Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Kópavogur
Almennan félagsfund heldur Baldur, málfundarfélag sjálfstæölslaun-
þega fðstudaglnn 6. apríl kl. 20.30 aö Hamraborg 1, (Sjálfstæölshús-
Inu).
Dagskrá:
1. Kosiö á landsfund.
2. Kosiö á aöalfund verkalýösráös Sjálfstæöisflokksins.
3. Ræddar breytingar á lögum verkalýösráös.
4. Önnur mál.
Stjómln.
Hverfafélög Sjálfstæöiamanna, Breiöholti
Fundur
Almennur félagsfundur veröur haldinn laugardaginn 7. apríl n.k. kl.
15.00 í Félagsheimili sjálfstæöismanna aö Seljabraut 54.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsfund.
2. Formaöur Sjálfstæöisflokksins Geir Hallgrímsson, spjallar viö
fundargesti um stjórnmálaástandiö.
Stjórnir hverfafélaga
Bakka & Stekkja —
Fella & Hóla —
Skóga & Stekkja.
Borgarnes
Almennur fundur veröur haldinn í Sjálfstæöiskvennafélagi Borgar-
fjaröar, miðvikudaginn 11. apríl kl. 8.30 í fundarsal flokksins
Borgarbraut 4.
Dagskrá:
1. Umræður um landsfund.
2. Önnur mál.
Áríöandi aö konur mæti.
Stjórnin.
Þór FUS Breiðholti
minnir félaga sína á fundinn n.k.
laugardag 7. apríl kl. 15.30 í Félags-
heimilinu aö Seljabraut 54.
Á fundinn kemur: Geir Hallgrímsson,
formaöur Sjálfstæöisflokksins.
Mætiö öll
Þór FUS Brelöholti.
Hveragerði og nærsveitir
Sjálfstæöisfélagiö Ingólfur heldur ttórbingó í Hótel Hverageröi
föstudaginn 6. apríl kl. 21 (9 e.h.). Glæsilegir vinningar m.a.
sólarlandaferö (til Florida). Vinsamlega mætiö stundvíslega.
Nefndin.
Seltjarnarnes
Fundur veröur haldinn í Sjálfstæöisfélagi Seltjarnarness þriöjudaginn
10. apríl kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund.
Stjórnin.
Strandasýsla
Aöalfundir Sjálfstæöisfélags Strandasýslu, Sjáifstæöiskvennafélags
Strandasýslu og fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Strandasýslu
veröa haldnir í kvenfélagshúsinu á Hólmavík, fimmtudaginn 12. apríl
kl. 3 e.h.
Fundarefni:
1. Venjuleg aóalfundarstörf.
2. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins.
Stjórnin félaganna.
Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og
Norðurmýri
Spilakvöld
Spiluö veröur félagsvist mánudaginn 9. apríl í Valhöll, háaleitisbraut
1. Byrjaö veröur aö spila kl. 20.30.
Stjórnin.
Sigríður Þórðardótt-
ir ísafirði — Minning
í dag, 6. apríl, verður til moldar
borin frá ísafjarðarkirkju vinkona
okkar, Sigríður Þórðardóttir. Hún
lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 28.
marz s.l.
Það væri ekki að vilja hennar að
einhver af kunningjunum færi að
rifja upp æviskeið hennar, síst þá
hlið, sem að vinum og vandamönn-
um sneri. Öll þau spor, snúninga,
umhyggju og góðvild, vildi hún
ábyggilega ekki að væri minnst á.
Ekki er hægt að verða við þeirri
ósk, án þess að fram komi góðvild
hennar og hjálpsemi við allt og
alla. Ekki bara vini og kunningja,
heldur líka við dýr og þá sem bágt
áttu. Og í erfiðleikum var hún
ávallt reiðubúin að rétta hjálpar-
hönd, var þá sama hvort var nótt
eða dagur. Viðkvæðið var alltaf
það sama, það er velkomið, hvern-
ig sem ástatt var hjá henni.
Þannig var Sigga.
Sigga var af þeirri kynslóð, sem
lítið þekkti til lífsins á unglingsár-
unum annað en að vinna og vinna,
oftar svöng en södd. Sigga var
fædd í byrjun fyrra stríðs, 30. sept.
1914, í Hafnarstræti 17 (síðar
Sveinabakarí). Foreldrar hennar
voru völundurinn Þórður Þórðar-
son, vélvirkjam., og Kristín Sæm-
undsdóttir. Eignuðust þau 4 dæt-
ur, Margréti, Guðrúnu, Sigríði og
Þórhildi.
Er Sigga var 4 ára missir hún
móður sína, og skilja þá leiðir
systranna og föður. Sigga fer til
Ytri-Hjarðardals í Önundarfirði,
til móðurfrænda síns, Kristjáns
Jóhannessonar, og dvelst hjá hon-
um og konu hans, Maríu Stein-
dórsdóttur, til 16 ára aldurs.
A' því stóra og umsvifamikla
heimili þurfti hún eins og títt var
með unglinga að vinna og vinna
mikið, en á því heimili mun ávallt
hafa verið nóg að borða og aðbún-
aður góður. Sextán ára yfirgefur
hún Hjarðardal um stundarsakir,
en alla tíð hélt hún vináttu við það
fólk, sem hún hafði alist upp með.
