Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
19
Stjórnarformaður
Ítalíubanka látinn
víkja úr embætti?
Róm, 5. aprfl. AP.
LÍKUR benda til þess að Paolo
Baffi stjórnarformaður Ítalíu-
banka verði látin víkja úr stöðu
sinni innan tíðar vegna ásakana
um að hann hafi misbeitt valdi
sínu í eigin þágu á síðustu árum.
embættum, þar sem lánastarfsemi
þeirra í eigin þágu brjóti í bága við
lög um opinbera starfsmenn. — Þá
hefUr Baffi einnig verið ákærður
fyrir að standa fyrir ólöglegum
greiðslum bankans í kosningasjóði
stjórnmálaflokka.
konurnar hefðu gagnrýnt harð-
lega aö þeim skyldi ekki hafa
verið leyft að sækja jarðarför
Bhuttos í öðrum hluta landsins
en lögreglumenn báru við að
skipanir heföu ekki kveðiö á um
slíkt.
Zulfikar Ali Bhutto haföi setiö í
fangelsi í ár eftir að hafa verið
dæmdur sekur um að fyrirskipa
aftöku pólitísks andstæöings
eins og kunnugt er orðið. Líflát
hans kom ekki á óvart þar sem
forseti landsins, Zia ul-Haq,
haföi lýst því yfir að hann myndi
ekki ganga í berhögg við úr-
skurð dómstóla.
Bhutto hlaut menntun sína við
Kaliforníuháskóla og í Oxford.
Þrjátíu ára aö aldri varö hann
yngsti ráöherra í sögu landsins
en það var árið 1958. Árið 1966,
er hann var utanríkisráðherra,
sagöi Bhutto skilið viö Ayub
Khan, þáverandi forseta, og
setti á stofn Þjóðarflokkinn,
fyrsta stjórnmálaflokk landsins,
er náði almennum vinsældum
og barðist fyrir sósíalisma í anda
múhammeðstrúar.
Eftir að Pakistanar höfðu farið
halloka fyrir Indverjum í Bangla-
desh-stríðinu 1971 var Bhutto
kallaður heim frá Sameinuðu
þjóðunum til að taka viö stjórn-
taumunum af Yahya Khan hers-
höfðingja. Tókst honum að
koma kyrrö á og efla þjóðlega
sjálfsviröingu og taldi hann því
kleift aö nema herlög úr gildi
1972. Varð hann árið eftir for-
sætisráðherra samkvæmt nýrri
stjórnarskrá landsins.
Það voru herforingjar, sem
veltu Bhutto síðan úr sessi 5.
júlí, 1977 og tóku völd eftir að
flokkur Bhuttos hafði unnið stór-
sigur í almennum kosningum og
slegið í harðan með honum og
andstæöingunum.
Bhutto var dæmdur ásamt
fjórum öðrum fyrir morðsam-
særi hinn 19. mars í fyrra.
Hæstiréttur staðfesti dauöa-
dóminn 6. febrúar sl. Zia, mað-
urinn, sem Bhutto sjálfur hafði
útnefnt yfirmann hersins 1976,
neitaöi ítrekaö aö taka áskoran-
ir um mildun dómsins til greina.
Yfirlýsingar heimsleiðtoga í
kjölfar líflátsins bera aö jafnaöi
vott um gremju og trega.
Giscard d’Estaing Frakklands-
forseti er sagður hafa sent Zia
ul-Haq skeyti nokkrum stundum
fyrir atburðinn og skorað á hann
að sýna mannúð gagnvart lífi
manns, sem verið hafði per-
sónugervingur þjóöarinnar á
mikilvægu sögulegu augnabliki.
í Nýju Delhi, lét fyrrverandi
forsætisráðherra Indlands,
Indira Gandhi, hafa eftir sér að
henging Bhuttos væri ögrun við
almenningsálit í heiminum. í
London lýsti Callaghan samúð
með Bhutto og hafði utanríkis-
ráðherra landsins, David Owen,
einnig skorað á Zia að miskunna
forsætisráðherranum fyrrver-
andi rétt fyrir aftökuna.
Áhrifamikill pakistanskur ráð-
herra, sem nú er á feröalagi í
London, hélt hins vegar uppi
vörnum fyrir ákvörðuninni og
benti á aö fariö heföi verið aö
lögum landsins og Bhutto í alla
staði sætt góðri meðhöndlun.
Ráðherrann, Khursid Ahmed,
kvaðst dapur vegna atburðar-
ins. „Bhutto heföi getaö orðiö
stórfenglegur leiðtogi," sagði
hann „en til allrar óhamingju
kaus hann aö þrúga þjóöina
meö aöaisskipulagi og beita
valdi sínu sjálfum sér einum til
framdráttar.” Ráðherrann hélt
áfram: „Bhutto bar ábyrgð á
miklu óréttlæti í landi okkar.
