð. En
löngunin til að vera í
„stjórnarandstöðu" innan
stjórnar sem Þessarar
eru út af fyrir sig skiljan-
leg. En Þessi sterka
„stjórnarandstöðu-
kennd“ innan stjórnar-
innar sjálfrar opinberar
betur en allt annað, hvers
konar lánleysisstjórn
situr hér á valdasessi.
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupum
Ferskt og glænýtt
grænmeti beint frá
New York
með flugi:
Steinselja
Blaðsalat
Radísur
Hvítlaukur
Rauðlaukur
Hvítkál
Gulrætur
Gulrófur
Jarðarber
Aspargus
Kiwi
Broccoli
Blómkál
Selleríkál
Sellerírót
Maísstönglar
Eggaldin
lcebergsalat
Belgbaunir
Sveppir
Paprika
Tómagar
Agúrkur
Scwas
Og
ávextir:
Cantelobe
melónur
Honydue
melónur
Ananas
Vínber græn
Vínber blá
Opið á
laugardag
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
xK5
Fermingarskór
á stelpur.
Margar gerðir
og litir.
Verð frá
10.160.-
Póstsendum
5KOSEL,
Laugavegi 60.
Sími 21270.
BANKASTRÆTI 7. SiMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SiM115005.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480