Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 16

Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 Hjálmar Vilhjálmsson fiskifrœðingur: Loðna hefur verið mjög á dagskrá hjá landsmönnum nú í vetur og ber þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi stöðvun veið- anna 18. mars s.l. þar sem þá höfðu verið veiddar nær 1.2 milljónir tonna úr hrygningar- stofni ársins 1979 auk þess sem farið hafði forgörðum við veiðar og af náttúrunnar völdum. I annan stað varð niðurstaða fundar færeyskra, íslenskra og norskra fiskifræðinga, sem haldinn var í Reykjavík 27.-29. fyrra mánaðar, m.a. á þann veg, að í varúðarskyni ætti að gera ráð fyrir að takmarka aflann úr íslenska loðnustofninum á tíma- hefur því verið á það bent, bæði í riti og ræðu að sveiflur í stærð loðnustofnsins geti verið bæði miklar og snöggar. Skömmu fyrir miðjan áttunda áratuginn var ljóst orðið að afli á vetrarvertíð gat orðið um og yfir (4 milljón tonna og sumarið 1976 varð einnig ljóst, að veiða mátti loðnu í stórum stíl að sumarlagi djúpt út af Vestfjörð- um og Norðurlandi. Þekking á veiðiþoli loðnustofnsins varð þar með lífsnauðsyn. Vegna skammlífis síns hefur loðnan, sem fyrr segir, hér mikla sér- stöðu auk þess sem atburðarásin í þróun veiðanna er mjög hröð. Hjálmar Vilhjálmsson 1979 segir m.a. svo orðrétt: „Sú þróun loðnuveiða, sem orðið hefur og að framan er lýst, er uggvænleg. Ljóst var þegar fyrir 2—3 árum að hverju stefndi. Á sínum tíma (1977) lagði Hafrannsóknastofnunin því til, að afli á tímabilinu júlí 1978 — júní 1979 færi ekki yfir 1 milljón tonna, enda sýndu rann- sóknir að von væri slakari nýlið- unar í nánustu framtíð en verið hafði um nokkurra ára skeið. Þessi tillaga um hámarksafla er mjög þýðingarmikil einmitt vegna þess hve upplýsingar um stofnstærð og veiðiþol eru af skornum skammti. Viðbrögð loðnustofnsins við hinum stór- aukna afla verða að fá að koma í ljós án þess að tekin sé sú gífurlega áhætta sem felst í ótakmörkuðum veiðum, ekki að- eins okkar flota heldur einnig erlendra skipa.“ einkum nú á seinni árum. Höf- undur á satt að segja erfitt með að ímynda sér, að svo marg- slungið efni sem ört minnkandi seiðafjöldi seinustu 3 árin, sam- fara nær þrefaldri aflaaukningu (sjá meðfylgjandi töflu), geti hafa farið framhjá nokkrum þeim manni, sem á annað borð fylgist með framvindu þessara mála. Fjöldi seiða og afli 1972 Afli 277 Fjöldi seiða (hlutf.) 89 1973 441 116 1974 462 134 1975 458 89 1975-76 342 60 1976-77 659 43 1977-78 770 31 1978-79 1.191 ? Sambærilegar talningar á fjölda seiða eru til frá seiða- rannsóknum í ágúst síðan 1972. I töflunni fyrir neðan er sýndur fjöldi seiða ásamt afla úr hrygn- ingarstofninum (vetrarveiðar og sumar- og haustveiðar árið á undan). Hitt er svo annað mál og miklu skiljanlegra, ef menn hafa ekki áttað sig á því að hér er um að ræða tillögur til bráða- birgða, sem settar eru fram í varúðarskyni í samræmi við upplýsingar sem liggja fyrir. Það væri í meira lagi heimsku- legt að benda ekki á slíkar upplýsingar né draga af þeim ályktanir. Tölur um seiðafjölda eru samt þess eðlis að á þeim þarf að fá staðfestingu síðar, t.d. með magnmælingu eftir 2—3 ár. Þetta stafar vitanlega af mis- miklum afföllum sem verða í uppvextinum. Það er t.d. ljóst, að hinn stóri árgangur loðnu- seiða frá 1975 skilaði sér ekki sem kynþroska fiskur í nærri því jafn háu hlutfalli og árgang- urinn frá 1976, jafnvel eftir að tekið hafði verið tillit til þess að hluti síðarnefnda árgangsins var undir ís, þegar talning fór fram. Sama gildir, þó í minna mæli sé, um hina stóru árgang- ana frá 1972—74 og sérstaklega árið 1975 var mikill hluti loðnu- seiðanna mjög smár að hausti og afföll því eflaust mikil. Hins vegar hefur borið ákaflega lítið á þessum smáu seiðum árin 1976-78. Líkur eru því til þess að þeir árgangar skili sér betur en fyrirrennarar þeirra frá 1972—75. Þetta verður væntan- lega unnt að kanna til hlítar nú í sumar, haust eða í seinasta lagi upp úr næstu áramótum, auk þess sem vitneskja fæst í