Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 HÉR FER á eftir í heild ræða Davíðs Sch. Thorsteinssonar á ársþingi iðnrekenda í síðustu viku: I dag er sex og hálf milljón manna atvinnulausir í Vest- ur-Evrópu. Meirihlutinn er ungt fólk, sem fær ekki vinnu að námi loknu. Við Islendingar höfum stært okkur af því að þetta ástand sé óþekkt hér á landi. Að ræða um atvinnuleysi á Islandi er eins og að tala um Grýlu. Enginn trúir lengur að hún sé til. Dulbúið atvinnuleysi En er allt sem sýnist? Ég álít að við búum við mikið dulbúið at- vinnuleysi á íslandi. Dulargervið er hins vegar svo gott, að við höfum meira að segja blekkt okkur sjálf og það er hættulegast af öllu. Ég ætla að nefna nokkur dæmi. Veiðifloti er of stór miðað við það magn af fiski, sem veiðist. Aðeins er deilt um hversu mikið of stór flotinn er. Of stór floti þýðir dulbúið atvinnuleysi. Þeir, sem vinna á þeim skipum, sem eru fram yfir æskilega hámarksstærð flotans, veiða aðeins þann fisk, sem aðrir hefðu auðveldlega getað veitt. Allir eru nú sammála um að við höfum stundað rányrkju á miðun- um undanfarin ár, en greinir aðeins á um hversu mikla. Astæð- ur þess, að stjórnmálamennirnir hafa hvorki viljað hlýta ráðlegg- ingum fiskifræðinga né útvegs- manna sjálfra, er að sjálfsögðu sú atvinnuskerðing, sem slíkar að- gerðir hefðu í för með sér, bæði hjá því fólki sem starfar við fiskvinnslu í landi og hjá sjómönn- um. Ofveiði er því ekkert annað en dulbúið atvinnuleysi. En rányrkja fiskimiðanna mun hefna sín í framtíðinni, þar sem enn lengri tími líður þangað til fiskistofnarn- ir ná þeirri stærð sem gefur mest í aðra hönd. Framleiðsla á gífurlega niður- greiddum landbúnaðarafurðum til útflutnings er dulbúið atvinnuleysi og það að reyna að auka sölu á landbúnaðarafurðum innanlands með niðurgreiðslum er einnig dul- búið atvinnuleysi. Haldið er uppi háu atvinnustigi í landbúnaði með skattlagningu allra landsmanna. Framleiðni í íslenskum iðnaði er mun minni en í iðnaði samkeppn- islandanna. Ef framleiðni í okkar iðnaði væri hin sama og hjá samkeppnisþjóðunum þyrftum við mun færra fólk til að framleiða sama magn af vörum og við gerum nú. Lítil framleiðni íslensks iðnað- ar er því miður einnig dulbúið atvinnuleysi. Tökum 10 m.kr. lán á klukkustund Við íslendingar jukum erlendar skuldir okkar að meðaltali um 10 milljónir króna á hverri einustu klukkustund sólarhringsins allt síðastliðið ár, jafnt helgidaga sem aðra daga, og á meðan ég held þessa ræðu aukum við erlendar skuldir okkar um 5 milljónir króna. Stórum hluta þessa gífur- lega fjármagns er varið til þess að halda uppi opinberri þjónustu og ýmis konar gerviþörfum, sem við höfum ekki efni á. Slíkt háttarlag er ekkert annað en dulbúið at- vinnuleysi. Fólksflutningar úr landi Uggvænlegasta staðreyndin í þessu sambandi er hins vegar sú, að árið 1976 og 1977 fluttust af iandi brott að meðaltali um 20 manns á viku hverri umfram þá, sem fluttust til landsins. Ég end- urtek, 20 manns á viku hverri. Þetta jafngildir því að allir fbúar jafn blómlegs byggðalags og Höfn í Hornafirði er, hefðu flutt af landi brott á rúmu ári. Er hugsajilegt að þetta sé byrjunin á því sem gerðist fyrir 100 árum, þegar fjórði hver maður flutti af landi brott í atvinnuleit? I dag