Hún ræðst í vist, eins og þá var
títt með ungar stúlkur, til Óskars
læknis og konu hans á Flateyri. Á
erfiðu árunum 1930—40 starfaði
hún sem slík og vann alla almenna
vinnu, sem hægt var að fá, oft í
kaupavinnu, í allskonar fiskvinnu,
við sauma, við þjónustustörf, svo
sem á Sjúkrahúsinu og Elliheimil-
inu. Veturinn 1940—41 er hún
starfandi á Elliheimilinu á Isa-
firði. Er þá ekki kona einsömul, en
barnsfaðir hennar, Kristján
Kristjánsson, ferst með M/S Pét-
ursey, er lagði af stað til Englands
10. marz 1941 og talið var að skotin
hefði verið niður. Dóttir þeirra,
Kristjana Kristjánsdóttir, fæddist
6. sept. 1941.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
Það má nærri geta, að það hefur
verið erfiður róður fyrir einstæða
móður á þessum árum, með ný-
fædda dóttur, að bjarga sér og
henni. En bæði var, að það fór að
aukast með atvinnu og Sigga
afburða dugleg svo að hún gat
ávallt haft dóttur sína hjá sér.
Hvar sem hún var að vinna þetta
árið eða hitt og hvort hún var í
kaupavinnu, matráðskona í mötu-
neyti, eða í einhverri annarri
vinnu. Matráðskona lét henni af-
burðavel að vera, enda lofuð fyrir
mjög góðan mat og hirðusemi.
Ung að árum fór Kristjana
dóttir hennar að læra hjúkrun og
lauk því námi og hefur ávallt síðan
starfað sem hjúkrunarkona. Sigga
eignaðist tvö ömmubörn, Birgi og
Brimrúnu. Árið 1956 byrjaði Sigga
að halda heimili með eiginmanni
sínum, Ólafi H. Ólafssyni, bíl-
stjóra. Þau giftu sig 19. júní 1961.
Okkur vinum hennar er kunnugt
um, að síðan hefur Siggu liðið
mjög vel, enda þau hjónin mjög
samhent og bæði hafa þau keppst
við að gera heimili sitt fallegt og
hlýlegt, fyrst að Smiðjugötu 8, og
síðan Tangagötu 10, ísafirði.
Nú er leiðir skilja viljum við
hjónin þakka fyrir margra ára
vináttu og hjálp við okkur og börn
okkar, með vissu um góða heim-
komu til hans sem öllu ræður.
Við vottum innilega samúð okk-
ar Kristjönu, dóttur hennar,
ömmubörnunum Birgi og Brim-
rúnu, eiginmanni hennar, Ólafi H.
Ólafssyni, og hálfbræðrum henn-
ar, sem henni þótti svo innilega
vænt um, Sigurjóni, Birgi og Jens
Þórðarsonum og öllum vinum og
vandamönnum.
Friðrik Bjarnason
og fjölskylda.
Merk j asöludagur
Ljósmæðrafélags
Reykjavíkur
Á KVENNADAGINN, 19. júní
1942, komu saman 7 konur og
stofnuðu Ljósmæðrafélag Reykja-
víkur. Þð hefur ævinlega verið
fámennt félag að vonum, en leyst
af hendi merkilega mikið starf
ekki aðeins í þá átt að gera
ljósmæður hæfari fyrir sitt
ábyrgðarmikla starf, heldur hafa
þær einnig veitt öðrum líknarmál-
um fjárstuðning svo ríflegan að
undrun vekur um svo fámenn
samtök kvenna. Félagið hefur
ávallt verið fátækt því að þar
hefur þeirri góðu reglu verið fylgt
að veita til líknarmála jafnan öllu
aflafé og notið bæði aldnir og
ungir, sem bágstaddir voru.
Fjárins hafa þessar fáu konur
aflað með sjálfboðastarfi og fórn-
arlund, en einkum með árlegri
merkjasölu 2. sunnudag í apríl.
Sá dagur er á morgun, pálma-
sunnudag.
Góðir Reykvíkingar, kaupið
merkin, þegar þau verða boðin.
Flestöll stöndum við í þakkarskuld
við konuna, sem greiddi okkur leið
inn í ljós þessa heims og veitti
okkur mildum ljósmóður-höndum
hina fyrstu líkn. Og konunum í
Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur er
vel trúandi fyrir þeim litla skerfi,
sem nú er beðið um.
Jón Auðuns
Ljósmæðramerkin verða afhent
í Iþróttahöllinni í Laugardal og
hjá frú Önnu Kristjánsd., Silfur-
túni, Garðabæ, laugardag og
sunnudag.
Basar hjá Líknarfélagi
Kirkju Jesú Krists af
sídari daga heilögum
LÍKNARFÉLAG Kirkju Jesú
Krists af síðari daga heilögum
(Mormónakirkjunnar) heldur
basar á Skólavörðustíg 16, laugar-
daginn 7. apríl, kl. 2. e.h.
Á boðstólum verða heimabakað-
ar kökur ásamt nokkru af heima-
unnum munum. Verði er mjög
stillt í hóf, segir í tilkynningu frá
félaginu.
Á sama stað og tíma má einnig
fræðast um kirkjuna í máli og
myndum.
Allir eru velkomnir.