ágúst n.k. um afdrif klaksins frá í vetur. Á þessum upplýsingum munu endanlegar tillögur um hámarksafla byggjast. Þar til þær hafa séð dagsins ljós er varla tímabært að tala um reið- arslag, gjaldþrota loðnuútgerðir og lágmarkskaup. Þennan tíma mætti hins vegar nota til þess að íhuga hvert eigi að leita, ef bráðabirgðatillögurnar um 600 þúsund tonna hámarksafla verða að veruleika. Hjálmar Vilhjálmsson Aflatakmarkanir á loðtiu Aðdragandi og orsakir bilinu ágúst 1979 — mars 1980 við 600 þús. tonn til bráða- birgða. Þetta hvort tveggja telja menn almennt koma sem reiðar- slag, öllum á óvænt og vera nánast rothögg á loðnuútgerð og jafnvel þjóðarhag, enda hafi fiskifræðingar jafnan sagt að veiða mætti 1—1(4 milljón tonna úr þessum stofni. Af þessu tilefni þykir rétt að rifja upp nokkuð af því sem rætt hefur verið og ritað um þessi mál seinustu 10—12 árin. í 5. tbl. Ægis 1966 er lítil grein eftir þann, sem þetta ritar og ber hún heitið „Um íslensku loðnuna". Þar segir m.a. svo: „Islenski stofninn (loðnan) hef- ur því á seinustu árum verið geysistór að höfðatölu". Og ennfremur: „Benda má á, að stærð fiskstofna fer yfirleitt mjög eftir því hve vel heppnuð hver einstök hrygning er að því er snertir uppvöxt seiðanna og svo auðvitað hve margir ein- staklingar eiga hlut að máli. Búast má því við miklum sveifl- um í stofninum, þar sem loðnan er jafn skammlíf og raun ber vitni og verður að ætla að enn meira beri á slíku hjá henni en öðrum nytjafiskum okkar, sem allir hafa miklu lengra frjó- semiskeið (hrygna oftar en einu sinni)“. Að sömu niðurstöðu kemst Jakob Jakobsson í grein sinni „Bræðslufiskur", sem birtist í Ægi, 3. tbl. 1969. Hefur þessi sérstaða loðnunnar oft verið áréttað síðan, t.d. í ritum Loðnunefndar frá 1973 og 74, skýrslu Hafrannsóknastofnunar um „Ástand nytjastofna á Is- landsmiðum og aflahorfur 1978“, bréfum til ráðuneytis og margoft í fjölmiðlum. Rækilega Fyrir utan áreiðanlegar afla- skýrslur verður veiðiþol stofns- ins því einkum ákvarðað með rannsóknum á fjölda, útbreiðslu og ásigkomulagi seiðanna og beinum stofnstærðarmælingum með fiskleitartækjum. Frá 1970 voru árlega gerðar rannsóknir á loðnuveiðum á íslenska hafsvæðinu, í Græn- landshafi og við A.-Grænland. Niðurstöður hafa ávallt verið kynntar jafnóðum í fjölmiðlum, en auk þess birtar og í sumum tilfellum hvað eftir annað, t.d. í ársskýrslum Hafrannsókna- stofnunarinnar 1970—78, riti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, Ægi 1972, 1978 og 1979, skýrsl- um Loðnunefndar og í sérritum Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna á Islands- miðum og útlit og horfur 1978 og 79. Samkvæmt seiðarannsóknun- um var nýliðun með miklum ágætum á árunum 1972—75 og mun raunar hafa verið það allt frá 1968. (Hafrannsóknir 13. hefti 1978). Síðan hallar undan fæti og s.l. sumar var fjöidi loðnuseiða aðeins um (4 hluti þess sem hann var að meðaltali árin 1972—75. Stofnstærðarmælingar eru erfitt verk og tæknilega vanda- samt. Slíkar mælingar heppnuð- ust fyrst í október s.l. og voru endurteknar með góðum árangri bæði vestanlands, austan- og suðaustan í febrúar í vetur. Fyrri tilraunir, sem voru nokkr- ar, mistókust eða misfórust af ýmsum ástæðum. Frá þessum mælingum og tilraunum til mælinga hefur m.a. verið greint í Ársskýrslum Hafrannsókna- stofnunar 1971—72 og 1974, Ægi, 17. tbl. 1973, skýrslum Loðnunefndar frá 1974 og 78, ráðuneytissamskiptum og í fréttaflutningi ýmiss konar. Eins og fyrr segir og lesa má í ofangreindum tilvitnunum fór- um við á Hafrannsóknastofnun mjög að velta fyrir okkur veiði- þoli íslenska loðnustofnsins á árunum upp úr 1970. Með því að vega og meta þau gögn sem þá lágu fyrir, einkum varðandi nýliðun, varð fyrsta niðurstaða sú, að stofninn þyldi mætavel þá ársveiði sem vetrarvertíð gat skilað, að því tilskyldu að veið- arnar byggðust eingöngu á full- vöxnum fiski. Þetta má lesa í skýrslum Loðnunefndar frá 1973 og 74. Sumarið 1976, þegar Ijóst var að stefndi í enn meiri afla- aukningu, var veiðiþolið metið á ný. Þá