er talið til sjálfsagðra mannréttinda að fá vinnu og okkur íslendingum þykir það sjálfsagt að við og niðjar okkar búum hér á landi um ókomna framtíð við næga atvinnu og síbatnandi lífs- kjör. En sá tími kann að vera skammt undan, að það verði aftur talið til forréttinda á íslandi að fá vinnu. Til að forða því að þetta gerist verðum við öll að vinna að því með ráðum og dáð að skapa hér skilyrði fyrir heilbrigðan, sjálf- stæðan atvinnurekstur — án ríkis- forsjár. Framleiðslan er undirstaðan Atvinnuvegir þjóðarinnar, sjálf vöruframleiðslan, þjónustustarf- semi, verslun, samgöngur, menn- ingarmál, heilbrigðismál, fræðslu- mál og opinber þjónusta eru svo tengdir hvor öðrum innbyrðis, að þróun og viðgangur hvers þeirra er tengdur vexti og viðgangi hins. Nútímaþjóðfélag er myndað úr öllum þessum þáttum og raunar mörgum fleiri, en við skulum vera þess minnug að það er framleiðsl- an sem er undirstaða allrar ann- arrar atvinnustarfsemi í landinu og það er hún, sjálf undirstaðan, sem er veikasti hlekkurinn í ís- lenska efnahagskerfinu. 9000 nýir starfsmenn Á næstu 5 árum útskrifast meira en 9 þúsund manns úr skólum landsins. Þetta unga fólk vill og þarf að fá vinnu við sitt hæfi. Þessi staðreynd blasir við okkur íslendingum og við getum ekki lengur vikið okkur undan því að takast á við þetta vandamál. Brýnasta viðfangsefni íslensku þjóðarinnar í dag er að skapa næg atvinnutækifæri fyrir allt þetta unga fólk. Ekki dugir að leysa vanda þess með því að benda á að flogið sé 40 sinnum á viku frá Islandi til útlanda. Ekki dugir að búa til enn meira dulbúið atvinnuleysi og halda þannig niðri lífskjörum á Islandi. Eina raunhæfa lausnin er að við snúum okkur loks að því að byggja upp heilbrigt atvinnulíf hér á landi. Aðlögun stjórnvalda að þörfum framtíðarinnar Iðnrekendur hafa í áratugi talað fyrir daufúm eyrum um nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir hið einhæfa atvinnulíf lands- manna og jafnframt um mikilvægi þess að hefja markvissa iðnþróun. Hingað til hefur tregðulögmálið haft betur. Ég fullyrði, að þótt aðeins séu eftir 9 mánuðir, ég endurtek 9 mánuðir, þar til um- sömdum aðlögunartíma að frí- Davíð Sch. Torsteins- son: verslun lýkur, er enn óralangt í það að aðlögun íslenskra stjórn- valda að fríverslun sé komin á það stig, sem hún hefði þurft að vera árið 1970 þegar aðlögun iðnaðarins að fríverslun átti að hefjast. Afleiðingar þess að ekki hefur verið á okkur hlustað koma m.a. fram í því, sem ég nefndi hér áðan, er ég ræddi um dulbúið atvinnu- leysi og því, sem við blasir í atvinnumálum. Ábyrgð þeirra ráðamanna þjóð- arinnar, sem barist hafa gegn tillögum okkar um breytta efna- hagsstefnu, er því mikil. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir fá undir henni risið þegar kemur að skulda- dögunum. Mér þykir rétt, áður en lengra er haldið, að gera grein fyrir því sem gerst hefur í málefnum iðnaðarins frá því að síðasta ársþing var haldið í aprílmánuði 1978. Jákvæðar aðgerðir Sem betur fer hefur ýmislegt jákvætt gerst. 