Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 13 Nemendur Skálholtsskóla flytja gamanleikinn Narfa efnahagskerfinu, til að íslenskur iðnaður verði sú undirstaða bættra lífskjara, sem hann hefur alla möguleika til, er að finna í þeirri tillögu að stefnuskrá, sem lögð hefur verið fram á þessu þingi. Tillögurnar eiga það allar sam- eiginlegt að þær eru framkvæman- legar, ef leiðtogar þjóðarinnar hætta dægurþrasi, snúa bökum saman og byrja að sinna þeirri frumskyldu sinni að skapa fram- leiðsluatvinnuvegunum eðlilegan starfsgrundvöll. I stuttu máli eru tillögur okkar þessar: 1. Hætta verður mismunun í starfsaðstöðu innlendra atvinnu- vega. 2. Hækka ber jöfnunargjaldið tímabundið úr 3% í 6.6%. 3. Gengisskráning íslensku krón- unnar þarf að tryggja útflutnings- atvinnuvegunum, svo og þeim iðn- aði, sem býr við samkeppni við innflutning, nægilegan hagnað. 4. Fiskveiðum verði stjórnað með sölu veiðileyfa og tollar verði felldir niður af öllum vörum. Gengið verði skráð þannig, að útgerð og fiskvinnsla verði rekin með hagnaði. 5. Verðjöfnunarsjóðum verði beitt þannig að þeir verki til sveiflu- jöfnunar. 6. ígildi frestunar tollalækkan- anna um síðustu áramót komi þegar til framkvæmda. 7. Tollar og gjöld af öllum vélum, tækjum, varahlutum og fram- leiðsluhúsnæði verði felld niður. 8. Beita skal jöfnunar- og undir- boðstollum þegar nauðsyn krefur. 9. Opinber innkaup ber að nota markvisst til eflingar og þróunar íslenskum iðnaði. 10. Tryggja ber framleiðslufyrir- tækjum raforku á verði, sem svar- ar til beins tilkostnaðar við orku- öflun og dreifingu til þeirra. 11. Skattlagningu verði hagað á þann hátt, að fyrirtæki geti notað hagnað sinn til eigin uppbygging- ar. 12. Efla þarf almenna rannsókna- og þróunastarfsemi, t.d. með áhættulánum. 13. Auka þarf framleiðni íslensks iðnaðar með bættri tækniþjónustu og starfsþjálfun. 14. Arðsemi ráði fjárfestingu. Dregið verði úr opinberri fjárfest- ingu, en fjárfesting í atvinnufyrir- tækjum örvuð. 15. I stað fikrunar úr óðaverð- bólgu skal í einu átaki hægja á verðbólgunni, þannig að hún verði ekki meiri en í nágrannalöndum okkar. Þetta er allt hægt að fram- kvæma. — Vilji er allt sem þarf. Það er ekki nóg að gera aðeins kröfur til annarra. Allir iðnrek- endur verða jafnan að gera ítrustu kröfur til sjálfs sín, beita nýjustu stjórnunaraðferðum, fylgjast með öllum tækninýjungum, auka hag- kvæmni í rekstri, bæta vörugæði og sölutækni og auka vöruþróun og framleiðni. Atriðin, sem til greina koma eru óteljandi. Enginn vafi er á því að við iðnrekendur eigum margt ólært og bæði getum og verðum að bæta okkur mikið í öllum þessum málum. Ég minni á söguna um Archim- edes hinn gríska. Hann sagði: „Gefið mér stað til að standa á og ég skal lyfta jörðinni". Islenskir atvinnuvegir geta að vísu ekki lyft jörðinni, en þeir geta svo sannarlega lyft þeim Grettis- tökum, sem skipta sköpum fyrir íslensku þjóðina, ef þeir fá að búa við eðlileg starfsskilyrði og ef þeir fá frið til þess að sinna því hlutverki sínu að framleiða góðar vörur eða þjónustu og hagnast svo mikið að hvert fyrirtæki geti séð um eðlilega uppbyggingu sína sjálft án opinberra styrkja eða sjóðakerfis. Lífskjör geta þá farið batnandi án þess að sú lífskjarabót sé greidd með erlendum lánum og landið mun geta boðið hverri vinnufúsri hönd starf við sitt hæfi. NEMENDUR Skálholts- skóla flytja sjónleikinn Narfa eftir Sigurð Péturs- son í félagsheimilinu Ara- tungu að kvöldi sunnu- dagsins 8. apríl. Leikurinn var frumsýndur á nem- FORELDRAFÉLAG Hlíðaskóla efnir til kökubasars í skólanum næstkomandi laugardag. Verður húsið opnað kl. 13. Venjulega hefur kökubasar félagsins verið mjög vel sóttur og kökurnar farið á mjög skömmum tíma. Foreldrafélag Hlíðaskóla hefur endamóti í Skálholti um síðustu helgi. Aðalhlutverkið, Narfi, er í höndum Fjölnis Sverrissonar, en Helgi Bragason leikur Guttorm lögréttumann og Hildur Sigurð- ardóttir Dalstæd kaupmánn. skólann og aflað fjár fyrirtækjum. Síðast gaf félagið sérhannaða ritvél fyrir hreyfilömuð börnin í skólanum. Og nú er verið að safna fyrir myndsegulbandi sem notað verður við kennslu í skólanum, og fer ágóðinn af kökubasarnum til þeirra nota. Með önnur hlutverk fara Mar- grét Jónsdóttir, Ingibjörg Ólafs- dóttir og Inga Þóra Vilhjálms- dóttir. Leikstjóri er Bernt Skrede, norskur lýðháskólakenn- ari, sem meðal annars hefur starfað í Skálholti í vetur. Eins og kunnugt er var höf- undur Narfa brautryðjandi í leikritun á íslandi. Aðrir höfðu að vísu gert tilraunir á því sviði á undan honum, en Sigurður Pétursson gerði fyrstur fjölþætt leikrit, sem reyndust sýningar- hæf og voru leikin oft og víða. Auk Narfa samdi Sigurður sjón- leikinn Slaður og trúgirni, sem nú er venjulega kallaður Hrólf- ur. Narfi var fyrst sýndur árið 1799. Um upphaf leikmennta á ís- landi farast Erlendi Jónssyni svo orð í íslenskri bókmennta- sögu 1550—1950: „Uppruna íslenskrar leiklistar má rekja til skólapilta í Skál- holti, er þeir héldu svokallaða „herranótt“ á haustin. Það var í fyrstu óskipuleg ærslaskemmt- un, en síðar voru fengnir menn til að undirbúa samtalsþætti fyrir þessi tilefni. Og þannig atvikaðist það, að Sigurður samdi þau tvö leikrit, sem eftir hann liggja. Þá var skólinn fluttur að Hólavelli í Reykjavík, og voru bæði leikritin sett á svið þar í fyrsta skipti. Þau eru bæði „gleðispil", eins og gamanleikir voru nefndir í þá daga.“ Narfi er að nokkru ley.ti frum- saminn á dönsku, en Skálhylt- ingar flytja þá þætti í íslenskri þýðingu. Leiksýning þessi er liður í árlegri „Vorgleði" Skálhyltinga, en þar erum að ræða skemmti- dagskrá, sem saman er sett af ýmsu efni. jwm IJIOJUI Skiptir það mestu máli hvað þú færð fyrir peningana. Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá verðbólgunni við og getum nú boðið'79 árgerðina af SKÖDA AMIGO frá kr. 1.870.000. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. LÉJ fcj JÖFUR HF Auðbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600. Kökubasar í Hlíðaskóla lengi verið ötult við að styrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.