varð niðurstaðan sú, að líklegt væri að taka mætti 1—114 milljón tonna á ári með sömu skilyrðum og fyrr getur að því viðbættu, að nýliðun (seiða- fjöldi) héldist ntikil og jöfn eins og hún hafði mælst á árunum 1972 — 75. Meðan viðbrögð stofnsins við stórauknum veið- um voru að koma í ljós var þó talið ráðlegt að takmarka veið- ina við lægri mörkin fyrst um sinn. Prentaðar heimildir um þetta eru m.a. skýrsla nefndar, sem sjávarútvegsráðherra skip- aði til að gera heildaráætlun um afkastaþörf loðnuverksmiðja, sem byggði á áætlun um hráefn- isöflun miðað við skipastól, svo og á ástandi loðnustofnsins. Þessi nefnd skilaði áliti í febrú- ar 1977. Um sama efni er einnig fjallað í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um „Ástand nytja- stofna á íslandsmiðum og afla- horfur 1978“ og þar komist að sömu niðurstöðu. í samnefndri skýrslu stofnunarinnar varð- andi útlit og horfur fyrir árið Ennfremur segir í skýrslunni að magnmælingar frá í október s.l. hafi sýnt að 1 milljón tonna afli sé hrygningarstofni ársins 1979 ekki ofviða og eftir frekari mælingar í febrúar s.l. reyndist unnt að bæta þar við 100 þús. tonnum sem í reynd urðu þó nær helmingi fleiri. Þá segir í skýrsl- unni um tímabilið frá sumri 1979 til vetrarvertíðarloka 1980, að árgangurinn frá 1977 sé slakur og ieiddar eru að því líkur að lítið muni eftir af 1976 árganginum þrátt fyrir það, að hann hafi reynst tiltölulega mjög vel. Árgangurinn frá 1977 verður að bera uppi veiði næsta tímabils að langmestu leyti. Það þarf því væntanlega engan spek- ing til þess að sjá, að á grund- velli upplýsinga um fjölda loðnuseiða einna saman þurfi að draga saman seglin miðað við þann 1.2 milljón tonna metafla (420 þús. tonna aukning frá næsta tímabili á undan), sem fékkst fyrir tímabilið 1978—79. Ákveðin tillaga um bráða- birgðakvóta kemur ekki fram í ofangreindri skýrslu, m.a. vegna þess að fundur hafði verið ákveðinn með Norðmönnum og Færeyingum í mars í vor, ein- mitt til þess að fjalla um þessi mál og rétt þótti að bíða hans. Þær staðhæfingar að niður- staða fundarins komi mönnum á óvart, hvað þá eins og reiðarslag og jafnt þeim, sem lifa og hrærast í þessum málum og öðrum, þykir undirrituðum furðulegar í meira lagi. Því auk þess sem komið hefur um loðnu- veiðar á prenti undanfarinn áratug eða rúmlega það og aðeins hefur verið tíundað að hluta hér að framan, hefur margoft verið fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og á fundum, Búlgarskir skemmtikraft- ar í þórscafé „THE Bulgarian brothers“ munu næstu vikurnar skemmta í bórs- café. Þeir félagarnir eru tveir, Sacha Corda og Dragomir Zazinov, báðir búlgarskir. Þeir félagar hafa víða komið fram — leikið bæði vestan hafs og austan. Komið fram í Las Vegas, frá Vegas lá leiðin til Parísar, Vínar, Lundúna, Kaupmanna- hafnar, Óslóar og nú í Reykjavík. Músík þeirra félaga er bæði alþjóðleg og þjóðleg. Vinsælustu popp- og diskólögin og allt til fallegra þjóðlaga Búlgaríu. Félagarnir Corda og Zazinov, sem nú skemmta gestum Þórs- cafés. Ljósm. Ól.K.Mag. Garðbúar langeygir eftir hitaveitunni ekki hefði verið hægt að vinna eftir áramótin vegna þess að ailt hefði verið fullt af snjó og ófært um framkvæmdasvæðið. Eftir er að sjóða um 1 kílómetra og sagði Guðmundur að hann gerði sér vonir um að hægt yrði að hefja framkvæmdir um eða upp úr næstu mánaðamótum en það væri að sálfsögðu önnur máttarvöld sem réðu því. Hitaveitan er farin að vinna sér í haginn með því að setja upp grindur svokallaðar en þær bera uppi mæla innanhúss. Fréttaritari. Garði 5. aprfl. GARÐBÚAR eru orðnir langeygir eftir hitaveitunni sem átti að tengja fyrir áramót en bólar ekkert á enn. Búið er að leggja í stóran hluta þorpsins dreifikerfið en það sem vantar er að koma vatninu til þorpsins. Undirritaður hafði samband við Guðmund Björnsson hjá Hitaveitu Suðurnesja og innti hann eftir framvindu. Sagði hann að verktaki hefði ekki náð að skila verkinu fyrir áramót eins og til stóð og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.