1. Þann 8. maí 1978 voru sam- þykkt lög um 3% jöfnunargjald. Langþráðum áfanga var loks náð á þeirri braut að jafna starfsaðstöðu iðnaðar og erlendra keppinauta. Lögfesting jöfnunargjaldsins kostaði þriggja og hálfs árs stríð við íslenska embættismannakerf- ið. Þótt furðulegt megi virðast voru það íslenskir embættismenn, sem af einhverjum óskiljanlegum og óskýranlegum ástæðum, börð- ust á móti þessu sanngirnismáli. Fyrrverandi ríkisstjórn á þakkir skildar fyrir að hafa loks tekið á sig rögg og látið mótmæli embætt- ismanna sinna sem vind um eyru þjóta og komið þessu máli í höfn. 2. Núverandi ríkisstjórn ákvað nýlega að hækka jöfnunargjald tímabundið úr 3 prósentustigum í 6.6 prósentustig og hófst þá á ný sami darraðadansinn við fulltrúa tregðulögmálsins. Á félagsfundi hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, sem haldinn var 23. janúar s.l., lýstu fulltrúar allra stjórnmála- flokkanna yfir stuðningi sínum við málið. Jafnframt lofuðu talsmenn stjórnarflokkanna að lög um hækkun jöfnunargjalds skyldu taka gildi í febrúarmánuði. í dag, næstsíðasta dag marsmánaðar bólar enn ekkert á þessum lögum. Iðnrekendur bíða því enn svars ríkisstjórnarinnar við spurning- unni: Hvenær verður frumvarp um hækkun jöfnunargjalds lagt fram? Hækkun jöfnunargjalds getur jafnað að nokkru hina röngu geng- isskráningu, ef tekjum af gjaldinu verður varið til þess að endur- greiða útflytjendum iðnaðarvara svo og framleiðendum aðfanga atvinnuveganna (s.s. veiðarfæra- framleiðendum skipasmíðastöðv- um, umbúðaframleiðendum og fóðurbætisframleiðendum) það uppsafnaða óhagræði, sem röng gengisskráning veldur. 3. S.l. vor samþykkti Alþingi ný skattalög, er tóku gildi 1. janúar s.l. I fyrsta ainn var reynt að takast á við þann vanda, sem óðaverðbólga skapar rekstri fyrir- tækja. Þrátt fyrir það að lög þessi marki tímamót í skattamálum, er augljóst, að breyta verður lögum þessum þegar á þessu ári. Sem dæmi má nefna, að fella verður niður 44. og 45. grein laganna, að heimilað verði að færa vörubirgðir í ársbyrjun til verðlags í árslok, áður en vörunotkun er reiknuð út, að útflutningsfyrirtækjum í iðnaði verði heimilað að leggja hluta af söluverðmæti útflutnings í sér- stakan útflutningsvarasjóð. Ef farið verður að þeim tillögum iðnrekenda um skattamál, sem er að finna í stefnuskrá félagsins, hefur loks nú, árið 1979, verið efnt það loforð, sem ríkisstjórnin gaf íslenskum iðnrekendum 3. nóvem- ber 1969 um „að breyta skattalög- um þannig, að íslensk iðnfyrirtæki verði ekki skattalega verr sett en erlendir keppinautar, sem selja iðnaðarframleiðslu til landsins". Það er von mín, að núverandi ríkisstjórn efni þetta þýðingar- mikla loforð áður en annar áratug- urinn hefst frá því það var gctfið. 4. Síðastliðið vor voru svo loks samþykkt lög um Iðntæknistofnun íslands, en hún getur haft mikil áhrif á eflingu iðnaðar, ef rétt er að málum staðið. 5. Þrátt fyrir það að vörugjald af lyfturum hafi verið fellt niður 1. október s.l. greiðir iðnaðurinn enn 65% aðflutningsgjöld af þessum nauðsynlegu tækjum. Þarf ég að taka fram að auðvitað greiða erlendir keppinautar engin gjöld af slíkum tækjum og heldur ekki þeir erlendu aðilar, sem starf- rækja verksmiðjur á íslandi. Er- fitt er að taka hátíðlega hjal stjórnmálamanna um nauðsyn aukinnar framleiðni í íslenskum iðnaði þegar svona er að málum staðið. Þess ber þó að geta, að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þingmanna úr öllum stjórnmála- flokkum um breytingu á lögum um tollskrá. Við iðnrekendur skorum á alla alþingismenn að samþykkja þetta frumvarp, sem leysa mun tollamál iðnaðarins að mestu leyti. 