Morgunblaðið - 06.04.1979, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
Portúgalsolían
hingað í vikunni
í VIKUNNI var væntan-
legt til landsins olíuskip
með 25 þúsund tonn af
gasolíu frá Porúgal. Þessi
olíufarmur var lestaður 26.
marz s.l.
Sem kunnugt er varð
nokkur töf á því að Portú-
galir gætu afhent olíuna
vegna skemmda, sem urðu í
olíuhöfn þeirra en töfin
varð ekki eins mikil og fyrst
var óttast og munu engin
vandræði af hljótast hér
innanlands af þessum sök-
um.
Olían var keypt á 254.25
dollará hvert tonn, fob-verð,
eða á allmiklu hærra verði
en sú gasolía, sem nú er
seld. Verða þá til í landinu
gasolíubirgðir til 3 — 4
mánaða, sem keyptar eru á
háa verðinu.
óskar eftir
blaðburðarfólki
AUSTURBÆR:
□ Laugavegur 1—33
□ Ingólfsstræti
□ Kjartansgata.
VESTURBÆR:
□ Miöbær
□ Túngata
)JJi
/ _ /
UPPL. I SIMA
35408
Tónleikar á Kjarvalsstöðum
TÓNLEIKAR verða að Kjar-
valsstöðum sunnudaginn 8.
apríl og hefjast þeir klukkan
20.30.
Flytjendur eru Sveinbjörg
Vilhjálmsdóttir, píanó, Einar
Jóhannesson, klarínett, og Haf-
steinn Guðmundsson, fagott.
A efnisskránni eru fjögur
verk og er eitt þeirra frumflutt,
„Verses and Cadenzas" eftir
John Speight, en verkið samdi
hann sérstaklega fyrir tríóið,
sem nú frumflytur verkið. Önn-
ur verk á efnisskránni eru eftir
Beethoven, Poulenc og Glinka.
Myndin er af flytjendum á
æfingu.
Háskólatónleikar á morgun:
Manuela Wiesler og Julian Dawson-
Lyell flytja verk fyrir flautu og píanó
Sjöttu Iláskólatónleikar
starfsársins verða laugardag-
inn 7. apríl kl. 17 í Félagsstofn-
un stúdenta við Hringbraut.
Manuela Wiesler og Julian
Dawson-Lyell flytja verk fyrir
flautu og píanó.
A efnisskránni eru tónverk
eftir Phiilippe Gaubert, Bela
Bartok, Bohuslav Martinu,
Ferrucio Busoni og Georges
Enesco. Öll verkin voru samin á
árunum 1S19—1929.
Manuela Wiesler.
Manuela Wiesler er löngu orð-
in landsfræg fyrir flautuleik
sinn og hefur á síðustu árum
skipað sér í allra fremstu röð
hljóðfæraleikara hér á landi.
Hún hefur ævinlega hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda bæði hér-
lendis og erlendis. Julian
Dawson-Lyell kom fram með
Manuelu á tónleikum á Listahá-
tíð síðasta vor, og hlutu þau
frábærar undirtektir.
(Fréttatilkynning).
AMALAÐAR
STRAMMAMYNDIR
EFTIR FRÆGUM LISTAVERKUM.
fjaimgrðattrrzÍMriti
Erla
Snorrabraut 44
Kannar stöðu
verzlunarinnar
VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur
skipað nefnd til þess að kanna stöðu
einstakra verslunargreina, endur-
skoða hlutföll verslunarálagningar
og skiptingu vörugreina í
álagningarflokka. Nefndin skal og
fjalla um málefni dreifbýlisverslun-
arinnar sérstaklega.
í nefndinni eiga sæti:
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri,
formaður, Ásmundur Stefánsson,
lektor, Björn Arnórsson, hag-
fræðingur BSRB, Magnús Finnsson,
framkvæmdarstjóri Kaupmanna-
samtaka íslands, Tryggvi Eiríksson,
hagfræðingur, og Sigurður Gils
Björgvinsson, aðstoðarfram-
kvæmdarstjóri innflutningsdeildar
SÍS.
Risabazar S.S.I.
7. apríl kl. 13.00 í Ármannsheimilinu.
Nú styrkjum viö landsliö íslands í sundi sem keppir viö
Norömenn, Svía, og Finna eftir páska í Kalott sundkeppninni.
T/7
//
//•
Allskonar fatnaöur í þúsundatali. Gómsætar kökur og tertur. Ávextir og
dósamatur í hundraöatali.
Kl. 13.00
Komiö í Ármannsheimiliö viö Sigtún og styrkiö meö því S.S.Í. sem enn á í vök aö
verjast.
Bazarnefndin.