Morgunblaðið - 06.04.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 06.04.1979, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 Leszek Kolakowski: Hvemig á að vera frjálslyndur íhalds-sósíalisti Stefnuskrá Pólski heimspekingurinn og andófsmaðurinn Leszek Kolakowski, sem hefur verið útlagi frá 1968, flytur tvo fyrirlestra hér á landi um helgina, annan á vegum heim- spekideildar Háskólans í dag, föstudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi, og nefnist sá fyrir- lestur: „On the Paradox of Liberalism“ — hinn á vegum Félags áhugamanna um heim- speki nk. sunnudag kl. 14.30, og nefnist hann: „On Religious Language". Nýlega kom út þriggja binda verk eftir Kola- kowski, „Main Currents of Marxism“, um kenningu Karls Marx og fylgismanna hans, og hefur það fengið mjög góða dóma á Vesturlöndum, en Hannes H. Gissurarson reit um þetta verk hans í Mbl. 24. marz sl. Kolakowski er nú kennari í Oxford-háskóla. Eftirfarandi grein Kolakowskis birtist í októberhefti brezka tímaritsins „Encounter“, þar sem hann ræðir stjórnmálaskoðun sína í gamni og alvöru. Dr. Arnór Hannibalsson lektor fslenzkaði greinina. Mottó: „Áfram aftar í vagn- inn!“ Þannig heyrði ég eitt sinn farmiðasala ávarpa farþega í sporvagni í Varsjá. Ég legg til að þetta verði kjörorð voldugs Alþjóðasambands sem aldrei verður stofnað. íhaldsmaður trúir þessu: 1. Að í mannlífinu hafi aldrei verið og verði aldrei betrumbæt- ur án þess að eitthvað annar versni; þannig þurfi menn að athuga, hvaða verði þurfi að greiða sérhverja fyrirætlaða endurbót. Með öðrum orðum: Hið illa kemur fram í óteljandi formum (við getum þolað margt illt samtímis á mörgum svið- um); en margt gott takmarkar eða ónýtir hvert annað, og því njótum við aldrei hins góða fyllilega og samtímis. Þjóðfélag án jafnréttis og frelsis getur sannarlega verið til, en þjóðfé- lagsskipan sem sameinar full- komið jafnrétti og frelsi getur ekki verið til. Á sama hátt eru áætlunarbúskapur og sjálfstæði einstaklingsins ósamrýmanleg, einnig öryggi og tækniframfar- ir. Þetta má einnig orða þannig: Saga manna hefur engan ham- ingjuríkan endi. 2. Að við vitum ekki, að hve miklu leyti hefðbundin form félagslífs — fjölskyldusiðir, þjóð, trúarsöfnuðir — eru ómissandi svo að hægt sé að lifa lífinu í þjóðfélagi eða þola við. Það er engin ástæða til að halda, að þegar þessi form eru eyðilögð eða brennimerkt sém óskynsam- leg, að við aukum möguleika á hamingju, frið, öryggi eða frelsi. Við vitum ekkert með vissu um hvað gæti gerst ef, til dæmis, einkvænisfjölskyldan væri lögð niður eða ef í stað aldagamalla greftrunarsiða yrði farið að nýta lík sem iðnaðarhráefni. Best væri að búast við hinu versta. 3. Að höfuðhugmynd Upplýs- ingarinnar — að öfund, hégómi, ágirnd og yfirgangur eigi rót sína að rekja til vankanta þjóð- félagsstofnana, og að þau muni Óskar Jóhannsson kaupmadur: Fimmtudaginn 29. marz birtist í Vísi grein undir fyrirsögninni, „Kaupmenn tregir til að veita þjónustu". Oft er ómaklega vegið að kaup- mönnum í fjölmiðlum og af stjórn- völdum, og lítils metin sú þjón- usta, sem verzlunin innir af hendi. Ofangreind grein „Neytanda" lýsir svo miklu þekkingarleysi, frekju og lítilsvirðingu á matvöru- kaupmönnum í Reykjavík, að ég, sem einn þeirra má til með að reyna að upplýsa þennan nafnleys- ingja, um nokkur atriði varðandi þetta mál. „Neytandi" segír: „Nýlega heyrði ég í fréttum aö kaupmenn hefðu samþykkt á aöalfundi sínum sem haldinn var fyrir skömmu að skora á banka að breyta ekki opnunartíma sínum og hafa áfram opiö síödegis. Voru kaupmenn mjög óhress- ir yfir breytingum þessum og töluðu um að verið væri aö minnka þjónustuna við við- skiptavini bankanna. Hins vegar hefur það komið fram hjá bankamönnum að samræming opnunartímans sé gerð í sparnaðarskyni." óánægju með þá hugmynd sem fram hefur komið í borgarstjórn að gefa opnunartíma sölubúöa frjálsan. Þá er ekkert talað um að það þurfi að veita þjónustu. Ekki er heldur minnst á frjálsa sam- keppni eða önnur slagorð sem henta þessum mönnum stundum." Tveir menn í borgarstjórn hafa einkum reynt að afla sér vinsælda meðal almennings, með því að bjóða upp á kvöld- og helgarþjón- ustu matvöruverzlana, og reynt að gera mikið úr þörfinni fyrir hana. Hvað hafa þessir sömu menn gert í borgarstjórn til að auðvelda verzluninni að veita þessa „nauð- synlegu" þjónustu? Beinast