6. Iðnaðarráðherra hefur skipað Samstarfsnefnd um iðnþróun og er skýrslu hennar um eflingu iðnaðar að vænta bráðlega. Vonandi munu röksemdir hennar um nauðsyn iðnþróunar og tillögur fá betri meðferð en álit og tillögur Iðn- þróunarnefndarinnar sálugu fengu, því umræður um þá skýrslu urðu nánast engar og ekkert hefur verið framkvæmt af því sem þar var lagt til. Neikvæðar aðgerðir Margt neikvætt hefur líka gerst síðan síðasta ársþing okkar var haldið. 1. Gengi íslensku krónunnar var skekkt margsinnis á síðastliðnu ári með öfugri notkun verðjöfnun- arsjóða. Um þriggja mánaða skeið á síðastliðnu sumri þurfti iðnaður- inn t.d. að þola það að búa við 11% lægra gengi heldur en sjávarút- vegurinn. Slíkt er að sjálfsögðu óhæfa, sem aldrei hefði átt að geta komið fyrir og má aldrei undir neinum kringumstæðum endur- taka sig. 2. í september 1978 voru svo sett ólög þar sem voru hin afturvirku skattalög. Það er nógu vonlítið að gera rekstrar- og fjárfestingar- áætlanir í þeirri óðaverðbólgu, sem hér dunar og svellur, þó ekki sé bætt gráu ofan á svart með því að fyrirtækin viti ekki einu sinni hvaða skattalög eru í gildi í land- inu á hverjum tíma. 3. Ýmis ný gjöld hafa verið lögð á iðnaðinn síðan, eða eldri gjöld verið hækkuð, þannig að bilið milli starfsaðstöðu okkar og erlendra keppinauta hefur enn breikkað og samkeppnisstaðan versnað. Þannig var verðstuðulsfyrning felld niður, flýtifyrning lækkuð um %, fasteignaskattar hækkaðir, eignaskattur tvöfaldaður, tekjuskattur hækkaður og lagt var á svokallað nýbyggingar- gjald. Öllum þessum sköttum er fyrst og fremst beint gegn framleiðslu- atvinnuvegum landsmanna, en lög, sem skattleggja framleiðslutæki og húsnæði framleiðsluatvinnu- veganna, eru til þess eins fallin að draga niður lífskjör þjóðarinnar, draga úr atvinnu og auka erlenda skuldasöfnun. Frjálst markaðshagkerfi Mörg undanfarin ár hefur sú óheillavænlega þróun átt sér stað hérlendis, að afskipti ríkisins af atvinnurekstrinum hafa sí og æ verið að aukast. Skriffinnska hefur aukist geigvænlega og sífellt meiri tími atvinnurekenda hefur farið í alls konar skýrslugerðir, útfyllingu eyðublaða og eltingaleik við duttlunga kerfisins. Með þessu er verið að gera atvinnurekendum ómögulegt að sinna þeirri frum- skyldu sinni að reka fyrirtæki sín á sem hagkvæmastan hátt, þróa eldri vörutegundir og hefja fram- leiðslu á nýjum. Þessa þróun verður að stöðva og það verður að gera meira en það, við verðum að breyta um stefnu og beina þjóðfélaginu í átt að opnu, frjálsu markaðshagkerfi. Hlutverk ríkisins er ekki að stofna ný fyrirtæki. Ríkisvaldið verður hins vegar að hafa jákvætt viðhorf til atvinnurekstrarins. Ríkisvaldið verður að gera sér ljóst, að til þess að lífskjör batni hér á landi þurfa atvinnuvegirnir að hagnast og það sem allra mest. Heilbrigðasta uppbygging at- vinnulífsins er sú, að fyrirtækin hagnist svo mikið að þau geti sjálf staðið undir eigin uppbyggingu. Tillögur iðnrekenda Tillögur okkar iðnrekenda um þau atriði, sem breyta þarf í Við búum við dul- búið atvinnuleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.