Hann fyrirskipaði manndráp og
misþyrmingar. Það var hann
sem átti sök á að hundrað
þúsund manns voru geymdir
bak viö lás og slá.“ Um henging-
una sagði hann: „Við fram-
kvæmum slíka hluti hljóðlega.
Fara þeir fram snemma á
morgnana fyrir sólarupprás. Á
slíkum stundum ríkir sorg en
ekki fögnuður."
Sonur Bhuttos, tvítugur aö
aldri, sem stundar nám í
London, sagði að dómurinn
hefði náð fram að ganga sökum
hræðslu og örvæntingar af háifu
forsetans, Zia. „Hann er morð-
ingi,“ sagði Shah Nawaz Bhutto,
„allir vita að faðir minn var
saklaus.”
Fréttir herma að harðvítug
mótmæli hafi komið fram í Ind-
landi vegna aftökunnar og jafn-
vel komið til átaka. Lögregla
þurfti aö beita táragasi til aö
dreifa níu þúsund manna hópi er
safnast hafði saman í Jammu í
Kashmir-fylki og reynt að setja
eld í bænahús í borginni. Stuðn-
ingsmenn Bhuttos í Pakistan
virðast enn sem komið er bera
harm sinn að mestu í hljóði og
telja fréttaskýrendur að brjótist
óeirðir út kunni það að veröa
síðar eftir aö slakað hefur veriö
á herlögum Zias og herforingj-
anna. „Almenningur kýs ekki að
bjóða ríkisstjórn bakið, sem
lemur hvar sem því verður við
komiö,“ sagði háskólakennari
nokkur og átti þar með við
ákvæði húðflettingarlaga, er for-
setinn innleiddi í því skyni að
fullnægja réttlætishugmyndum
Kóransins.
í yfirlýsingu frá saksóknara
segir aö stjórnvöld geti farið fram
á að Baffi og aðrir stjórnarmenn
bankans verði látnir víkja úr
Washington, 5. aprfl. AP.
FJÁRLAGANEFND
öldungadeildar Bandarikja-
þings samþykkti á fundi sinum
í dag að veita stjórn Jimmy
Carters 99,44% af umbeðnu fé
til hermála á fjárlögum ársins
1980.
Eftir langa og stranga fundi
nefndarinnar, þar sem mest var
fjallað um aukningu útgjalda
Varsjárbandalagsríkjanna, sam-
þykkti hún með 9 atkvæðum
gegn 6 að veita stjórninni 125,3
milljarða dollara til hermála eða
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum námu heildarlánagreiðslur
til kosningasjóða alls um 14% af
allri veltu bankans.
sem nemur um 41 þúsund
milljörðum íslenzkra króna.
Carter hafði farið fram á að fá
126 milljarða dollara.
Fjárlaganefnd fulltrúadeild-
arinnar samþykkti hins vegar
ekki nema 123,9 milljarða doll-
ara fjárveitingu til hermála á
fundi sínum í gærdag, eða sem
nemur um 40 þúsund milljörðum
islenzkra króna.
Með 125,3 milljarða dollara
fjárveitingu verður hækkun út-
gjalda til hermála aðeins um
5,5% milli fjárhagsára sem hefj-
ast 1. október ár hvert.
Samþykktu99,44% af
umbeðinmfiárveitíngu
til hermála næsta ár
Lee Cooper flauelsbuxur.
Sérstakt dömusnið með fellingum.
Auglýsing:
Frábær tískusýning
í Herrahúsinu
Síðastliðinn laugardag
buðu Herrahúsið og Adam,
Bankastræti 7, viðskiptavin-
um sínum til tískusýningar í
versluninni sjálfri á
verslunartíma sem er algjör
nýjung hér á landi. Mældist
þetta mjög vel fyrir enda
fylltist búðin af áhugasömu
fólki. Sýnd var vor- og sumar-
tískan 1979 frá Adamson,
Kóróna, Lee Cooper og ýms-
um erlendum fyrirtækjum og
einnig sýnishorn af haust-
tískunni. Skemmtilegt er að
sjá þessi víðu og þægilegu
snið sem minna óneitanlega á
tískuna frá 1940—1950. Það
sem vakti mesta athygli voru
ný tweedföt frá Adamson
með vestispeysu í stíl.
Sýning þessi verður endur-
tekin á Sunnukvöldi að Hótel
Sögu næstkomandi sunnu-
dagskvöld.
Tweedföt frá Adamson með vestis-
peysu í stfl.
Sólarlandafatnaður frá Melka.
Finnskur sumarjakki frá Tiklas.
Tvíhneppt tweedföt.
Vítt snið með fellingabuxum.