liggur þá fyrir að kaup- félagsverzlunin, sem viðskiptavin- irnir eiga sjálfir veiti eigendum sínum aukna þjónustu. Allir sem til þekkja vita að starfsfólk í matvöruverzlunum vinnur erfiðustu störfin, hefur lengsta vinnutímann og lægsta kaupið, innan verzlunarstéttarinn- ar. Getur stjórn kaupfélagsins heimtað að starfsfólkið bæti á sig nætur- og helgidagavinnu til mið- nættis alla daga vikunnar, að sunnudögum meðtöldum, á sama tíma og launþegaforingjarnir tala um að banna alla eftirvinnu því lengri vinnuvika en 40 stundir sé þrælkun? Ég efast um að kaupfélags- stjórnin ætlaðist til þess af nokkr- um manni, og ég er viss um að enginn lætur bjóða sér slíkt, þótt að sjálfsögðu kæmi full greiðsla fyrir. Þá mætti spyrja, væri ekki hægt að hafa annað fólk á kvöldin og um helgar? Verzlunarstjórinn ber ábyrgð á rekstri búðarinnar. Hann kemur fyrstur á morgnana og fer síðastur á kvöldin. Auðvitað tekur hann ekki í mál Afgreiðslutími verzlana og hagsmunir neytenda Sjálfsagt er að samræma af- greiðslutíma bankanna, því rugl- ingur á honum er öllum til óþæg- inda. Stytting afgreiðslutímans nú, frá kl. 6V2 og 7 til kl. 6 á kvöldin, og í september til kl. 4, kemur sér illa fyrir verzlanir vegna þess að ekki er þá lengur hægt að leggja dagssöluna inn samdægurs og ávísa á hana, því það hafa mjög margir þurft að gera vegna rekstr- arfjárskorts. Þegar ekki er hægt að skipta ávísunum í bönkum, lendir sú þjónusta í enn auknum mæli á verzlununum, og því fylgir alltaf áhætta. Auðvitað finnst „Neytanda" sjálfsagt að minnka rekstrar- kostnað bankanna með styttingu afgreiðslutímans. En um matvöruverzlanirnar gildir allt annað lögmál að dómi „Neytanda". „En nú mætti búast við því að þar sem kaupmenn vilja að bankar hafi opið sem lengst og veiti sem mesta og besta þjón- ustu aö þeir fylgi því fordæmi eftir sjálfir í sínum verslunum. — Nei, þá er komiö annað hljóö í strokkinn. Á þessum sama fundi lýsa kaupmenn yfir A þessu ári hefur borgarstjórn hækkað fasteignagjöld af verzlun- arhúsnæði, um meira en 100% í kr. hækkað aðstöðugjald af matvöru- verzlun um 160% miðað við veltu og hækkað leyfisgjald fyrir kvöld- og helgarþjónustu um 380%. Þarf skýrari svör um viðhorf borgarstjórnarmanna til matvöru- verzlunar í Reykjavík? „Ég er mjög hissa á forsvars- mönnum reykvískra kaupmanna aö leggjast á móti því aö kaup- menn geti haft opið í verslunum sínum á kvöldin og um helgar ef þeir vilja, enginn er aö neyöa þá til þess sem ekki vilja." Fyrir 12—15 árum ríkti það ástand í þessum málum sem „Neytandi" vill innleiða nú. Þeir kaupmenn sem muna þá tíð, og þekkja það „frelsi" af eigin raun, kæra sig ekki um það aftur. Á fyrrnefndu tímabili kepptust matvörubúðir og söluturnar, um að hafa opið, vegna þess að í raun var engin reglugerð um lokunar- tíma í gildi. Samkomulag náðist þó um að söluturnar seldu takmarkaðan vörufjölda, og matvörubúðir lok- uðu á tilsettum tíma, samkvæmt reglugerð, sem síðan var samþykkt af borgarstjórn. Álitið var þó nauðsynlegt að hafa einnig kvöldþjónustu mat- vöruverzlana. Þær höfðu opið til skiptis á kvöldin, ein í hverju hverfi í senn. Reynslan sýndi þó fljótt, að þörfin fyrir kvöldþjón- ustuna var ekki meiri en svo, að oft kom fyrir, að heildarsalan dugði ekki fyrir hinum aukna launakostnaði. „Frelsi" kaupmannsins var ekki einungis fólgið í því að fá að vinna kauplaust, heldur þurfti hann að borga fyrir það, því laun kaup- mannsins eru aðeins það sem eftir verður, þegar allur kostnaður við verzlunarreksturinn hefur verið greiddur. „Neytandi" segir að enginn sé neyddur til að hafa opið, þótt opnunartíminn verði stjórnlaus. Við skulum taka sem dæmi eitt íbúðahverfi borgarinnar, sem í eru 3 kaupmannaverzlanir og 1 kaup- félagsbúð. að óviðkomandi fólk reki verzlun- ina á hans ábyrgð, að honum fjarstöddum. Sem sagt kaupfélagsverzlunin er komin út úr dæminu. Hún getur ekki þjónað eigendum sínum, leng- ur en hún gerir í dag. Þá eru kaupmennirnir þrír eftir. Einn þeirra lætur það ekki um sig spyrjast, að hann veiti ekki viðskiptavinum sínum góða þjón- ustu, og hefur búð sína opna til kl. 11 ‘/2 alla daga vikunnar. Hvað munar hann um að bæta svona 30 tímum við 60—70 tíma vinnuviku venjulegs matvörukaup- manns? Hvað hefur hann að gera við frístundir með fjölskyldu sinni á kvöldin og um helgar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.